Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981.
17
Fyrsta mótið sem Keene sá um í
Brighton var af styrkleikafl. 3, hið
næsta í 5. styrkleikaflokki og nú í ár
var mótið af 8. styrkleikaflokki sem
merkir að meðalskákstig keppenda
voru á bilinu 2425—2450 Eló-stig.
Fyrirtækið SciSys, sem framleiðir
skáktölvur, fjármagnaði mótið i ár
að mestu leyti. Núverandi heims-
meistari í smátölvuflokki er einmitt
frá SciSys fyrirtækinu og ber nafnið
Mark V. Einn mótsdaginn tefldi
Mark fjöltefli við 16 skóladrengi,
vann 9 skákir, tapaði 5 og gerði 2
jafntefli. Fjöltefli þetta var hið fyrsta
sinnar tegundar í heiminum og
verður því án efa skráð á spjöld
sögunnar.
David Levy, sem íslendingar ættu
að kannast við, stjórnaði tölvunni í
fjölteflinu og hann sá einnig um aðra
uppákomu daginn eftir. Það var
keppni milli Marks V. og stórmeist-
arans John Nunn um að ráða skák-
þrautir. Eftir tvær klukkustundir
hafði báðum tekist að ráða 5 þrautir
af 6. Nunn taldi að 6. þrautin hefði
fleiri en eina lausn og það staðfesti
Mark skömmu síðar. Þannig fór fyrir
9 ára gamalli verðlaunaskákþraut!
Enska stórmeistaranum Raymond
Keene er fleira til lista lagt en að tefla
skák. Hann er einn afkastamesti
skákrithöfundur sem sögur fara af,
hefur ritað um 35 skákbækur og er
með 5 í smiðum. Auk þess sér hann
um fastan skákdálk í tímaritinu „The
Spectator”. Til skamms tíma var
hann aðstoðarmaður Kortsnojs,
hann hefur séð um þjálfun ungra og
efnilegra enskra skákmanna, og
árlega skipuleggur hann alþjóðlegt
skákmót í Brighton.
ALÞJÓÐLEGA SKÁK-
MÓTIÐ í BRIGHTON
En víkjum nánar að mótinu
sjálfu. Þátttakendur voru tíu talsins,
3 stórmeistarar, 6 alþjóðlegir meist-
arar og 1 FIDE-meistari. Meðal
þeirra voru ofanritaður og
Guðmundur Sigurjónsson, sem þótt-
ust sjá þarna kjörið tækifæri til
upphitunar fyrir svæðismótið i
Randers, sem hefst 9. janúar. Fljót-
lega kom í ljós, að ekki var vanþörf á
upphitun. Bæði var kuldinn mikill á
hótelinu og eins stirðleikinn í
fingrunum. Ég tapaði tveimur fyrstu
skákunum, fyrir Short og
Westerinen, og Guðmundur tapaði
fyrir Short í 2. umferð og fyrrum
Evrópumeistara unglinga, Taulbut, í
5. umf. Það var ekki fyrr en í allra
síðustu umferðunum að við sóttum í
okkur veðrið. Guðmundur vann tvær
siðustu skákirnar og ég þrjár
síðustu. Mótið hefði sem sagt mátt
vera lengra!
Guðmundur Sigurjónsson.
Lokastaðan:
1. Chandler (Nýja-Sjáland) 6 v. af
9.
2. -3. Speelman og Short (England)
5 1/2 v.
, 4.-5. Jón L. Árnason og Tisdall
(Bandar.) 5. v.
6.-8. Guðmundur Sigurjónsson,
Westerinen (Finnlandi) og Talbut
(England) 4 1/2 v.
9. Burger (Bandarikin) 4. v.
10. Conquest (England) 1/2 v.
Dreifing vinninga á mótinu er afar
óvenjuleg, aðeins 2 v. eru milli efsta
og næstneðsta manns. Til að ná á-
fanga að stórmeistaratitli þurfti 7 v.,
fítonskrafti en missti flugið eftir
óvænt tap fyrir Burger í 5. umferð. í
síðustu umferð var allt útlit fyrir
jafntefli í skák Short við Taulbut.
