Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981. INNLENDUR FRÉTTAANNÁLL 1981 þá. Lék grunur á að reynt yrði að sprengja bátana upp í höfn og sökkva þeim. Dýralæknirinn i Stykkishólmi varð að skjóta 8 ær vegna vanhirðu af hálfu eigandans, sem búsettur var á Hellis- sandi. Upp komst að íslendingar sem aka um á bilum merktum ÍS erlendis eru þar i bráðri hættu staddir gegna gyð- ingahaturs. Er þvi talið heppilegra að breyta alþjóðlegum einkennisstöfum ís- lenzkra bíla í IC svo landinu sé ekki ruglað saman við ísrael. Bruggstöð var gerð upptæk í Garða- bæ. Enn voru hér ung hjón að verki. Hafði þeim tekizt að starfrækja brugg- stöðina í heilan vetur og koma sér upp pottþéttu sölukerfi í Reykjavík. Af yfirnáttúrlegum fyrir- bærum og risnukostnaði 5 tonna trilla sigldi á fullri ferð upp í fjöri i Skerjafirði og sögðu sjónar- vottar að þar hefði engu líkara verið en að yfirnáttúdeg hönd héldi um stýrið. Enda kom í Ijós að um aðra hönd var varla að ræða þar sem áhöfnin, tveir menn, sváfu vært af vöidum áfengis- dauða um borð. Samkomulag náðist við fóstrur á dagvistum ríkisins eftir nær hálfsmán- aðar verkfall og þær fróðlegu upplýs- ingar bárust frá Alþingi að risnukostn- aður 15 ráðuneyta og 18 ríkisstofnana næði nokkuð á aðra milljón á dag. Metið átti Landsbankinn, en þar er risnukostnaður 300.000 kr. á dag. Sem betur fer fylgdu þó ljósir punkt- ar i kjölfar þessara dökku punkta er Hafrannsóknarstofnunin tilkynnti að óhætt væri að auka sókn i skarkola, humar og hörpudisk. Ráðizt var á vaktmann um borð íi togara í Reykjavíkurhöfn og honum misþyrmt. Stóðu fjórir menn að verkn- aði þessum og vildu hefna þess að skip- Dularfullur sprengjusórfræð- ingur og ill meðferð á dýrum og gyðingum Fundur Alþjóða hvalveiðiráðsisn var haldinn að Hótel Loftleiðum undir strangri öryggisgæzlu lögreglu. Jafn- framt voru miklar varúðarráðstafanir gerðar til verndar hvalveiðibátum við Ægisgarð þar sem brezkur sprengjusér- fræðingur hafði sést á stjái í kringum Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands fór f opinberar heimsóknir innanlands sem utan. Hún heimsOtti Uala- og Strandamcnn og síðar á árinu Eyfirðinga og Mývetninga. Hér gengur Vigdís með sýslumanni Strandamanna, Hjördfsi Hákonardóttur. DV-mynd Gunnar Örn. Aprfl Aprílmánuður hófst auðvitað með hinu hefðbundna aprílgabbi fjölmiðla. M.a. tilkynnti Dagblaðið innflutning Ámunnar á nýju áfengisdufti, mun ódýrara en vökvi sá er rikið selur. Urðu landsmenn heldur kampakátir við tíðindin en sátu daginn eftir duftlausir og með þá staðreynd eina að enn hafði vökvinn hækkað. Eldsvoði mikill varð að Borgartúni 3 i Reykjavik og urðu þrjú fyrirtæki fyrir tilfinnanlegu fjárhagstjóni. Tveir pilt- ar, 15 og 16 ára, játuðu að hafa staðið að bruna þessum. Einnig kom upp mikill eldur í bakhýsi við Hótel Vik og gerðust unglingar á Hallærisplaninu allágengir á brunastað. Varð lögreglan m.a. að bera einn þeirra í burtu í járn- um. Y firheyrsluaðferðir rannsóknarlög- reglunnar komu mjög til umræðu eftir að Helgarpósturinn hafði skýrt frá manni sem var yfirheyrður allsnakinn á trébekk. Ekki vildi rannsóknarlögregl- an kannast við neina fatafellustarfsemi á sinum vegum og þar við sat. Kjaradeilur og bjartsýnismet Kjaradeilur settu svip sinn á mánuð- ina. Áttu þar m.a. hlut að máli stunda- kennarar við Háskóla