Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981.
19
INNLENDUR FRÉTTAANNÁLL 1981
Fárviöri gckk yHr sunnan- og vestanvert landið 16. og 17. febrúar. Miklar skemmdir urðu á mannvirkjum. Myndin sýnir
menn velta við einum bilanna, sem fóru af stað við Engihjalla í Kópavogi 1 veðrinu. DV-mynd Sig. Þorri.
Janúar
Myntbreyting varð um áramótin,
þannig að menn vöknuðu upp við nýjar
og stærri krónur. Landinn lét ekki að
sér hæða og skipti helmingi gömlu seðl-
anna strax á fyrsta degi. Ekki var
annað að sjá en gjaldmiðilsskiptin
legðust vel í almenning.
Ríkisstjórnin lagði fram efnahags-
áætlanir sinar. Þar var gert ráð fyrir
því að verðbólgan færi niður i 40%.
Verðbólgan fór talsvert niður en virðist
nú aftur á sinni hefðbundnu leið, beint
upp í loft.
Bensíndropinn dýri
og vatnsblandað
brennivín
Olíumöl hf. gaf upp öndina eftir
langt dauðastríð. Nýju fyrirtæki var
komið á laggirnar með eignaraðild
ríkissjóðs, Útvegsbanka og Fram-
kvæmdasjóðs. En önnur olíuóáran
þjakaði almenning þó öllu meira.
Bensínafgreiðslumenn fóru í stræk,
þannig að erfitt var að ná i dropann
dýra. Nokkrar bílastöðvar sáu þó
aumur á ökumönnum og afgreiddu
bensínið. Þar mynduðust langar
biðraðir dagana langa.
Skip Eimskipafélagsins, Fjallfoss,
lenti í nauðum skammt undan Fær-
eyjum. Skyndilegur leki kom að
skipinu en það komst til Þórshafnar
með aðstoð dansks strandgæzluskips.
,,Þeir geta borið mig út hvenær sem
er,” sagði Alfreð Elíasson, fyrrum for-
stjóri Flugleiða, er stjórn félagsins sam-
þykkti að hann rýmdi skrifstofu sína.
Ekkert hafði hins vegar frétzt af út-
burði er áramót nálguðust.
Hafi menn ekki orðið mjög fullir á
ákveðnum bar á Hótel Esju, þá kann
að vera á því eðlileg skýring. Hótelið
kærði nefniléga og rak tvo barþjóna
sem vatnsblönduðu áfengið. Þar var
dýrselt Gvendarbrunnavatnið.
Skotmaður var tekinn eftir að hafa
hieypt af skoti í leigubifreið. Öku-
maðurinn slapp með skrekkinn. En svo
var að sjá sem skotmaðurinn ætlaði sér
í einhver stórvirki. Þegar rannsóknar-
lögreglan kannaði tösku sem hann
hafði meðferðis komu í ljós dínamít-
hvellhettur og indversk ghurka-sveðja
auk skotvopnsins.
íslenzkur maður varð hálfsystur
sinni að bana i fjölskyldudeilu i Seattle
í Bandaríkjunum. Maðurinn skaut á
konuna með þeim afleiðingum að hún
lézt á sjúkrahúsi sex dögum síðar.
Kryddsíldar-
veizlan
Nokkra kátínu vakti þýðing
Morgunblaðsmanna á fyrirhuguðum
fundi Margrétar Danadrottningar og
Vigdísar Finnbogadóttur forseta ís-
Bókmenntaverðlaun
til Snorra
„Segðu mér þetta þrisvar,” sagði
Snorri Hjartarson ljóðskáld þegar
honum var tilkynnt um að hann hefði
hlotið bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs. Þetta er í annað sinn sem ís-
lenzkt skáld hefur hlotið þessi
verðlaun. Áður hafði Ólafur Jóhann
Sigurðsson fengið verðlaunin.
Aurskriða féll á bæinn Lund i Lund-
arreykjadal og tók með sér fjós, hlöðu
og 12 gripi. Eftir mikla vatnavexti fór
hóll fyrir ofan bæinn nánast í heilu lagi
af stað með fyrrgreindum afleiðingum.
Mývatnseldar héldu enn áfram og í
endaðan janúar hófst sjöunda gosið.