Eftir langa baráttu náði Taulbut
undirtökunum og hafnaði jafnteflis-
boði. Hins vegar snerust vopnin í
höndunum á honum og hann mátti
þola tap og stökk úr 2. sæti niður í 8.
sæti. Conquest er aðeins 14 ára
gamall og núverandi heimsmeistari
sveina. Eina jafnteflið sem hann náði
var gegn sigurvegaranum, Chandler!
Lítum á eina fjöruga skák, sem
tefld var í 8. umferð mótsins þegai
taflmennskan var óðum að batna.
Skák
ión L. Árnason
en 5 v. til að ná alþjóðameistara-
árangri. Chandler og Speelman
sluppu taplausir í gegn. Þeir deildu
sigrinum á mótinu í fyrra, en nú var
Chandler feti fremri. Undrabarnið
Nigel Short hóf mótið af miklum
Hvitt: Guðmundur Sigurjónsson.
Svart: Jon Tisdall
Drottningarindversk vörn.
1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 b6 4. Bg2
Bb7 5.d4 Bb4 +
Bent Larsen heldur mikið upp á
þennan leik. Eftir 5. — Be7 6. 0—0
0—0 hefur ptðsfórnin 7. d5l? verið
mjög í tísku.
6. Bd2 a5 7. Rc3l?
Óvenjulegur leikmáti sem
byrjanabækurnar mæla ekki með.
Algengast er 7. 0—0 0—0. 8. Bf4
o.s.frv.
7. — 0—0 8.0—0 d6 9. d5! Bxc3
Svartur tekur áskoruninni, því
eftir 9. -e5 stendur hann greinilega
lakar að vígi.
10. Bxc3 exd5 11. Rh4 Re4 12. Hcl!
Þennan leik sást Tindall yfir.
Hvítur heldur c-línunni hálfopinni og
undirbýr þrýsting niður á c7. 12. —
dxc4 er auðvitað svarað með 13. Bxe4
Bxe4 14. Dd4 og vinnur mann vegna
máthótunarinnar.
12. — Rxc3 13. Hxc3 c6
Skemmtileg aðferð til þess að
losna við bakstæða peðið. 13. —
Rbd7 14. cxd5 er mun hagstæðara
hvítum.
14. cxd5 c5 15. e4 Ra6 16. f4 Rc7
17. Dh5 Rb5 18. He3 Rd4.
8 hii mwm
7 a titmt
6 m m m m
5 SÉ M £M ' Itw
4 lil f5
3 llff ff£|
2 1 ÍL $L ,(11
abcdefgh
19. g4!
Svartur er ótrúlega varnarlaus
gagnvart kóngssókn hvits.
Hrókurinn er á leið til h3.
19. —g6 20. Dh6 Df6 21. Rf5! Rxf5
22. gxfS Dg7 23. Dh4 f6 24. Hg3
Hae8.
Svartur er algjörlega án gangfæra.
Hvítur getur í rólegheitum unnið að
því að tvöfalda hrókana á g-linunni
og aukið sóknarmáttinn.
25. Khl b5 26. Bf3 Kf7(?)
Meiri mótspyrnu veitir 26.—Kh8
27. Hxg6 Df7 en hvítur ætti að vinna.
27. fxg6+ hxg6 28. Hxg6!
Og svartur gafst upp. Ef 28. —
Kxg6 29. Dh5 mát og 28. — Dxg6 er
svarað með 29. Bh5 og vinnur
drottninguna.
Collings frá Englandi hlaut
verdlaun IBPA1981
Suður Vestur
pass (a) pass
1 S dobl
pass(c) pass
3H(e) dobl
4 S (g) pass
5 L(i) pass
5 G (k) pass
6 S pass
Norður Austur
1 T(b) pass
redobl 2 L
3 L(d) pass
3 S(f) pass
4G(h) pass
5T(j) pass
6T(1) pass
pass
Alþjóðasamband bridgeblaða-
manna (IBPA) veitir árlega verðlaun
fyrir beztu spilamennsku, hvort sem
er i sókn eða vörn.
Hollenzka stórfyrirtækið BOLS
gefur verðlaunin og að þessu sinni
fékk þau John Collings, sem spilaði á
Evrópumótinu í Birmingham fyrir
England. Landi hans, Derek Riming-
ton, sem birti spilið í mótsblaðinu
fékk einnig verðlaun.
Spiiið kom fyrir í leik Englands og
Ungverjalands og við gefum Riming-
ton orðið:
Hugmyndarík eða
hcppnislemma?
