Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981. Desember Desember er mánuður ljósanna — jólaljósanna og áramótaflugeldanna. Desember er einnig mánuður flóðanna, svo sem jólabókaflóðsins og auglýs- ingaflóðsins. Það þarf varla að taka þaö fram að desember var einstaklega kaldur mánuður. Úrslit í prófkjöri sjálfstæðismanna lágu fyrir 1. desember. f ljós kom að Davíð Oddsson hlaut flest atkvæði í prófkjörinu, Markús Örn Antonsson varð annar og Albert Guðmundsson þriðji. Á eftir þeim komu svo Magnús L. Sveinsson, Ingibjörg Rafnar og Páll Gíslason. Nóvember Ekki skánaði veðrið mikið í nóvem- ber. Mánuðinn var kaldari en menn eiga að venjast og einhvern veginn virt- ist skammdegið myrkara en venjulega. Þetta er kannski einstaklingsbundið. Nóvember byrjaði og endaði með Sjálfstæöisflokknum. Byrjaði með for- mannskjöri á Landsfundi Sjálfstæðis- flokksins, en endaði með prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosningarnar i Reykjavík. Geir Hallgrimsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með miklum yfirburðum. Sigraði hann þar Pálma Jónsson. Þá var Friðrik Sóphus- son kjörinn varaformaður flokksins. Mikill meirihluti fulltrúa á landsfund- inum greiddi síðan atkvæði gegn ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen, sem að sjálfsögðu sat landsfundinn. Skrefatalning bæjarsímtala hófst fyrsta nóvember. Miklar umræður höfðu farið fram um málið og virtust flestir vera breytingunni andsnúnir, enda hækkar skrefatalningin símreikn- inga allflestra. Vopnaflutningar I nóvember var ýjað að því, að Arnarflug stæði í vopnaflutningum, en Arnarflug virðist ekki hafa verið eitt um það. Upp komst sá kvittur, að Flugleiðaþotur flyttu vopn til Saudi- Arabíu og jafnvel Líbýu, og skömmu síðar bárust fréttir af því að Laxfoss væri i flutningum fyrir egypzka herinn. Hundahald í Reykjavík er sem kunnugt er bannað. Snemma í nóvemb- er gerði einn þessara ólöglegu hunda sér lítið fyrir og klessukeyrði Range Rover eiganda síns — og það án þess að hafa fengið bílinn lánaðan. Eigandinn hafði skroppið úr bilnum og skilið hundana sína tvo eftir. Annar hundur- inn sparkaði í gírstöngina með þeim af- leiðingum, að bíllinn fór af stað. Billinn nam ekki staðar fyrr en hann var kominn hálfur inn um glugga á Blikksmiðjuni Gretti. Talsverðar skemmdir urðu á bílnum. Hundurinn mun ekki hafa neytt áfengis, en var réttindalaus. Hann hefur lofað bót og betrun. Gengisfelling hafði lengi verið yfir- vofandi. 10. nóvember tóku stjórnvöld af skarið og lækkuðu gengið um 6,5 prósent. Andstæðingar stjórnarinnar voru náttúrlega óhressir með þessar aðgerðir og sögðu að gengisfellingar- aðferðin hefði fyrir löngu gengið sér til húðar. Þeir bentu jafnframt á að gengið hefði auk þess verið fellt allt of lítið og of seint. Krydd í skammdeginu Nágrannaerjur í húsi nokkru að Þingvallastræti á Akureyri krydduðu tilveruna fyrir norðanmönnum. íbúar hússins deildu hart um tilveru veggs nokkurs i kjallaranum, og ýmist rifu vegginn niður eða reistu á nýjan leik og fengu til þess lögregluvernd. Rétt áður en verkföll bókagerðar- manna og blaðamanna áttu að skella á, skemmti Ólafur Ragnar Grímsson landsmönnum með lýsingum á nætur- lífinu um borð í flugmóðurskipum og áhrifum næturdvalar í slíkum dalli á embættismenn. Eina nóttina, svona upp úr þurru að því er virtist, sömdu VSÍ og ASÍ um 3,25% kauphækkun. Þetta kom öllum á óvart og héldu margir að hér væri um siðbúið aprílgabb að ræða. Verkfall bókagerðarmanna skall á 14. nóvember og lamaði það blaða- og bókaútgáfu um sinn. Skömmu áður höfðu blaðamenn samið um 3,25 prósentin, sem ASÍ hafði gert sig ánægt með. Verkfall bókagerðarmanna stóð í tíu daga og fengu þeir þá sömu kaup- hækkun og aðrir launþegar. Áttunda