Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 16
16
DAGBLAÐ1Ð&VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981.
HAPPDRÆTTI
STYRKTARFÉLAGS
VANGEFINNA
Vinningsnúmer:
1. vinningur, BMW bifreið 518, á miða nr. 22247.
2. vinningur, bifreið að eigin vali að upphæð fyrir kr. 100
þús., á miða nr. 29265.
3. -10. vinningur, húsbúnaður að eigin vali að upphæð kr.
20 þús. hver, nr. 3134—5286—6217—20758—52513—
86031—99700—100556
Félagið flytur öllum hugheilar þakkir fyrir veittan
stuðning.
Styrktarfélag vangefinna.
Blaðburðarfólk
óskast
/ eftirtalin
hverfí:
SÓLEYJARGATA
Fjólugata
Smáragata
EX-PRESS
Austurstræti
Hafnarstræti
Pósthússtræti
AÐALSTRÆTI
Aðalstræti
Garðastræti
Hávallagata
SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR
Týsgata
NES I
Lindarbraut
Hofgarðar
Nesbali
Garðar
SKARPHÉÐINSGATA
Flókagata frá 3-45
Karlagata
Mánagata
Skeggjagata
LÆKIR I
Bugðulækur
Rauðalækur
Dalbraut
....,,
v S' x' 1
Áfengislaus
nýársfagnaður
að Hótel Sögu — Lækjarhvammi
nýársdag — föstudag 1. janúar 1982
Hefst meö boröhaldi kl. 19.00
VÖNDUÐ SKEMMTIATRIÐI:
SKEMMTUN FYRIR ALLA ÞÁ, SEM VILJA
SKEMMTA SÉR ALGÁÐIR.
Miðar seldir í Skóbúöinni, Laugavegi 62, kl. 9—
19 þriðjudag 29/12 og miðvikudag 30/12 og aö
Borgartúni 23,2. hæö,
kl. 20—22 sömu daga.
Upplýsingar í síma
27440 og 27655.
Skemmtinefnd
Freeport-klúbbsins
Menning
Menning
Menning
Virkjun Jöklamóru,
peningahelgin,
bankadóttir og
Dauðahafið nýja
Guflmundur Halldórsson:
JÖRVAGLEÐI
Bókaútgáfon úm og örlygur 1981.
Þetta er þriðja skáldsaga Guð-
mundar Halldórssonar frá Bergsstöð-
um og að ýmsu leyti hin besta og
viðamesta. Söguefnið er úr reynslu-
heimi hans og segir af kunnugum
slóðum og fóiki sem hann þekkir.
Það er og verður höfundarstyrkur
hans. En efnið er líka mál dagsins,
sem brennur á honum sjálfum og
fólki hans um þessar mundir.
Sagan hefst á hreppsnefndarfundi.
Félagsheimilið sem hreppsmenn
byggðu í sveita síns andlitis og sjálf-
boðavinnu fyrir áratug eða svo er
farið að standa illa undir sér, því að
nýrri og fjörugri skemmtistaður
hefur risið norðan heiðar. Á þessum
fundi kemur þrumuguð ungu
kýnslóðarinnar til skjalanna, ger-
spilltur og samviskuliðugur með
munninn fyrir neðan nefið, hefur
verið í læri fyrir sunnan. Hann leggur
á ráðin um það hvernig bjarga skuli
peningahelginni og reisa við fjárhag
félagsheimilisins. Þau ráð eru bæði
tímanna tákn og töluvert kímileg —
og duga býsna vel. Hann hyggur á
mægðir við bankastjóra héraðsins og
berst ótráuður fyrir þeirri hugsjón að
virkja Jöklamóru og eggur mikil
plön um gróða sinn og sálufélaga
sinna á því fyrirtæki.
Ráðin til þess að hæna unga fólkið
að félagsheimilinu um peningahelg-
ina er bæði snjallt og kímilegt. Hann
lætur bændur hreppsins koma með
tjöld sín á föstudegi, tjalda á eyrinni,
láta bíla standa fyrir utan og helst
kassa, vel merktan undan áfengi,
standa við tjaldskör, en þeir skyldu
varast að stinga skeggsmettum sínum
út um tjalddyr. Þá sér unga fólkið
sem er á leið austur og austan, að
þarna er fólk farið að safnast saman,
sýnilegt að fjörið og fjölmennið verði
þar, og tjaldar líka á eyrinni, enda
stendur ekki á gylliboðum sem öll eru
svikin. Þetta minnir á flekaveiðar við
Drangey. Lýsingin á mannlifiriu
þarna um peningahelgina er býsna
nærfærin þótt hún risti ekki mjög
djúpt.
