Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 30
30
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981.
ERLENDUR FRÉTTAANNÁLL 1981
Október
Þann 6. október var Anwar Sadat
forseti Egyptalands myrtur við hersýn-
ingu í Kaíró. í fyrstu var taiið að um
upphaf byltingar væri að ræða, en
fljótlega kom þó í ljós að tilræðið var
ekki liður i stærri áætlun um valdarán.
Morðið var skipulagt af hreyfingu
strangtrúaðra múhameðstrúarmanna
og voru taldar líkur til aö forsprakki
þess hafi verið fyrrverandi ofursti úr
egypzka hernum sem aðsetur hefur í
Líbýu. Strangtrúarhreyfingin er sterk í
landinu og hafði haldið uppi harðri
gagnrýni á efnahags- og utanríkisstefnu
Sadats forseta. Nokkrum vikum áður
en morðið var framið hafði Sadat látið
handtaka um 1600 meðlimi samtaka
strangtrúarmanna og er talið að með
því hafi hann safnað glóðum elds að
höfði sér.
Víða í arabarikjunum dansaði fólk á
götum úti af fögnuðu yfir að Sadat
væri fallinn en á Vesturlöndum var
hann þjóðhöfðingjum harmdauði enda
talinn bakhjarl friðarins fyrir botni
Miðjarðarhafs. Við sæti hans tók
Mubarak sem áður gegndi starfi vara-
forseta.
Bandaríkjamenn notuðu tækifærið
og hófu miklar heræfingar í Egypta-
landi skömmu síðar til að styrkja stöðu
sína í þessum heimshluta og hergagna-
aðstoð þeirra við Egypta var stórlega
aukin.
Magga Thatcher varð fyrir mikilli
gagnrýni á flokksþingi brezka íhalds-
flokksins og töldu margir flokksmenn
að snúa ætti við og auka ríkisafskipti
til að minnka atvinnuleysið í landinu
sem eykst hröðum skrefum. Thatcher
stóð þó föst á því að hinar jákvæðu
hliðar efnahagsstefnu sinnar ættu eftir
að koma í ljós og hjól efnahagslifsins
myndu brátt fara að snúast hraðar og
atvinna aukast.
Verðlaun Nóbels
Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóð-
anna fékk friðarverðlaun Nóbels að
þessu sinni og forstöðumaður hennar
Poul Hartling, fyrrum forsætisráð-
herra Danmerkur, lýsti því yfír við það
tækifæri að um 10 milljónir flótta-
manna væru nú í heiminum, þar af um
tvær milljónir frá Afganistan.
Bókmenntaverðlaun Nóbels komu
að þessu sinni hlut Elias Canettis, áður
nær óþekkts rithöfundar. Hann fór í
felur eftir að verðlaunaveitingin var
tilkynnt til að losna undan ágangi
fréttamanna og spurðist ekkert til hans
mánuðum saman.
Pólski forsætisráðherrann og hers-
höfðinginn Jaruzelski tók við af Kania
Desember
Eftir að kjarnorkuvopn og friðar-
kröfur höfðu skipað fastan sess á for-
síðum blaða um heim allan svo vikum
skipti, hófust í Genf í byrjun desember
viðræður kjarnorkurisanna, Sovét og
USA, um takmörkun slíkra gjöreyðing-
arvopna í Evrópu. Síðan hafa þau mál
legið í þagnargildi.
Dauðaslys leikkonunnar, Natalie
Wood, sem drukknaði i lystisnekkju-
höfn í Kaliforníu, komst á allra varir
um stund.
Jóhannes Páll páfi var hætt kominn fyrir
morðingjakúlu og lá lengi milli heims og
helju.
sem formaður kommúnistaflokksins og'
hafði þar með á einni hendi yfirstjóm
hers, ríkis og flokks og var það talið
viðleitni til að styrkja þessi stjórnmála-
öfl gegn vaxandi ólgu í landinu.
Sam-hellenzka sósíalistahreyfingin í
Grikklandi undir stjórn Andreas Pap-
andreou vann mikinn sigur í þingkosn-
ingum um miöjan mánuðinn.
