Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 45
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981. 45 Sjónvarp ÁRAMÓTASKAUP ’81—sjónvarp kl. 22,30 gamlárskvöld: Sjónvarpsdagskrá ársins 1981 séð í grafalvarlegu Ijósi Ramminn utan um áramótaskaup Gísla Rúnars og félaga hans veröur sjónvarpið sjálft. „Við verðum með þul, fréttamann, íþróttafréttaritara, veðurfræðing og fleiri kunnugleg hlutverk”, sagði Gísli Rúnar. „Siðan endurskoðum við nokkra vinsæla og óvinsæla dagskrárliði. Ennfremur verða fréttir og sjónvarpsauglýsingar teknar til alvarlegrar athugunar, eða þannig.” Gísli Rúnar sagði að mest yrði fjallað um innlent efni sjónvarpins, svo sem nýafstaðinn spurningaþátt, skákskýringar o.fl. (Okkur grunar að einnig verði fjallað um neytendamál og Snorra-myndina). Sönglagakeppnin fræga kemur mikið við sögu og gengur eins og rauður þráður gegnum þáttinn. „Við skopstælum hluti sem ýmist hafa skeð eða ekki skeð” sagði Gísli Rúnar, og bætti því við, að stjórn- málamennn yrðu að mestu leyti látnir í friði. Meira teknir hlutir úr daglega lífinu, sem allir kannast við. Gísli Rúnar leikstýrir skaupinu, og hefur samið það ásamt Randver Þorlákssyni og Sigurði Sigurjónssyni. Þeir tveir síðarnefndu leika í því samt Bessa Bjarnasyni, Ladda, Eddu Björgvins og fleirum. Gísli hefur ekki áður samið ára- mótaskaup, fyrir sjónvarp, en hann hefur átt þátt í gerð og flutningi fjölda gamanþátta. Þar á meðal má nefna kabarett, sem nú er sýndur í Þjóðleikhúsinu, snýst mikið um tanngarða, og þykir mjög skemmti- legur. Um skeið gerði Gísli Rúnar gamanþátt fyrir útvarp (ásamt Rand- ver, Eddu o.fl.) sem hét Úllen-dúllen- doff. Og flutningur hans á útvarps- sögunni Babbitt, þar sem hann brá sér í gervi fjölda persóna vakti mikla athygli fyrir fáum misserum. Það verður spennandi að sjá hvernig til tekst. Þess má geta að þátturinn er yfir klukkustund á lengd en mikið klipptur, samsettur úr 60— 70 atriðum sem eru í hæsta lagi tvær mínútur á lengd. -ihh. Karajan. Þorsteinn 0. Stephensen les þýðingu Matthíasar Jochums- sonar á „Oðnum til gleðinnar” eft- ir Schiller. 11.00 Messa í Dómkirkjunni. Biskup íslands, herra Pétur Sigur- geirsson, prédikar. Séra Þórir Stephensen þjónar fyrir altari. Organleikari: Marteinn H. Friðriksson. Hádegistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir..Tónleikar. 13.00 Ávarp forseta íslands.d Vigdísar Finnbogadóttur — Þjóð- söngurinn. (Hlé). 13.35 Operettutónieikar. Þýskir og austurrískir listamenn syngja og leika. 14.30 Auðlindirnar og þjóðin — hvernig eigum við að nýta landið og hafið á næstu árum? Gunnar G. Schram stjórnar umræðuþætti á nýársdag. 15.15 Pianóleikur í útvarpssal. Edda Erlendsdóttir leikur. a. Sónata í A-dúr op. 120 eftir Franz Schu- bert. b. Noveletta nr. 8 op. 21 eft- ir Robert Schumann. 15.45 „Móðurjörð hvar maður fæð- ist”. Þorsteinn frá Hamri velur og flytur ættjarðarljóð. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 „Nú er kátt með álfum öll- um”. Stjórnendur: Jónína H. Jónsdóttir og Sigríður Eyþórsdótt- ir. Efni m.a.: Tvö börn, Lind Einarsdóttir og Helgi Hjörvar, flytja áramótahugleiðingar sínar. Helga Ásbjörnsdóttir (Lilla- Hegga) les bréf, sem Þórbergur Þórðarson skrifaði henni árið 1961. „Huldufólk á gamlárs- kvöld”, stuttur leikþáttur eftir Jónas Guðmundsson rithöfund. Sögumaður: Knútur R. Magnús- son. Ásta litla: Jónína H. Jóns- dóttir. Vala gamla: Sigríður Ey- þórsdóttir. Ennfremur verða leikin álfalög. 