Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981. 29 ERLENDUR FRETTAANNALL 1981 Júlí Þingkosningar fóru fram í ísrael. Hlaut Verkamannaflokkurinn flest þingsæti eða 49, en Likud-bandalag Begins forsætisráðherra 48 þingsæti. Alls bauð 31 flokkur fram til þings en nýir flokkar og smáflokkar hlutu lítið fylgi. Fjórar manneskjur voru barðar til bana í lúxushverfi í Hollywood, skammt frá þeim stað er leikkonan Sharon Tate var, ásamt fjórum öðrum, myrt árið 1969 af hippafjölskyldu Charles Mansons. Rauðu herdeildirnar á Ítalíu rændu og tóku af lífi iðnrekandann Giuseppe Taliercio. Vakti morðið mikla reiði á Italíu og sameinuðust verkalýðsfélög, atvinnurekendur og stjórnmálamenn í fordæmingu sinni á slíkum hryðju- verkum. Á Indlandi létust á þriðja hundrað manns eftir að hafa drukkið eitrað brugg. Voru 50 bruggarar handteknir í sambandi við mál þetta en ólögleg bruggun á Indlandi er algeng og dauðs- föll vegna eitrunar tíð. Brúðkaup aldarinnar Hinn nýi, brezki Jafnaðarmanna- flokkur, SPD, bauð í fyrsta skipti fram í kosningum. Munaði minnstu að flokkurinn færi með sigur af hólmi í aukakosningum f Warrington, kjör- dæmi sem Verkamannaflokkurinn hefur ráðið um áratuga skeið. Jafnað- armannaflokkurinn gerði kosninga- bandalag við Frjálslynda flokkinn i kjördæminu og hlaut bandalagið 42% atkvæða eða mun meira en skoðana- kannanir höfðu spáð því. Til mikilla átaka kom í Mið-Austur- löndum er israelskar hersveitir réðust Ofstækisfullir múhamcðstrúarmenn réðu Sadat Egyptalandsforseta af dögum á hersýningu i Kafró. inn í Líbanon. Begin, forsætisráðherra ísraels, kvaðst ekki til viðtals um vopnahlé og leiðtogar Arabaríkjanna funduðu um refsiaðgerðir gegn tsrael. Gífurleg stemmning rikti í London við brúðkaup aldarinnar er Karl Breta- prins gekk að eiga hina tvítugu lafði Díönu Spencer. Var íburður og viðbúnaður við brúðkaup þetta meiri en um getur I sögu brezka konung- dæmisins og var vonazt til að dýrðin mætti hressa upp á þjóðarsálina í efna- hagskreppunni. Það mistókst þó að nokkru í Liverpool en ^ar notuðu 200 unglingar tækifærið til að kasta bensin- isprengjum að lögreglunni. Ágúst Eftir verulegt tap í þingkosningum tókst Begin að mynda nýja stjórn í Isra- el með stuðningi þriggja smáflokka sem allir höfðu sterkt trúarlegt ívaf í stefnuskrám sinum. Stjórnarmyndun- arviðræðurnar tóku fimm vikur og var einkum deilt um strangari trúarleg lög af ýmsu tagi. Strangtrúarflokkurinn Agudat Israel, sem ekki fékk neitt ráð- herraembætti i sinn hlut, kom því þó til leiðar að bann var sett á sölu svína- kjöts, að bann var sett við því að vélar ísraelska flugfélagsins E1 A1 flygju á helgidögum gyðinga og einnig að þeir einir sem innvígðir hefðu verið í samfé- lag gyðingatrúar samkvæmt siðvenjum rétttrúaðra gætu talizt gyðingar. Nifteindir í sprengjuformi Reagan Bandaríkjaforseti tilkynnti þá umdeildu ákvörðun sína að hefja framleiðslu nifteindasprengjunnar i byrjun ágústmánaðar. Sprengja þessi er þeirrar náttúru að hún eyðir einungis lífi en veldur ekki tjóni á mannvirkjum. Ákvörðunin mætti mikilli andstöðu í Evrópu, en Weinberger varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna lýsti því yfir að Bandaríkjastjórn þyrfti ekki að spyrja neinn leyfis til að hefja fram- Sögulegur kafbátur I skerjagarði Svia. Eitruð matarolia olli dauða á þriðja hundruða Spánverja. leiðslu sprengjunnar þar sem hún yrði ekki geymd í Evrópu. Ákvörðunin var tilkynnt á sama tíma og Japanir minnt- ust þess að 36 ár voru frá því er fyrstu kjarnorkusprengjunni var kastað á Híróshíma. Pólskir prentarar voru baráttuglaðir eins og starfsfélagar þeirra viðar og þeir settu stjórnvöldum stólinn fyrir dyrnar með því að efna til tveggja daga verkfalls, til að mótmæla áróðursher- ferð stjórnvalda gegn Einingu. 