Kröflugosið í Mývatns- eldum hinum síðari hófst 18. nóvember. Gosið var kröftugt í fyrstu, en stóð aðeins í rúma viku. Meðan hæst lét gaus á átta kílómetra langri sprungu. Sögulegar sættir urðu í blaðaheim- inum 26. nóvember. Þetta héldu menn að væri annað aprílgabbið á skömmum tíma, því nú var því haldið fram að Dagblaöið og Vísír, erfðafjendurnir, heföu sameinazt. Og sjá, þetta var ekkert gabb. í stað tveggja síðdegis- blaða var nú komið eitt stórt og gott blað. Ritstjórar þess eru Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Blandaðar tilfinningar um Blöndul Mikið var rætt um Blönduvirkjun þennan mánuðinn. Hreppsnefndir nyrðra ræddu um tillögu rikisstjómar og Landsvirkjunar og tóku málaleitan- inni næsta fálega flestar. Málið er í eins konar biðstöðu þessa stundina. Verðbólgan á árinu varð rúm 40 prósent, segja stjórnvöld, aðrir segja að hún hafi verið meiri, enn aðrir að hún hafi verið mun meiri. Hvað sem verðbólgunni líður má gleðja ungt fólk sem hefur hug á að festa kaup á sinni fyrstu fasteign, á því að ibúaðverð hefur hækkað um 80% á árinu. Þeir sem ekki hafa látið leiðast út í kapp- hlaupið um steinsteypuna geta svo yljað sér við þá staðreynd, að meðal- hækkun húsaleigu hefur aðeins verið um hundrað prósent milli ára að und- anförnu. Fimmtán ára gömul stúlka varð fyrir hrottalegri árás 5. desember. 28 ára gamall maður batt stúlkuna og keflaði og stórslasaði hana siðan með skrúf- járni og kveikjara. í desember var tilkynnt, að I bígerð væri stofnun félagsskapar sem hefði það á stefnuskránni að berjast gegn gjörningum. Skömmu síðar var auglýst fjölskynjunarmessa í Bústaðakirkju. Fyrir framan altarið átti meðal annars að framkvæma ballett og gjörninga. Mikið kuldakast kom í desember um mestallt landið. Kuldanum fylgdi mikill gjóstur þannig að kælingin varð stundum 30—40 gráður i mínus. Mikið tjón varð er verkstæði Egils Vilhjálmssonar brunnu til kaldra kola. DV-mynd Einar Ólason. í miðju kuldakastinu I miðju kuldakastinu kom yfirlýsing frá Dagblaðinu Tímanum, að það hygðist slíta samstarfinu í Blaðaprenti að mestu leyti. Áður hafði Vísir slitið samstarfinu við Blaðaprent, og nú er útlitið dökkt hjá þessari prentsmiðju. Það var einnig í kuldakastinu að tveir menn um tvítugt urðu uppvisir að stórfellduávísanafalsi.Höfðu þeir gefið út ávísanir fyrir allt að 60 þúsundum króna, þar af höfðu þeir símsent ávís- anir fyrir tuttugu þúsund krónur. Þeir höfðu síðan lifað í vellystingum prakt- uglega í tíu daga áður en hinn langi armur réttvísinnar hnippti í þá. Nú þykir það vist ekki fínt lengur að heita Jón eða Guðrún, alla vega eru þetta ekki lengur algengustu manna- nöfnin á Islandi. Þór og Kristín hafa tekið forystuna. Tvö leiðinleg atvik urðu rétt fyrir jól. 1 fyrsta Iagi brann gamli góði Sjallinn á Akureyri og varð af því milljónatjón. Síðan gerði lögreglan sér lítið fyrir og handtók jólasveininn. Hurðaskellir var að gefa alþingismönnunum epli en þau hljóta víst hafa verið vond því einn þingvarðanna hringdi á lögregluna. Jólasveinninn var því hnepptur í varð- hald en sem betur fer var honum fljót- lega sleppt. Því hvað eru jól án jóla- sveins? Aldrei hefur verið sendur meiri jóla- póstur en í ár, að sögn póstmanna. Sjálfsagt hefur heldur aldrei verið gefið jafnmikið út af bókum og i ár. Hvorki fleiri né færri en 420 bókatitlar sáu dagsins ljós að þessu sinni, og var bókasalan mikil að venju. Bezt seldust bækurnar um Gunnar Thoroddsen og Ólaf Thors, en aðrar komu fast á eftir. Mest seldaíslenzkahljómplataní ár var plata Gunnars Þórðarsonar, Himinn og jörð. Fjórir ungir menn fórust með flugvélinni TF-ROM. Mjög viðtæk leit var gerð að vélinni. Október Október var ekkert frábrugðinn öðrum mánuðum ársins hvað veðurfar