Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981.
31
IÞRÓTTAANNÁLL 1981
Febrúar:
Hrun i R-keppni
HM f Frakklandi
Febrúar hófst með landsliðssigri á
Frakklandi í Laugardalshöll í hand-
knattleiknum, 19—16. Tveir leikmenn,
Þorbergur Aðalsteinsson og Sigurður
Sveinsson, skoruðu 16 af mörkum ís-
lands. Átta hvor. „Eitt er víst að is-
lenzka liðið verður að gera betur ef það
ætlar sér mikinn hlut í B-keppni HM,”
var skrifað og einnig: „ísland fékk átta
víti, Frakkar eitt. Við slíkri dómgæzlu
getum við ekki búizt í Frakklandi.”
Landsliðsþjálfarinn, Hilmar Björns-
son, sagði hins vegar í blaðaviðtali:
„Nú stefnum við á fyrsta sæti í B-
keppninni í Frakklandi.”
Frá USA bárust þær fréttir, að Þór-
dís Gísladóttir, ÍR hefði sett íslandsmet
í hástökki, 1,83 m. íslandámeistarar
Víkings í handknattleiknum fóru aftur
taplausir gegnum Islandsmótið. Sigr-
uðu FH 20—19 í Hafnarfirði í síðasta
leik sínum á mótinu. Gerðu aðeins eitt
jafntefli í 14 leikjum. Unnu 13. Höfðu
þá ekki tapað á íslandsmóti í 28
leikjum í röð. Sigurður Sveinsson,
Þrótti, skoraði 16 mörk gegn Val í 28—
25 sigri Þróttar og setti nýtt markamet i
1. deild. Skoraði 135 mörk í 24 leikjum
Þróttar. Bætti met Harðar Sigmarsson-
ar, Haukum, um tíu mörk. Sigurður
skoraði aðeins 28 mörk úr vítaköstum,
sem gerir árangur hans enn glæsilegri.
Ólympíumeistarar A-Þjóðverja í
handknattleiknum komu í heimsókn
um miðjan mánuðinn. Eftir að þeir
höfðu sigrað 18—16 í fyrri lands-
Janúar:
Skúli kjörinn
í annað sinn
jslandsmeistarar Vtkings i handknattleik. Töpuðu ekki leik á Islandsmótinu annað árið i röð.
Marz:
Fyrsti sigur á Finnum
í körfuknattieiknum
leiknum gerði íslenzka landsliðið sér
lítið fyrir og sigraði 18—15 í þeim
síðari. Fyrsti sigur fslands á A-Þjóð-
verjum í landsleik. Páll Björgvinsson
var markahæstur íslenzku leikmann-
annameð sexmörk.
Njarðvíkingar urðu í fyrsta skipti fs-
landsmeistarar í körfuknattleik 17.
feb. Höfðu talsverða yfirburði á mót
inu. Töpuðu þó þremur leikjum. Tveir
bridgespilarar vöktu athygli í getraun-
unum. Hlutu 12 rétta í þriðja sinn.
B-keppni HM í handknattleik hófst í
Frakklandi 21. feb. Island vann
Austurríki 27—13 í fyrsta leik sínum. f
öðrum leiknum vann ísland Holland
23—17. Síðan fór að halla undan fæti.
Tap gegn Svíþjóð í þriðja leiknum 16—
15. Stórtap gegn Frökkum í fjórða
leiknum, 23—15. Eftir þann leik lýsti
fyrirliðinn, Ólafur H. Jónsson yfir, að
hann mundi ekki leika framar í lands-
liði eftir þetta keppnistímabil. í fimmta
!eik íslands i Frakklandi tapaði is-
lenzka liðið 25—16 fyrir Póllandi.
Leikur við ísrael um 7.—8. sætið í
keppninni. Kemst því ekki í A-keppni
HM en heldur sæti sínu í B-keppninni.
