Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981.
andur _______Neytendur_____ Neytendur Neytendur Neytendur
FLUGELDASALA FRAM
/ FramheimiHnu við Safamýri og
Biómavaii við Sigtún.
OPIÐ FRÁ KL. 10-22 OG Á GAMLÁRSDAG FRÁ KL. 9-16
25% afsláttur af fjölskyldupokum
FRAM
Farið varlega
með neistann:
Það þykir tilhlýðandi að kveðja
gamla árið og bjóða nýtt ár velkomið í
hlaðið með stjörnuljósum, blysum og
flugeldum. Gömul þjóðtrú segir að á
gamlárskvöld hafi ljós verið látin loga i
öllum hornum alla nóttina. Sá siður
tengdist þeirri trú manna að á nýárs-
nótt flyttu álfar búferlum og þótti sjálf-
sagt að bjóða þeim í bæinn á gamlárs-
kvöld eða nýársnótt. Álfunum til
heiðurs hafa áramótabrennur lengi sett
sinn svip á áramótin og hér áður fyrr
sáust álfar bregða sér í dans við brenn-
urnar. En nútildags hafa áramóta-
skaup sjónvarpsins og flugeldar ýtt
fornri þjóðtrú til hliðar — eða hvað?
Við kveikjum ennþá ljós i hverju horni
og virðum fyrir okkur áramótabrenn-
ur. En samt er það liklega allt húllum-
hæið í kringum flugeldana, sem vekur
hvað mestan spenning á gamlárskvöld
hjá ungu fólki á öllum aldri. En öllu
þvi húllumhæi fylgir aukin slysahætta í
heimahúsum og utandyra. Samkvæmt
skýrslum slysadeilda eru sár af völdum
bruna algengustu slysatilfellin á
gamlárskvöld og nýársnótt. Við viljum
því setja nokkur varnaðarorð á blað
og geta þess að aldrei er of varlega farið
með neistann.
Hafið hugfast ef einhver í ykkar
návist fær brunasár, að regla númer
eitt og tvö er að kæla niður brunasár
með ísmolum eða köldu vatni. Ekki
bera nein smyrsl á sárin, ekki setja
neinar umbúðir á brunasár, aðeins nota
kælingu, og síðan ef þurfa þykir á
næstu slysadeild. Á leiðinni þangað
skal hafa blautt handklæði og ismola
við sárið.
En til að forðast það að slys og
óhöpp skyggi á áramótagleðina er bezt
að hafa í huga að lítill neisti verður oft
að stóru báli og fara að öllu með gát.
-ÞG.
Gamlárskvöld:
Hærra þjónustu-
gjald umáramótin
Þrisvar sinnum á ári hækkar gjald
leigubíla í akstri. Sautjánda júní, og
um jól og áramót er 35% dýrara að aka
í leigbílum. Og startgjaldið sem
venjulega er krónur 27 hækkar þessa
daga í krónur 37. Látið ykkur því ekki
bregða í brún yfir háum tölum ef þið
bregðið ykkur í ökuferð meö leigubíl
frá klukkan tólf á hádegi á morgun
gamlársdag fram til klukkan sex að
morgni 2. jan. Þjónustugjald veitinga-
húsa er einnig hærra þessa tilteknu
daga sem áður er getið. Venjulegt þjón-
ustugjald veitingahúsanna er 15% sem
lagt er á allar veitingar. En um áramót
mega gestir veitingahúsanna reikna
með 13.04% hærri reikningum fyrir
veitta þjónustu og viðurgjörning. -ÞG.
Spurningará
skjánumfrá
áfengisvarnar-
deildinni
Sjálfsagt hafa mörg ykkar veitt at-
hygli spurningum er birzt hafa á skján-
um undanfarin kvöld, spurningum um
alkóhólisma. En það er áfengisvarna-
deild Heilsuverndarstöðvar Reykja-
víkur, sem hefur farið af stað með aug-
lýsingar í sjónvarpi til þess að varpa
ljósi á þá staðreynd að alkóhólismi er
fjölskyldusjúkdómur þar sem öll fjöl-
skyldan finnur fyrir einkennum hans.
Spurningar koma á skjáinn og sé ein-
hver sem finnur að hann hefur velt
þessari eða öðrum spurningum fyrir
sér, eða þær höfða sérstaklega til hans,
er viðkomanda bent á að hringja í
símanúmerið 82399 á skrifstofutíma.
ÁHR eða Áfengisvarnadeildin er til
húsa í Síðumúla 3—5 og starfar í sam-
vinnu við SÁÁ. Frá árinu 1978 hefur
ÁHR starfrækt fjölskyldunámskeið
fyrir aðstandendur alkóhólista. Nám-
skeiðin standa yfir í fjórar vikur hvert
og eru allt árið um kring. Ráðgjafa-
þjónusta á vegum ÁHR er einnig mikil-
vægur hlekkur i starfsemi deildarinnar
þar sem hún nær til margra, auk þess
að vera oft það fyrsta er fólk gerir til að
kanna stöðu sína og sinna i áfengis-
málum. Er það þjónusta sem bent er á
í auglýsingum ÁHR í sjónvarpinu. ,j»g
Líf margra væri #
fátæklegra án HHI
Þær 136 milljónir sem HHÍ greiðir
vinningshöfum í ár láta
margan drauminn, smáan og stóran, rætast.
Hitt er ekki minna um vert aö meö aðstoð
HHÍ hefur einn glæstasti draumur þjóðarinnar
allrar ræst,- að gefa æsku þessa lands
þetri tækifæri til að afla sér menntunar.
Efling Háskóla íslandser
hagur allrar þjóöarinnar.
r
■■■■■•■■ ■■■■■•■■
•■■■ ■■■■••■■ ■•••
• ••• ■••■■■■■ ■■■■
!•■■■■ ■■•■
•••••••■ •••••601
■■■■ •••■
■ aai L <4
Vinningaskrá:
9 @
9 —
9 —
198 —
1.053 —
27.198 —
106.074 —
134.550
450 —
135.000
200.000.-
50.000,-
30.000,-
20.000,-
7.500, -
1.500, -
750,-
3.000-
1.800.000-
450.000-
270.000-
3.960.000.-
7.897.500,-
40.797.000 -
79.555.500 -
134.730.000.-
1.350.000-
136.080.000-
HAPPDRÆTTI
HASKÓLA ÍSLANDS
hefur vinninginn