Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981. 21 IIMIMLEIMDUR FRÉTTAANNÁLL 1981 JÚlí önundur Ásgeirsson hætti óvænt sem forstjóri Olíuverzlunar íslands eftir 34 ára starf hjá fyrirtækinu. Full- yrt var að hann hefði verið þvingaður til að segja upp í kjölfar tilfærslna á hlutabréfum. Við starfi hans tók „maður utan úr bæ”, Þórður Ásgeirs- son, áður í sjávarútvegsráðuneytinu. Alþingishúsið varð 100 ára 1. júlí. í tilefni þess var ákveðið að láta fara fram samkeppni um skipulag sem leyst gæti húsnæðisvanda þingsins. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir borgarfull- trúi lék enn þann leik að hrella meiri- hlutann í borgarstjórn. að þessu sinni stytti hún sumarleyfi borgarfulltrúa, þeim flestum til mikillar skapraunar. Laugardagslokunin Kaupmannasamtökin loguðu 1 ill- deilum í sumar. Ástæðan var laugar- dagslokun verzlana. Sumir kaupmenn vildu fá að hafa opið en aðrir kaup- menn og Verzlunarmannafélag Reykja- víkur voru mótfallin. Urðu jafnvel stimpingar við verzlanir vegna þessa máls. íslandi var boðinn sérstakur olíu- kaupasamningur við araba. Útlending- ar komu til landsins til að ræða málið. Höfðu þeir áhuga á því að hér yrði sett upp olíuhreinsunarstöð. Stjórnvöld sýndu þessu lítinn áhuga. Töluverðar deilur urðu í mánuðinum vegna framkvæmda á Bernhöftstorf- unni. Þar var verið að gera útitafl. Töldu ýmsir að hér væri um hið versta skemmdarverk að ræða og aðrir settu út á kostnaðinn. Borgaryfirvöld létu skammirnar ekkert á sig fá og áfram var haldið að moka. Gullþræðir, grænblá perla og fleiri skrautmunir fundust í kistu undir altari kirkjunnar á Skarði á Skarðsströnd. Töldu margir að þarna væri fundin kista sjálfrar Ólafar ríku en sagan segir að hún hafi einmitt verið grafin undir altari Skarðskirkju. Tíminn hafði hins vegar eytt öllum líkamsleifum og komust fornleifafræðingar því ekki til botns í máli þessu. Sr. Ólaf Skúlason dómprófast skorti aðeins tíu atkvæði til að ná helmingi greiddra atkvæða í biskupskjöri. Hann fékk 62 atkvæði, sr. Pétur Sigurgeirs- son hlaut 36 atkvæði og sr. Arngrímur hlaut 23. Varð því að kjósa aftur. Vigdís Finnbogadóttir, forsetí Is- lands, heimsótt Eyjafjarðar- og Þing- eyjarsýslur um miðjan júlí. Var henni hvarvetna vel fagnað. Súr mjólk og súrál Súr nýmjólk olli talsverðum um- ræðum. Neytendur voru orðnir lang- þreyttir á því að hella niður ódrekkandi mjólk og kröfðust bragarbótar. Mjólk- urframleiðendur tóku við sér. Síðan hefur litið verið kvartað undan súrri mjólk. Súrál var einnig töluvert til umræðu. Hjörleifur Guttormsson íðnaðarráð- herra lagði fram skýrslur sem ótvírætt bentu til þess að Alusuisse-menn hefðu verið fullgráðugir til fjárins og ekki staðið við gerða samninga. Álmenn harðneituðu eðlilega öllum ásökunum. Er þetta mál enn ekki úr sögunni. Berglind sökk Flutningaskipið Berglind sökk við Nova Scotia. Allir skipverjar björg- uðust. Eigendur farmsins urðu hins vegar margir hverjir fyrir verulegu fjár- hagstjóni. Allar banntillögur á fundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins