Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 32
32 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981. ÍÞRÓTTAANNÁLL 1981 íslen/ka karlalandsliðið í golfi stóð sig mjög vel á Evrópumótinu i St. Andrews i Skotlandi. Apríl: Körfuboltalandsliðið alveg við að ná inn í B-keppnina í apríl er jafnan mikið um að vera i íþróttum, því þá líður að lokum keppni í innanhússíþróttum og útiíþróttirnar fara að taka við. Það fyrsta sem íþróttaunnendur á íslandi fá þó að heyra og lesa í mánuðinum er frétt um að stórliðið Manchester City komi til íslands og leikiþar nokkraleiki. GuðmundurE. Pálsson, formaður Þróttar, fer á kostum þegar lið hans, sem að sjálfsögðu er Þróttur, verður bikarmeistari í blaki. Þar með fýkur hið fræga yfirvaraskegg formannsins, þvi hann hafði heitið að raka það af sér ef Þróttur ynni alla titlana í blaki, þ.e.a.s. íslandsmótið, Reykja- víkurmótið og bikarkeppnina. Hjörtur Gíslason KR setur nýtt íslandsmet í 50 metra grindahlaupi í Baldurshaga og Jón Páll Sigmarsson KR tekur Evrópumetið af ,,Norður- hjaratröllinu” Arthur Bogasyni í rétt- stöðulyftu á innanfélagsmóti KR. Halldór Guðbjörnsson JFR varð í 5.-6. sæti á Opna hollenzka mótinu í júdó. Þar voru 72 keppendur og fór Haildór sem sigurvegari út úr keppninni i sínum riðli. Síðar í mánuðinum stendur Halldór sig einnig mjög vel á Opna brezka mótinu í júdó en þar komust 5 íslendingar i úrslita- keppnina. Halldór Guóbjörnsson náöi lengst ís- lenzku keppendanna á tveim stórmótum í júdó i Hollandi og Englandi. íþróttir ÍÞRÓTTAANNÁLL: Hallur Símonarson Kjartan L. Pálsson Sigmundur Ó. Steinarsson Siguröur Sverrisson Hið mikilfenglega yfirvaraskegg for- manns Þróttar, Guðmundar E. Pálsson- ar, „fauk” þegar Þróttur varð bikar- meistari í blaki. íslenzka Iandsliðið í körfuknattleik leikur sér að norska landsliðinu í lands- leik þjóðanna. Lokatölurnar 88—51. Norðmenn hefna aftur á móti fyrir þetta með tveim sigrum yfir íslandi í landsleikjum i kvennahandknattleik sem haldnir eru í forkeppni fyrir B- heimsmeistaramótið i Danmörku. Körfuboltalandsliðið heldur áfram að hita upp fyrir C-keppnina í Sviss með því að sigra Wales 101—62, en tapar svo fyrir Belgíu 80—70. í keppninni í Sviss vekur íslenzka liðið þegar mikla athygli. Það byrjar á að sigra Skotland 82—69, og siðan að leggja Sviss og Alsír að velli í hörkuleikjum. Liðið tapaði aðeins einum leik — gegn Portúgal með tveggja stiga mun — og Portúgalar komust þar með áfram í B-keppnina. ísland varð í 2. sæti. Eftir mótið eru þeir Jón Sigurðsson KR og Pétur Guðmundsson Val valdir í fimm manna úrvalslið keppninnar. Arnór Pétursson þríbætir íslands- met sitt í bekkpressu á móti fatlaðra í Vestmannaeyjum. IngóLfur Gissurar- son setur 4 ný íslandsmet og félagi hans úr sundinu frá Akranesi, Ingi Þór Jóns- son, setur 3 íslandsmet í íslandsmótinu i Sundhöllinni. Á þessu sama móti setur Guðrún Fema Ágústsdóttir, Ægi, einnig íslandsmet — í 50 og 100 metra bringusundi. Þau Broddi Kristjánsson og Kristín Magnúsdóttir hljóta tvenn gullverðlaun á íslandsmótinu í badminton og þau Stefán Konráðsson og Ragnhildur Sigurðardóttir hljóta „gullspaðann” fyrir árangur sinn í stigamótunum í borðtennis yfir veturinn. HK nær aftur sæti sínu í 1. deildinni í handknattleik karla og KA frá Akureyri gerir slíkt hið sama, en þessi tvö félög v.erða í 1. og 2. sæti i 2. deildinni eftir mikla keppni við ÍR, Breiðablik og fleiri félög. Þróttur verður bikarmeistari í hand- knattleik karla með sætum sigri, 21— 20, yfir fslandsmeisturum Víkings. Þá hættir Sigurður Sveinsson við að fara frá Þrótti til