Papandreou setti fram róttæka stefnu-
skrá í efnahagsmálum og lýsti því yfir
að hann myndi gera bandaríska herinn,
sem hefur fjórar herstöðvar í landinu,
brottræka.
Reagan Bandaríkjaforseti ákvað að
leysa upp félag flugumferðarstjóra í
Bandaríkjunum og neitaði að endur-
ráða þá meðlimi þess sem hófu verkfall
fyrr á árinu. Verkfallið olli miklum
töfum á Atlantshafsflugi fyrr á árinu
en Reagan neitaði að semja við verk-
fallsmenn og sétti starfsmenn hersins í
störf þeirra.
Kekkonen Finnlandsforseti lét af
embætti á 81. aldursári. Afsagnarinnar
hafði verið vænzt vegna hrakandi
heilsu hans og var baráttan um eftir-
mann hans þegar hafin.
Kafbátur
f heimsókn
Sama dag sigldi sovézkur kafbátur á
land í Svíþjóð og komu fram margar
skýringar á því tiltæki. Ein var á þá leið
að skipverjar hefðu heimtað að fá að
sjá Vigdísi Finnbogadóttur forseta ís-
lands sem þá dagana var í opinberri
heimsókn í Svíþjóð, en önnur gerði ráð
fyrir að bilun hefði orðið í siglinga-
tækjum. Þykja þær báðar jafn-senni-
legar þar sem Sovétmenn neituðu stað-
fastlega að kafbáturinn hefði verið að[
njósnum.
Þá samþykkti Bandarikjaþing tillögu
Regans um sölu á fimm Awacs flug-
vélum til Saudi-Arabíu eftir langvinnt
málþóf þar um. Vélar þessar, sagðar
venjulegar radarflugvélar, hafa löngum
vakað yfir oss frá Keflavíkurflugvelli
og þótti því mörgum kúnstugar allar
þær deilur sem málið vakti í bandaríska
þinginu.
í mánuðinum fóru fram umfangs-
mestu friðargöngur í sögu Vestur-
Evrópu og var þeim beint gegn þeirri
ákvörðun Nato að endurnýja kjarn-
orkuvopnabirgðir sínar þar í álfu.
Göngurnar settu margar ríkisstjórnir í
vanda og miklum ágreiningi innan
stærstu stjórnmálaflokkanna í Hol-
landi og Vestur-Þýzkalandi, enda var
stærð þeirra slík að illa varð fram hjá
sjónarmiðum þeirra gengið.
í ísrael slógust menn hins vegar
vegna þess að Fílharmónían tók
Wagner á efnisskrá sína.
Af sjónarhóli Sameinuðu þjóðanna
hverfur Kurt Waldheim, aðalfram-
kvæmdastjóri, sem dró sig í hlé úr þrá-
tafli öryggisráðsins, þar sem Kína og
USA neyttu neitunarvaldsins sextán
sinnum til að hindra kjör hans og
annars frambjóðanda. í staðinn sór
embættiseið sem nýr framkvæmda-
stjóri, JavierPerez deCuellar fráPerú.
Það, sem heil ríki og fjölmennar
þjóðir hafa ekki megnað, fengu hins-
vegar ein hjón komið í kring með stað-
festu sinni. Sakharovhjónin þvinguðu
Sovétstjórnina til að sjá sig um hönd
varðandi brottflutningsleyfi til handa
tengdadóttur þeirra, Lizu Alexeyevu,
sem fékk að flytja til eiginmanns sins í
Bandaríkjunum. Áður höfðu hjónin
teflt heilsu sinni_ i voða með hungur-
verkfalli, sem þau voru knúin til að af-
létta.
Bretar færðu umheiminum enn heim
sanninn um undrafimi sína varðandi
barneignir, því að Lesley Brown,
konan, sem eignaðist fyrsta tilrauna-
glasabarnið, er öðru sinni komin á leið.
Og aftur með sömu nýmóðins að-
ferðinni /\ð þessu sinni er talið, að hún
gangi með tvíbura. Sú þróun glasatímg-
unar vekur aftur nokkra eftirþanka
með tiiliti til framhaldsins.