voru kolfelldar. Á sama tíma upplýstist samsæri erlendra hvalfriðunarsinna um að sprengja hval- stöðina í Hvalfirði í loft upp og sökkva hvalbátunum. Gunnar Bergsteinsson, forstöðu- maður Sjómælinga ríkisins, var gerður að forstjóra Landhelgisgæzlunnar i stað Péturs Sigurðssonar. Ungum íslendingi var stungið í fang- elsi í Marokkó, grunuðum um fíkni- efnabrot. Var lögð milcil áherzla á að fá hann lausan þar sem aðbúnaður í fang- elsinu var sagður mjög slæmur. Losn- aði piltur ekki fyrr en sex vikum siðar. Nýr eignaraðili kom inn í Cargolux. Minnkaði hlutur íslendinga í félaginu við það úr 33% í 25%. Þjóðerni nýja hluthafans virtist hins vegar vera feimnismál. Getgátur voru uppi um að þetta væru arabar. Magnús Kjartansson, fyrrum ráð- herra og ritstjóri, lézt þann 28. júlí, 62 ára að aldri. Hann hafði um langt skeið átt við vanheilsu að stríða. Sr. Pétur Sigurgeirsson var kjörinn biskup. Hann sést þarna baða sig í blómaskrúði ásamt konu sinni, Sólveigu Ásgeirsdóttur. er úrslit láeu fyrír. Agúst Um mánaðamótin fóru menn að taka eftir því að Alþýðublaðið hafði ekki komið út í nokkra daga. Blað- stjórnin hafði stöðvað útkomu blaðsins vegna þess að Vilmundur sumarrit- stjóri ætlaði að gefa út grínblað sem í fólst gagnrýni. Var hið umrædda tölu- blað lítið annað en skálduð viðtöl og fréttir. Ritstjórnin brást hin versta við útgáfustöðvuninni og neitaði að vinna nema hið umdeilda tölublað kæmi út. Féllst framkvæmdastjórn Alþýðu- flokksins á þessa kröfu en gegn þvi að það blaði yrði merkt sérstaklega. En ekki kom Alþýðublaðið út. Rit- stjórnin með Vilmund í fararbroddi óskaði eftir traustsyfirlýsingu frá fram- kvæmdastjórn flokksins, ekki kom hún. Mikil fundahöld fylgdu í kjölfarið, bæði innan Alþýðuflokksins og eins á opinberum vettvangi. Eftir hálfsmán- aðar stöðvun lýsti Jón Baldvin Hanni- balsson, sem nú var kominn úr sumar- fríi, því yfir að deilan væri leyst og blaðið færi af stað á ný. En allt fór í háaloft á næsta ritstjórnarfundi. Vil- mundur og tveir blaðamenn, Helgi Már Arthúrsson og Garðar Sverrisson, yfir- gáfu vinnustaðinn og ákváðu að gefa út nýtt blað, Nýtt land. Fyrsta tölublaðið kom út fimmtudaginn 20. ágúst. Stokkhólma-Rauður, einn bezti stóðhestur landsins, var drepinn með kraftmiklum riffli i byrjun mánaðar- ins. Hver það gerði eða hversvegna upplýstistekki. Video — Video Videóið heltók þjóðina á árinu. Myndbandaleigur spruttu upp eins og gorkúlur. í ágúst kærði Jón Ragnars- son, eigandiRegnbogans, myndbanda- leigur fyrir ólöglega dreifingu mynd- efnis. Alþýðublaðsdeilan hafði á sér ýmsar skrýtnar hliðar. Vilmundur staðhæfði að Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, hefði sagt í viðtali við fréttamann útvarps að Alþýðublaðs- deildan snerist ekki um pólitík heldur væri hún mannlegur harmleikur. Sak- aði Vilmundur Kjartan um að rægja og dylgja um samþingsmann sinn vegna ólíkra skoðana á verkalýðsmálum. Margrét Hermannsdóttir fornleifa- fræðingur hefur undanfarin sumur grafið í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Telur