Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 3
'' r-V ^_ DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981. Álfheiflur Ingadóttir fréttastjórí. Átfheiður Ingadóttir: Vinstrimenn haldi sínum hlutívor „Mér er líklega minnistæðast áfallið, þegar ég kom heim og sá Bernhöfts- torfuna flakandi í sárum og aftur sá léttir sem fylgdi frágangi hennar og úti- taflinu margfræga nokkrum vikum síðar,” sagði Álfheiður Ingadóttir fréttastjóri og formaður Umhverfis- málaráðs borgarinnar. „Mér er efst í huga að vinstrimenn haldi sínum hlut í kosningunum í Reykjavík i vor og þeir fái stuðning til að halda áfram þeirri félagslegu og at- vinnulegu uppbyggingu sem þeir hafa hafið í borginni. Ég tel að vinstrimeiri- hlutinn hafi staðið vel saman á kjör- tímabilinu og komið ótrúlega miklu í verk. Reykjavík er betri borg, fallegri og skemmtilegri en hún var áður en íhaldið féll vorið 1978. Þannig vil ég hafahana.” -KMU. Skúli Óskarsson, lyftingamaOur. Snorri Hjartarson: Lízt skugga- lega á heiminn „Það er náttúrlega fljótt sagt. Mér er minnisstæðast, er ég fékk bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs, bæði þegar mér var tilkynnt það í janúar og eins þegar mér voru afhent þau í ráðhúsinu í Kaupmannahöfn 3. marz,” sagði Snorri Hjartarson skáld. „Mér lízt heldur skuggalega á heim- inn. Ég er ekkert afskaplega bjartsýnn Akomandiár, þvímiður.” -KMU. Snorri Hjartarson skáld. Friðrik ðlafsson: Einvígið er méreftir- minnilegast „Það er oftast svo, að þegar maður lítur til baka að hinir neikvæðari at- burðir koma fyrstir fram í hugann. Þarna á ég við morðið á Sadat og at- burðina í Póllandi, en slíkir atburðir setja alltaf óhug i mann,” sagði Friðrik Ólafsson. „En sem betur fer eru alltaf til menn og stofnanir sem tilbúnir eru að hjálpa öðrum áfram til betra lifs og slíkt starf virði ég mjög. Hvað mig sjálfan áhærir er heimsmeistaraeinvígið í skák og aðdragandi þess eftirminni- legust. Það var að mörgu leyti erfið þraut. En allt fór vel að lokum, og persónulega var þetta mikil reynsla fyrir mig. Ég óska öllum árs og friðar á nýja árinu og vona að árið verði mann- kyninuhamingjuríktár. -KLP- „Nú veit ég hvað við íslend- ingar höfum það gott” „Ferð mín á heimsmeistaramótið í kraftlyftingum, sem haldið var í Kal- kútta á Indlandi, er mér eftirminnileg- ast frá árinu,” sagði Skúli Óskarsson, íþróttamaður ársins 1980. „Það var ekki keppnin sjálf, heldur sú fátækt og eymd sem ég sá þar. Þetta var svo hrikalegt að það líður mér ajdrei úr minni. Eftir að hafa séð þetta þarna í Indlandi veit ég nú hvað við íslendingar höfum það gott. Það skal í það minnsta enginn heyra mig kvarta framar”. „Sem íþróttamaður vona ég að árið sem nú fer í hönd verði gott íþróttaár bæði hjá mér og öðrum íslenzkum íþróttamönnum. Þá vona ég að bless- uðum stjórnmálamönnunum okkar takist að ráða við verðbólgudrauginn sinnánýjaárinu,” -KLP- 3 Sendum landsmönnum bestu óskir um farsælt komandi ár með þökk fyrir það liðna EIMSKIP * SIMI 27100 ib

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.