Mótvægi unga og ráðkæna
umsvifamannsins er húsvörðurinn í
félagsheimilinu. Hann er bóndi að
öllu eðli, og hann og konu hans
dreymir um að kaupa eyðijörð
frammi undir heiðum og búa þar
öllum óháð við sauðfé. Þegar kaup-
félagið fer að reisa útibú við félags-
heimilið og þéttbýliskjarni að mynd-
Bókmenntir
Andrés Kristjánsson
ast þar, bjargar hann sér úr Gómorru
fram í heiðardalinn, og sagan endar
þar sem hann er að hefjast handa um
heimilisstofnun og búskap þar.
Lýsingarnar á skemmtihaldi unga
fólksins um peningahelgi sumarsins
eru vafalítið svipsannar og orðfærið
engin lygi. Það fer ekki milli mála
hver hugur höfundar er um virkjun
Jöklamóru og eyðingu graslendis
undir lónið mikla sem hann nefndir
hnyttilega Dauðhafið. En eyðing og
mengun nær lengra en til graslendis.
Dauðahafið flæðir yfir mannfólkið
og gróið menningarlíf í sveitunum
og búskaparhefðina — Myndir,
persónur og athafnir eiga að sýna
þetta og sanna en höfundur neitar sér
oftast um beina predikun.
Því verður varla neitað að lífs-
myndir þessarar sögu eru sann-
ferðugar og timabærar. Þetta er saga
dagsins norður í landi — og víðar —
sögð af kunnugleik og miklum skiln-
ingi. Hins vegar drepst sagan nokkuð
á dreif. Þótt umsjónarmaður félags-
heimilisins sé eins konar leiðsögu-
maður lesanda fer sagan ekki öll um
greipar hans. Það er sem höfundi
liggi of margt á hjarta, sem hann vill
koma að, og sú þörf ráði of miklu
við gerð sögunnar. Hann hugsar
varla nógu mikið um þörf sögunnar
sjálfrar, um það sem þarf að gerast í
hennar afmarkaða heimi.
Hins vegar eru mörg samtöl í sög-
unni skínandi skemmtileg og laglega
sagt frá mörgum atvikum. Sviðið er
oftast mjög kunnuglegt og lesandi sér
greinilega fyrir sér það sem er að
gerast — að minnsta kosti hver
gjaldgengur sveitamaður. Þá eru
náttúrulýsingarnar, sem skotið er inn
hér og hvar í söguna til hvíldar og að-
farar meiri tíðinda, mjög fallegar og
næmar margar hverjar. Þar hefur
Guðmundur orðfæri og myndskyn á
valdi sínu. Sagan er i heild vel skrifuð
l þess orðs einlægustu merkingu,
þróttmikil að lýsingum og orðfæri,
einkum í samtölunum og þau sýna
stundum mjög vel þann leik sem
greint fólk iðkar í samtölum, ekki síst
í sveitum. Sagan sýnir líka vel sáran
næmleik landsbyggðarfólksins um
hlutskipti sitt, kvikuna sem ætíð er
jafn viðkvæm og á verði til varnar
um sinn hlut. Þessi kvika er alls
staðar undir þunnu yfirborði i sög-
unni og segir til sín hvenær sem við er
komið. Ég veit ekki hvort þessari
kviku hefur verið betur lýst í öðrum
bókum en sögum Guðmundar og þá
ekki síst þessari.
Vafalítið má sitthvað finna að gerð
þessarar sögu og umfjöllun þess efni-
viðar sem í henni er, en hún er sér-
stæð meðal skáldsagna þeirra sem
séð hafa dagsins ljós á þessu hausti,
og hún er gild heimild um þá ólgu og
gerjun sem á sér stað í heimahéruðum
höfundar og hreinskilin lýsing á þeim
mannlífsþáttum sem hún fjallar um.
Andrés Kristjánsson
Styrkið og fegriö tíkamann V
Dömur og herrar!
Ný 4ra vikna námskeið hefjast 6. janúar. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri.
Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu.
Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum.
Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eöa meira. Sértímar
fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðva-
bólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböð — kaffi —
NÝJUNG: SOLARIUM
Höfum fengið solarium lampa
Júdódeitd Ármanns
Ármúla 32 ,nnritun °9 upplýsíngar alla virka daga
kl. 13—22 í sima 83295.