Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Ney Reykskynj- ara á hvert heimili Margar ástæður geta verið fyrir elds- voða. Ein algeng orsök er kæruleysi með vindlinga. Til dæmis kviknar út frá vindlingi í dýnu, fyrst myndast glóð og þar með eitraðar lofttegundir, glóðin verður síðan að logandi báli. Þannig hefst ágætis grein um reyk- skynjara í desemberblaði Fréttabréfs Neytendasamtakanna á Akureyri og nágrennis. Nú erárstími kertaljósanna, en í greininni segir, að algeng íkveikja sé út frá kertaljósum. Varast verður að láta kertin brenna alveg niður. Sérstaka gát skal viðhafa með aðventukransa og kertastjaka úr tré eða plasti. Eldhúsið er oft sú vistarvera hússins þar sem eldsvoði á upptök sín. Ofhituð feiti í potti á eldavél og ef til vill fitumettaður viftufilter rétt fyrir ofan pottinn. Hita- stillar í sjálfvirkum kaffikönnum hafa bilað og valdið íkveikju. Æ fleiri heimili hér á landi eru nú með reykskynjara, en þó er trúlega langt í frá að skynjarar séu í öllum íbúðum. f blaði sænsku neytendasam- takanna, Rád & rön, No. 12 1980, er haft eftir Hans Lagerhorn hjá sænska eldvarnareftirlitinu eftirfarandi: „Reykskynjarar eru mikilvægari en slökkvitæki”. mínútur, frá því kveikt var í viðar- kubbnum, samanborið við 48 mín. fyrir jónisku reykskynjarana. Mest öryggi fæst með þvi að setja báðar gerðir upp í íbúðinni. Þá fær fólk snögga aðvörun, ef bráður eldur brýzt út, og einnig er varað fyrr við, ef eldur kemst í húsgögn og kraumar þar. Síðar talda gerð eldsvoða er mun al- gengari, hin aftur á móti lífshættulegri. Staðsetning Bezt er að festa skynjarann upp í loftið, á nálægt miðju, á gangi eða fyrir ofan stiga. Einnig má festa þá á vegg, en gæta þess að hafa þá í 15—20 cm fjarlægð frá lofti. í tveggja hæða ibúð er bezt að hafa reykskynjara á hvorri hæð, raflagna-Gónskan) á efri hæð en rafauga-skynjara á neðri hæð. Sumir reykskynjarar bjóða upp á möguleika til raðtengingar þannig, að ef einn verður reyks var, kviknar á öllum. Rafhlaða Allir nýir reykskynjarar taka straum frá venjulegri 9 volta rafhlöðu, sem á Tvœrgerðir re ykskynjara að endast I u.þ.b. eitt ár. Eldri gerðir reykskynjara eru með sérstökum dýrum rafhlöðum, sem erfitt getur verið að fá núna. Þegar hleðsla þeirra er búin, er einfaldast að kaupa nýjan skynjara, það borgar sig upp á tveimur árum. Allir reykskynjarar gefa frá sér hljóðmerki, þegar þarf að skipta um rafhlöðu. Á þeim er líka takki til að prófa hvort rafhlaðan og bjallan séu í lagi. Þar er hins vegar góð regla að prófa skynjarann með reyk, til dæmis tóbaksreyk eða eldspýtu, af og til. Prófunartakkinn gefur ekki til kynna hvort innra hólfið sé stíflað af ryki. Viðvörunin Aðvörunarhljóð reykskynjarans láta hæfilega illa í eyrum og eru nógu há- vær til þess að vekja flestalla, ef skynjarinn er í nánd við svefnherbergi, eins og mælt er með. Þeim sem sofa sérlega fast, er þó ráðlagt að velja sér sem háværasta reykskynjara, en munur er talsverður milli tegunda. Gabb Reykur frá eldamennsku getur auð- vitað kveikt á reykskynjaranum, einkum ef ekki eru viftur eða gufu- gleypar fyrir hendi, en prófanir „brennuvarga” bandarísku neytenda- samtakanna sýndu að skynjararnir vorú ekki svo uppnæmir fyrir því, að til óþæginda væri. Mælt er þó með því að setja ekki reykskynjara upp í eldhúsi. Ýmsilegt fleira