hún sig vera komna „aftur fyrir Ingólf” og engan vafa leika á að nor- rænir menn hafi búið í dalnum á fyrri hluta níundu aldar. Patrick Gervasoni, Frakkinn um- deildi sem setti allt á annan endann á ís- landi og næstum því olli þvi að heil ríkisstjórn færi frá, fékk loks frelsi. Hann losnaði úr herfangelsi í Mar- seilles 7. ágúst, Vinnueftirlitið stöðvaði vinnu hjá Hval hf. í Hvalfirði. Taldi að þar væri ekki hlýtt lögum um lágmarkshvíldar- tíma. Varð þetta til þess að tekið var upp nýtt fyrirkomulag, sem reyndar margir starfsmenn voru ekki alltof ánægðir með. Sögðust sumir vera komnir í hvalskurðinn til að púla sem mest á sem skemmstum tíma og afla þannig góðra tekna. Sigurður Þór Sigurðsson, sá er strauk úr rammheldu fangelsi í Kaup- mannahöfn su.narið 1979, var gripinn á Keflavikurflugvelli 22. ágúst. Hann hafði flúið á hinn ævintýralegasta hátt á sínum tíma, sagað sundur rimlana og komizt þannig út úr klefaglugga sínum á fjórðu hæð fangelsisins. Seig hann niður í samanbundnum lökum og handlangaði sig síðan- eftir símalinum yfir fangelsismúrinn. Leikkonan Julie Christie kom hingað til lands til aðleika í „kvennamynd” á Langjökli. Sr. Pótur kjörinn biskup Sr. Pétur Sigurgeirsson hlaut flest at- kvæði í síðari hlutabiskupskjörs og var því kosinn biskup. Hlaut hann einu at- kvæði fleira en sr. Ólafur Skúlason eða 72. Sr. Ólafur fékk 71 og sr. Arngrimur Jónsson eitt atkvæði. Biskupskjörið hafði ýmis eftirköst því kjörnefnd hafði ógilt fjögur atkvæði. Kærði sr. Árni Pálsson í Kópavogi úrskurð kjö'r- nefndar. Eigendur kjörseðlanna fjög- urra lýstu þvi síðan yfir að þeir kærðu ekki úrskurð kjörnefndar. Þeir tóku hins vegar fram að þeir væru ekki sáttir við úrskurðinn en mætu meira einingu innan kirkjunnar. Gunnar Benediktsson rithöfundur lézt 27. ágúst, 88 ára gamall. Hallgrímur Marinósson tók sig til í mánuðinum og bakkaði hringinn í kringum landið. Var hann sautján daga áleiðinni. Útitaflið umdeilda á Bernhöftstorf- unni var vígt 29. ágúst. Tveir tólf ára piltar tefldu fyrstu skákina. Ungir sjálfstæðismenn héldu lands- þing á ísafirði. Var mál manna að Geirsarmurinn hefði styrkt stöðu sína á þinginu. Geir H. Haarde var kjörinn formaður SUS. September Húsnæðismálin í höfuðborginni voru oft í brennidepli á árinu. Fjöl- miðlar upplýstu að ekki var allt glæst í þeim málum í fyrirmyndarborginni Reykjavík. í fjórða hverju áfengisglasi sem ís- lendingar drekka er vökvinn heima- brugg. Þá sækja Frónbúar nú æ meir í léttu vínin. Þetta upplýstu kannanir sem gerðar voru á áfengisneyzlu íslend- inga. Tilraun var gerð tif' að sætta hina stríðandi arma Sjálfstæðisflokksins í byrjun september. Sú tilraun mistókst. Fangi strauk af Litla-Hrauni 7. september. Aðferðin var einföld. Hann labbaði bara út. Fannst hann nokkrum dögum síðar. Annar fangi hafði strokið fyrr um sumarið og haft lítið fyrir því. Þessi strok leiddu til þess að kröfur komu fram um mannhelda girðingu umhverfis Litla-Hraun. Viimundur Gylfason sakaði frétta- menn útvarps um fréttafölsun og óheiðarlegar