Árið 1981 var gott ár hjá íslenzku
íþróttafólki, reyndar með beztu árum i
sögu íþrótta hér á landi. Landsliðið í
knattspyrnu náði betri árangri í heims-
meistarakeppninni en nokkru sinni
fyrr. Vakti heimsathygli. Gífurleg
framför í frjálsum íþróttum um allt
land. Lyftingamenn gerðu víðreist,
unnu til stórverðlauna á heimsmeist-
aramótum. Skin og skúrir í körfu- og
handknattleik. Vonbrigði í HM í
Frakklandi í handknattleiknum en von
í bjartari tíma vegna frammistöðu ís-
lenzku piltanna á HM í Portúgal. Gott
mót körfuknattleiksmanna í Sviss en
nokkur doði heima fyrir. Golf- og fim-
leikafólk í sókn. Hér á eftir fer annáll
ársins á íþróttasviðinu í stuttu máli.
Hver mánuður tekinn sérstaklega fyrir.
Stiklaðástóru.
Kjör íþróttamanns ársins vakti að
venju hvað mesta athygli í janúar. Fór
nú fram í 25. sinn og Skúli Óskarsson,
lyftingamaður, hlaut titilinn. í annað
skipti, sem Skúli hlýtur þá útnefningu.
Júdó-maðurinn Bjarni Friðriksson í
öðru sæti. 1 janúar varð Bjarni sigur-
vegari á opna skandinavíska mótinu í
Kaupmannahöfn.
Eins og áður var handknattleikurinn
langmest í sviðsljósinu í janúar.
íslandsmeistarar Víkings höfðu algjöra
yfirburði á íslandsmótinu og höfðu
tryggt sér meistaratitilinn um miðjan
mánuðinn, þó tvær umferðir væru
eftir. Taplausir eins og árið áður.
Evrópuleikir liðsins við Svíþjóðar-
meistara LUGI voru söguleikir. í Laug-
ardalshöllinni náði Víkingur sex marka
forustu um tima. Leikur liðsins hrundi
hins vegar, þegar fyrirliðanum, Páli
Björgvinssyni, var vikið af velli í þriðja
sinn. Útilokaður fráleiknum. Sænsku
leikmennirnir gengu á lagið og sigruðu
17—16. Jafntefli varð í síðari leik lið-
anna í Lundi, 17—17, í miklum bar-
áttuleik. Eitt mark til viðbótar hefði
nægt Víkingum til að komast áfram.
Svo naumt var það.
íslenzka landsliðið í handknattleikn-
um vakti mikla athygli í keppnisför í
Vestur-Þýzkalandi. Gerði jafntefli við
heimsmeistara Þjóðverja i fyrri leikn
um, 15—15, en gerði sér lítið fyrir og
sigraði heimsmeistarana í síðari leik
þjóðanna 13—11. íslenzka liðið vann
þar mjög verðskuldaðan sigur, jafnt að
eigin mati sem Þjóðverjanna. Hins
vegar gekk ekki eins vel í fyrsta lands-
leiknum við Frakka í Laugardalshöll
síðast í mánuðinum. Franska liðið sigr-
aði í leiknum 22—21 eftir að íslenzku
leikmennirnir höfðu aldrei náð að sýna
sitt rétta andlit. Talsvert áfall eftir
leikina við heimsmeistara Vestur-
Þýzkalands. í öðrum landsleiknum við
Frakka í Keflavík sigraði ísland með
21—19.
Njarðvíkingar höfðu talsverða yfir-
burði á f slandsmótinu í körfuknattleik.
Höfðu eftir 12 umferðir náð sex stiga
forustu. Nokkur spenna hljóp hins
vegar í keppnina um tíma, þegar Njarð-
víkingar töpuðu fyrir Val með eins stigs
mun á heimavelli, 73—72.
f öðrum íþróttagreinum er það helzt
að nefna að Hafnfirðingurinn Guð-
mundur Rúnar Guðmundsson stökk
2,06 metra í hástökki á móti í Svíþjóð.
Skuli Oskarsson — iþróttamaour ársins.
„Helförin til Frakklands” var ferð
íslenzka landsliðsins i handknattleik i
B-keppni HM kölluð hér í blöðum. ís-
land lék um 7.—8. sætið við ísrael og
steinlá. Israel vann 25—19, einn versti
skellur íslands í handknattleik. Liðið
mátti þakka fyrir að halda sæti áfram í
B-keppninni. Pölverjar urðu sigurveg-
marámótinu.
