Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Side 80

Bókasafnið - 01.06.1996, Side 80
Gallar beinlínuaðgangs að rafreenum upplýsingum 35 bókasöfn (97% svörun) % af 35 í KUL 22 (100%) % af 22 Aðrar stofnanir 13 (87%) % af 13 Fé er eytt án þess að við safnkostinn bætist: 12 34% 7 32% 5 39% Safngestir hafa ekkert til þess að blaða í : 24 69% 19 86% 5 39% Vandamál við varðveislu til lengri tíma er óleyst: 13 37% 10 46% 3 23% Fólk verður að venja sig viðað vinna að rannsóknum,að hluta til, með öðrum hætti: 11 31% 5 23% 6 46% Efni sem vísað er til getur verið orðið óaðgengilegt eftir tiltekinn tíma: 24 69% 14 64% 10 77% Kostnaður er afmarkaður og því auðvelt er að láta notendur greiða hann: 16 46% 9 41% 7 54% Óvissa um kostnað þessarar þjónustu í framtíðinni: 21 60% 13 59% 8 62% Aðrir gallar: 5 14% 2 9% 3 23% Sumir svarendur tiltóku fleiri en einn galla auk ofantalins: erfitt er fyrir safngesti að nota þessa þjónustu; verðlagning þjónustunnar er ólýðræðisleg; framtíðarhlutverk bókasafna við að veita aðgang að samtímaheimildum er óviss; bókasöfnin bera ekki lengur ábyrgð á varðveislu heimilda; áfram verð- ur þörf á útgáfu á pappír; óvissa ríkir um verðlag á upplýsingum bæði á pappírsformi og rafrænu vegna ágóða útgefenda og höfundaréttur er einnig í óvissu; erfiðara verður fyrir mikinn hiuta fólks að afla sér upplýsinga (2 svör, bæði frá bókasöfnum innan Kaþólska háskólans) Athugasemd (1 frá bókasafoi utan Kaþólska háskólans): • Sumir ofantalinna galla verða ekki eins slæmir ef bókasafnið tekur rafræn tímarit i áskrift (on the site licence) og sér sjálft um geymsluna á þeim söfnum. Sumir töldu að aðgangur yrði að miklu meira magni upplýsinga en nú er og margir höfðu áhyggjur af kostnaði við að bjóða upp á upplýsingar í framtíðinni. Það á bæði við kostnað við að bjóða upp á upplýsingar í rafrænu formi og upplýsingar útgefnar á pappír, sem hljóta að verða dýrari eftir því sem minna og minna er keypt af þeim, vegna þess að fleiri nota aðeins rafræna formið. Einn svar- enda taldi að auk fjárhagsvandamála gæti orðið erfitt fyrir bókasöfn að nýta sér nýju tæknina af viðskiptalegum og lagalegum ástæðum. Einn svarenda sá ekki fyrir sér hver yrði starfsvettvangur bókasafnsfræðinga í framtíðinni, en annar taldi að tækniþróunin gæti aðeins gert starf bóka- safnsfræðinga auðveldara, hún myndi ekki gera þá óþarfa. Einn nefndi að húsgögn og búnaður bókasafna yrði að breytast eftir því sem meira og meira af efni yrði einungis aðgengilegt í tölvu og annar að það myndi myndast bil milli raunvísinda- og hugvísindabókasafna. Svarið frá ein- um þátttakanda var á þá leið að heimurinn myndi ekki batna með tilkomu nýrrar tækni. Svörun við þessari spurningu var 65% af þeim 37 bóka- söfnum sem þátt tóku. 16 (73%) frá 22 bókasöfnum inn- an Kaþólska háskólans og 8 (53%) frá 15 bókasöfnum utan hans. V Niðurstöður Markmið þessa hluta könnunarinnar var þríþætt; í fyrs- ta lagi að kanna hugsanleg áhrif heildaryfirlits (Conspect- us) á uppbyggingu safnkosts, í öðru lagi að kanna áhrif að- gangs að rafrænum upplýsingum á uppbyggingu safnkosts og í þriðja lagi að kanna hvernig bókasafnsfólk sér fyrir sér framtíðina við uppbyggingu safnkosts með hliðsjón af þeir- ri öru tækniþróun sem nú á sér stað. Jafnmargir merkja við þann kost að þeir telji heildaryf- irlitið gagnlegt við uppbyggingu safnkosts á sínu bókasafni og merkja við að þeir telji það ekki gagnlegt. Einnig svara jafnmargir spurningum um kosti og galla heildaryfirlitsins. Fleiri merkja við hvern kost en við hvern galla. Því má ályk- ta að kostir heildaryfirlits við uppbyggingu safnkosts séu göllunum yfirsterkari. Helstu kostir við að þróa heildaryf- irlit eru taldir vera þeir að þekking á eigin safnkosti og eig- in stofnun eykst og það verður til þess að stefna um upp- byggingu safnkosts er skilgreind og sett í ritað form. Helstu kostir við að hafa heildaryfirlitið eru við samstarf um að- föng nýs safnefnis og við samvinnu um varðveislu þess sem til er fýrir á söfnunum. Helstu gallar heildaryfirlitsins eru aftur á móti taldir vera þeir að það kostar mikinn mannafla og tíma að samræma mat safnkosts og gera raunhæft heild- aryfirlit. Annars getur það orðið hlutdrægt og gefið ranga mynd af safnkosti aðildarbókasafna. Þetta er í samræmi við það sem fram hefur komið annars staðar og að auki að heildarmatið sé of ónákvæmt til þess að geta orðið að gagni. (Henige, 1987). Meirihluti svarenda er reiðubúinn, m.a. af fjárhagsá- stæðum, til þess að segja upp áskrift að tímaritum í prent- uðu formi og taka í staðinn áskrift að sömu tímaritum í raf- rænu formi, sumir hafa reyndar nú þegar gert það, aðrir eru sem fyrr segir reiðubúnir og þriðji hópurinn segir: ef til vill, ekki ennþá eða það fer eftir kostnaði og hve auðsóttar raf- 80 Bókasafnið 20. árg. 1996

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.