Það stóð ekki lengi en eldar þessir létu
enn vita af sér áður en árið var úti.
Ung kona játaði að hafa orðið völd
að bruna á heimili sinu í Reykjavík og
þannig orðið manni sínum að bana.
Mikil aurskriða féll á útíhús á bænum Lundi i Lundarreykjadal. Skriðan var heill
húll, sem stóð ofan við bæinn. Hún tók með sér útihúsin og drap marga gripi í þeim.
DV-mynd Sigurður Þorri.
Nýjar krónur tóku gildi um áramót, hundrað sinnum verðmeiri en þær gömlu.
lands. í Mogga kom fram að þær
stöllur ættu von á kryddsíldarveizlu.
Svo var þó ekki, heldur áttu þær von á
„krydsild” hjá dönskum blaðamönn-
um, þ.e. þeir góðu menn ætluðu sér að
taka þær á beinið.
Stórbruni varð hjá flugfélaginu
Cargolux í Luxemborg. Þar brann flug-
skýli og m.a. ein DC-8 þota. Slökkvi-
liðsmenn unnu mikið afrek með því að
bjarga vængjum þotunnar, en í þeim
voru 40 þúsund pund af eldsneyti.
innar datt út við flugtak á Húsavíkur-
flugvelli. Skömmu síðar varð að snúa
vélinni við og lenda henni á öðrum
hreyflinum í Reykjavík. Farþegar tóku
þó öllu með ró, höfðu aðeins áhyggjur
af því að komast ekki nógu snemma á
áfangastað.
Þá hrapaði flugvél frá Flugfélagi
Austurlands í Hornafjörð. Niðaþoka
var og slæmt skyggni. Flugmaðurinn
slapp lítt meiddur og komst upp á þak
flugvélarinnar. Ekki var dýpra en svo i
firðinum, að vélin stóð upp úr er björg-
unarmenn bar að.
Leynisamningur
ríkisstjórnarinnar
„Ég veit að í stjórninni hafa allir
neitunarvald i meiriháttarmálum og
herstöðin hlýtur að flokkast undir
meiri háttar mál,” sagði Finnbogi Her-
mannsson, varaþingmaður Framsókn-
arflokksins. Miklar umræður urðu um
það á Alþingi, hvort til væri leynisam-
komulag ríkisstjórnarinnar.
Stjórnarsinnar þrættu fyrir það, en
varaþingmaðurinn sté fram fyrir
skjöldu og viðurkenndi að slíkur leyni-
samningur væri til.
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykja-
vik gerbylti aðalskipulagi borgarinn-
ar. Nú skal byggingasvæði borgarinnar
til aldamóta vera austur fyrir Rauða-
vatn i stað þess að ný byggingarsvæði
þróist meðfram Vesturlandsvegi i átt til
Mosfellssveitar eins og meirihluti Sjálf-
stæðisflokksins hafði gert ráð fyrir.
Sjóslys varð í augsýn Stokkseyringa
er Þerna ÁR 22, lítill eikarbátur snerist
niður skammt utan þorpsins. Tveir
menn fórust með bátnum, en einn
komst á kjöl og var bjargað.
endur voru tveir, karl og kona, og fékk
karlinn starfið. Umsækjendur voru
jafnhæftr að mati landlæknis.
Fárviðri á
fárviðri ofan
öngþveiti varð á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu vegna skafbyls, hríðar og
hvassviðris. Fólk barðist um í glóru-
lausum bylnum, mörg hverfi borgar-
innar lokuðust og menn urðu að yfir-
Marz
Sakadómur Reykjavíkur skyldaði
tvo blaðamenn Dagblaðsins til þess að
gefa upp heimildarmenn sína vegna
fréttar í blaðinu. Blaðamennirnir töldu
að þeim væri óskylt að svara spurning-
um rannsóknarlögreglustjóra um heim-
ildarmenn, enda tryggði trúnaðarsam-
band blaðamanna ritfrelsið. Úrskurði
.sakadóms var skotið til Hæstaréttar
sem ekki tók afstöðu, þannig að blaða-
mönnum var ekki gert að gefa upp
heimildir sínar.
Sjóskaðar
Tveir bræður fórust með Báru VE.