4 Bandaríkjastjórn þótti tími til kominn að sýna Gaddafi ofursta í, Líbýun hvers valdið væri og efndi því til heræfinga á Sidra-flóanum innan þess svæðis sem Líbýumenn telja til sinnar lögsögu. Tvær líbýskar herþotur mynduðu sig til að ráðast á bandarískar herþotur við æfingarnar, en voru um- svifalaust skotnar niður. Fjölmiðlar lögðu mikla áherzlu á að Reagan for- seti hefði ekki verið vakinn fyrr en sex tímum eftir að atburðurinn gerðist og þá tilkynnti hann umheiminum með stírumar í augunum: „Það borgar sig ekki að skjóta á okkur.” Bandaríkja- menn viðurkenna ekki lögsögu Líbýu yfir Sidraflóa og telja hann opið haf- svæði. Dómur var kveðinn upp í máli Mark Chapmans, morðingja John Lennons og fékk hann 20 ára fangelsi. Þá fórust bæði forseti og forsætis- ráðherra Irans í sprengingu í Teheran í mánaðarlok. Rajai forseti var nýtekinn við embættinu af Bani Sadr. Mujahe-' din E-Khalq skæruliðahreyfingin var talin bera ábyrgð á sprengjunni en leið- togi hennar, Massoud Rafavi, flúði til Frakklands ásamt Bani Sadr og varð forsætisráðherra í útlagastjórn hans þar. September Denis Thatcher, eiginmaður Mar- grétar Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, var sakaður um að nota stöðu konu sinnar sér til framdráttar í bygg- ingabransanum. Bandaríkjamenn urðu heldur en ekki súrir er þeir komust að því að Gaddafi Líbýuleiðtogi hafði fengið úrvalsher- mann úr Grænu húfunum, herdeildun- um er gerðu garðinn hvað frægastan í Víetnam-stríðinu, til að þjálfa fyrir sig hryðjuverkamenn. Susan Atkins er hlaut lífstiðarfang- elsi árið 1971 fyrir þátttöku sína í Man- sonmorðunum I Hollywood tveimur árum áður nældi sér í milla og fór brúðkaupið fram í fangelsinu. Hyggst brúðguminn byggja sér hús í nágrenn- inu til að fá konu sína barða augum öðru hverju. Hörðustu bardagar urðu milli írans og íraks við Persaflóa síðan stríðið hófst í september 1980. Samtök óháðu verkalýðsfélaganna í Póllandi, Eining, hélt fyrsta landsþing sitt í Gdansk. Rússar svöruðu með auknum heræfingum við Pólland. Einnig opnaði Eining fyrstu skrifstofu sina á erlendri grund, í New York. Rafmagnsleysi, gult regn og Willoch Fimmta IRA-fanganum var að ósk ættingja sinna bjargað frá hungur- dauða i Maze-fangelsinu í Belfast og var álitið að þar með hættu fangarnir að nota hungurverkföll sem vopn í bar- áttu sinni fyrir því að hljóta meðferð sem pólitískir fangar. Allt rafmágn fór af aðalverzlunar- hverfinu á Manhattan í New York vegna sprengingar í spennubreyti. Lagðist öll starfsemi þar niður í 4 1/2 klukkustund, neðanjarðarlestir stöðv- uðust og hundruð manna sátu föst í lyftum. Bandaríkjamenn ákærðu Sovétmenn fyrir eiturhernað í SA-Asíu. Var aðal- lega um hið banvæna eiturefni tricht- hecan að ræða, betur þekkt undir nafn- inu gula regnið. Þingkosningar fóru fram í Noregi og lauk þeim með sigri hægrimanna. Hlutu þeir 54 þingsæti og bættu við sig 13 þingmönnum. Miðfiokkurinn fékk 10 þingsæti, Kristilegi þjóðarflokkur- inn 15, en Verkamannaflokkurinn 67. Alls var kosið um 155 þingsæti. Káre Willoch, formaður hægrimanna, myndaði minnihlutastjórn og tók við forsætisráðherraembættinu af Gro Harlem Brundtland, formanni Verkamannaflokksins. Það hlakkaði heldur betur í S- Afríkumönnum er þeir tilkynntu að þeir hefðu handtekið sovézkan her- mann, Nikolaj Pestrezow, i Angóla og jafnframt rekizt á bústað 27 sovézkra Kekkonen Finnlandsforseti hvarf af stjórnmálasviðinu upp úr veikindum. ráðgjafa í Xangong. Töldu þeir þetta sönnun á æ meiri hernaðarlegri íhlutun Kremlverja í Angóla, en Sovétmenn neituðuaðvanda. Spilling ogkreppur Bandaríski kardínálinn John Cody var ákærður fyrir að draga sér fé frá kaþólsku kirkjunni og hygla með þvi kvenmanni sem sannanlega var ekkert í ætt við hann. Rithöfundurinn Robert Caro skrif- aði grein í bandariska mánaðarritið Atlantic og ásakaði Johnson, fyrrver- andi Bandarikjaforseta, fyrir grófa mútuþægni, bæði í embætti og utan þess. Stjórnarkreppa hófst í Belgíu er Mark Eyskens forsætisráðherra baðst lausnar fyrir sig og samsteypustjórn sína eftir 5 mánaða stormasama stióm- artíð. Belgar eru vanir stjórnarkrepp- um í viðbót við allar aðrar kreppur landsins, þar sem þetta var sjötta stjórnarkreppan síðan 1978. Varsjá-stjórnin skipaði sérstaka her- deild til að berjast gegn stjórnleysi og andófi gegn Sovétríkjunum í Póllandi og mátti líta herdeildir á vappi á götum nöfuðborgarinnar. Hægfaramaðurinn Denis Healy vann nauman sigur yfir hinum vinstrisinnaða Tony Benn er kosið var um varafor- mann Verkamannaflokksins í Bret- landi. íbúar Kristjaníu í Kaupmannahöfn héldu upp á 10 ára afmæli fríríkisins og var aðalliðurinn í hátíðahöldunum óeirðir milli þeirra og lögreglu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.