markvert er um reyk- skynjara í Fréttabréfi Neytendasamtak- anna á Akureyri en við ljúkum hér og nú þessum fróðleikskornum um reyk- skynjara með því að vitna í ummæli Tómasar Búa Böðvarssonar, slökkvi- stjóra á Akureyri. En hann segir meðal annars í umræddri grein: Fréttabréfs- ins. Ég hef oft verið spurður að því, hvort ekki væri sjálfsagt að skylda alla til að hafa reykskynjara í íbúðum sinum. Ég hef jafnan svarað því til, að reykskynjarar séu svo sjálfsagðir i íbúðumað ekki ætti að vera þörf á að skylda fólk til að kaupa þá. Auk þess eru allar líkur á að fólk, sem nauðugt hefur keypt reykskynjara og án þess að skilja þörfina, hugsi ekki um hann eins og þörferá.” Tvenns konar reykskynjarar eru til. Báðar gerðir hafa sína kosti og galla. Önnur byggir á rafögnum (jðnum), hin á rafauga (fótosellu). í blaði banda- rísku neytendasamtakanna, Consumer Report, er greint frá prófunum á báðum gerðum með ferns konar eldi, sem kveiktur var í þar til gerðu her- bergi: 1. Dagblaðasneplar, 30 cm stafli í 15 cm breiðum virnetshólki. 2. 3 lög af u.þ.b. 2x2 cm spæni í 15x15 cm stafla. 3. 30 cm djúp virkarfa, fyllt með polystyren svampi. í öllu þessu var kveikt sjálfkrafa með alkóhóli. 4. Viður var settur á hitaplötu til þess að líkja eftir hægum eldi, sem kraumar í dýnu. Átta reykskynjarar voru próf- aðir í einu og komið fyrir uppi við loft í herberginu, um 5 metra loftlínu frá eldinum. Rafagna- reykskynjarar í rafagna-reykskynjurum Oóniskum) er örlítið af geislavirku efni, sem veldur því, að loftið milli tveggja rafskauta leiðir rafmagn. Þegar reykagnir berast milli rafskautanna, dregur úr raf- straumnum. Þetta setur viðvörunina i gang. Slíkir reykskynjarar bregðast fljótar en hin gerðin við léttum reyk af eldi, sem brennur glatt. Það tók þá jónísku reykskynjara, sem prófaðir voru, að meðaltali 5 sekúndur að bregðast við blaðsneplaeldinum, 229 sek. Við eldi af spænum og 95 sek. við eldi af svampi. Það tók hins vegar raf- auga-reykskynjarana að meðaltali 98 sek. að bregðast við pappirsbrunanum. Munurinn var 23 sekúndur. Rafauga- reykskynjarar (optískir) í rafauga-reykskynjara (optískum)er Ijósgeisli, sem ekki lýsir á ljósnæmt raf- augað nema því aðeins að reykagnir berist inn í skynjarann og brjóti ljós- geislann. Þá fer viðvörunin í gang þegar nægilegt ljósmagn berst að raf- auganu. Þetta hentar vel fyrir reyk af hægum, kraumandi eldi, en tekur þó allmargar mínútur. Að meðaltali fóru bessir reykskvniarar í gane eftir 26 RAFAUGA Innra hólf-reyklaust Innra hólf-reykur I reykskynjaranum er ljósnæm eining (rafauga) i innra hólfinu. Ljósgeisli lýsir inn í hólfió,en framhjá rafauganu i reyk- lausu lofti(efri mynd t.h.).Reykur í hólfinu brýtur ljós- geislann,svo aó rafaugaó "sér" hann(neðr.i mynd t.h.). IAFAGNA- ©-voit bahery tiecinc Ohindraóur ‘"'c”''**0*'"0 rafstraumur 1 Reyklaust hólf El*Clnc Reykur dregur n*'no úr straum _ I _ i.' 9-Volt b«t1ery • Reykur í hólfij í rafagna-reykskynjaranum er örlitlu af gei^lavirka frumefn- inu Americum 241 komió fyrir í sérstöku rafagnahólfi(að ofan t.v.).íreyklausu lofti berst rafstraumur óhindraó um hólfið (efri mynu" t.h.) .Þegar reykur berst í hólfió(neóri mynd t.h.) drecjur úr raf straumnum, sérstök rafrás greinir þennan straum- missi og kveikir á bjöllunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.