Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981. " /ijálst, áháð dagblað Útgáfufólag: Frjóla fjölmiðlun hf. Stjómarfonnaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Framkvæmdastjóri og útgáfustjón: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og EUart B. Schram. Aðstoðarritsljóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. i Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson. Ritstjórn: Sfðumúla 12—14. Augiýsingar: Siðumúla 8. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Pverholti 11. Simi 27022. ^SÍmi ritstjómar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Sfflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skalfunni 10. Áskriftarverfl ó mánufli 100 kr. Verð í lausasölu 7 kr. Helgarblafl 10 kr. Víð lítum í eigin barm Við áramót horfum við til beggja átta. Við lítum yfir farinn veg og horfum fram á veg. Við þökkum sam- ferðafólki félagsskapinn og lofum sjálf bót og betrun á nýju ári. Við brennum út gamla árið og tökum vongóð við hinu nýja. Sjóndeildarhringurinn er misjafnlega stór. Örlaga- ríkir atburðir í útlöndum, í okkar eigin þjóðlífi, í starfi eða einkalífi gera misjafnlega vart við sig í hugum okk- ar. Flestir hugsa mest um það, sem stendur þeim næst. Hörmuleg valdataka hersins í Póllandi í lok ársins er flestum í fersku minni, þótt hún hafi gerzt handan við hafið og handan við járntjaldið. Við vonum, að með nýju ári verði lát á því ofbeldi, sem hefur gert Jaru- zelski að þjóðníðingi. Hér heima fyrir eru efnahagsmálin í brennidepli ára- mótanna samkvæmt venju. Spennan er þó minni en oft áður, af því að stjórnvöld telja að þessu sinni kleift að fresta ýmsum aðgerðum fram yfir áramótin. Einn eftirminnilegasti atburður ársins var sameining Dagblaðsins og Vísis í þetta stóra blað, sem lesendur hafa fengið í hendur í rúman mánuð. Og í áramótaleið- ara þessa sama blaðs er auðvitað freistandi að fjalla um það sjálft. Sameinaða blaðið er enn gefið út í 38.000 eintökum, en fer sennilega niður í 34.000-35.000 eintök, þegar bú- ið er að samræma dreifinguna. Þessari gífurlegu út- breiðslu má einnig lýsa á þann hátt, að blaðið nái til tveggja þriðju hluta þjóðarinnar. Enn merkilegri er kannski sú staðreynd, að áskrif- endur blaðsins eru 23.000 eða tveir á móti hverjum ein- um, sem fær það í lausasölu. Þessi háa tala stafar af, að mjög lítið var áður um, að fólk væri áskrifendur að báðum blöðunum. Semjendur hins sameinaða dagblaðs þurfa að taka tillit til sjónarmiða tveggja lesendahópa, sem eru tölu- vert ólíkir. Og það reynum við að gera með því að halda ölluin mikilvægum sérkennum hvors blaðs í einu stóru blaði. Þær vikur, sem liðnar eru, sýna þennan ásetning ekki að fullu. Auglýsingaflóð jólavertíðarinnar setti efnisskipan úr skorðum. Margir efnisþættir voru skornir niður og sumir urðu ekki nema svipur hjá fyrir- hugaðri sjón. Hið jákvæða við flóðið er, að það veitir hinu sam- einaða og stækkaða dagblaði fjárhagslegan mátt til að auka efnisvalið og bæta þjónustu við lesendur á nýju ári. Þess munið þið væntanlega sjá merki hér í blaðinu á næstu vikum og mánuðum. Dagarnir milli jóla ög nvárs eru engan veginn hvers- dagslegir, þótt auglýsingaflóðið hafi sjatnað nokkuð. Þetta síðasta tölublað er til dæmis fullt af annálum auk annars áramótaefnis, sem birtist bara einu sinni á ári. Við væntum þess, að strax eftir áramót færist hið sameinaða dagblað í þann farveg, sem lesendur muni kannast við. Og við væntum þess, að ykkur finnist ákjósanlegt að hafa með okkur samflot við beggja skauta byr á nýju ári. Þetta dagblað á að vera fyrir alla, unga og gamla, vinstri og hægri, konur og karla, háa og lága. Það á að vera frjáls og óháður þjóðarfjölmiðill, nytsamur ykk- ur öllum, lesendum og samferðafólki Dagblaðsins & Vísis. Við biðjum ykkur að veita okkur aðhald til að efna þessi nýársloforð og segjum: Farsælt nýtt ár. Jónas Kristjánsson tivor pessara manna kemur tra opinberum stofnunum? spyr greinarhöfundur. BETRISJALF- STÆÐISFLOKKUR Það er mikill misskilningur hjá Ás- geiri Hannesi Eiríkssyni, að Sjálf- stæðisflokkurinn sé hættur að vera stjórnmálaflokkur, heldur stofnana- flokkur. Þvert á móti urðu þau vatnaskil á síðasta landsfundi flokks- ins, að aftur er blásið til fullrar at- lögu fyrir einstaklings- og atvinnu- frelsi, en hitt er rétt, að of margir menn úr forustu flokksins hafa treyst á forsjá hins opinbera um lausn vandamála. Það er alrangt hjá