Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981. íþróttir íþrótt íþrótt íþrótt Islendingar rassskelltu Dani—32:21 á „Okkur tókst það sem við ætluðum okkur — að vinna Danina stórTf, sagði Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari — Þetta var hreint frábær leikur. Það var geysileg grimmd og barátta í strákunum og komum við tll leiks með þvi hugarfari og ganga frá Dönum i eitt skipti fyrir öll — og okkur tókst það, sagði Hilmar Björnsson — landsliðs- þjálfari — eftir hinn glæsilega sigur (32:21) gegn Dönum á Akranesi i gær- kvöldir — Liðsandinn var frábær og það gekk hreinlega allt upp hjá okkur og um leið kom fram leikgleðin og barátt- an. Vörnin var mjög sterk og mark- verðirnir (Kristján Sigmundsson og Gísli Felix Bjarnason) vörðu vel. Þá var sóknarleikurinn ógnandi og leikmenn ákveðnir, sagði Hilmar. — Hvað kom þér mest á óvart í leiknum? — Mér kom mest á óvart hve fljótt Danirnir brotnuðu — þeir þoldu greini- lega ekki mótlætið, sagði Hilmar. íslendingar með gott lið — íslendingar eru með mjög ungt og skemmtilegt landslið. Þið eigið mjög góðan efnivið — snjallar vinstri- og hægrihandarskyttur, góða línumenn og hornamenn sem eru mjög fljótir fram. Þá skemmir það ekki að markvörður MIKKELSEN SKAMMAÐISINA MENN Dönsku landsliðsmennirnir fengu heldur betur orð í eyra í búningsklefa sínum eftir ósigurinn gegn íslending- um. Leif Mikkelsen, landsliðsþjálfari Dana, hafði hátt þegar hann skammaði þá og heyrðist hamagangurinn út á gang. Danirnir voru inni í búningsklef anum í 35 mín. en siðan komu þeir nið- urlútur út. -HB/-SOS OMAR RAFNSSON TIL LOKEREN Ómar Rafnsson, hinn efnilegi 19 ára varnarmaður Breiðabliks, er á förum til Belgíu þar sem hann ætlar að æfa hjá Lokeren í mánaðartíma. Ómar, sem var i landsliðshóp Guðna Kjartans- sonar í sumar, hefur án efa mjög gott af dvölinni hjá Lokeren, þar sem hann fær tækifæri til að kynnast knattspyrn- unni hjá atvinnumannafélagi. Ómar heldur til Belgíu 2. janúar. Lokeren er eitt af fáum liðum í Belgiu, sem er rekið eins og félög á ís- landi þ.e.a.s. félagið er með yngri flokka. Lokeren hefur staðið sig vel í Belgíu í vetur. Þá er varalið liðsins í einu af efstu sætunum i varaliðskeppn- inni og lið þeirra skipað leikmönnum 18 ára og yngri er nú i efsta sæti í sinni keppni. -sos Ómar Rafnsson ykkar (Kristján Sigmundsson) er mjög traustur, sagði Leif Mikkelsen, lands- liðsþjálfari Dana, eftir leikinn. Óskabyrjun íslands Það má segja að íslendingar hefðu fengið óskabyrjun — komust yfir 4:1 eftir 8 mín. og síðan í 7:4. Danir vökn- uðu þá til lífsins og náðu að minnka muninn í 9:8. Þá kom frábær sprettur hjá íslenzkaliðinu— íslenzku leikmenn- irnir kafsigldu Danina og komust yfir 13:8. Þorbergur Aðalsteinsson var mjög góður í fyrri hálfleik, en í seinni hálf- leiknum fóru allir leikmenn íslenzka liðsins að blómstra — sérstaklega þó Sigurður Sveinsson, sem átti snilldar- leik. Hann skoraði hvert markið á fæt- ur öðru með langskotum, sem dönsku markverðirnir réðu ekkert við. Stemmningin var geysileg hér á áhorf- endapöllunum en hátt í 1000 áhorfend- ur sáu leikinn. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar íslendingar náðu 10 marka mun — 26:16 og síðan 12 marka mun — 29:17 og 30:18, en leiknum lauk með öruggum sigri íslands — 32:21. Þetta var leikur liðsheildarinnar — allir leikmenn íslenzka liðsins léku mjög vel og gáfu ekkert eftir. Beztu mennirnir voru Sigurður Sveinsson, Þorbergur Aðalsteinsson, Kristján Sig- mundsson, sem var frábær í markinu og Bjarni Guðmundsson. Annars er erfitt að gera upp á milli leikmanna — liðsheildin var það góð. Mörkin skiptust þannig í leiknum: ÍSLAND: Sigurður S. 7, Kristján A 6/6, Þorbergur 6, Bjarni 5, Alfreð 4, Guðmundur G. 2, Steindór 1 og Þor- björn J. 1. DANMÖRK: Rasmussen 6/5, Morten Kristensen 6/1, Sten Nilsen 4, Roepstroff 3, Hattesen 1 og Jeppesen 1. -HB/-SOS Sigurður Sveinsson . . .Danir réðu ekki við þrumuskot hans. Nilsen fékk rauða spjaldið Það var greinilegt að Danir þoldu illa hinn stóra ósigur fyrir ísiendingum á Akranesi i gærkvöldi. Stórskyttan Sten Nilsen lét skapið hlaupa með sig í gön- ur, þegar staðan var 25:16 fyrir ísiend- inga — sló til Bjarna Guðmundssonar, sem brunaði fram í hraðupphlaup. V- þýzku dómararnir sýndu honum rauða spjaldið — Nilsen var útilokaður frá leiknum. -HB/-SOS Holland sigraði í baráttuleik 77-70: Villur stóru mannanna sögðu til sín í lokin — Holland skoraði 17 stiggegn 10 ílokakafla leiksins Holland sigraði Island i miklum bar- áttuleik í körfuknattleiknum i íþrótta- húsinu á Selfossi í gærkvöld 77—70. Miklu meiri baráttuleikur en tveir fyrri landsleikir þjóðanna og þegar sjö min. voru til leiksloka var jafnt 60—60. En íslenzka liðið missti alla stóru mennina út af undir lokin. Símon Ólafsson, þegar fimm mín. voru eftir, síðan Jónas Jóhannsson, Val Ingimundarson Rummenigge „knattspyrnumaður ársins” íEvrópu: Hlaut Í06 st af 130 mögulegum! — í kjöri France Football. Breitner íöðru sæti Karl-Heinz Rummenigge, framherj- inn snjalli hjá Bayern Miinchen, var annað áríð i röð kjörinn „knattspyrnu- maður ársins” í Evrópu i hinni árlegu atkvæðagreiðslu franska knattspyrnu- blaðsins France Football. Úrslitin voru birt á mánudag og það var i 26. skipti sem blaðið stendur yfir slikri atkvæða- greiðslu um „Ballon Ð’or” — gull- knöttinn. Hinn 26 ára gamli Rummen- igge hlaut 106 stig af 130 mögulegum i kjörí íþróttafréttamanna frá flestum löndum Evrópu. Þetta er sjötta árið í röð sem leik- maður í þýzku Bundeslígunni hlýtur út- Ólaf ur með metíJakabóli Ólafur Sigurgeirsson, fyrrum formaður Lyftinga- sambands íslands, geröi sér lítið fyrir og setti nýtt ísiandsmet á Reykjavíkurmótinu í kraftlyftingum sem fór fram i „Jakabóli” í Laugardal í gœrkvöldl. Ólafur keppti í 75 kg flokki og setti metið í bekk- pressu — lyftl 173 kg. -sos nefninguna. Kevin Keegan var tvívegis kjörinn sem leikmaður með Hamburg- er SV og Alan Simonsen einu sinni, þegar hann lék með Borussia Mönchen- gladbach. Tveir þýzkir landsliðsmenn voru næstir Rummenigga í atkvæða- greiðslunni nú. Tíu efstu