Pólland
Heimsfréttirnar virtust ætla að taka
á sig frásagnarblæ æsispennandi lög-
reglureyfara um eltingarleik við sveit
flugumanna sem grunur lék á að Líbýa
hefði laumað inn í Bandaríkin, Reagan
forseta til höfuðs eða einhverjum
skutulsveina hans.
Þær hurfu þó í skuggann af reyfara-
kenndum lýsingum Varsjárútvarpsins
af valdaráns- og gagnbyltingarsam-
særi, sem Eining var sögð luma á.
Þyngdust mjög ásakanit austantjalds-
fjölmiðla á hendur forvígismönnum
verkalýðshreyftngarinnar og voru
studdar fimlega tilklipptum hljóð-
ritunum af fundum Einingar.
Þau teikn á lofti ásamt með áhlaupi
herflokks á brunavarðanemendur í
Brynvagnar tóku sér stöðu viðháskólann f Varsjá að morgni 13. desember, þegar herlögin voru leidd í gildi.
Nóvember
Óopinber heimsókn sovézks kafbáts
inn í landhelgi Svía að næturþeli setti
mestan svip á fréttir nóvember-mánað-
ar. Sænskir bændur, sem vöknuðu við
vélaskrölt strandaðs kafbáts uppi við
kálgarða sína, gerðu sænskumyfirvöld-
um viðvart og þessi kafbátssigling
varð einhver sú opinberasta sem um
getur.
Sænskir létu ekki misbjóða hlutleysi
sínu með slíku og kröfðust — og fengu
— afsökunar Sovétmanna. Við yfir-.
heyrslur viðurkenndi kafbátsforinginn,
að hann hefði alveg óvart villzt krók-
ótta innsiglingarleið inn í skerjagarðinn
og fast að flotahöfn Svía í Karlskróna.
Á meðan margir hneyksluðust á því,
að kafbáturinn væri hlaðinn kjarn-
orkuvopnum, eins og geislamælingar
gáfu til kynna, létu Svíar við það sitja,
að setja saman reikning, sem sendur
skal Moskvu fyrir veitta aðstoð við
strandaðan kafbát.
Kafbátsmálið hafði hinsvegar meiri
áhrif áumræður um friðarhreyfinguna í
Evrópu, þar sem víða voru farnar
kröfugöngur með þátttöku hundruða
þúsunda. Sljákkaði mjög í kröfum um
einhliða afvopnun Vesturlanda og
NATO-ríkja. Þegar í ljós kom að einn
forgöngumanna friðarhreyfingar Dana
hafði þegið fé af sovézkum sendiráðs-
fulltrúa og meintum KGB-erindreka til
þess að standa straum áf herkostnaði
friðarvakningarinnar, var það mikið
reiðarslag friðmælendum um alla álfu.
Ekki sízt, þegar sami sovézki diplómat-
inn reyndist hafa borið fé á Norðmenn
til þess að skrifa lesendabréf í norsk
blöð og tala máli einhliða afvopnunar.
Stjórn sósíalista, Anker Jörgensens i
Danmörku, féll vegna stefnu sinnar i
efnahagsmálunum. Stjórnarferill
sósíalista er orðinn langur í Danmörku
og hefur brennt sitt mark á efnahags-
lífið. M.a. hefur þeim tekizt að safna
erlendum skuldum, svo nemur nær
hálfu íbúðarverði á hvern einstakling.
— Að vísu gæti rætzt úr, ef heimtaðar
verða inn sektirnar, sem Mogens
Glistrup, Don Kikóti þeirra Dana, er
helgað hefur baráttunni við skatta-
myllur ríkisins allan sinn starfskraft,
var dæmdur til að greiða í landsrétti
Kaupmannahafnar. Dómurinn, sem
hann áfrýjaði frá 1978, var þyngdur til
mikilla muna. Þó ekki svo að Glistrup
yndi við því að hann áfrýjaði enn.
Kynlffs- og
barneignafróttir
Á meðan birtust niðurstöður annars
konar rannsókna í Bandaríkjunum, þar
sem leitt þótti í ljós, að hjartveikum,
sem fengið hefðu hjartaslag, væri
óhætt að ástunda kynlifið áfram.