Bræðurnir voru frá Vestmannaeyjum,
en báturinn var gerður út frá Sand-
gerði. Aftakaveður var er báturinn
fórst.
Sjö mönnum var bjargað af Sigur-
báru VE 249 er báturinn strandaði í
roki og byl á Skógasandi. Skipið
skemmdist mjög mikið en náðist um
síðir af strandstað.
Enn varð skipsskaði er Valþór EA
210 sökk við Grímsey. Tveimur
mönnum var snarlega bjargað, aðeins
sex minútum eftir að þeir höfðu sent út
neyðarkall.
Dansarar Bolshoi-ballettsins fræga
komu hingað i heimsókn. Fleira þarf í
dansinn en fagra skóna eins og þar
stendur. En skór skipta ballettdansara
miklu máli. Það kom því babb i bátinn
er helmingur af farangri dansaranna
varð eftir ytra, þar á meðal allir ballett-
skórnir.
Tiðar bilanir hrjáðu eina af Fokker-
vélum Flugleiða, TF-FLO og fló hún
ekki sem skyldi. Annar hreyfill vélar-
Starfsmaður í skjaladeild Seðlabank-
ans var úrskurðaður I gæzluvarðhald
vegna hvarfs á verðmætum úr skjala-
safni bankans. Gögn þau sem saknað
var voru gömul umslög úr safni
Tryggva Gunnarssonar. Eigandi þess
safns er Þjóðskjalasafnið.
Vigdís vann
hugi Dana
„Þér hafið unniðhugi okkar,” sagði
Febrúar
Bandarískum flugmanni, Horace P.
Byrd, gekk ekki andskotlaust að koma
sér frá íslandi. Hann ferjuflutti litla
flugvél til landsins á leið til Bretlands.
Þrisvar lagði hann af stað og varð jafn
oft að nauðlenda. Vélin varð síðan inn-
lyksa á Selfossi en flugmaðurinn kom
sér um borð i áætlunarflugvél og forð-
aði sér frálandinu.
Manntal var tekið og tókst stórslysa-
laust. Lesendadálkar dagblaðanna
fylltust heilagri vandlætingu vegna
meintra persónunjósna. Teljarar
komust þó klakklaust frá verkefninu.
HaTkalega var deilt um veitingu lyf-
söluleyfis á Dalvík. Svavar Gestsson^
heilbrigðisráðherra var talinn hafa
farið inn á vafasamar brautir og jafn-
réttisráð tók málið til athugunar. Ráð-
herrann sagði aftur á móti að mold-
viðri hefði verið þyrlað upp. Umsækj-
Fjallfoss, skip Eimskipafélagsins lenti í hrakningum undan Færcyjum.
strandgæzluskips.
gefa bíla sína um alla borgina. Strætis-
vagnar hófu ekki akstur fyrr en á ní-
unda tímanum þannig að margir mættu
seint til vinnu j ánn daginn.
Stjörnumessa fór fram með pompi
og prakt. Þar voru Utangarðsmenn
sigursælastir en það dugði þeim þó
skammt þvi hljómsveitin með Bubba
Morthens í fararbroddi var öll áður en
árið leið.
Fárviðri gekk yfir landið 16. og 17.
febrúar. Tjón varð geysilegt á bílum,
húsum og fleiri mannvirkjum, aðallega
á Suðvesturlandi. Tveir ungir menn
fórust er Heimaey VE strandaði i fár-
viðrinu.
Miklar umræður spunnust vegna
strandsins. Talið var að aðstoð við skip
í nauðum hefði verið hafnað vegna
fjárhagslegra útgjalda. Beiðni um að-
stoð varðskips var afturkölluð og
öðrum skipum tókst ekki að koma við
| björgun vegna veðurofsans.
Margrét Danadrottning um Vigdísi
Finnbogadóttur er forsetinn sótti heim
Dani í febrúar. Og það voru orð að
sönnu. Danir báru Vigdísi á höndum
sér. Heimsóknin vakti gífurlega athygli
í Danmörku og víðar um lönd og
kveikti stolt í brjóstum Frónbúa.
INNLENDUR
ANNÁLL:
Jónas Haraldsson
Jóhanna Þráinsdóttir
Kristján Már Unnarsson
Axel Ammendrup