íslands, kennar- ar við öldungadeildir framhaldsskóla, flugmenn og læknar. Lauk kennara- deilum með friðsamlegum samningum en lögbann var sett á boðað verkfall flugmanna. Hins vegar sögðu aðstoð- arlæknar og sérfræðingar upp störfum sínum unnvörpum vegna bágborinna kjara sinna. Ný barnalög voru samþykkt á Alþingi eftir tæplega sex ára heilabrot og var almenn meðlagsskylda lengd um eitt ár. Viktor Kortsnoj heimsótti ísland í boði Taflfélags íslands en fyrr i mán- uðinum var stofnuð íslandsdeild til stuðnings þvi að kona hans og sonur fengju feróaleyfi frá Sovétrikjunum. Fermingarveizla nokkur i Keflavík tók á sig óvæntan blæ er til átaka kom á milli lögreglu og gestgjafa. Varð gest- gjafinn alveg af veizlunni en við veizlu- kostnaðinn bættust enn ein útgjöldin vegna ónýtra sparifata og eyðilagðs tölvuúrs. Svavar Gestsson félagsmálaráðherra sló nýtt met í bjartsýni er hann taldi að aukaskattur á rúllugjald veitingahúsa yrði landsmönnum einkar ástfólginn, en skattur þessi var lagður á í þágu aldraðra. Ástir samlyndra hjóna Heldur fóru ástir kólnandi á milli stjórnarsamstarfsmanna vegna lán- tökuhugmynda í sambandi við flug- stöðvarbyggingu í Keflavík. Tæring kom upp i giftingarhringum fólks á Eskifirði. Ekki var hún þó talin stafa af kólnandi hjónaástum heldur alltof mikilli vinnu við loðnuhrogn. 38 ára gamall maður lézt eftir slags- mál við 19 ára gamlan son sambýlis- konu sinnar. Var pilturinn handtekinn, grunaður um manndráp. Öflug sprenging varð i vélgeymslu við Búrfellsstöð síðasta vetrardag og slasaðist einn starfsmaður alvarlega. Tveir árekstrar urðu svo harðir i Reykjavik að sextán manns þurfti að flytjaáslysadeild. Mosfellingar gerðust þreyttir á sóða- skap frá fuglasláturhúsinu ísfugli og töldu það litt uppbyggilegt fyrir börn sín að leika sér innan um úldinn úrgang og fjölda músa sem glöddust innilega yfir sóðaskap sláturhússmanna. Tvær rússneskar sendiráðskonur voru staðnar að búðahnupli. Voru það aðallega tízku- og snyrtivörur sem freistuðu kvennanna. Vegna dipló- matískra aðstæðna fór ekki fram frek- ari rannsókn á máli þessu en konurnar voru tafarlaust sendar úr iandi ásamt fjölskyldum sinum. Goss varð vart í Heklu en jarð- fræðingar töldu að þar væri aðeins um smáhnerra að ræða. Forseti islands vann hugi og hjörtu Dana I Júní í byrjun mánaðarins hækkuðu land- búnaðarvörur um 15—30%. Margt frægðarfólk steig á íslenzka grund. Sá heimsþekkti söngvari Roger Whittaker gisti eina nótt á Hótel Loft- leiðum en hann var á leið til London á einkaflugvél sinni. Landstjóri Kanada, Edward R. Schreyer, kom í opinbera heimsókn ásamt frú og fríðu föruneyti og brezka hljómsveitin Any Trouble hélt fimm tónleika hér á landi. Eltingaleik við mann á stolnum bíl i Reykjavík lauk með því að hann spark- aði svo hastarlega í andlit lögregiukonu að hún var flutt á slysadeild. Blóedrú tölva, ölvaflir unglingar Tölva Gjaldheimtunnar gerði mörgum gramt í geði og fékk fyrirtæki eitt á Grandagarði úrskurð um gjald- þrotaskipti vegna 998 kr. vaxtaskuldar. Margt var um manninn í Þórsmörk um hvítasunnuna og gerðust ölvaðir unglingar atgangsharðir við gróður staðarins. Minnast skálaverðir í Mörkinni vart jafnmikillar drykkju. Mikið fjaðrafok varð út af þeirri ákvörðun Svavars Gestssonar ráðherra að skipa Inga R. Helgason, hæstarétt- arlögmann og pólitiskan samherja sinn, í