Ásgeiri Hannesi, að starfsfólk frá opinberum stofnun- um sé að taka völdin frá einstakling- um flokksins. Ef litið er til þeirra, er kjörnir voru í miðstjórn á síðasta landsfundi hefur breytingin orðið í hina áttina. Dómur um dr. Gunnar „í dag er því saumað fastar að einkarekstri en nokkru sinni fyrr í sögu lands og þjóðar,” segir Ásgeir Hannes. Þetta er rétt. Og hver skyldi ástæðan vera? Hún er einfaldlega sú að allar aðgerðir núverandi ríkis- stjórnar hafa beinst gegn einkarekstr- inum og raunar öllu atvinnulífi í landinu. Ástæðan er m.a. sú, að dr. Gunnar Thoroddsen hefur ekki mót- að sjálfur neina stefnu i ríkisstjórn Haraldur Blöndal er vilja leysa félagsleg vandamál á grundvelli einstaklingshyggju en ekki með því að leita á náðir hins opin- bera. Dvalarheimili aldraðra sjómanna er reist á þessum grund- velli. Þær myndarlegu byggingar hafa verið reistar fyrir samskot, gjafir og happdrættisfé. Fyrir nokkrum árum vildi Albert Guðmundsson leggja sitt af mörkum til að liðsinna gömlu fólki. Hann flutti tillögu um það í borgarstjórn, eru ekki styrkt af opinberu fé. Friðrik hefur um sumur verið framkvæmda- stjóri í frystihúsi á Vestfjörðum. Of langt mál er að rifja upp starfs- feril dr.Gunnars. Þó má geta þess, að þegar hann hefur ekki gegnt póli- tískum embættum, hefur hann verið prófessor (tvisvar) ambassador og hæstaréttardómari. Ég spyr Ásgeir Hannes: Hvor þess- ara manna er frá opinberum stofnun- um? Um nýja menn i miðstjórn flokksin er hægt að segja hið sama: Jón Ás- bergsson er framkvæmdastjóri Loð- skinns hf., Einar K. Guðfinnsson vinnur við fiskvinnslufyrirtæki fjöl- skyldu sinnar á Bolungarvík, Þor- steinn Pálsson er framkvæmdastjóri VSÍ, Óðinn Sigþórsson er bóndi, Björg Einarsdóttir hefur unnið við ýmis störf, m.a. verið skrif- stofumaður, en aldrei hjá hinu opin- bera. Gísli Jónsson er menntaskóla- kennari, og virðist því vera sá eini af nýjum mönnum í miðstjórn, er skil- greining Ásgeirs Hannesar á við. Traustari stuðningsmenn við einka- framtakið er hins vegar tæpast að finna. Ég spyr Ásgeir Hannes: Hvaða stofnanalykt finnur hann af þessum mönnum? Svona má rekja nöfnin áfram, — skrif Ásgeirs Hannesar eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. 0 Haraldur Blöndal svarar Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni og heldur því fram, að meiri einkaframtaksmenn séu í forustu flokksins nú en fyrir landsfund. sinni, heldur reynir hann að sætta sjónarmið framsóknarmanna og alþýðubandalagsmanna. Hans sátta- leið er því einhvers staðar á milli framsóknar og komma en að sama skapi langt frá stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Tilvitnuð orð Ásgeirs Hannesar eru fyrst og fremst dómur um dr. Gunnar. Og er nú bragð að, fyrst þetta barn finnur það. Sjálfstæðis- lausnir Pétur Sigurðsson alþm. hefur um árabil staðið í forustu þeirra manna, að hluti útsvara yrði lagður til elli- heimila. Ég spyr Ásgeir Hannes: Hvor þess- ara manna vildi lausn á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar? Hvor þeirra var að leita náðir hins opinbera? Opinberir starfs- menn í forustu Á síðasta landsfundi óskaði dr. Gunnar Thoroddsen ekki eftir endur- kjöri sem varaformaður flokksins. í hans stað var kjörinn Friðrik Sophus- son. Friðrik var fyrstu ár eftir emb- ættispróf framkvæmdastjóri Stjórn- unarfélags íslands, en þau samtök Óþarfa hælbit Nú er Ásgeir Hannes Eiríksson ágætur einkaframtaksmaður og annt um Sjálfstæðisflokkinn. Af hverju skrifar hann nú árásir á forustu Sjálf- stæðisflokksins og vænir hana um fráhvarf frá sjálfstæðisstefnunni? Það er rétt, að í bili miðar ekkert áfram. Ásgeir veit betur en ég, hver er ástæðan fyrir mótbyrnum, — hann horfir til hennar á hverjum degi yfir Lækjartorgið. Það er úl af fyrir sig hægt að skilja það, að Ásgeiri Hannesi sárni, að dr. Gunnar skuli ekki hafa fengið meiri stuðning í þingflokki sjálfstæðismanna til stjórnarmyndunar, en það skiptir ekki máli nú. Bestan greiða gerði Ás- geir Hannes vinum sínum og frændum í ríkisstjórninni, ef hann sannfærði þá um, að best væri að hætta þessum ríkisstjórnarleik. Ásgeir Hannes réttlætir hins vegar ekki gerðir þessara manna með því að ráðast á þá, sem vilja fylgja stefnu flokksins fram. Skrif hans í DV síðastliðinn mánudag eru óþarfa hælbit og þjóna þeim einum, er vilja veg Sjálfstæðisflokksins sem minnst- an. Haraldur Blöndal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.