Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 48
ÓTTAÐIST AÐ NÁ EKKITIL LANDS Neyðarkall f rá banda- rískum flugmanni: Neyðarkall barst frá flugmanni bandarískrar einshreyfils flugvélar um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Var hann þá staddur milli íslands og Græn- lands. Flugvélin var farin að missa hæð vegna ísingar. Ennfremur hafði hún hreppt mikinn mótvind og óttaðist flugmaðurinn af þeim sökum að ná ekki til íslands. Þegar voru gerðar ráðstafanir til að undirbúa björgun. Varnarliðið á Kefla- vikurflugvelli var beðið um þyrlu og staðsetning skipa könnuð. í þann mund sem þyrlan var að hefja sig til flugs afþakkaði flugmaðurinn hjálp. Hann taldi sig þá öruggan um að ná til landsins. Lenti' hann síðan í Reykjavík rétt fyrir kl. 22 í gærkvöldi, eftir hvorki meira né minna en sautján og hálfs tíma samfleytt flug frá Labra- dor. Hafði vélin átján tíma flugþol. Flugmaðurinn var einn um borð. Var hann að ferja vélina yfir hafið. -KMU. Hafnsögubát- ur í nauðum Hafnsögubáturinn Haki lenti í vandræðum á Kollafirði i gærkvöldi. Bilaði vél bátsins er hann var að sækja hafnsögumann út i rússneskt olíuskip, sem leitað hafði vars norður af Engey vegna óveðurs. Nærstatt varðskip kom til aðstoðar. Dró það Haka inn á höfnina. Sex menn voru um borð í bátnum. Oliuskipið hafði þurft að hætta losun í örfíriscy er veður tók að versna í gær. Sigldi það intt á sundin í skjól. -KMU. Fjöidauppsagnir ífrystihúsum: „Fólkið sett ílauna- laust leyfi” — segir ÓskarHall- grímsson deildarstjóri í Vinnumáladeild ,,Það hefur ekki tíðkazt að til- kynna uppsagnir á kauptryggingar- samningum. Þarna er ekki um að ræða uppsagnir í þeim skilningi, heldur er fólkið sett i launaiaust leyfi samkvæmt kjarasamningi.” Þetta sagði Óskar Hallgrímsson, dcildarstjóri Vinnumáladeildar félagsmálaráðuneytisins, i morgun er DV ræddi við hann vegna uppsagna um 1500 verkamanna í frystihúsum viðs vegar um landið. Sagði Óskar að verkafólkið væri i þessum tilvikum ráðið áfrant hjá vinnuveitendunum. Það héldi því öllurn áunnum réttindum þegar það kæmi til vinnu aftur. ,,Sé verið að segja upp fastráðnu starfsfólki verður að gcra það með lögmætum fyrirvara. Ég á ekki vott á að um slíkt sé að ræða í þessum til- vikum,” sagði Óskar. „Megnið af fólki í frystihúsunum er á kauptrygg- ingarsantningum.” -JSS. Þessir ungu menn eru önnum kaftiir við að hlaða bálköst fyrir gamlárskvöld svo brenna megi árið út á myndarlegan hátt. í opnu blaðsins í dag er greintfrá helztu áramóta- brennunum. (DV-mynd Friðþjófur) Kópavogur: _ SPARISJOÐURINN FÆR NÚ LOKS ÚTIBÚSLEYFI —en bæjarstjórn vill einnig Búnaðarbankaútibú „Það kemur mjög til greina að Sparisjóður Kópavogs fái að stofna útibú i bænum alveg á næstunni,” sagði Tómas Árnason viðskiptaráð- herra og bankamálaráðherra í viðtali við DV. Umsókn um slíkt útibú hefur legið fyrit um misserabil og sömu- leiðis umsókn Búnaðarbankans um stofnun útibús í Kópavogi. Þessar útibúaumsóknir höfðu legið í þagnargildi um langt skeið þegar Vísir vakti á því athygli í sumar að Kópavogsbúar ættu mest sín viðskipti við peningastofnanir utan- bæjar og að aðalviðskiptabanki bæjarins og launabanki bæjarstarfs- manna væri Búnaðarbankinn í Reykjavík. Strax á eftir samþykkti bæjar- stjórn Kópavogs áskorun til Seðla- bankans og bankamálaráðherra um að leyfa Sparisjóðunum útibússtofn- un í austurbæ Kópavogs. Og nú rétt fyrir jólin samþykkti bæjarstjórn ennfremur áskorun til Seðlabankans og landbúnaðarráðherra um að heimila stofnun útibús Búnaðarbank- ans í Kópavogi með þeim rökum að hann sé aðalviðskiptabanki bæjarins. Sparisjóður Kópavogs hefur til þessa verið aðalpeningastofnunin í Kópavogi en hefur einungis aðsetur í miðbænum þar. Útvegsbankinn er þar einnig og að auki með afgreiðslu i austurhluta bæjarins. Hann hefur þó ekki náð viðskiptajöfnuði við Sparisjóðinn og staðfest er í skýrslum Seðlabankans að verulegur meirihluti bankaviðskipta Kópavogsbúa er enn i Reykjavík. ,,Okkur hefur verið skýrt frá því, f.ð Sparisjóðurinn fái útibúsleyfi og mér finnst það fullkomlega rökrétt að Búnaðarbankinn fái einnig slíkt leyfi nú,” sagði Guðni Stefánsson bæjarfulltrúi, einn þeirra sem studdu Búnaðarbankaútibúið í bæjarstjórn. Tveir bæjarfulltrúar af ellefu voru á móti því, Alþýðubandalagsmaður og Sjálfstæðisflokksmaður. -HERB. frýálst, úháð daghlað MIÐVIKUDAGUR 30. DES. 1981. BSRB: Samning- urinn sam- þykktur með 64,36% atkvæða Endanlegar niðurstöður allsherjar- atkvæðagreiðslu BSRB um aðalkjara- samning lágu fyrir í gær. Var samningurinn samþykktur með miklum meirihluta atkvæða eða 64,36%. Á kjörskrá voru að þessu sinni 11012 félagsmenn. Af þeim kusu 8994 eða 81,67%. Já sögðu 5788 eða 64,36%. Nei sögðu 2792 eða 31,04%. Auðir seðlar og ógildir voru 416 talsins. -JSS. Akureyri: Sameigin- legt próf- kjör fyrir bí Ljóst þykir að ekkert verði af sam- eiginlegu prófkjöri flokkanna á Akur- eyri fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. Alþýðubandalagið hafnar þátttöku og ætlar að viðhafa forval í eigin herbúðum. Þá gerðist það í gærkvöldi að aðilar kvennaframboðs á Akureyri ákváðu að taka ekki þátt í sameiginlegu prófkjöri. Munu konurnar ætla að hafa forval í eigin hópi. Áður höfðu kratar, framsóknar- og sjálfstæðismenn samþykkt að taka þátt í sameiginlegu prófkjöri allra flokka cn það virðist nú úr sögunni. -SG. _5_?_L LOKI Þá er að þakka fyrir gam/a árið og óska iandsmönnum gleðilegs kosningaárs. hressir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.