Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 28
28
DAöBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981.
ERLENDUR FRETTAANNALL 1981
Aprfl
Leonid Brezhnef, aðalritari sovézka
kommúnistaflokksins og forseti með
meiru, kom í óvænta heimsókn til
Tékkóslóvakíu í byrjun apríl, á sama
tíma og umfangsmiklar heræfingar
áttu sér stað á vegum Varsjárbanda-
lagsins í Póllandi. Heimsóknin olli
miklum vangaveltum á Vesturlöndum,
um hvort nú myndi skerast í odda milli
óháðu verkalýðsfélaganna og herafla
Varsjárbandalagsins. Á Vesturlöndum
hafði lengi verið óttazt að herinn yrði
látinn grípa í taumana í Póllandi og
styrktist sá grunur, er á sama tíma og
Brezhnef fór til Prag var tilkynnt að
nýjar hersveitir frá Austur-Þýzkalandi
bættust i hóp þeirra sem þegar væru að
heræfingum. Ekki minnkuðu grun-
semdir manna er fréttist um mikla
hergagnafiutninga Sovétríkjanna til
Póllands fjórum dögum siðar. Ekki
varð þó úr að sovézki herinn gerði
innrás í landið og var það mál manna
að það eitt, að Sovétríkin vildu ekki
þurfa að taka á sig hrunið efnahagslíf
og matvælaskort, hefði haldið þeim frá
hernaðaríhlutun í Póllandi.
Fyrri ferð Kóiumbfu
Nýr kafli hófst í geimferðasögu
mannkynsins er geimskutlan Kólumbía
fór sína fyrstu ferð þann 12. apríl.
Þetta er i fyrsta sinn sem geimfari er
skotið á loft, sem áætlað er að megi
nota oftar en einu sinni og mun það
hafa í för með sér gífurlegan sparnaö.
Ferðin tókst vel að því undanskildu að
hlifðarflísar sem vernda áttu skutluna
fyrir hitanum, sem myndast er hún
kemur aftur inn i gufuhvolfið,
losnuðu, en það reyndist ekki koma að
sök. Geimskutlunni er ætlað að fara
fjórar ferðir fyrir Geimferðastofnun
Bandaríkjanna en síðan mun hún
verða tekin í notkun fyrir herinn, en
stórveldin eiga ekki síöur í vígbúnaðar-
kapphlaupi í geimnum en á jörðu niðri.
önnur ferð skutlunnar var farin síðar á
árínu.
Miklar óeirðir urðu í Brixton-hverfi
i Lundúnum í miðjum mánuðinum og
breiddust síðar út til fleiri borga í
Bretlandi. Mörg hundruð manns
slösuðust í átökunum milli lögreglu og.
unglinganna, sem ásökuðu lögregluna
um að eiga upptökin með harðræði
sínu og hrottaskap. Ekki voru menn á
eitt sáttir um orsakirnar fyrir upp-
þotunum. Brezki þingmaðurinn og
kynþáttahatarinn Enoch Powell lýsti
því yfir að þau væru vegna of mikils
innflutnings á lituðu fólki til landsins og
taldi atburðina upphafið að borgara-
styrjöld. Aðrir vildu skella allri
skuldinni á efnahagsstefnu Margrétar
Thatcher og stóraukningu á fjölda at-
vinnulausra, sem hún hefur haft i för
meðsér.
í lok mánaðarins fór fram fyrri
umferð frönsku forsetakosninganna og
þær kváðu upp úr um að úrslitabarátt-
an myndi verða milli Giscard d’Estaing
forseta og Mitterands frambjóðanda
sósíalista.
IRA-fangar á N-lrlandi efndu til hungurverkfalls, sem leiddu til dauða heils tugar þeirra, og þó án þess að brezka stjórnin léti
undan kröfum þeirra.
Maí
IRA-meðlimurinn og þingmaðurinn
Bobby Sands lézt í Maze fangelsinu í
Belfast eftir 65 daga hungurverkfall.
Vakti fráfall hans mótmæli víða um
heim og til talsverðra átaka kom á N-
írlandi.
Peter Sutckliffe, er handtekinn var á
Bretlandi í janúar sem The Yorkshire
Ripper, játaði á sig morð á 13 konum.
Sagðist hann hafa fengið guðlega
köllun til að myrða vændiskonur.
Sósíalistinn Francois Mitterand
sigraði í forsetakosninguin í
Frakklandi og batt þannig enda á 23
ára valdatíma miðju- og hægrimanna.
Hlaut hann 52,03% atkvæða, en mót-
herji hans og fráfarandi forseti, Valery
Giscard d’Estaing hlaut 47,96% at-
kvæða.
Tyrkneskur öfgamaður sýndi
Jóhannesi Páli II. páfa banatilræði á
Péturstorginu í Róm. Fékk páfinn skot
í kviðarhol, hægri handlegg og vinstri
hönd. Tilræðismaðurinn, Mehmet Ali
Agca, hafði sloppið úr tyrknesku fang-
elsi þar sem hann sat inni fyrir morð á
W t I
1 b-lrl-i
Mittcrrand og socialistar komu til valda i Frakklandi.
kunnum ritstjóra. Grunaði marga að
þar hefði hinn illræimdi Gaddafi
Líbýuleiðtogi enn komið viðsögu.
