Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 24
24 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981. Á morgun munu landsmenn brenna gamla árið að baki sér og sprengja sig inn í það nýja. Óneitan- lega er gamlárskvöld ein skemmtileg- asta hátíðin hér á landi og sú eina sem ber keim af erlendum karnivalhá- tíðum, sannkölluð sólrisuhátíð. Fólk á öllum aldri skrýðist skrítnum hött- um og hempum. Sumir setja á sig nýtt nef og yfirskegg og drekka sinn árlega „aperitív” á undan borð- haldinu. Allan daginn lýsa eldflaugar upp skammdegismyrkrið og eykst sprengjuregnið eftir því sem líður á kvöldið. í Reykjavík verða nærri tuttugu brennur og er sú stærsta við Unufell í Breiðholti. Reykjavíkurborg mun að þessu sinni ekki standa fyrir borgar- brennu heldur styrkja einstaklings- framtakið til að kynda eldana á gaml- árskvöldi. Olíubifreiðar munu sprauta úrgangsolíu á brennurnar og borgarstarfsmenn munu að einhverju leyti hjálpa til við hleðslu. En eins og alltaf áður hafa börnin í borginni mest erfiði af brennutilbúningnum. Þau hafa líka mestu ánægjuna af þegar brennukóngurinn slær saman eldfærunum og leggur eld í allt saman. íkveikjurnar hefjast á mis- munandi tíma en væntanlega er miðað við að glaðast logi á miðnætti. Sumar brennur eru sérstaklega fyrir yngri börnin og verður kveikt í þeim fyrr um kvöldið. Margs ber að gæta í öryggismálum við brennurnar og þá aðallega að kveikja hvorki í sér né öðrum. Fólk er beðið að standa vindmegin við brennurnar, og gæta að sjálfu sér, bílum og börnum. Fyllsta öryggis þarf að gæta í með- ferð flugelda og blysa. Ýmsir aðilar keppast við sölu þessara hluta og gengur sölumennskan oft út í öfgar og lögleysu. Má þar nefna nokkurs konar farandsölu í heimahúsum sem er stórhættuleg því sölumenn bera inn í húsin mikið magn af varningi sem má aðeins selja undir eftirliti. Flugeldar og blys sem seld eru í heimahúsum eru oft á tíðum gamall varningur sem stenzt ekki kröfur öryggiseftirlits. Þetta skal varast. Foreldrar ættu einnig að hafa eftirlit með framtakssemi barna sinna. Ekki þarf annað en brjóta spýtuna af flugeldum og stinga end- anum í jörðina og er þá komin sprengja á við nokkra kínverja. Einnig geta blessuð börnin rist upp flugelda og eru þá oft á tíðum kín- verjar inni í þeim. Á hverju ári verða mörg slys af völdum rangrar með- ferðar á flugeldum. Ekki skjóta flugeldum inn um gluggann hjá nágrannanum. Neyðarsími slökkviliðsins í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellssveit er 11100 og 51100 í Hafnarfirði og Garðabæ. Sömu númer eru fyrir sjúkrabíla á öllum stöðunum. Á gamlárskvöldi hefur lögreglan iðulega þurft að stilla til friðar á mörgum heimilum vegna drykkju- skapar og væri því ráð að gæta hófs í neyzlu nautnalyfja og halda hátíðar- skapinu. Ölvun við akstur býður slysunum heim. Sýnið gát á gamlárskvöldi og gleði- legt nýár. -GB. Kveðjum gamla áríð og fögn- um nýju með gleði en varúð GAMLA AI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.