Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981. II Mannlíf Mannlíf Mannlíf Mannlíf Sýknaðar af morði vegna taugaálags í sambandi við blæðingar Tvær brezkar konur voru nýlega sýknaðar af morði og morðtilraun þar sem tízkukvenlæknir nokkur sann- færði dómarana um að þær hefðu hvorugar verið sjálfráðar gjörða sinna vegna taugaálags í sambandi við blæð- ingar. Christine Engels, 37 ára gömul kennslukona og einstæð móðir með tvö börn, viðurkenndi að hafa ekið á kvæntan elskhuga sinn, Barry Kitson, 31 árs og drepið hann. Gerðist at- burðurinn eftir að þeim hafði lent heiftarlega saman á veitingahúsi. — Ég ætlaði ekki að drepa hann, segir Christine. — Ég ætlaði að hræða hann, en skyndilega missti ég alla stjórnámér. Réttarhöldin yfir henni enduðu með að hún missti ökuréttindin í eitt ár. Verjandi Christine kallaði hinn þekkta kvensjúkdómafræðing Kather- inu Dalton sem vitni í málinu, en hún hefur eytt 33 árum í að rannsaka tauga- álag það er konur verða fyrir, rétt fyrir blæðingar. Og það var mest henni að þakka að Christine Engels og gengil- beinan Sandie Smith voru sýknaðar. Sandie var ákærð fyrir að hafa sýnt Christine English. lögreglumanni morðtilraun. Ári áður hafði hún verið dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir að stinga starfsfélaga sinn með hnífi. Framburður kvenlæknisins í máli Sandie vakti svo sannarlega athygli er það kom fyrir rétt i Old Bailey í London. Dr. Dalton hélt því nefnilega fram að taugaálag fyrir blæðingar gjörbreytti persónuleika Sandie á svip- aðan hátt og hið fræga dæmi um Dr, Jekyll og Mr. Hyde. Ekkja hins myrta ekki á sama méli — Milljónir kvenna líða vegna þessa taugaálags, sagði hún. — Sumar gera það allt sitt líf og eru ekki sjálfráðar gerða sinna. Þekktustu einkennin eru þreyta, grátköst og óskapleg reiðiköst. Um fjórar milljónir brezkra kvenna eru á lyfjum vegna þessa ástands. Og ef þær fá enga hjálp getur runnið á þær æði og þær missa algjörlega stjórn á sjálfum sér. Hún notaði svipaða röksemdafærslu í réttarhöldunum yfir Christine Engels. En þar við bættist að Christine hafði ekki borðað í níu tíma þegar hún ók á elskhuga sinn. — Það hefur í för með sér að aukið magn af adrenalíni hefur safnast fyrir í blóðinu, sagði læknirinn. — Og það hefur breytt hormónajafnvæginu í likama Christine. Það eykur mikið á líkur þess að fólk missi algjörlega alla sjálfsstjórn. Ekkja hins myrta elskhuga, Nína Kitson, er alls ekki á sama máli: — Mér finnst það hættulegt for- dæmi ef sumar konur geta héðan í frá afsakað allar sínar misgjörðir með þeirri líkamsstarfssemi sem annars er eðlileg öllum konum og þær verða að læraað lifa með, segir húnbitur. Rod Stewart veitirekki afaurunum Rod Stewart á nú í stríði við banda- rískar plötuútgáfur þar sem hann hefur samþykkt að auglýsa fyrirtækið Sony Tape á hljómleikaferð sinni um Banda- ríkin. Sú ferð hófst fyrir nokkrum vik- um og eru tónleikar bókaðir fram í febrúar 1982. Sony Tape framleiðir snældur sem almenningur kaupir til að taka upp tón- list af plötum er fengnar eru að láni frá vinum og vandamönnum. Plötuútgef- endur ásaka Rod Stewart því fyrir gróf svik. Þeir álíta að auglýsing hans fyrir Sony Tape þýði milljarða tap á plötuút- gáfu. Rod Stewart afsakar sig aftur á móti með því að hann þarfnist peninganna frá Sony Tape. Rod Stewart: Bókaður fram i febrúar 1982. fióttamaður Monika Masua frá Krakov er tvímœlalaust yngsti flótta- maðurinn sem leitað hefur hælis í Svíþjóð eftir að landi hennar var lokað. Foreldrum telpunnar, sem er 6 ára gömul, tókst að smygla henni um borð í ferjuna Silesiu áður en hún lagði af stað frá Póllandi til Svíþjóðar. Og Moniku var heldur ekki í kot vísað er til Svíþjóðar kom því á hafnarbakkanum beið amma hennar, Danuta Johanson. Hafði foreldrunum verið neitað um brottfar- arleyfi frá Póllandi og gripu þau því til þess örþrifaráðs að senda telpuna eina á ólöglegan hátt. ÚRVALiÐ ALDREI FJÖLBREYTTARA ÁNANAUSTUM GRANDAGARÐI. SÍMAR 28855 - 13605

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.