Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981. TRÉSMIÐAFÉLAG REYKJAVÍKUR heldur jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna og gesti að Suðurlandsbraut 30, laugardaginn 2. jan- úarkl. 14.00. TRÉSMIÐAFÉLAG REYKJAVÍKUR HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTlG 29 (milli Laugavegar og , Hverfisgötu) Timapantanir í síma 13010 NÁMSKEIÐ Ný námskeið í manneldisfræði (hollt matar- æði og heilsuvernd) hefjast 5. janúar. Námskeiðin fjalla m.a. um eftirfarandi atriði: * Grundvallaratriði næringarfræði * Innkaup, vörulýsingar, vörumat og auglýsingar. * Fæðuval, mataræði mismunandi aldursflokka: ungbarna, skólabarna, unglinga, fullorðinna og barnshafandi kvenna. * Gerð matseðla, matreiðsluaðferðir, uppskriftir (hollir, Ijúffengir, sjaldgæfir réttir). 12VIKNA MEGRUNARNÁMSKEIÐ hefst 6. janúar. (Bandarískt megrunarnám- skeið sem hefur notið mikilla vinsælda og gefið mjög góðan árangur). Munið að aðeins rátt nærður einstaklingur getur vænst besta árangurs í námi, leik og starfi. Upplýs- ingar og innritun í síma 74204. Kristrún Jóhannsdóttir manneldisfræðingur r C®fGr UM ARAMOT strengja menn gjarnan heit. HEFJUM NÝTTÁR með því að STRENGJA BELTIN dx IFERÐAR Fólkiö á götunni hefur velt um herbil og hirðir úr honum allt lauslegt. Þessa mynd tók norskur Ijósmyndari rétt fyrir jólin í Varsjá. Útlönd Útlönd Útlönd Er Walesa loks til tals við ráðamenn? —sagður hafa hætt eftir 2 daga hungurverkfall og fallizt á samningaviðræður Lech Walesa, leiðtogi hinnar óháðu verkalýðshreyfmgar Pólverja, mun hafa hætt hungurverkfalli sinu og fall- izt á viðræður við herlagastjórn Pól- lands, samkvæmt fréttum sem borizt hafa fráPóllandi. Heimildarmenn þessara frétta hafa það frá fjölskyldu Walesa sjálfs að hann hafi hætt mótmælaföstu sinni eft- ir tveggja daga svelti. Hann hóf hung- urverkfallið á aðfangadag jóla. Viðræður Walesa við yfirvöld áttu að hefjast í dag en engar fréttir hafa borizt af því hvort úr því hafi orðið. Áður höfðu menn haft spurnir af að Walesa hefði neitað að ganga til við- ræðna við stjórnina nema yfirmaður pólsku kirkjunnar væri þar til staðar. Síðan fréttist að Walesa hefði gert að skilyrði að átján manna stjórn Einingar tæki öll þátt í viðræðunum. Ekki er vit- að hvort herlagastjórnin hafi gengið að þessum skilmálum. Hún hefur þó lagt mikið kapp á að fá Walesa til þess að leggja opinberlega orð í belg til þess að lægja ólguna í landinu. Herlagastjórnin mun vera orðin langeyg eftir þvi, að atvinnulífið kom- ist í eðlilegar skorður. Hinar hörðu að- gerðir hersins gegn verkföllum og opin- skáum mótþróa hafa að vísu brotið verkföll á bak aftur, tvístrað kröfu- gönguhópum og hindrað fjöldafundi. Framleiðsian hefur þó ekki færzt í betra lag. Verkamenn eru sagðir halda uppi þögulu andófi með hægagangi, tviverknaði og jafnvel skemmdarverk- um. Velta menn nú vöngum yfir því hvort augu herforingjanna hafi opnazt fyrir Herbíll í Ijósum logum eftir götubar- daga í Gdansk rétt fyrir jólin, en nú eru farnar að berast fréttamyndir frá Póllandi sem gefa til kynna að and- spyrnan við herlögin hefur verið ólikt' meiri en opinberar pólskar fréttastofur höfðu gefið til kynna. nauðsyn pólitískrar lausnar á ástand- inu. Hún er þó að flestra mati naumast eygjanleg án hlutdeildar Einingar, sem var bönnuð með setningu herlaga. Þar í þykir liggja nokkur skýring á eftirgangssemi stjórnvalda við Walesa, á meðan hinir herskárri félagar hans úr stjórn Einingar hafa allir verið hand- teknir. Pólskum ráðamönnum er ljóst, eins og öilum öðrum, að Walesa var maður málamiðlunar og lenti stundum í andstöðu við eigin samherja vegna ákafa þeirra til þess að knýja hratt á umbætur. Hinir opinberu fjölmiðiar Póllands hafa í fréttaflutningi sinum lagt áherslu á, að Walesa væri ekki fangi og væri við góða líðan. Hann væri þó ekki frjáls ferða sinna. „Hann er i Varsjá, því að þar þarfnast stjórnin hans,” eins og blaðafulltrúi stjórnarinnar sagði á fundi með blaðamönnum í gær. Samstaðan ótrygg um refsiaðgerðir Reaganstjórnin leitar nú stuðnings hjá bandamönnum sínum við efna- hagsaðgerðirnar gegn Sovétríkjunum vegna afskipta þeirra af Póllandi. En stjórnir NATO-ríkjanna fimmtán eru sín hverrar skoðunar um hvernig taka skuli á Póllandsmálinu. Þykir lík- iegt að bresta muni í samstöðu þeirra um aðgerðir. Reaganstjórnin bindur vonir viö að bandamenn hennar geri ekki að engu áhrif aðgerðanna með því að fylla upp í gatið á pöntunarlista Sovétmanna. Þykir henni mest ríða á að Sovétmönn- um verði ekki látin i té tækniaðstoðin sem Reagan hefur nú bannað að selja þeim. Um aðrar ráðstafanir eiga Banda- ríkin ekki undir öðrum eins og bann við flugi sovézka flugfélagsins Aeroflot til Bandaríkjanna, endurskoðun sjóferða- samnings sem heimilar sovézkum skipum að koma til 40 bandarískra hafna með fárra daga fyrirvara og lok- un innkaupastofnunar Sovétríkjanna í Bandaríkjunum. Tekið hefur verið fram að viðræð- urnar í Genf um takmörkun kjarnorku- vopna í Evrópu verði haldið áfram 12. janúar eins og ráð hafði verið fyrir gert. — En í athugun mun vera að hætta við fyrirhugaðan fund utanríkis- ráðherranna, Gromykos og Haigs, í næsta mánuði. Meðal NATO-ríkjanna hefur Vestur-Þýzkaland sýnt hvað mesta tregðu til þess að grípa til strangra efnahagsrefsinga vegna Póllands. Þangað er væntanlegur í dag Rak- owski, aðstoðarforsætisráðherra Pól- lands, sem löngum var aðalfulltrúi Var- sjárstjórnarinnar í samningaviðræðum við Einingu. Er það fyrsta heimsókn háttsetts pólsks embættismanns vestur yfir járntjald síðan herlögin tóku gildi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.