Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 33
DAGBLADID & VlSIR. MIDVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981.
33
ÍÞRÓTTAAIMIMÁLL 1981
lúlí:
Guðrún hélt upp
á 10 ára keppnis-
afmælið sitt
Guðrún Ingólfsdóttir — frjáls-
íþróttakonan sterka úr KR, hélt upp á
10 ára keppnisafmælið sitt, með því að
setja nýtt glæsilegt íslandsmet í
kringlukasti — kastaði kringlunni
51.86 m, en þess má geta til gamans að
hún kastaði kringlunni 32 m í sínu
fyrsta móti.
Sigurður T. Sigurðsson, stanga-
stökkvarinn snaggaralegi úr KR, gerði
sér lítið fyrir og stökk léttilega yfir 5.20
m á alþjóðlegu móti í Trosidorf í V-
Þýzkalandi. Sigurður stökk hvorki
meira né minna en 19 sm hærra en
gamla metið hans var.
Jóhann þrfbœtti HM-metið
Frá V-Þýzkalandi skulum við halda
til Akureyrar, þar sem Landsmót
UMFÍ fór fram með öllu tilheyrandi.
Þar var hinn siungi Jóhann Hjálmars-
son í sviðsljósinu — gerði sér lítið fyrir
og þríbætti heimsmet „öldunga” i hné-
beygju — mest lyfti hann 205 kg.
Það var margt um mannin á Akur-
eyri og voru 6000 pylsur stýfðar úr
hnefa mótsdagana og 20 þús.flöskurflaf
gosi rennt niður.
Sigurrós NM-meistari
Það var einnig stórmót í Vestmanna-
eyjum í júlí — Norðurlandamót fatl-
aðra. Sigurrós Karlsdóttir tryggði sér
þar gullverðlaun í 100 m bringusundi.
Það var einnig mikið um að vera í
öðrum sjávarplássum á Suðurlandi.
Stefán Garðarson — sveitarstjóri í Þor-
lákshöfn, skoraði „þrennu” þegar Þór
lagði ÍR að velli 3:2 í sögulegum leik i
Þorlákshöfn í 3. deild. Landlega var í
Sandgerði, þegar Reynir frá Sa.ndgerði
og Keflvíkingar gerðu jafntefli 0:0 í 2.
deildarkeppninni.
Um svipað leyti og ekkert mark var
skorað í Sandgerði, var 12 ára stúlka —
Lilly Viðarsdóttir á skotskónum á
Vopnafirði. Hún skoraði fjögur mörk
fyrir Súluna frá Stöðvarfirði, sem lagði
Einherja að velli 7:1 í 5. flokki í knatt-
spyrnu.
Markamet Matta
Matthías Hallgrímsson, knatt-
spyrnukappi frá Akranesi, sem leikur
með Val, setti nýtt markamet í 1. deild-
arkeppninni, þegar hann skoraði eitt
mark gegn KR. Matti skoraði sitt 95.
deildarmark, en gamla metið átti Her-
mann Gunnarsson úr Val — 94 mörk.
,,Hvað fékkstu mikla peninga hjá
Fram”, sagði Manfred Stevens, þjálf-
ari KR-inga, við Vilhjálm Þór
Vilhjálmsson, línuvörð, eftir að Fram-
arar voru búnir að slá KR út úr bikar-
keppninni í knattspyrnu. Þá sökuðu
leikmenn Breiðabliks Magnús V. Pét-
ursson, milliríkjadómarann kunna, um
ölvun — eftir að Framarar voru búnir
að leggja þá að velli 3:1.
Framarar urðu sigurvegarar í Meist-
arakeppni K.S.Í. — Marteinn Geirs-
son skoraði sigurmark (1:0) þeirra gegn
Val.
18 ára nýliði hjá Fram — Viðar Þor-
kelsson átti stórleik með Fram gegn
Víkingi í 1. deildarkeppninni. Skoraði
tvö glæsimörk, þegar Framarar unnu
3:1. Nokkrum dögum síðar máttu Vík-
ingar bíta í það súra epli að tapa 2:4
fyrir Valsmönnum.
Sigurlás Þorleifsson skoraði fjögur
mörk fyrir Eyjamenn, þegar þeir lögðu
Þór frá Akureyri að velli 4:1.
Atli Hilmarsson — landsliðsmaður í
ha'ndknattleik hjá Fram, hélt til V-
Þýzkalands, þar sem hann gerðist leik-
maður með Hamlen.