Meira að segja sáust batamerki hjá
þeim, sem lagt höfðu rækt við þessa
næturvinnu.
í engu samhengi við það voru á
þessum dögum gerð kunn þau tíðindi,
að lafði Díana, eiginkona Charles
Bretaprins, ætti von á sér. Var því
fagnað sem upplífgandi tilbreytingu frá
annars þurri upptalningu á samdrætti i
þjóðarframleiðslunni í efnahagskreppu
Breta. — Leið enda ekki langur tími,
þar til Anatolí Karpov rak þá enda-
hnútinn á heimsmeistaraeinvígið við
Kortsnoj suður á Ítalíu eftir átján
skáka ströggl. Upp úr þvi hvarf af sjón-
arsviðinu annar fyrri heimsmeistari í
skák, Max Euwe, forveri Friðriks
Ólafssonar í forsetastóli FIDE en Euwe
andaðist af hjartaslagi áttræður að
aldri.
mótmælaaðgerðum fengu þó ekki
haldið aftur af hinum kjörkuðu lýð-
ræðissinnum i verkalýðshreyfingunni
pólsku. Þeir kröfðust þjóðaratkvæðis
og þá var mælirinn fylltur.
Rúmri viku fyrir jólahátíðir boðaði
Jaruzelski Pólverjum sitt fagnaðarer-
indi um gildistöku herlaga og lýsti yfir
neyðarástandi. Skrölt skriðbeltanna
yftrgnæfði daglegan ys og þys stræt-
anna i Varsjá. Þaggað var niður í tal-
og ritsíma og tekið fyrir allt óþarfa ráp
innlendra, sem erlendra út um borg og
bý. Tugir þúsunda Pólverja, flestir úr
röðum Einingar, fundu á næstu viku
þungan hramm öryggisvarðanna lagð-
an á öxl sér í traustri leiðsögn til næstu
fangabúða, þar sem hin föðurlega um-
hyggja herráðs og Flokksins náði þó
ekki að halda á þeim hita í gistingunni
úti undir berum himni um hávetur og í
kuldatíð, snjóum og frostum.
Fréttir af fjöldahandtökum og illri
vist handtekinna, umsátri við verkfalls-*
staði, mannfalli í átökum lögreglu og
andófshópa og fréttaleysi af afdrifum
leiðtoga Einingar vörpuðu skugga yfir
jólahald lýðræðissinna um heim allan.
Viðbrögð vestan járntjalds voru á ýmsa
vegu. Á meðan danskir sósíalistar
höfðu sem fæst orð um hið „nýja
ástand i Póllandi”, eins og þeir kölluðu
það, aftóku kaldspekúleraðir bankar á
Vesturlöndum að veita hinni nýju her-
lagastjórn Póllands frekara lánstraust.
Washington tók fyrir matvæla- og
efnahagsaðstoð til Póllands, en Bonn-
stjórnin, sem í kjölfar „austurstefnu
Brandts” hefur rekið hin blómlegustu
viðskipti við austantjaldsríkin, forð-
aðist að segja neitt það, sem leitt gæti
Kreml í þá freistni að hafa afskipti af
innanríkismálum Póllands til „verndar
gegn íhlutunum vestan frá”. Sem
sýnir, að jafnvel Prússar geta tileinkað
sér herkænsku fugla af eyðimerkur-
söndum Afríku, svo að ekki fór
Rommel þangað til einskis.
Þegar árið 1981 rennur núna á enda,
Ftnna menn ekki mikla huggun í því, að
tímaritið „Time” valdi „litla hug-
djarfa rafvirkjann, Lech Walesa”
mann ársins 1981. Hin spurningin
brennur mönnum meir í muna. Hvort
Jaruzelski hershöfðingi hafi með her-
lögum sínum tekizt að sannfæra ná-
grannann í austri um að „sjálfs sé
höndin hollust”, eða hvort „bróðurleg
aðstoð” berist Pólverjum í nýársgjöf á
skriðdrekum yfir landamærin.