Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981.
27
ERLENDUR FRETTAANNALL 1981
Janúar
Ef kosið væri um land ársins í
erlendum fréttum er ekkert vafamál að
þar færi Pólland með sigur af hólmi
annað árið í röð. Enda var þar heitt i
kolunum i janúar og verkföll tíð.
Aðalbaráttumálið var 5 daga vinnuvika
og leiðtogi óháðu verkalýðs-
samtakanna Einingar, Lech Walesa,
var á þönum milli ráðamanna.
í Bretlandi lauk víðtækustu lög-
reglurannsókn síðari ára með því að
Peter Sutcliffe, 35 ára gamall
vörubilstjóri, var handtekinn,
grunaður um að vera hinn frægi
Yorkshire Ripper, er myrt hafði 13
konurá 5 árum, aðallega vændiskonur.
Kom það öllum, sem þekktu manninn
mjög á óvart þar sem hann var talinn
fyrirmyndar eiginmaður og
fjölskyldufaðir. í sárabætur var eigin-
konunni boðið morðfjár fyrir sögu
þeirra hjóna.
Rauðu herdeildirnar á Ítalíu brugðu
út af vana sfnum og skiluðu aftur
manni er þær höfðu rænt, heilum á
húfi. Þetta var Giovanni d’Urso
dómari og höfðu mannræningjarnir
hann í haldi í 34 daga.
Reagan og gíslarnir
Mikið gekk á í N-Noregi vegna
virkjunar við ána Alta. Samar fóru í
hungurverkfall og mótmælendur
hlekkjuðu sig niður við svonefndan
núllpunkt, eða þann stað þar sem fram-
kvæmdir áttu að hefjast. Kallað var út
600 manna lögreglulið til að rýma
staðinn og varð að bera mótmælendur
eins og sandpoka frá virkjunar-
svæðinu. Var hver einstakur sektaður
um 3000 n.kr., en löggæzla á Alta-
svæðinu kostaði rúma milljón n.k.r. á
dag.
Ronald Reagan var settur inn í
embætti forseta Bandaríkjanna þann
20. og var mikið um dýrðir. Ekki þóttu
rándýr hátiðahöldin í mikiu samræmi
Hundruð þúsunda manna viða i Evrðpu
fylktu sér I friðargöngur og að baki kröf-
unni um bann við kjarnorkuvopnum.
Ronald Reagan, sem tók við forsetaembætti á árinu, ber hönd fyrir höfuð sér, hæfður byssukúlu tiiræðismanns.
við sparnaðarboðskap forsetans til úr-
bóta á slæmum efnahag landsins.
Khomeini, trúarleiðtogi írans,
sleppti úr haldi 52 Bandaríkjamönnum,
sem setið höfðu sem gíslar í bandaríska
sendiráðinu í Teheran í 444 daga. Voru
þeir formlega afhentir Banda-
ríkjamönnum í Alsír en í V-Þýzkalandi
tók Carter, fráfarandi Bandaríkjafor-
seti, á móti þeim sem sérlegur
sendimaður Reagans.
Bandariski öldungadeildarþing-
maðurinn Edward Kennedy og frú
hans, Joan, skildu eftir 23 ára storma-
samt hjónaband. Hafði frúin hallað sér
um of að flöskunni og sótt þangað
meiri huggun en í arma eiginmannsins.
Ekkja Maós formanns, Jiang Qing,
var í Kína dæmd til dauða fyrir ,,gagn-
byltingarglæpi” ásamt nokkrum
hjálparkokkum sínum. Dómarnir
koma ekki til framkvæmda næstu 2
árin og má þá breyta þeim i lífstíðar-
fangelsi. Ekkjan tók dómnum með því
að kasta sér á gólfið i réttarsalnum og
varð að bera hana út í handjárnum.
Peter Book, eftirsóttasti
hryðjuverkamaður V-Þýzkalands og
háttsettur meölimur Bader-Meinhof
hreyfingarinnar, var handtekinn í
Hamborg eftir 4 ára umfangsmikla leit.
Hann var eftirlýstur síðan 1977 fyrir
morðið á bankastjóranum Júrgen
Pontos og forseta v-þýzka vinnuveit-
endasambandsins, Hanns-Martin
Schleyer. Einnig var hann talinn standa
að baki sprengjutilræðinu við
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
Alexander Haig, er sá var yfirmaður
herafla Nató í Evrópu.
Með vélinni voru rúmlega 100 farþegar
og lét einn lífið. Sögðu heimildir að
flugræningjarnir hefðu fengið frá-
bærar móttökur í Kabúl og þeim verið
útveguð ný vopn. Eftir viku var
þotunni flogið til Damaskus í Sýrlandi
og fjórum dögum síðar féllst stjórn
Pakistan á það að ganga að kröfum
ræningjanna og sleppa úr haldi 55
skæruliðum. Flugræningjarnir fengu
hæli sem pólitískir flóttamenn í
Sýrlandi og var álitið að sonur Ali
Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra
Pakistan, hafi staðið að ráninu með
aðstoð Gaddafis, Líbýuleiðtoga.
Af bændum og
banatilræði
Blóðþorsti klerkastjórnarinnar í Iran hefur fyrir löngu tekiö fram ógnarstjórn keisarans. Um 3350 hafa veriö teknir þar af
lífi á árinu og þar af um 2000, eftir aö Bani Sadr flæmdist úr landi.
