Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 70
Rannsóknatengt M.A. -nám
Félagsvísindadeild býður upp á mjög takmarkað rann-
sóknatengt M.A.-nám sem er bundið því að nemendur fái
styrk úr Rannsóknanámsjóði. Tveir nemendur eru nú við
slíkt nám í bókasafns- og upplýsingafræði. Eru það Ingi-
björg Sverrisdóttir og Agústa Pálsdóttir. Enn sem komið er
eru ekki miklar líkur til þess að M.A.-námið verði almenn-
ara vegna fjárskorts og ekki er við því að búast að hér verði
miklar breytingar á í nánustu framtíð. Hins vegar gætu
opnast möguleikar í sambandi við ERASMUS samstarfs-
netið sem áður er nefnt. Eins og fram kemur hér á undan
er unnið að því að greinin verði þátttakandi í nýju sam-
starfsneti sem verið er að undirbúa. Þar með mundi opnast
leið fyrir nemendur að taka námskeið á sínu sérsviði við er-
lenda skóla enda þótt rannsóknarverkefni yrði alfarið unn-
ið á Islandi.
Framtíðin
Mikill niðurskurður hefur nú verið boðaður í félagsvís-
indadeild og fer bókasafns- og upplýsingafræðin eklú var-
hluta af því. Stærð greinarinnar er ekki heppileg fyrir nýtt
reiknilíkan og sérstaða greinarinnar til starfsþjálfunar hefur
ennþá ekki fengist viðurkennd í líkaninu. Enn er verið að
herða að með valnámskeið og nú má ekki kenna valnám-
skeið ef færri en sjö eru skráðir. Einnig hefur verið farin sú
leið að draga úr Vettvangsnáminu í bili vegna þess hversu
dýrt það er. Það er með miklum efasemdum sem þessi leið
hefur verið farin en á þessari stundu virtist ekki önnur leið
betri. Á hinn bóginn er augljóst að námið er að verða vin-
sælla og benda má á að í námskeiði um Internetið sem í
boði var á haustmisseri 1995 voru nær 100 nemendur úr
ýmsum deildum Háskólans. Það hefur verið mjög ánægju-
legt fyrir nemendur okkar að vera skyndilega með færni
sem eftirsótt er meðal annarra nemenda. Allir sem kunna
að nota Internetið til hins ítrasta og kunna að búa til
heimasíður eru í tísku í dag!
Það hlýtur að teljast mjög mikilvægt fyrir grein eins og
okkar að hætta ekki að bjóða upp á námskeið sem eftir-
spurn er eftir og halda áfram að koma með nýjungar enda
þótt þrengi á dalnum. Hættulegast væri fyrir okkur að
halda of fast í gamlar hefðir og neita að horfast í augu við
þær breytingar sem sviðið stendur frammi fyrir í aldarlok.
Það eru fyrst og fremst vaxtarbroddar á upplýsingasviðinu
sem geta gert greinina samkeppnisfæra í framtíðinni.
Einn þáttur sem ég tel mjög mikilvægan í framtíðinni er
fjarnám. Tækni sú er Háskóli íslands býr yfir er ein sú besta
sem völ er á í heiminum og landið svo til allt tölvuvætt. Því
ætti að vera greið leið að mennta fólk til starfa í upplýsinga-
málum um allt land. Dreifbýlt land eins og ísland þarf að
sinna þörfum þeirra sem ekki hafa aðstöðu til að taka sig
upp og flytja um lengri eða skemmri tíma til Reykjavíkur.
Með fjarnámi mætti byggja upp aukna þekkingu á málum
bókasafna og upplýsingastofnana um allt land.
Verkefni og aðferðir greinarinnar breytast ört og mikil
ábyrgð hvílir á þeim sem eru í forsvari fyrir kennslunni að
þeir fylgist vel með og séu tilbúnir að tileinka sér nýjungar
og leiða þróun þrátt fyrir samdrátt og sparnað. Ekki er
ábyrgðin heldur minni á stéttinni sjálfri að efla færni sína í
sífellu. Sterkur vilji er meðal margra í stéttinni að breyta
heiti hennar. En ef menn vilja geta kallað sig upplýsinga-
fræðinga verða þeir að hafa nægilega gott nám að baki í því
nýjasta sem fram kemur á upplýsingasviðinu á hverjum
tíma til að geta staðið undir því nafni. Efla þarf rannsókn-
ir innan stéttarinnar því ákaflega margt sem snertir þróun
greinarinnar er ókannað. Það hlýtur að verða eitt af megin-
verkefnum stéttarinnar á næstu fimm árum að efla rann-
sóknir og hefja greinina til vegs og virðingar með þekking-
arsköpun ekki síður en þekkingarmiðlun.
SUMMARY
Library and Information Science Education in Iceland - 40th
Anniversary
Traces briefly the history and development of education for librarians
in Iceland which was initiated in 1956 by the University Librarian. Before
that a few Icelanders studied librarianship abroad, in Norway, Denmark
and the U.K. The first one became the City Librarian in Reykjavík upon
his return from Copenhagen in 1923. At first, library education was org-
anized as an addition to other university studies, mainly Icelandic and hi-
story, with emphasis on cataloging and classification. During the first ye-
ars just a few students enrolled, the first one completed a Bachelor’s
Degree in 1964. During the next ten years 16 students graduated with
library science as a major. The first student returned to Iceland after
completing a Master’s Degree from the U.S.A. in 1966. During the years
1972-1976 the Program was revised and restructured with advisers from
the U.K. and the U.S.A. A course- and credit system was adopted, speci-
alized courses were developed and more part time teachers employed. The
Association of Professional Librarians was founded in 1973 and one of its
goals was to enhance library science education. In the fall of 1975 the first
full time lecturer was appointed and at the same time a Fulbright profess-
or came to Iceland for one semester. The following year a new faculty was
established at the University, the Faculty of Social Science, where library
education was included. Since then the development of library and in-
formation science education has been in line with the other academic dis-
ciplines within that Faculty. In 1995 the Library and Information Sci-
ence Program employed four full time teachers and six part time ones. A
new revision of the Program was carried out in 1993-1994 and implem-
ented in the following year. During the fall 1994 the Library and In-
formation Science Program participated on behalf of Iceland in the
European Pilot Project for Evaluating Quality in Higher Education. The
outcome was very positive, where its main strengths were considered well
qualified staff and international orientation. Two areas of specialization
have been established within the Program, i.e., specialization for school
librarians and specialization for record managers. Furthermore, the
Program offers one year in English, with emphasis on information tech-
nology, due to the fact that one of the full time faculty members teaches
all her courses in English. These courses have been attended by foreign
students. The Faculty of Social Science offers a limited research Master’s
degree and two students in the Library and Information Science Program
have been enrolled. Concludes by discussing the future developments of
library and information science education which emphasises the need for
distance education. In view of diminishing funds such plans may not be
realised but a new option through ERASMUS-networks may offer viable
alternatives.- SKH
ÞJÓÐSAGAEHF
Dvergshöfða 27, 112 Reykjavík, sími: 567 1777, fax: 567 1240
70 BókasajhiS 20. árg. 1996