urðu: 1. Karl-Heinz Rummenigge, Bay. 106 2. Paul Breitner, Bay. 64 3. Bernd Schuster, Barcelona 39 4. Michel Platini, St. Etienne 36 5. Oleg Blokhin, Dyn. Kiev 14 6. Dino Zoff, Juventus 13 7. Ramaz Shengelia, Dyn. Tbilisi 10 8. Chivadze, Dyn. Tbilisi 9 9. Liam Brady, Juventus 7 9. John Wark, Ipswich 7 Eins og áður segir er þetta í 26. sinn sem franska knattspyrnublaðið gengst fyrir þessari atkvæðagreiðslu og hún hefur hlotið viðurkenningu um alla Evrópu. Stanley Matthews var fyrsti knattspyrnumaður ársins í Evrópu 1956. Listinn lítur annars þannig út frá byrjun. 1956: Stanley Matthews 1957: Alfredo di Stefano 1958: Raymond Kopa 1959: Alfredo di Stefano 1960: Luis Suarez 1961: Omar Sivori 1962: Josef Masopust 1963: Lev Yashin 1964: Denis Law 1956: Eusebio 1966: Bobby Charlton 1967: Florían Albert 1968: George Best 1969: Gianni Rivera 1970: Gerd Múller 1971: Johan Cruyff 1972: Franz Beckenbauer 1973: Johan Cruyff 1974: Johan Cruyff 1975: Oleg Blochin 1976: Franz Beckenbauer 1977: Allan Simonsen 1978: Kevin Keegan 1979: Kevin Keegan 1980: Karl-Helnz Rummenigge 1980: Karl-Heinz Rummenigge -hsím og Torfa Magnússon á siðustu 2—3 mínútunum. Hollendingar misstu líka menn út af en islenzku leikmönnum tókst ekki að hamla gegn jafnara liði Hollands lokamínúturnar. Holland komst í 69—63 og vann svo með sjö stiga mun. í kvöld leika liðin i Laugar- dalshöll kl. 20.00 og þá eru íslenzku strákarnir ákveðnir í að tryggja sér sigur. Fjölmenni fylgdist með leiknum á Selfossi og áhorfendur studdu vel við bakið á ísl. strákunum i þessum mikla Karl-Heinz Rummenigge, — sókn- arleikmaðurinn snjalli hjá Bayern. baráttuleik og voru vel með á nótun- um. Mikil stemmning. Mjög jafnt framan af, 14—14 eftir 6 mín. Síðan 24—23 fyrir Holland og í hálfleik hafði Holland tvö stig yfir, 34—32. Sama spennan lengi vel í síðari hálf- leiknum. Holland komst í 53—50, ísland jafnaði í 60—60 en síðan fóru villur stóru mannanna að segja til sín. Holland sigraði 77—70. Þetta var bezti leikurinn í heimsókn Hollendinga — mikill og góður varnarleikur. Margir ísl. leikmannanna áttu góðan leik, einkum Símon, Valur og Torfi. Jónas og Guðsteinn sterkir i vörninni ásamt fleirum. Símon var stigahæstur með 19 stig. Valur 16, Torfi 12. Þá má nefna að Jónas var með 6 stig og Jón Sigurðsson, fyrirliði, með 4 stig. -hsím. Glæsileg sóknarnýting Það var glæsileg sóknarnýtingin hjá islenzka landsliðinu i handknattleik á Akranesi — 32 mörk voru skoruð úr 50 sóknarlotum, sem er 64% nýting. Alfreð Gíslason var með beztu sóknarnýtinguna — skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum, eða 100% nýting. Nýtingin var annars þessi hjá öðrum leikmönnum — fyrst mörk og siðan úr hvað mörgum sóknum: Kristján A Sigurður S Þorbergur A Bjarni G Alfreð G GuðmundurG Steindór G Þorbjörn J GunnarG Þorgils Óttar 6 — 7 — 6 — 5 — 4 — 2 — 1 — I — 0 — 0 — 75% 77.7% 54.5% 71.4% 100% 100% 100% 50% Eins og sést á þessu er nýtingin mjög góð hjá einstökum leikmönnum.1 -SÓS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.