Febrúar
í byrjun mánaðarins tók Gro
Harlem Brundtland við störfum for-
sætisráðherra í Noregi og var hún jafn-
framt fyrsta konan sem gegnir þessu
embætti á Norðurlöndum. Gro Harlem
tók við af Oddvar Nordli sem tilkynnti
mjög óvænt um afsögn sína. Hann
hafði frá unga aldri verið flokksbundinn
í Verkamannaflokknum, enda báðir
foreldrar hennar virkir meðlimir
flokksins, faðir hennar var um skeið
félags- og varnarmálaráðherra og
móðir hennar var einkaritari Brattelis
fyrrum forsætisráðherra. Það þótti
hins vegar nokkuð sérstakt að maður
hennar var flokksbundinn í íhalds-
flokknum, en sá flokkur átti síðar eftir
að velta frúnni úr sessi sínum.
Hin óháðu samtök verkalýðsfélaga í
Póllandi færðu sig enn upp á skaftið og
í Bielsko Biala héraði voru settar fram
kröfur um að embættismenn stjórn-
arinnar yrðu látnir víkja. Pólska
stjórnin sagðist ætla að athuga þessar
kröfur í ró og næði, en við sama
tækifæri gagnrýndi Kania leiðtogi
pólska kommúnistaflokksins stjórn
Einingar harðlega. Viku síðar urðu
mannaskipti í stjórn landsins, er hers-
höfðinginn Wojciech Jaruzelski tók við
embætti forsætisráðherra í stað
Pinkowskis. Jaruzelski var fjórði for-
sætisráðherrann á eins árs tímabili og
segir það mest um ráðaleysi stjórnvalda
gagnvart samtakamætti Einingar.
Jaruzelski sameinaði þarna afl hersins
og rikisvaldsins og síðar á árinu áttu
enn fleiri valdataumar eftir að safnast í
hendur hans.
Lifi Francol
Þann 23. febrúar var gerð byltingar-
tilraun á Spáni. Þjóðvarðliðar undir
stjórn Antonio Tejero Molina ofursta
réðust inn í þinghúsið og tóku þing-
menn í gíslingu. Markmiðið var að
endurreisa stjórn í anda fasistans
Francisos Francos, fyrrum einræðis-
herra, en mörgum hershöfðingjum
fannst vald og álit hersins minnka mjög
eftir að lýðræðisstjórn var komið á
Lögregluliði var beitt gegn pólskum
bændum. Var afbrot þeirra það að
vilja stofna sjálfstætt verkalýðsfélag.
Umfangsmikil könnun á Jtalíu
sýndi, svo ekki varð um villzt, að
karlmenn þar i landi eyða árlega 25
milljörðum kr. á vændishúsum. Er
það álíka mikið og öll þjóðin eyðir i
mjólk, ost og egg á sama tíma. Þykir
þar hart vegið að bændum með svo
viðsjárverðri samkeppni.
2.800 manns í fríríkinu Kristjaníu í
Kaupmannahöfn tóku sig til og héldu
hassveizlu mikla. Fylgdist lögreglan
með veizluhaldinu en fékk ekki rönd
við reist. Sagðist hún hvorki hafa pláss
né mannskap til að handtaka þvílíkan
fjölda.
Ronald Reagan, forseta Banda-
ríkjanna, var sýnt banatilræði við
Hilton hótelið í Washington. Ætlaði
John Hinckley, 25 ára gamall maður
frá Dallas, að skjóta forsetann sakir
ástar sinnar á bandarísku táningaleik-
konunni Jodie Foster. Þetta gaf
gamalli hjátrú byr undir báða vængi: Á
síðustu 140 árum hafa allir forsetar
Bandaríkjanna er kosnir hafa verið á
ári sem endar á núlli látizt í embætti og
voru nokkrir þeirra myrtir.
Nýr flokkur, Jafnaðarmanna-
flokkurinn, var stofnaður á Bretlandi
er Roy Jenkins, fyrrum forseti Efna-
hagsbandalagsins í Evrópu, klauf sig
út úr Verkamannaflokknum ásamt
þremur öðrum fyrrverandi ráðherrum
flokksins, þeim William Rodgers,
Shirley Williams og David Owen.
Hinn nýi jafnaðarmannaflokkur Breta myndaði kosningabandalag með frjálslyndum, sem leiddi til sigurs Shirley Williams
(t.v.) f grónu kjördæmi Verkamannaflokksins.
eftir dauða Francos. Að þessu sinni
mistókst byltingin og þjóðvarðliðið
náði litlu öðru á vald sitt en þinghúsinu
en þar var þingmönnum og ráðherrum
haldið í 18 tíma áður en Molina gafst
upp. Traustsyfírlýsing við nýjan
forsætisráðherra Spánar, Calvo Sotelo,
var til umræðu þegar valdaráns-
mennirnir ruddust inn í þingsalinn.
Þingmenn komu saman daginn eftir og
veittu Sotelo brautargengi og hann
myndaði síðan stjórn, sem tók við af
stjórn Suarez, sem sagði af sér í
janúarlok.
Það vakti almennan fögnuð í
Bretlandi að Karl Bretaprins opinber-
aði trúlofun sína og Diönu Spencer sem
hann hafði þekkt frá barnæsku. Var
Marz
í New York lét yngsti bankaræningi
i heimi, 7—8 ára gamall drenghnokki,
til skarar skríða gegn banka á 49. götu
á Manhattan. Var hann með gyllta 25
kalibera byssu að vopni og hafði
650 nkr. upp úr krafsinu.
þar með endi bundinn á þrálátar vanga-
veltur brezkra blaða um kvennamál
erfingja brezku krúnunnar.
Útlönd
ERLENDUR
ANNÁLL:
Jóhanna Þráinsdóttir
ÓiafurE. Friðriksson
Guðmundur Pótursson
Á Grænlandi kjálkabrutu menn
eiginkonu Moses Olsens, félagsmála-
ráðherra og vildu með þvi mótmæla á-
fengisskömmtun, sem komið var á að
undirlagi ráðherrans.
Pakistanskri farþegaþotu var rænt
og henni flogið til Kabúl í Afganistan.