Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 34
34 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981. Október: Frækilegt afrek lands- liðsins á Vetch Field Þátttöku íslenzku liðanna lauk á hálf-sneypulegan hátt í Evrópukeppnunum þremur í knatt- spyrnu í mánaðarbyrjun. Sýnu verst varð þó útreið Framaranna, sem steinlágu fyrir írska liðinu, Dundalk, 0—4. Fram vann fyrri leik liðanna, 2— 1, í Reykjavík. Víkingur tapaði aftur fyrir Bordeaux, 0—4, eins og hér heima og Valsmenn töpuðu 0—2 fyrir Englandsmeisturum Villa í nístings- kulda á Laugardalsvellinum. Pétur Ormslev bættist í hóp íslenzku atvinnumannanna í V-Þýzkaandi er hann skrifaði undir samning við Fortuna Dilsseldorf, en með því liði leikur Atli Eðvaldsson einnig. Hann stóð sig vel með liði sínu i leik gegn Karlsruhe og skoraði annað mark Dilsseldorf í 2—0 sigri. Þá skoraði Pétur Pétursson tvívegis í naumum sigri Anderlecht gegn Courtrai, 3—2. Pétur hefur átt erfitt uppdráttar hjá belgísku meisturunum til þessa. Þróttur sigraði norska liðið Kristiansand 24—21, í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa í handknatt- leik i Höllinni. Telja verður möguleika Þróttara góða á að komast áfram. Valsmenn fóru halloka úr viðureign sinni gegn enska liðinu Crystal Palace i Evrópukeppni bikarhafa í körfuknatt- leik. Palace sigraði 118—80. Þróttarar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Kristiansand, 18—16, í Noregi í síðari leik liðanna og eru þr.r meö komnir í næstu umferð. ÍÞRÓTTAANNÁLL 1981 Ásgeir Sigurvinsson var maðurinn á bak við jafnteflið á Vetch F'.eld og skoraði bæði mörk íslands í frækilegu, 2—2 jafntefli gegn Walcs. Nóvember: Lyftingamenn stórtækir á Noröurlanda- og HM-mótum Pétur Guðmundsson, eini útlendingurinn í bandarísku NBA-deildinni, hefur slegið í gegn hjá Portland Trailblazers. Desember: Unglingalandsliöið i sjötta sæti á HM i handknattleik Jón Páll Sigmarsson hlaut bronsverð- launin á HM í lyftingum í Kalkútta. Honum voru síðan færð silfurverðlaunin er í Ijós kom aö silfurvcrðlaunahafinn hafði neytt ólöglegra lyfja. íslenzk unglingarnir í lyftingalands- liðinu stóðu sig frábærlega vel á Norðurlandamótinu í lyftingum, sem fram fór í Bergen. Þeir Haraldur Ólafs- son og Gylfi Gíslason, báðir frá Akureyri, urðu Norðurlandameistarar í sínum flokkum. Auk þess unnu íslendingar til þrennra silfurverðlauna og einna bronsverðlauna á mótinu. Handknattleikslandsliðið tapaði með einu marki, 21—22, fyrir Tékkum í hraðmóti, sem þar var háð. Höfðu Tékkar undirtökin allan tímann. ísland vann síðan unglingalandslið Tékkanna, 23—17. Síðan fylgdi tap, 17—21, fyrir Sovétmönnum, í kjölfarið, en ísland leiddi þar um tíma, II—6. í lokaleiknum í keppninni beið liðið ljótan skell gegn Ungverjum. Arnór Guðjohnsen fór á kostum með liði sínu, Lokeren, í UEFA- keppninni gegn gríska liðinu Aris Aaloniki. Lokeren vann 4-0 og skoraði Arnór tvö markanna. Voru þau bæði einkar lagleg. Allt bendir til þess að Jóhannes Eðvaldsson leiki í Þýzka- landi. Hannover 96 vill fá hann til liðs við sig sem allra fyrst. Jóhannes hefur