Dankersen í Vestur-Þýzka- landi. Guðrún Ingólfsdóttir KR bætir íslandsmet sitt í kúluvarpi innanhúss um 60 sentimetra þegar hún þeytir kúlunni 14,07 metra. Birgir Þór Borg- þórsson KR setur eina íslandsmetið á íslandsmótinu í lyftingum, en þar vinnur Ármann liðakeppnina. Ingi Þór Yngvason HSÞ vinnur þungavigtina í Landsflokkaglímunni. Eyþór Pétursson HSÞ vinnur í millivigt og Helgi Bjarnason KR í léttvigt. Ólafur H. Ólafsson KR unglingaflokk og Einar Stefánsson UÍA drengjaflokk. Jón Páll Sigmarsson bætir enn Evrópumet sitt í réttstöðulyftu þegar hann fer upp með 252,5 kg á móti í Borgarfirði. Keppinautur hans, Arthur Bogason, slasaðist illa á baki á móti í Bandaríkjunum, þegar mishlaðið var á stöngina hjá honum á móti þar. Skíðalandsmótið er haldið á Siglufirði og þar hljóta heimamenn flest gullverðlaunin eða 7 talsins. Reyk- víkingar og Ólafsfirðingar fá 5 gull með sér heim, Akureyringar 3 og Dalvíkingar og ísfirðingar 2 gull. Hjónin Magnús Eiríksson og Guðrún Pálsdóttir vinna fyrstu gullin á mótinu með sigrum í skíðagöngu karla og kvenna. ísland lendir I ,,júmbó-sætinu” í Kaloii keppninnii í sundi sem haldið er í Keykjavík, en íslenzkir unglingar standa sig aftur á móti vel á Evrópumóti unglingaliða í badminton í Skotlandi. Þar sigra þeir Ítalíu 5—0, Frakkland 3—2, en tapa svo fyrir Póllandi í riðlakeppninni. Ágúst Ásgeirsson ÍR vinnur 66. víða- vangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsta og þá berast hingað heim fréttir um að þýzk stórlið, eins og FC Köln og Bayern Miinchen hafi áhuga á að ná i Ásgeir Sigurvinsson frá Standard Liege. Hreinn Halldórsson vann bezta afrekið á 17. júní mótinu. Kastaði þá kúlunni 20,02 metra. A Maí: Asgeir seidur til Bayem Munchen er frétt mánaðarins Aston Villa verður Englandsmeist- ari í knattspyrnu og vekur það mikla hrifningu meðal hinna tveggja aðdá- enda félagsins á islandi. Ekki minnkar hrifning þeirra — og þá um leið fleiri íslendinga — þegar það fréttist, að vel geti farið svo að liðið komi í keppnis- ferð til íslands. íslandsmótið í kraftlyftingum fer fram með tilheyrandi hljóðum og á- tökum. Þar eru set hvorki meira né minna en 27 ný íslandsmet. Jón Páll Sigmarsson KR vinnur bezta afrek mótsins, þegar hann lyftir samtals 912 kg. Hann er þar með fyrsti íslenzki lyftingamaðurinn sem fer yfir „900 kílóamarkið”. Kristbjörn Albertsson er kosinn for- maður KKÍ og sama dag berst sú frétt til íslands, að hið fræga félag Bayern Miinchen í Vestur-Þýzkalandi hafi áhuga á að kaupa fslendinginn Ásgeir Sigurvinsson frá Standard Liege í Belgíu. Knattspyrnufélagið Fylkir í Árbæjarhverfi verður Reykjavíkur- meistari í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins. íslandsmótið í knatt- spyrnu byrjar með pomp og prakt og Guðmundur Steinsson, Fram, skorar fyrsta markið í deildinni. Það gerir hann í leik Fram og ÍBV sem endar með jafntefli 1—1. Litlu bikarkeppninni lýkur með sigri Skagamanna og veldur það óánægju meðal Kópavogsbúa því þeir höfðu haldið að þeirra menn úr Breiðabliki hefðu sigrað í keppninni. Valsmenn halda upp á 70 ára af- mælið með úti- og inniskemmtunum. Kristmundur Skarphéðinsson verður íslandsmeistari í skotkeppni á meðan meistari síðustu ára, Karl Eiríksson, verður að gera sér að góðu að horfa á, því hann hafði gleymt að greiða árgjald sitt til Skotfélagsins. Fyrsta frjálsíþróttamót sumarsins er haldið, og strax er sett nýtt íslands- met þegar Bryndís Hólm ÍR stekkur 5,62 metra í langstökki sem er meyjamet. Fyrsti „pressuleikurinn” í knatt- spyrnu í mörg ár fer fram og þar sést bezta knasttspyrna vorsins