Allir á hættu/suður gefur
Norduk SUOUIt
+ ÁK5 + D109875
V 6 5? KG987
<> ÁDG1075 0 K
* Á82 + 3 •
Sagnir í lokaða salnum:
Suður Vestur Norður Austur
pass pass 1 T pass
1 S 2 H 3 H pass
4 S pass 6 S pass
pass pass
Vestur spilar út laufatíu (Roman
útspil). Sagnhafi tekur á ásinn í
blindum og austur lætur fimmið.
Spaðaás er spilað og austur lætur
gosann. Hvernig á sagnhafi að
halda áfram?
J. Collings er til vinstri
Ákveðið framhaldið áður en þið
lesið lengra.
Ungverjinn Kovacs var dálítið
óheppinn að tapa spilinu, vegna þess
að sagnirnar voru ekki eins upplýs-
andi og í opna salnum. Honum sást
yfir öryggisspilamennsku, sem kost-
aði sveit hans 17 impa, en leikurinn
tapaðist aðeins 131—127. Hann
spilaði tvisvar trompi, skyldi kónginn
eftir í blindum, svo hann gæti tekið
tígulkóng og mætt 5—1 legu í tígli.
Hinn almenni bridgespilari myndi
taka trompin, spila síðan tígulkóng
og tapa spilinu ef tíglarnir lægju verr
en4—2.
John Collings sýndi hvernig hægt
væri að verjast 6—0 legu í tígli. Hann
drap útspilið með laufaás, tók spaða-
ás og spilaði hjarta í þriðja slag.
Þegar austur lét lágt, þá lagði hann
upp og krafðist 12 slaga. Þannig var
allt spilið og sagnirnar eftir Walpurg-
is-sagnkerfinu:
V l'.STUK
* 643
ÁD1052
0 —
+ G10976
Nobror
* ÁK5
^6
0 ÁDG1075
+ Á82 Austur
+ G
V 43
Sih.uk 0 986432
*D 109872 * KD54
^KG987
OK
+3
(a) 9—12punktar,
(c) kröfusögn
(e) önnur fyrirstaða
(g) enginn áhugi
(i) enginn ás
(k) tvo
(b) eðlilegt 12plús,
(d) spurnarsögn í laufi
(f) sex-ása Blackwood
(h) ég hef áhuga. Blackwood
(j) live marga kónga?
(l) ákveð þú slemmuna.
Við áramót
Að venju skulum við rifja upp
helztu viðburði líðandi árs i bridge-
heimi íslendinga.
í innlendum vettvangi bar hæst
eins og ávallt Islandsmótið í sveita-
keppni og tvímenningi. Eins og ávallt
var Bridgefélag Reykjavíkur sigur-
sælt. Sveit Egils Guðjohnsen frá BR
varð íslandsmeistarar, en ásamt
honum spiluðu í sveitinni Óli Már
Guðmundsson, Sigtryggur Sigurðs-
son, Stefán Guðjohnsen og Þórarinn
Sigþórsson. íslandsmeistarar í tví-
menningi voru einnig frá Bridgefélagi
Reykjavíkur, Jón Baldursson og
Valur Sigurðsson.
Á erlendum vettvangi gekk upp og
ofan. ísland sendi sveit til keppni á
Norðurlandamót yngri manna, sem
stóð sig ágætlega. Sævar (fyrirliði)
Þorbjörnsson, Guðmundur Her-
mannsson, Skúli Einarsson og Þor-
lákur Jónsson náðu þriðja sæti og
margir höfðu jafnvel spáð þeim enn-
þá betra sæti.
Einnig var send sveit á Evrópu-
mótið, sem að þessu sinni var haldið í
Birmingham á Englandi. Sveitin var
skipuð þessum mönnum:
Guðlauxur R. JóhannsMin-Örn Anrþórsson
SævarÞorbjörnsson-Guðm. Hermannsson
Þorgeir Eyjólfsson-Björn Eysteinsson.
Fyrirliði Ásmundur Pálsson.
Sveitin náði sér aldrei á strik, var í
neðstu sætunum allt mótið og endaði
i sextánda sæti af átján þátttöku-
þjóðum.
Gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir hið
liðna. Stefán Guðjohnsen.