íslandsmótið í innanhússknattspyrnu
var haldið fyrst í marz. Víkingur varð
íslandsmeistari og rauf þar með þriggja
ára sigurgöngu Vals. Víkingur sigraði
Fram í úrslitaleik mótsins 6—3. í
kvennaflokki varð Valur íslandsmeist-
ari. Sigraði Akranes 2—1 í úrslitum.
Þróttur varð íslandsmeistari í blaki
karla, sigraði með miklum yFirburðum.
Víkingur varð íslandsmeistari í kvenna-
flokki. Fram vann á ný sæti í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik.
Körfuknattleikssamband íslands
hlaut 90 þúsund króna styrk frá Sam-
bandi ísl. samvinnufélaga. Valur varð
bikarmeistari í körfuknattleik. Sigraði
Njarðvík í spennandi úrslitaleik í Laug-
ardalshöll með 90—48. Sigurður T.
Sigurðsson, KR, setti íslandsmet inn-
anhúss í stangarstökki, stökk 4,79 m.
Enski stúdentinn Keith Connor setti
heimsmet í þrístökki innanhúss á móti í
Bandaríkjunum, stökk 17,31 m. Tómas
Guðjónsson, KR, og Ragnhildur Sig-
urðardóttir, UMSB, urðu íslandsmeist-
arar í borðtennis. FH varð íslands-
meistari í handknattleik kvenna og rauf
þar langa sigurgöngu Fram-
stúlknanna. Þýzk knattspyrnufélög eru
mjög farin að fylgjast með Ásgeiri
Sigurvinssyni. Pressulið sigraði lands-
liðið í körfuknattleik 84—81.
Stefán Stefánsson, ÍR, var mestur
afreksmaður á Islandsmóti yngra
fólksins í frjálsum íþróttum. Setti ís-
landsmet í langstökki og sigraði í
mörgum greinum. Knattspyrnufélagið
Valur 70 ára. Kostnaður við rekstur fé-
lagsins 124 millj. gkr. árið 1979. Atli
Hilmarsson Fram, landsliðsmaður í
handknattleik, hjá Hameln í V-Þýzka-.
Valur varð bikarmeistari i körfuknatt-
leik og gat mikið þakkað það Pétri Guð-
mundssyni, sem hér er lengst til hægri.
Pétur sló síðan i gegn f landsleikjunum
við Finna hér heima en meðal áhorfenda
þar var „njósnari” frá Bandaríkjunum.
Tómas Guðjónsson varð fjórfaldur
meistari á íslandsmótinu í borðtennis.
Þau Heimir Gunnarsson, Ármanni, og Brynhildur Skarphéðinsdóttir, Björk, urðu ís-
iandsmeistarar i fimleikum karla og kvenna.
landi. Danmörk vann ísland í kvenna-
landsleik í handknattleik, 23—10.
Guðrún Ingólfsdóttir, KR, setti ís-
landsmet í kúluvarpi innanhúss, varp-
aði 13,52 m.
Finnar sigruðu íslendinga 71—65 í
landsleik í körfuknattleik í Laugardals-
höll. Minnsta tap fyrir Finnum í þess-
ari íþróttagrein. En íslenzka liðið átti
eftir að gera betur. Sigraði Finna 97—
95 eftir framlengingu í öðrum landsleik
þjóðanna. Tapaði þeim þriðja með eins
stigs mun, 91—90.
Haukar féllu niður í 2. deild hand-
knattleiks karla eftir aukakeppni við
Fám og KR um sæti í 1. deild. Fylkir
hafði áður fallið. KA og HK komust
upp úr 2. deild. Noregur sigraði ísland
17—9 í fyrri leik landanna í HM-
keppninni í handknattleik kvenna.
Tapaði síðar í vináttuleik í Noregi 24—
20. Bandaríkjamaðurinn Phil Mahre
tryggði sér sigur í heimsbikarkeppninni
í alpagreinum á síðasta mótinu í Laax i
Sviss. Varð þar í öðru sæti og komst
upp fyrir Svíann Ingemar Stenmark.