Frímúrarar út
undir sig
Spænskir öfgamenn hertóku banka í
Barcelóna og tókst þeim að halda bar
37 gíslum í 37 klukkustundir. Hótuðu
þeir að sprengja bankann í loft upp ef
ekki yrði gengið að kröfum þeirra um
að allir þeir sem viðriðnir voru valda-
ránstilraun þjóðvarðliða í febrúar yrðu
látnir lausir. Lét einn öfgamannanna
lífið en einn gísl særðist.
Á Ítalíu hrökklaðist stjórnin frá
völdum vegna umfangsmesta stjórn-
málahneykslis í landinu frá stríðs-
lokum. Kom í ljós að um eitt þúsund
þekktir ítalir, margir háttsettir í stjórn-
kerfi landsins og þar á meðal tveir
ráðherrar, voru félagar í leynilegri
frímúrarastúku sem stóð fyrir alls kyns
fjármálaspillingu. Var stórmeistari
stúkunnar m.a. kærður fyrir pólitískar
njósnir.
Tor östeby, norskur starfsmaður
Rauða krossins í Sómalíu, lýsti yfir því
að hjálpargögn og matvörur lentu í
höndum spilltra stjórnvalda, sem seldu
síðan góssið á svörtum markaði fyrir
stórfé. Meginástæðuna taldi hann vera
að þjóðir sem gefa milljónir til
hjálparstarfs í þróunarlöndunum láta
hjá líða að fylgja því eftir að matvæli
og önnur hjálpargögn komist til þeirra
sem sárast þarfnast þeirra.
Júní
„Schmidt var trúr liðsforingi þriðja
ríkisins. Hann sór Hitler hollustueið.”
Þessi orð lét Begin forsætisráðherra
ísraels falla um kanslara Vestur-Þýzka-
lands og var það ítrekun hans á fyrri
ummælum um kanslarann, sem hann
sagði að bæri, ásamt állri þýzku
þjóðinni, ábyrgð á helför gyðinga á
stríðsárunum.
Kosningavíxill
Begins
En Begin var ekki fyrr búinn að
sleppa þessum orðum út úr sér en hann
komst aftur í heimspressuna og í þetta
sinn fyrir að fyrirskipa árás á Osirak-
kjarnorkuverið í frak. Begin sagði að
árásin hefði verið gerð til að koma í veg
fyrir að írakar næðu að framleiða
kjarnorkusprengju, en aðrir töldu að
nú hefði Begin sprengt sína stærstu
Geimskutlan braut tvivegis blað i sögu geimferða.
Lafði Diana og Charles Bretaprins gengu i það heilaga.
kosningabombu og dýrkeyptustu vegna
þingkosninganna, sem þá stóðu fyrir
dyrum í ísrael.
Árásin var víðast harðlega fordæmd
sem gróflegt brot á alþjóðalögum.
Mesta áfallið fyrir Begin og stjórn hans
var þó sú ákvörðun Bandaríkjastjórnar
að frysta herflugvélar þær sem
ísraelsmenn höfðu pantað frá Banda-
ríkjunum og enn voru óafgreiddar.
Abolhassan Bani Sadr forseti íran
lenti í alvarlegum útistöðum við klerka-
veldið þar í landi, sem endaði með því
að hann var dæmdur fyrir landráð.
Honum tókst þóað flýja land og komst
til Parísar þar sem hann myndaði síðar
á árinu útlagastjórn. í kjölfar flótta
forsetans fyrrverandi voru fjölmargir
stuðningsmenn hans Ieiddir fyrir af-
tökusveitirnar og skotnir. Á árinu náðu
aftökurnar í landinu áður óþekktu há-
marki.
Ný ríkisstjórn var mynduð í
Frakklandi eftir að Sósíalistaflokkur
Mitterands vann öruggan meirihluta-
sigur í þingkosningunum. Athygli vakti
að þrátt fyrir sigur flokksins var
kommúnistum boðið til samstarfs og
fengu þeir fjögur ráðherraembætti.
í lok mánaðarins hófst friðargangan
frá Kaupmannahöfn til Parísar og var
gengið undir slagorðinu:
Kjarnorkuvopnalaust svæði frá
Póllandi til Portúgal. Gangan var
upphaf að miklu umfangsmeiri friðar-
göngum og mótmælum gegn
kjarnorkuvopnum en áður höfðu
þekkzt. Þegar göngunni lauk í París
sendi Brezhnef heillaóskaskeyti en ekki
sá Regan ástæðu til hins sama.
Wayne Wiliams, 23 ára gamall
blökkumaður, var handtekinn og á-
kærður fyrir að eiga aðild að
morðunum í borginni Atlanta í Banda-
ríkjunum en þar voru 28 þeldökk börn
myrt á 23 mánuðum.