undanfarið leikið með bandaríska liðinu Tulsa Poughnecks. Teitur Stjörnulið New York Cosmos lék við Valsmenn í sannkölluðu haustveðri á Laugardalsvellinum en sigraði samt auðveldlega, 6—2. Ekki varð af því að sá kunni kappi, George Best, léki með Valsliðinu eins og látið hafði verið í skina. Víkingur varð Reykjavíkur- meistari i handknattleik þriðja árið í röð með auðveldum sigri yfir ÍR. Landsliðið í knattspyrnu náði stór- merkilegum áfanga með 2—2 jafntefii gegn atvinnumönnum Wales í undankeppni HM í knattspyrnu á Vetch Field í Swansea. Það var Ásgeir Sigurvinsson, sem var hetja íslands í leiknum. Hann skoraði bæði mörkin — það síðara hreinasta gull af marki — og var almennt álitinn bezti maður vallarins. Sigurganga Víkinga í íslandsmótinu í handknattleik var stöðvuð af Vals- mönnum, er þeir síðarnefndu sigruðu, 19—16, í stórskemmtilegum leik. Var þetta 30.1eikurVíkingafráþvíþeir töpuðu síðast — vorið ’79, þá einnig fyrir Val. Karl Þórðarson var rotaður á Korsíku í leik í frönsku 1. deildar- keppninni með liði sínu, Laval. Hollenzka unglingalandshðið í körfuknattleik hafði betur í fjórum leikjum gegn jafnöldrum sínum hér heima. Hollendingarnir unnu þrjá leikjanna, en ísland einn. Var sá sigur stór, 78—54, og gerði gott betur en að jafna upp töpin þrjú. Margt þykir nú benda til þess að enn aukist fjöldi íslenzkra knatt- spyrnumanna hjá erlendum liðum. Þeir Lárus Guðmundsson og Sævar Jónsson eru báðir að athuga möguleika sína erlendis. -SSv. Þórðarson stendur sig vel í Frakklandi, en sömu sögu er ekki hægt að segja af liði hans, Lens, sem heldur sig stöðugt við botn deildarinnar. Félagi hans af Akranesi, Karl Þórðarson, á hins vegar meiri velgengni að fagna. Laval er I hópi efstu liða. Þróttarar máttu þola 0—3 tap í fyrsta Evrópuleiknum í blaki, sem íslenzkt félagslið hefur leikið. Voru mótherjarnir, KFUM frá Osló. Unnu Norðmennirnir 15—12, 15—7 og 15— 11. Unglingalandsliðið í körfuknattleik vann tvo stórsigra á unglingalandsliði Luxemborgar og það á útivelli. Þeir Jón Páll Sigmarsson og Skúli Óskarsson kræktu sér báðir í bronzverðlaun á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum, sem fram fór á Kalkútta á Indlandi. Jón Páll var ekki fjarri sínu bezta en Skúli átti nokkuð langt í land með sinn bezta árangur. Víkingar máttu láta sig hafa það að detta enn eitt árið út úr Evrópukeppni fyrir eigin klaufaskap. Nú var það spænska liðið Atletico Madrid, sem sló þá út. Atletico vann báða leikina, 15— 14, hér heima og 23—22 í Madrid eftir að Víkingur hafði haft yfirburði nær allan tímann. Leiddi Víkingur t.d. 19— 13, eraðeins lOmín. voru til leiksloka. Pétur Guðmundsson sló i gegn með liði sínu, Portland Trailblazers, er hann og félagar hans sigruðu Chicago 114— 109 I bandarísku NBA-deildinni. Pétur er eini og jafnframt fyrsti út- iendingurinn, sem leikur með banda- risku liði. Handknattleikslandsliðinu tókst að rétta hlut sinn gegn slökum Norð- mönnum og vann sigur, 21—16, er liðin mættust á ný í upphafi desembermánaðar. Var aldrei spurning um hvort liðið væri sterkara. Það er skammt stórra högga á milli Ekki fengu FH-ingar gæfulegri út- reið gegn ítalska liðinu Brixen. Hafn- firðingar tóku þá áhættu að leika báða leikina úti og brenndu sig illilega. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 25—25, en þann síðark unnu ítalirnir, ótrúlega, 12—11. Þróttarar máttu einnig þola tap fyrir Sittardia frá Hollandi í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa. Síðari leikinn vann Þróttur örugglega hér heima, 23—17. Guðmundur Steinsson, Framari, hefur gerzt leikmaður með sænska meistaraliðinu Öster, sem Teitur Þórðarson lék með um þriggja ára skeið við frábæran orðstír. Bjarni Friðriksson varð 4.-5. í sínum flokki á opna skandinavíska meistaramótinu í júdó. Selfyssingar, eða öllu heldur HSK, báru sigur úr býtum í 1. deildinni í sundi og rufu þar með áralanga einokun Ægismanna. Skýringin . . . Ægismenn komust ekki til mótsins í Eyjum. Handknattleikslandsliðið varð fyrir miklu áfalli er það tapaði, 20—21 fyrir norska landsliðinu, sem hafði daginn áður steinlegið fyrir islenzka unglinga- landsliðinu, 19—25. -SSv. hjá Pétri Guðmundssyni, körfuknatt- leiksmanni. Hann skoraði 24 stig gegn Seattle Supersonics i NBA-deildinni með liði sínu Portland Trailblazersog virðist hafa náð að festa sig í sessi. Þrátt fyrir stórskell gegn Rússum 12—23, tókst íslenzku unglingunum að komast í 8-liða úrslit HM-unglinga í handknattleik, sem háð var á Spáni. Strákarnir unnu Hollendinga og Portúgali i sínum riðli og fylgdu Rússunum þar með áfram. Strákarnir töpuðu siðan fyrir Svíum, 22—24, en unnu Frakka, 29—21. Þa með áunnu þeir sér rétt til að leika um 5. sætið í keppninni, en biðu lægri hlut gegn A- Þjóðverjum, 18—23. Eðvarð Þ. Eðvarðsson og Guðrún Fema Ágústsdóttir fóru á kostum á NM-unglinga í Danmörku og settu eigi færri én 14 íslandsmet í keppnis- greinum sínum. Þrátt fyrir þennan árangur tókst hvorugu þeirra að komast á verðlaunapall. Svíar buðu Eðvarð út til sín til æfinga í framhaldi af hinum glæsilega árangri hans. Arnór Guðjohnsen hefur heldur betur slegið í gegn hjá Lokeren. Hann skoraði eina mark liðsins í 1—4 tapi gegn þýska liðinu Kaiserslautern. Lokeren vann fyrri leikinn, 1—0, og er þar með úr leik. Þá stóð Arnór sig ekki síður vel með liði sínu í 1 — 1 jafntefli gegn Beveren. Lék Arnór stöðu bakvarðar, en lét sig ekki muna um að skora eina mark leiksins. Allar líkur benda til þess að Guðni Kjartansson verði ekki áfram með íslenzka knattspyrnulandsliðið. Undir hans stjórn hefur árangur þess verið betri en nokkru sinni. Hefur Guðni í hyggju að taka sér jafnvel hvíld frá þjálfarastörfum. Ungur Skagamaður, Sigurður Jónsson, hefur þegið boð Glasgow Rangers um að koma til félagsins og æfa þar um skeið. Sigurður er talinn einhver efnilegasti knattspyrnumaður landsins. Jóhann Ingi Gunnarsson hefur fengið atvinnutilboð frá Spáni, en hann er eins og kunnugt með KR-inga á arminum eins og er. Þá eru við- ræður hans við danska handknatt- leikssambandið hafnar fyrir alvöru, en Danir vilja fá hann sem næsta lands- liðsþjálfara!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.