snertir. Á nær öllum veðurstöðvum landsins var hitinn töluvert undir meðallagi. Ekki var enn hægt að ná upp kartöflum Eyfirðinga, nema ef til vill með jarðborum, og skiðasvæði Akureyringa var opnað um miðjan mánuðinn. Svo snemma árs hefur skíðasvæðið aldrei áður verið opnað. Annars má segja, að allt hafi gengið sinn vanagang í október. Óeining um fiskverð og flotinn hótaði að sigla í land, útgerðin á hausnum, verkföll yfirvofandi í flestum starfsgreinum og mjólkin súr. Bflbeltin lögfest Annars byrjaði október með því að reglugerð um skyldunotkun bílbelta tók gildi. ökumenn og farþegar tóku nýju reglunum með kostum og kynjum og sýndu kannanir að meirihluti þeirra notaði beltin. Seinni kannanirhafahins vegar sýnt að aftur hefur diegið úr notkuninni. Þvi er full ástæða til að minna fólk á að lögum samkvæmt á það að spenna bilbeltin. Flutningaskipið Mávurinn strandaði í Vopnafirði annan október. Skipið var að lesta fisk og var nær fulllestað, þegar mikill leki kom að skipinu. Skip- stjórinn sá þann kost vænstan að sigla skipinu upp í grynningar til að koma í veg fyrir að það sykki. Slæmt veður var á strandstað og því erfitt að ná varningnum. Gat kom á lestar skipsins og fiskinn rak upp á iand. Skipið er talið ónýtt. Lífshlaup Kjarvals olli áfram deilum. Eigandi verksins, Guðmundur í Klausturhólum, vildi selja borginni Lífshlaupið, borgin vildi kaupa en ekki greiða uppsett verð. Kom þá upp sá kvittur að Guðmundur myndi selja verkið til útlanda. Meðal annars áttu dönsk brugghús að hafa haft mikinn áhuga á þessari myndskreyttu vinnu- stofu. Ekkert varð þóaf þessum sölum. Uppvíst varð um nokkur fikniefna- mál. Athyglisverðast var þó svokallað niðursuðudósamál. Talsverðu magni af kannabisefnum var smyglað til landsins i niðursuðudósum merktum „Dönsk kæfa”. Margir voru yfirheyrðir vegna þessa máls. Þá voru tvær unglings- stelpur teknar bjargarlausar á Selfossi vegna ofneyzlu sjóveikitaflna, en vand- séð er hvað menn eru að gera með sjó- veikitöflur á Selfossi yfirleitt! Um miðjan mánuðinn fundust lik átta varnarliðsmanna sem fórust með flugvél á Mýrdalsjökli fyrir 28 árum. Höfðu menn á orði að jökullinn skilaði ætíð því sem hann tæki, þó nokkur bið kynni að verða á því. Fjárskaði á hafi úti Fjárskaði varð í hafinu út af Aust- fjörðum í október en fjárskaðar á þeim slóðum eru ekki tíðir, sem betur fer. Varðskipið Ægir var að flytja 600 fjár milli Reyðarfjarðar og Mjóafjarðar, er alda reið yfir skipið og sextán kindur drukknuðu. Snarráður strætisvagnastjóri bjarg- aði tveimur ungmennum úr brennandi bílflaki á Hvaleyrarholti 18. október. Bíllinn hafði lent I hörðum árekstri, kastazt út af veginum og oltið. Við áreksturinn kviknaði í bílnum og er strætisvagnastjórinn sá það fór hann að bílnum og dró ungmennin lítið slösuð út. Vikurit Vilmundar Gylfasonar, Nýtt land, hætti að koma út. Alls komu út sex tölublöð. Forseti fslands, Vigdís Finnboga- dóttir, fór í opinbera heimsókn til Noregs og Svíþjóðar. Vigdís heillaði þessar bræðraþjóðir okkar, eða eins og fréttaritari DV í Noregi orðaði það: „Vigdís vann Noreg með brosi.” Nemendur MH gengu harðast fram í mótmælaaðgerðum við nýja reglugerð um áfangaskóla seinni partinn í október. Nemendurnir tóku skólann og lokuðu honum í einn dag og voru auk þess í verkfalli i nokkra daga. Rekstrarerfiðleikar voru talsverðir hjá Flugleiðum og Cargólux í mánuðin- um, og Arnarflug var sakað um ólög- legt vopnaflug. Nokkrar stórstjörnur komu til lands- ins í október, þeirra á meðal Platters, Dubliners og Gary Numan. Það verður bið á þvi að menn fái sér neðan í því I Sjallanum á Akureyrí, þvi hann brann i desember. DV-myndir GS-Akureyri. INIMLENDUR FRÉTTAANNÁLL 1981

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.