17.00 Óperutónleikar Sinfóniu- hljómsveitar íslands í Háskólabiói 12. nóvember s.l.: — síðari hluti. Einsöngvarar: Dorriet Kavanna og Kristján Jóhannsson. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Flutt verða atriði úr óperum eftir Wolf-Ferrari, Puccini og Verdi. — Kynnir: Jón Múli Árnason. 18.00 Öldruð kona i Grímsey. Jökull Jakobsson ræðir við Ingu Jóhannesdóttur, 97 ára. (Áður út- varpað 21. júli 1971). 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.25 Frá Þingvöllum. Séra Eiríkur J. Eiríksson, fyrrverandi þjóð- garðsvörður, flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins. Hildur Eiríksdóttir kynnir vinsælustu lög þáttarins 1981. 20.40 Kvöldvaka: a. Pétur i Holti. Hallgrímur Jónsson rithöfundur segir sögu tólf ára drengs, sem , sækir lyf handa móður sinni um ' jólaleytið. b. Lofsöngur um þá hógværu og tvö önnur kvæði úr Sjödægru Jóhannesar úr Kötlum. Anna Magnúsdóttir á Siglufirði les. c. í skóla hjá skáldum. Valgeir Sigurðsson talar við Sofflu Eygló Jónsdóttur í Kópavogi, sem segir m.a. frá kynnum sínum af Þór- bergi Þórðarsyni og Þorsteini Valdimarssyni. d. Vísur jólasveins. Markús Jónsson á Borgareyrum í Rangárþingi fer með frumortan brag. e. Talið við börnin. Jónas Jónsson fyrrum kennari frá Brekknakoti flytur tölu úr gömlu samkvæmi. f. Einsöngur. Systkin- in Markan: María, Elísabet, Einar og Sigurðuf syngja nokkur lög milli atriða, — sem Baldur Pálma- son kynnir. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Orð kvöldsins. 22.35 „Hver má sér fyrir álfum skýla”. Lesið úr ljóðum Jóhannes- ar úr Kötlum og þjóðsögum Jóns Arnasonar. Umsjón: Þórir Stein- grímsson. Lesari með honum: Saga Jónsdóttir. 23.00 Kvöldgestir — þáttur Jónasar Jónassonar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur 2. janúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.20 Leikfimi. 7.30 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð: Arnmundur Jónasson talar. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 8.50 Leikfimi. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tón- leikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir). 11.20 Barnaleikrit: „Frænka Frankensteins” eftir Allan Rune Petterson. I. þáttur: „Gangi þér vel Frankie sæil”. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. Leikstjóri: Gísli Alfreðsson. Leikendur: Þóra Friðriksdóttir, Bessi Bjarnason, Baldvin Halldórsson, Valdemar Helgason, Árni Tryggvason, Klem- enz Jónsson og Jón Sigurbjörns- son. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.35 Iþróttaþáttur. Umsjón: Her- mann Gunnarsson. 13.50 Vinsælustu dægurlögin frá nýliðnu ári. Páll Þorsteinsson kynnir. 15.40 islenskt mál. Guðrún Kvaran flytur þáttinn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Klippt og skorið. Stjórnandi: Jónína H. Jónsdóttir. 17.00 Siðdegistónleikar: Samleikur i útvarpssal. Flytjendur: Óskar Ingólfsson, Snorri S. Birgisson, Kolbeinn Bjarnason, Friðrik Már Baldursson, James Kohn, Guðrún Þórarinsdóttir og Paula Parker. a. Fjögur íslensk þjóðlög i útsetningu Þorkels Sigurbjörnssonar. b. „IVP” eftir Karlólínu Eiríksdótt- ur. c. „Elegy” op. 44 eftir Alex- ander Gasunoff. d. Sónata i f-moll op. 120eftir Johannes Brahms. 18.00 Söngvar í léttum dúr. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 „Mér finnst ég verða ungur aftur”. Jón Pálsson segir frá ný- árssundi í viðtali við Pétur Péturs- son. 20.00 Lúðrasveit verkalýðsins leikur Sjónvarpsþulan (Edda Björgvinsdóttir) tekur starf sitt mjög alvarlepa og gerir allt sem hún getur til að geðjast áhorfendum. DV-mynd Friðþjófur. í útvarpssal. Stjórnandi: Ellert Karlsson. 20.30 Úr ferðabók Eggcrts og Bjarna. Fimmti þáttur Tómasar Einarssonar. Um rannsóknir og fleira. Rætt er við dr. Svein Jakobsson jarðfræðing. Lesarar: Snorri Jónsson og Valtýr Óskars- son. 21.15 Töfrandi tónar. Jón Gröndal kynnir tónlist stóru danshljóm- sveitanna (The Big Bands) á árun- um 1936—1945. Tíundi þáttur: Sammy Kay, Larry Clinton og Hall Kemp. 22.00 Fritz Wunderlich syngur lög úr óperettum með Sinfóníuhljóm- sveit Graunkis; Carl Michalski stj. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morgundagsins. Orð kvölds- ins. 22.35 „Vetrarferð um Lappland” eftir Olive Murrey Chapman. Kjartan Ragnars sendiráðunautur les þýðingu sína (8). 23.00 Danslög. 00.50 Fréttir. Dagskrárlög. Sunnudagur 3. janúar 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Guðmundsson, víglsubiskup á Grenjaðarstað, flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. 8.20 Létt morgunlög. Jacques Loussier og félagar leika Partítu eftir J.S. Bach / Jo Privat leikur nokkur lög á harmóniku. 9.00 Morguntónleikar. a. Konsert í h-moll fyrir fjórar fiðlur og hljómsveit op. 3 nr. 10 eftir Antonio Vivaldi og „Concerto grosso” nr. 12 eftir Domenico Scarlatti. „St. Martin-in-the- Fields”-strengjasveitin leikur; György Pauk stj. b. Fiðlusónata í g-moll, „Djöflatrillusónatan”, eftir Tartini og Fiðlusónata í d- moll op. 108 eftir Johannes Brahms. Jovan Kolundzija leikjur á fiðlu og Vladimir Krpan á píanó. (Hljóðritanir frá tónlistarhátiðinni í Dubrovnik í ágúst sl.). 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 „Skrattinn skrifar bréf ” Séra Gunnar Björnsson les úr þýðingu sinni á samnefndri bók eftir C.S. Lewis. Síðari hluti. 11.00 Messa í Háteigskirkju. Prestur: Séra Arngrímur Jónsson. Organleikari: Dr. Orthulf Prunner. Hádegistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 /Evintýri úr ópereltuheimin- um. Sannsögulegar fyrirmyndir að titilhlutverkum. 10. þáttur: Pagan- ini, dárinn og gigjan. Þýðandi og þulur: Guðmundur Gilsson. 14.00 Frá afmæiishátíð Ú.Í.A. — síðari hluti. Umsjón: Vilhjálmur Einarsson skólameistari á Egils- stöðum. 15.00 Regnboginn. Örn Petersen kynnir ný dægurlög af vinsælda- listum frá ýmsum löndum. 15.35 Kaffitíminn. Charlie Kunz leikur á píanó. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Gnostisku guðspjöllin — liandritafundurinn í Nag Hammabi. Séra Rögnvaldur Finnbogason á Staðastað flytur fyrsta sunnudagserindi sitt. 17.00 Tónskáldakynning: Atli Heimir Sveinsson. Guðmundur Emilsson ræðir við Atla Heimi Sveinsson og kynnir verk hans. Fyrsti þáttur af fjórum. í þættinum fjallar Alli um námsár sín og kennara heima og heiman og lýsir viðbrögðum gagnrýnenda og tónleikagesta við fyrstu tónleikum hans hér heima að loknu námi. í Kemw í DAG - MIÐVIKUDAG BIRTIST ISUZU-SEÐILL 4 í BLAÐINU Á BLS. 26. ISUZU GEMINI BÍLLINN SEM DREGINN VERÐUR ÚT 27. JANÚAR GÆTI ORÐIÐ ÞINN. VERTU WWa ASKRIFANDI ÁSKRIFTARSÍMINN ER 27022. ó l/uzu-/edfl 4?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.