Ágúst:
Glæsilegt met hjá
Einari í spjótkasti
,,Ég fann það strax, þegar ég sleppti
spjótinu að eitthvað óvænt var í upp-
siglingu,” sagði Borgfirðingurinn Ein-
ar Vilhjálmsson, eftir að hann hafði
sett stórglæsilegt íslandsmet í spjót-
kasti á Meistaramóti íslands á Val-
bjarnarvelli. Einar kastaði spjótinu þá
81.23 m og bætti met sitt um hvorki
meira né minna en 4.47 m.
Oddný Árnadóttir úr ÍR — nýja
hlaupadrottningin okkar, varð fyrsta
stúlkan til að hlaupa 200 m undir 25
sek. Oddný hljóp vegalengdina á 24.63
sek. og bætti þar með fjögurra ára met
Ingunnar Einarsdóttur. Þá setti hún
einnig met í 100 m hlaupi á Meistara-
mótinu — hljóp á 12.22 sek.
Draumur Ragnar rættist
„Það hefur alltaf verið stóri draum-
urinn — að verða íslandsmeistari,”
sagði Ragnar Ólafsson, golfkappi, eftir
að hann varð íslandsmeistari í golfi.
Um svipað leyti og Ragnar var að
tína golfkúlurnar upp í pokann sinn,
var v-þýzki þjálfarinn Manfred Stevens
hjá KR, látinn taka pokann sinn hjá
Vesturbæjarliðinu.
Sem betur fer eru ekki allir þjálfarar
svo óheppnir. Jóhann Ingi Gunnars-
son, þjálfari KR-liðsins í handknatt-
leik, fékk tilboð frá Danmörku — að
gerast þjálfari danska landsliðsins í
handknattleik.
Ekki voru allt gleðifréttir sem komu
frá Danmörku, því að íslendingar
máttu enn eiúu sinni þola tap fyrir
Dönum í knattspyrnu — 0:3 á Idræts-
parken. Þetta átti sér stað nokkrum
dögum eftir að íslendingar höfðu lagt
Nígeríumenn að velli (0:3) í 9 vindstig-
um á Laugardalsvellinum.
Jón fókk að sjá rauða
spjaldið
Jón Alfreðsson — knattspyrnukappi
frá Akranesi, fékk að sjá rauða spjald-
ið, þegar Skagamenn unnu stórsigur
6:2 yfir Víkingum í 1. deildarkeppninni
í knattspyrnu. Þá voru liðin 13 ár síðan
Jóni var vísað síðast af leikvelli — 1%8
á Selfossi.
Manchester City kom í heimsókn til
íslands og lagði íslenzka landsliðið að
velli 2:1 á Laugardalsvellinum.
Bjarni með tvö gull
12 ára strákur, Bjarni Haraldsson,
varð mjög sigursæll á Andrés Andar-
leikunum í Hróarskeldu, þar sem hann
vann sér inn tvo gullpeninga.
Oddný Árnadóttir úr ÍR bætti ís-
landsmet sitt í 100 m hlaupi — hljóp
vegalengdina á 12 sek. sléttum í Bikar-
keppni F.R.Í.
Eyjamenn bikarmeistarar
Eyjamenn komu til Reykjavíkur til
að fara með bikarinn til Eyja. Vest-
„Þad var stórkostiegt að sjá á eftir spjótinu — svlfa yfir hvita flaggið.” Einar
Vilhjálmsson horfir á eftir spjótinu i metkasti sinu. DV-mynd: Þráinn.
Guðrún Ingólfsdóttir — setti S Íslands
met á árinu.
Sigurður T. Sigurðsson — stökk létti-
lega yfir 5,20 m.
mannaeyingar lögðu bikarmeistara
Fram 1979 og 1980 að velli 3:2 á Laug-
ardalsvelli og voru bræðurnir Sigurlás
og Kári Þorleifssynir hetjur Eyjamanna
— Sigurlás skoraði 2 mörk, en Kári
eitt. Marteinn Geirsson skoraði bæði
mörk Fram.
Jón Páll með EM-met
Lyftingamaðurinn sterki úr KR —
Jón Páll Sigmarsson setti nýtt Evrópu-
met í réttstöðulyftu og bætti gamla
metið sitt um 7.5 kg, þegar hann lyfti
360 kg í fyrstu tilraun í Jakabóli í Laug-
ardal.