stöðu forstjóra Brunabótafé- lagsins. Pálmi í Hagkaup vann enn einu sinni titilinn skattakóngur ársins en næstur í röðinni í „baráttunni” um titil þennan var Þorváldur í Síld og fisk. TF-Rom finnst á Holtavörðuheiði Flak eins hreyfils flugvélar, TF- Rom, fannst á Holtavörðuheiði en hennar hafði verið saknað síðan í end- aðan maí. Fjórir menn voru um borð opinberri hcimsókn í Danmörku. og er talið að þeir hafi látizt strax og vélinskall tiljarðar. Leynileg upptökutæki fundust á skrifstofu Sveins Einarssonar þjóðleik- hússtjóra. Fullyrti Sveinn að tækin hefðu aldrei verið notuð en starfsfólk Þjóðleikhússins þingaði ákaft um málið og komst það jafnvel í dönsku blöðin. 42 ára gamall íslendngur var stunginn til bana í Gautaborg og var norsk kona handtekin, grunuð um morðið. Innfiutningur simtækja var gefinn frjáls og Íscargo hóf áætlunarflug til Amsterdam. Leiddi það síðarnefnda strax til mikils fargjaldastríðs á milli ís- cargo og Flugleiða. Kjarnakonur og sórfræðingar Strandamenn fögnuðu ákaft er Vig- dís Finnbogadóttir forseti heimsótti sýsluna og heilsaði upp á sýslumann þeirra, Hjördísi Hákonardóttur, sem á það sameiginlegt með forsetanum að vera fyrsta konan í embætti sínu. Samkomulag náðist á milli rikis og lækna eftir nær þriggja mánaða kjara- deilur er skapað höfðu neyðarástand á mörgum sjúkrahúsum landsins. Upp komst um svindlstarfsemi nokk- urra sjálfskipaðra húsaviðgerðamanna og var talið að a.m.k. einn af þeim sér- hæfði sig í viðskiptum við einstæðar konur. Tveir menn voru kærðir fyrir nauðg- un á Suðumesjum en í Reykjavík sló í brýnu milli lögreglu og kaupmanna sem vildu hafa opið á laugardögum. Umfangsmikil leit var gerð að 10 ára gamalli telpu sem týndist í Þórsmörk. Komst sporhundur loks á slóð hennar en telpan hafði sýnt það hyggjuvit að skilja eftir sokk í vörðu sem hún átti leið fram hjá í villu sinni. Rögnvaldur Þorleifsson læknir framkvæmdi handarágræðslu á unga stúlku, Ragnhildi Guómundsdóttur og vakti ágræðslan mikla athygli. Maí Jafnréttisráð varð fyrir óvenjulegri málaumleitan er fangi á Litla-Hrauni kvartaði til ráðsins vegna óeðlilegra forréttinda kvenfanga á Akureyri. Kvað hann konurnar lifa þar miklu drottningarlífi í krafti kyns síns. Læknisfræðileg afrek komu mjög við sögu í maí-mánuði. Á Borgarspítal- anum tókst að græða hönd á 16 ára stúlku eftir slys í söltunarstöð í Sand- gerði. Á Landakoti fór fram einstæð skurðaðgerð á auga 87 ára gamals manns. Fjarlægð var skemmd horn- himna, ný grædd i og auk þess fjarlægð skýmyndun úr augasteini. Hins vegar kærði lögreglan í Keflavík sjúkrahús- lækni fyrir að sinna sjúklingum sinum ölvaður. Sjálfsbjargarviðleitni landsmanna var söm við sig og voru ung hafnfirzk hjón tekin fyrir leynivinsölu. Höfðu þau stundað iðju þessa um tveggja ára skeið og selt um 6—700 brennrvins- flöskur á tímabilinu. Voru kúnnarnir aðallega unglingar. íbúðarhúsið að Ketilsstöðum í Hvammssveit brann til kaldra kola og misstu þar öldruð hjón allar sínar eigur í annað sinn í bruna. í Reykjavík ótt- uðust menn að nýr brennuvargur væri kominn á kreik er eldur kom upp í tveimur togurum, trollbáti og á bygg- ingarsvæði á einni og sömu nóttunni. Stórbruni varð á Tálknafirði, en þar brann vélaverkstæði Vélsmiðjunnar. stjórinn hafði áður rekið þá burt af skipinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.