Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981. 9 Útlönd Útlönd Ólympíuleikamir: Situr Afríka heima? Einingarsamtök Afríkuríkja ákveða í febrúar hvort þau taka þátt í ólympíu- leikjunum sem halda á í Los Angeles 1974. Einingarsamtökin hafa mælzt til þess að aðildarþjóðirnar sendi ekki kepp- endur á íþróttamót þar sem Banda- ríkjamenn keppa vegna ferðalags rugby-liös frá Suður-Afriku um Banda- ríkin í haust. Það má minna á að flest Afríkuríkin neituðu þátttöku í ólympiuleikjunum í Montreal 1976 til að mótmæla þátttöku Ný-Sjálendinga en rugby-lið þaðan fór til Suður-Afríku til keppni skömmu fyrir Montrealleikana. Reagan refsar Efnahagslegar refsiaðgerðir Reagans Bandaríkjaforseta gegn Sovétstjórn- inni snerta verzlun sem hefði getað numið alll að 500 milljón dollurum, eftir því sem embættismenn í Washing- ton segja. Eru þetta viðtækari aðgerðir en gripið var til eftir innrás Sovét- manna i Afghanistan fyrir tveim árum. Banna þær fyrst og fremst sölu á sér- hverjum tæknibúnaði til Sovétríkj- anna, en það varðar allt frá tölvum niður í skrifstofuvélar. Þar í eru einnig tæki til olíu- og gasvinnslu svo sem eins og til gasleiðslunnar miklu frá Siberiu til Evrópu. Verzlun BandaríkjamannaviðSovét- ríkin nam í fyrra um 3,7 milljörð- um dollara. Þar af 2,5 milljarðar í landbúnaðarvörum. En bannið við sölu tæknibúnaðar þykir líklegast til þess að hafa mest áhrif fyrir Sovét- menn án þess að skaða bandarisk fyrir- tæki of mikið. Þó íhugar Washington- stjórnin leiðir til þess að aðstoða bandarísk fyrirtæki sem harðast verða úti vegna bannsins. Reagan boðaöi einnig í gær að stjórn hans kynni að grípa til enn harðari að- gerða ef herlögunum yrði ekki aflétt í Póllandi. Virðist þar helzt höfð í huga salan á landbúnaðarvörunum, t.d. korni, sem kæmi Sovétríkjunum verst að missa. OPIÐ Tvö ár frá innrás- inni f Af ghanistan í öllu jólahaldinu leið hjá mönnum afmælisdagurinn 27. desember. Sums staðar erlendis hafa menn minnzt þessa afmælis en ekki með neinum fögnuði. Þá voru nefnilega tvö ár liðin frá því að herlið Sovétmanna réðst inn í Afghanistan. Á þessum tíma hefur hernáms- liðinu þó ekki tekist að berja niður mótspyrnu þessarar harðgeru fjallaþjóðar. Enn berjast skæru- liðar uppi í fjöllum Afghanistans. Fjórar milljónir Afghana hafa flúið ættland sitt á þessum tveim árum. Flestir til Pakistan. — Myndin hér er tekin í Nuristan skammt frá landamærum Pakistans og er af skæruliðum á ferð. Sumir þeirra hafa sér bækistöðvar í Pakistan. Staðgenglamir stmku Fjórir pólskir sjómenn sem sendir voru til Kanada í stað annarra er struku af pólskum skipum hafa að fordæmi hinna beðið Kanadastjórn um pólitískt hæli. Þessir voru i hópi 64 pólskra sjó- manna sem komu með fyrsta áætlunar- fluginu frá Varsjá til Kanada síðan 13. desember. Hinir 60 héldu áfram ferð sinni til Vancouver, en þeir eiga að fylla skörð brotthlaupinna sjómanna. „Ég get ekki átt heima þar undir fasista- og bolsjévikkastjórn,” sagði einn fjórmenninganna. ,,Ég vil lifa í frelsi.” — Hann skilur eftir sig konu og tvö börn í Póllandi. „Pólverjar mega ekkert gera í dag. Þeir eru þrælar,” sagði þessi nýi flótta- maður. „Við megum ekki fara á milli þorpa. Við getum ekki hringt í hvern annan. Við getum naumast einu sinni farið í gönguferðir því við erum ávallt stöðvaðir, krafðir skilríkja og látnir gera grein fyrir ferðum okkar.” fíugelda- markaður AÐ GREIMSÁSVEGI50 Fjölskyldupokar ákr. 150 og240.- Mikið úrval flugelda — blys — stjörnuljós o. fí. o. fí. Grensásvegi 50 — 108 Reykjavík — Sími 31290

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.