September:
Frábær árang-
urgegn Tyrkj-
um og Tékkum
— Hann gerði hluti sem mann
dreymir um að sjá en upplifar sjaldan,
sagði Nic Johansen, eftirlitsdómari frá
Noregi, þegar hann lýsti hrifningu
sinni á Guðmundi Baldurssyni, mark-
verði, sem átti snilldarleik með íslenska
landsliðinu sem vann það frækilega af-
rek að gera jafntefli 1:1 gegn Tékkum í
HM-keppninni. Guðmundur átti stór-
leiki í marki íslenzka liðsins.
mörk i leiknum og varð markakóngur
3. deildar.
Jón Páll NM-meistari
Jón Páll Sigmarsson varð Norður-
landameistari í kraftlyftingum í
Reykjavík og þá setti hann íslandsmet í
samanlögðum árangri — lyfti 890 kg.
Samanlagður árangur var ekki nógu
hagstæður hjá íslenzku liöunum,
Guðmundur Baldursson — varði mjög vel gegn Tékkum.
„Við bjuggumst við að vinna Island
— og vinna stórt,” sagði Ruda Bata,
framkvæmdastjóri tékkneska lands-
liðsins. fslenzka liðið sfóð sig frábær-
lega og skoraöi Pétur Ormslev strax
eftir 6 mín., en Tékkarnir náðu að
jafna 1:1 á 77. mín.
íslenzka landsliðið lagði Tyrki einnig
að velli — 2:0, með mörkum Lárusar
Guðmundssonar og Atla Eðvaldsson-
ar.
57 ára draumur Víkings
rættist
„Þetta er stórkostleg stund, sem við
höfum lengi beðið eftir,” sagði Jó-
hannes Bárðarson, miðvörður Víkings.
Víkingar urðu íslandsmeistarar í knatt-
spyrnu — í fyrsta skipti síðan 1924,
þegar þeir unnu sigur (2:0) yfir KR í
siðasta leik sínum i 1. deildarkeppn-
inni.
Einn af „góðkunningjum” íslenzkrar
knattspyrnu — Willy Reinke, umboðs-
maður frá V-Þýzkalandi, var á ferðinni
hér á landi í september. Reinke ræddi
við Pétur Ormslev, sem fór með honum
til Fortuna Dússeldorf, félagsins sem
var nýbúið að kaupa Atla Eðvaldsson
frá Borussia Dortmund.
Daníel Einarsson frá Víði í Garði tók
fram skotskóna, þegar Víðir lék gegn
Þór frá Þorlákshöfn. Daníel skoraði 7
sem léku í Evrópukeppninni í knatt-
spyrnu — Víkingar töpuðu samanlagt
0:8. fyrir Bordeaux frá Frakklandi í
UEFA-bikarkeppninni. Valsmenn
töpuðu 0:7 fyrir Aston Villa í Evrópu-
keppni meistaraliða og Fram 2:5 fyr-
ir Dundalk í Evrópukeppni bikarhafa.
Framarar unnu fyrri leikinn — 2:1 í
Reykjavík, en töpuðu síðan 0:4 í ír-
landi, þar sem þeir léku aðeins 10 inni á
í 65 mín., þar sem Hafþóri Sveinjóns-
syni var vísað af leikvelli.
Ragnar í Evrópuúrval
Kylfingurinn Ragnar Ólafsson var
valinn í Evrópuúrvalið í golfi.
íris Grönfeld frá Borgarfirði setti ís-
landsmet i spjótkasti — kastaði 47.24
m.
Evrópumeistarar Celtic 1967 léku
.gegn „Stjörnuliði” Hermanns
Gunnarssonar í Keflavík og fóru Sot-
arnir með sigur af hólmi — 3:1.
Fyrsti landsleikurinn í knattspyrnu
.kvenna fór fram í Skotalandi. íslenzku
stúlkurnar máttu þola tap — 2:3, eftir
að hafa haft yfir 2:1 þegar 7 mín voru
til leiksloka.
Sá hörmulegi atburður átti sér stað í
Luxemborg, að einn af beztu kylfing-
um landsins — Júlíus R. Júlíusson lézt,
eftir að nokkrir leikmenn íslenzka golf-
landsliðsins höfðu lent í bifreiðaslysi.
Lárus Guðmundsson og Sverrír Herbertsson — hampa íslandsbikarnum. Þeir skor-
uðu mörk V ikinga (2—0) gegn KR. DV-mynd Friðþjófur.