Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.1996, Qupperneq 68

Bókasafnið - 01.06.1996, Qupperneq 68
Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir prófessor Kennsla í bókasafns- og upplýsingafræði 40 ára Á þessu ári eru 40 ár liðin frá því að dr. Björn Sigfússon, þáverandi háskólabókavörður, hóf að kenna bókasafnsfræði við Háskóla Islands. Fram að þeim tíma höfðu nokkrir Is- lendingar numið greinina erlendis. Má þar fyrstan nefna Sigurgeir Friðriksson sem nam sín fræði í Kaupmannahöfn og varð við heimkomuna árið 1923 fyrsti borgarbókavörð- urinn enda þótt hann hefði ekki þann titil þá. Enn má greina áhrif frá námi hans og starfi enda innleiddi hann ýmis konar þjónustu sem áður var lítt eða ekki þekkt hér á landi, t.d. útlán til skipa, fangelsa og verkamanna á vinnu- stað. Einnig lifir ennþá það flokkunarkerfi sem hann inn- leiddi, þ.e. danska afbrigðið af Dewey. Það er merkilegt í ljósi þess að þá þegar hafði Dewey-kerfið verið innleitt á Landsbókasafni. Má getum að því leiða að hann hafi held- ur litið til Danmerkur eftir fyrirmynd frá þarlendum al- menningsbókasafnahefðum en þeim venjum sem voru að skapast á Islandi á þessum tíma. Fáir aðrir höfðu farið til náms í greininni áður en kennsla hófst hér á landi. Ólafur F. Hjartar nam í London 1946-47 og Hulda Sigfúsdóttir útskrifaðist frá norska bókavarðaskólanum árið 1953. Einnig var þá komin til Iandsins Else Mia Einarsdóttir sem lauk prófi frá norska bókavarðaskólanum árið 1951. Flestir starfsmenn bóka- safna á íslandi fyrir tíma kennslu dr. Björns höfðu því enga sérmenntun í greininni. í svona stuttu yfirliti er ekki mögulegt að rekja ítarlega sögu greinarinnar. Því verður hér stiklað á stóru og reynt jafnframt að segja frá því sem nýtt er og gefa vísbendingar um það hvert greinin stefnir í ljósi umræðu um upplýsinga- samfélagið. Upphaf kennslu í bókasafnsfrœði við Háskóla Islands Fyrsta kennsla í greininni bar þess vitni að hún var hugs- uð sem stuðningur eða viðbót við háskólapróf í annarri grein, einkum fyrir þá sem á 6. áratugnum töldust sjálf- sagðir starfsmenn stærstu bókasafnanna, Landsbókasafns íslands og Háskólabókasafns og höfðu sérnám í íslenskum fræðum eða sagnfræði. Áhersla var lögð á flokkun og skrán- ingu, bókfræði og handritalestur. Starfsþjálfun var nokkur hundruð tímar sem voru aðallega unnir á Háskólabóka- safni og voru nemendur því nokkur viðbót við alltof lítinn starfskraft á safninu. Greinin var samt hluti af heimspeki- deild og námsvísir greinarinnar birtist með öðrum greinum þeirrar deildar í Kennsluskrá Háskóla íslands. Mjög fáir skráðust þó í nám í greininni. Fyrstu tveir nemendurnir luku fyrsta stigi 1957, tveir 1958 og einn 1959 svo að alls voru fjórir nemendur skráð- ir í greinina fyrir 1960. Á árunum 1960-1964 stunduðu alls 13 nemendur nám í bókasafnsfræði við Háskólann. Fyrsti nemandinn, Svan- laug Baldursdóttir lauk B.A.-prófi árið 1964 og má segja að þar með hafi greinin verið viðurkennd sem háskólagrein með eigin þekkingarkjarna. Tveir aðrir af þessum 13 hafa gert bókavarðastörf að lífsstarfi sínu án þess að hafa bætt við sig frekara námi. Einn fór til Bandaríkjanna í fram- haldsnám í greininni. Hinir níu hafa haslað sér völl á öðr- um starfsvettvangi sem sýnir vel hlutverk greinarinnar sem viðbót við annað háskólanám. Á næstu 10 árum eða fram til 1973 luku alls 16 manns B.A.-prófi með bókasafnsfræði sem aðalgrein en um 30 manns stunduðu eitthvert nám í greininni, venjulega sem aukagrein. Fyrstu framhaldsmenntuðu bókasafnsfræðing- arnir luku námi og komu til starfa en fyrst þeirra var Krist- ín H. Pétursdóttir sem lauk M.A.-prófi frá Bandaríkjunum árið 1966. Endurskoðun á námi í greininni Segja má að tímabilið 1972-1976 hafi einkennst af miklum hræringum í greininni. Árið 1973 var tekið upp einingakerfi innan Háskólans og stigum breytt í einingar og náminu í námskeið. Þetta gaf um leið svigrúm til að setja námið saman á nýjan máta og kennslan var ekki leng- ur bundin við það að allir lykju samskonar námi. Stunda- kennurum fjölgaði og þar með hófst nokkur sérhæfing og val innan greinarinnar sem síðan hefur breyst og margfald- ast. Sama ár var einn stundakennari, Susan Bury, gerð að aðstoðarmanni háskólabókavarðar við stjórn greinarinnar. Ennþá var enginn fastur kennari í bókasafnfræðinni og henni stjórnað af háskólabókaverði. Á þessum árum voru miklar hræringar í menntakerfinu og verið að undirbúa ný grunnskólalög. Þar var lögboðið að allir grunnskólar skyldu hafa skólasöfn.Víðar mátti merkja að samfélagið var tilbúið að taka við fleiri bókasafnsfræð- ingum til starfa. Samanburður við nágrannalöndin sýndi mönnum einnig fram á að þessa þekkingu þurfti að efla ef bókasöfnin áttu að geta þróast í takt við það sem var að ger- ast á hinum Norðurlöndunum. Félag bókasafnsfræðinga var stofnað árið 1973. Meðal markmiða félagsins var að efla menntun í greininni og auka hagnýtingu þekkingar á þessu sviði í samfélaginu. Þrýsting- ur var settur á Háskólann að endurskoða námið og skipu- lag þess. I framhaldi af því voru tveir erlendir sérfræðingar fengnir til landsins til að koma með tillögur að nýju skipu- lagi. Dr. Edward Evans frá Denver, Colorado og Douglas Foskett frá Bretlandi komu hingað til lands og unnu sínar tillögur. Auk þess setti Félag bókasafnsfræðinga upp sína eigin nefnd til að gera tillögur um námsskipan. Þótt tillögurnar væru um margt ólíkar höfðu þær allar einn sameiginlegan kjarna, þ.e. að skapa þyrfti greininni fastan kennslukraft. Háskólinn brást við skjótt og fyrsta lektorsstaðan var auglýst. Fyrsti lektorinn, Sigrún Klara Hannesdóttir, hóf störf haustið 1975 og á sama tíma kom til landsins fyrsti Fulbright-prófessor greinarinnar, dr. Charles Wm. Conaway. Var það mikill styrkur að fá strax aðstoð við að móta greinina undir nýjum formerkjum. 68 Bókasafhið 20. árg. 1996
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.