vinnuaðferðir. Blaða- mannáfélag Islands mótmælti þessum ásökunum harðlega. Hornsteinn var lagður að stöðvarhúsi Hrauneyjafossvirkjunar 11. september. Það gerði forsetinn, Vigdís Finnbogadóttir. Borgarfjarðarbrúin var vígð þann 13. september. Það gerði Halldór E. Sigurðsson að sjálfsögðu. Ályktanir og bókanir um fréttastofu útvarps flæddu yfir landslýð á tímabili. Fréttamaður var m.a. sakaður um trúnaðarbrot með því að hafa leikið einkasamtal Kjartans Jóhannssonar af segulbandi fyrr starfsmenn stofnunar- innar. „Dillibossaauglýsing” innheimtu- deildar Ríkisútvarpsins varð rifrildis- efni. Varhætt aðsýna auglýsinguna. Blómaskreytinga- maður myrtur Morð var framið í Reykjavik fimmtudagskvöldið 17. september. Austur-þýzkur blómaskreytingamaður, Hans Wiedbusch, 45 ára gamall, fannst myrtur á heimili sínu, Grenimel 24. Var aðkoman mjög ljót og greinilegt að átök höfðu átt sér stað. Fljótlega eftir að rannsókn málsins hófst var 28 ára iðnverkamaður, Gestur Guðjón Sigur- björnsson, handtekinn. Játaði hann síðan við yfirheyrslur að hafa myrt Hans Wiedbusch. Sakaði hann Þjóð- verjann um að hafa nauðgað sér. Við það hafi hann orðið ofsahræddur og ákveðið að ganga frá honum. Gestur Guðjón hafði vegna vanheilsu verið í meðferð á geðdeild Landspitalans. Tungufoss sökk við suðvesturodda Bretlands í óveðri 19. september. Allir sem um borð voru björguðust, ellefu menn. Sölufélag garðyrkjumanna var staðið að því að henda miklu af tómöt- um á haugana. Formaður Neytenda- samtakanna taldi þetta „hreinan glæp” en forstjóri Sölufélagsins sagði tómatana hafa verið ósöluhæfa. Upplýst var að Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra hefði náð að koma nýju flugstöðvarbyggingunni á Kefla- víkurflugvelli í fjárlagafrumvarpið. Landsliðsmaður í golfi, Július R. Júlíusson, fórst í bílslysi í Lúxemborg 25. september. Ökumaðurinn, lands- liðsmaður frá Lúxemborg, slasaðist alvarlega. Þrír aðrir íslendingar voru einnig í bílnum og meiddist einn þeirra nokkuð. Fjöldi nýrra sjóvarpsstöðva spratt upp á landinu á árinu. Kaplar voru lagðir i jörð, bæði á höfuðborgar- svæðinu og utan þess, og sjónvarps- tæki þannig tengd við eina útsendingar- stöð, gjarnan eitt myndségulband. Fyrirtækið Video-son var einna stór- tækast í þessum málum en einnig voru Eyjamenn ákafir. Herra Pétur Sigurgeirsson var settur í biskupsembættið við athöfn í Dóm- kirkjunni 27. september. Viðstaddir voru m.a. fjórir erlendir biskupar. Valli rostungur Rostungur nokkur kryddaði mann- lífið í lok september. Valli var hann kallaður. Forsætisráðherra og Flug- leiðir sáu til þess að Valli var fluttur frá Englandsströndum til Grænlands. Mikið vatnsveður gekk yfir Austfirði í lok september. Olli það nokkru tjóni. Rúmlega tvítugur piltur neitaði blóð- gjöf af trúarástæðum. Hann var haldinn banvænum sjúkdómi. Þar sem hann tilheyrði söfnuðinum Vottar Jehóva var það gegn hans sannfæringu að þiggja blóð. Pilturinn lézt nokkru síðar. Valli rostungur var i sviðsljósinu i lok september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.