að áliti knattspyrnusérfræðinga blaðanna. Landsliðið sigrar í leiknum 1—0 og Lárus Guðmundsson skorar þetta eina mark. Karl Frímannsson er ráðinn lands- liðsþjálfari í alpagreinum á skíðum og Sigurður T. Sigurðsson KR setur nýtt íslandsmet í stangarstökki með því að fara yfir 4,94 metra. íslenzka landsliðið í knattspyrnu fær slæma útreið gegn Tékkum í undankeppni heimsmeistarakeppninn- ar I Bratislava.Tékkar sigra 6—1 eftir að staðan hafði verið 2—1 þeim í vil, þegar aðeins 15 mínútur eru til leiks- loka. Magnús Bergs skoraði eina mark íslands I leiknum. i Ásgeir Sigurvinsson var seldur frá Standard Liege til Bayern Múnchen fyrir met- upphæð í belgísku knattspyrnunni. Hér er hann ásamt félaga sínum hjá Bayern, Karl Heinz Rummenigge, sem kosinn var „Knattspyrnumaður Evrópu” annað árið í röð nú á dögunum. Júní: Golflandsliðið sló í gegn á St Andrews Draumur Péturs Péturssonar knatt- spyrnukappa frá Akranesi um að komast frá hollenzka 1. deildarliðinu Feyenoord rættist þegar Belgíu- meistarar Anderlecht kaupa hann. Sigurður T. Sigurðsson KR nær hinu langþráða takmarki sínu að komast yfir 5 metra i stangarstökki þegar hann sveiflaði sér yfir þá hæð á EÓP mótinu í frjálsum íþróttum. Á sama móti setur Guðrún Ingólfsdóttir KR nýtt íslandsmet í kúluvarpi kvenna — kastar 13,94 metra. Heldur fer lítið fyrir íslendingunum tveim, Arnóri Guðjohnsen og Ásgeiri Sigurvinssyni, þegar Lokeren og Standard Liege mættust i úrslitaleik belgísku bikarkeppninnar. Ásgeir meiðist strax á fyrstu mínútum leiksins og var borinn af leikvelli og Arnór fær ekki að koma inn á fyrr en í síðari hálf- leik. Standard sigraði í leiknum 3—1. Óskar Jakobsson ÍR kastaði kringlunni 62,92 metra á frjálsíþrótta- móti í Rvík og Pétur Guðmunds- son körfuknattleiksmaður fær boð um að æfa með bandaríska atvinnumanna- liðinu Portland Trailblazers. Hreinn Halldórsson KR vinnur bezta afrekið á 17. júnímótinu 1 frjálsum íþróttum, þegar hann kastar kúlunni 20,02 metra. fslenzka landsliðið í golfi slær í gegn á Evrópumótinu á hinum fræga St. Andrews golfvelli í Skotlandi. Engu munaði að liðið kæmist í A-riðil keppninnar eftir góðan leik í for- keppninni. í úrslitakeppninni sigraði íslands Noreg 5—2, en tapaði síðan með minnsta mun fyrir Austurríki og Hollandi — eða 4—3. Liðið varð síðan í 12. sæti. Ragnar Ólafsson GR vakti mikla athygli á mótinu. Lék í forkeppninni á 74 og 72 höggum og var eftir það valinn í Evrópuúrval á móti úrvali Suður- Ameríku. Yfir 10 þúsund manns mæta á Laugardalsvöllinn til að horfa á Val leika við „Stjörnuliðið” sem skipað var erlendum og innlendum atvinnu- mönnum í knattspyrnu. Leiknum lauk með iafntefli 2—2, en í vítaspyrnu- keppni á eftir sigraði Valsliðið 12—11. Sveit KR í boðhlaupi slær 32 ára íslandsmet í 400 metra hlaupi á þessu metra boðhlaupi á frjálsíþróttamóti í Vestur-Þýzkalandi. Sveitin hljóp á 42,29 sek., en met ÍR-inganna var 42,8 sek. Sigríður Kjartansdóttir KA setti nýtt íslandsmet í 400 metra hlaupi á þessu sama móti — hljóp vegalengdina á 55,12sek. Unglingameistaramótið í golfi fer fram á Grafarholtsvelli. Unglinga- meistari varð Gylfi Kristinsson GS, stúlknameistari Steinunn Sæmunds- dóttir GR og drengjameistari Karl Ó. Jónsson GR. Hinn síungi Hermann Gunnarsson er valinn til að leika með Val 1 1. deildinni gegn Þór á Akureyri, eftir að hafa „brillerað” með 1. flokki Vals og „Stjörnuliði Hemma Gunn”. í leikn- um við Þór er Hermann svo tekinn útaf í hálfleik eftir að vera búinn að þreyta Akureyringana með sinni alkunnu yfir- ferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.