Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 47
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIDVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981. 47 Sjónvarp Veðrið 18.25 Skrápharður og skolta- mjúkur. Jafnlangt og sagan næi hefur maðurinn ávallt óttast krókódíla og skyldar skepnur. í þessari mynd eru kannaðar á- stæður óttans og niðurstöðurnai koma á óvart. Þýðandi: Óskai Ingimarsson. 18.50 Hlé. 19.45 Fréttaágripátáknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Shelley-Jólaþáttur. Breskur gamanmyndaflokkur. Sérstakur jólaþáttur með gömlum vini sjónvarpsáhorfenda, Shelley. Fyrirhugað er að sýna nokkra gamanþætti með Shelley á næstunni. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 21.00 Nýjasta tækni og vísindi. Umsjónarmaður: Sigurður H. Richter. 21.30 Dallas. Tuttugasti og sjöundi þáttur. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 22.20 Listdans á skautum. Sýning Evrópumeistara í listdansi á skautum að loknu Evrópumótinu í Innsbruck i Austurríki. 22.55 Dagskrárlok. Fimmtudagur 31.desember —gamlársdagur 13.45 Fréttaágrip á táknmáli. 14.00 Fréttir, veður og dagskrár- kynning.' 14.15 Múminálfarnir. Þriðji þáttur Þýðandi: Hallveig Thorjacius. Sögumaður: Ragnheiður Steindórsdóttir. (Nordvision). 14.25 Gulleyjan. Teiknimyndasaga byggð á sögu Robert Louis Stevenson um skúrkinn Long John Silver. Þýðandi: Veturliði Guðnason. 16.00 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson. 17.15 Hlé. 20.00 Ávarp forsætisráðherra dr. Gunnars Thoroddsen. 20.20 Innlendar svipmyndir liðins árs. Umsjón: Guðjón Einarsson, Helgi E. Helgason og Ólafur Sigurðsson. 21.05 Erlendar svipm.vndir liðins árs. Umsjón: Bogi Agústsson og Ögmundur Jónasson. 21.30 Jólaheimsókn í fjölleikahús. Sjónvarpsdagskrá frá jólasýningu í fjölleikahúsi Billy Smarts. 22.30 Áramótaskaup '81. Skemmtidagskrá á gamlárskvöld með leikurunum Bessa Bjarnasyni, Eddu Björgvinsdóttur, Guðmundi Klemenzsyni, Randver Þorláks- syni, Sigurði Sigurjónssyni, Þórhalli Sigurðssyni o. fl. Einnig kemur fram hljómsveitin Galdra- karlar undir stjórn Vilhjálms Guðjónssonar. Höfundur handrits: Gísli Rúnar Jónsson, Randver Þorláksson og Sigurður Sigurjónsson. Leikstjóri: Gísli Rúnar Jónsson. Stjórn upptöku: Egill Eðvarðsson. 23.40 Ávarp útvarpsstjóra, Andrés- ar Björnssonar. 00.05 Dagskrárlok. Föstudagur 1. janúar — nýársdagur 13.00 Ávarp forseta íslands, Vigdís- ar Finnbogadóttur. 13.15 Endurteknar fréttasvipmyndir frá gamlárskvöldi. HADDA PADDA—sjónvarp nýársdag kl. 20,30: HEITAR ÁSTRÍDUR í GUÚFRI í FUÓTSHLÍÐINNI Hadda Padda er kvikmynd gerð eftir leikriti Guðmundar Kambans árið 1923. Var hún frumsýnd í Nýja bíói voriðeftir. Hadda Padda er að miklu leyti kvikmynduö í Fljótshlíðinni. Danskt kvikmyndalið kom hingað upp ásamt Guðmundi Kamban, sem tók mikinn þátt í gerð myndarinnar. Leikarar voru mjög góðir. Hadda Padda var leikin af Clöru Pontoppidan. Clara var þá kornung en seinna varð hún ein vinsælasta leikkonan í sínu heimalandi. Skömmu áður en hún dó, í hárri elli, lék hún fyrirliða þjófaflokks í kvikmynd eftir handriti Leif Pandúro, „Stövsugerbanden”. Efni: nokkrir ellilífeyrisþegar krydda lífið með því að ræna banka (með hjálp ryksugu og refaskinns). { endurminningum sínum minnist Clara Pontoppidan kvikmyndaleið- angursins til íslands 1923 eins og ferðar út á hjara veraldar. Myndin var eins og fyrr segir tekin í Fljóts- hlíðinni. Þetta er ólgandi ástarsaga, um mann sem heitir Ingólfur og er elskaður af tveimur systrum, Höddu- Pöddu og Kristrúnu. Lokaatriðið gerist í hrikalegu gljúfri, þar sem söguhetjurnar láta sig síga niður í til- finningaofsa. Eins og siður er voru leikararnir sjálfir ekki lagðir i slíka hættu. Feng- inn var ungur og vaskur íslendingur til þess. Nafn hans vitum við ekki. En okkur er sagt að hann sé enn á lífi og hinn hressasti. Kvikmyndasafn íslands hefur mikinn áhuga á að ná af honum tali og er því hér með komið á framfæri — um leið og við látum í ljósi þá ósk að sjónvarpið haldi áfram og sýni fieira frá þessum tima t.d. Fjalla-Eyvind og Sögu Borgarættarinnar. -ihh. H Hadda Padda var fyrsta leikritiö sem Guðmundur Kamban skrifaði. Það var gefið út árið 1914 og kvikmyndaö sjö árum seinna. Ennfremur var kvik- mynduð eftir hann skáldsagan Det sov- ende hus (Meðan húsið svaf) sem út kom árið 1925. Stjórnaði Kamban þeirri mynd sjálfur. 14.25 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 21.00 Fréttir og veður. 20.15 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Hadda Padda. Kvikmynd gerð árið 1923 eftir samnefndu leikriti Guðmundar Kambans. Að gerð myndarinnar stóðu Guðmundur Kamban sjálfur og Edda-Filmen, sem hann átti ásamt nokkrum Dönum. Leikstjóri: Gunnar Robert Hansen. í helstu hlutverkum: Klara Pontoppidan, Sven Methling og Ingeborg Sigurjónsson, eiginkona Jóhanns Sigurjónssonar. Þegar myndin var sýnd hér á sínum tíma lék strengja- kvartett undir, en undirleikarar nú eru þeir Jónas Þórir Þórisson og Jónas Þórir Dagbjartsson. Fyrr í vetur barst þessi mynd sem gjöf til Kvikmyndasafns íslands frá Nordisk Films Kompani i tilefni af 75 ára afmæli kvikmyndasýninga hérlendis. 21.35 Glerheimar. Bresk fræðslumynd um gler, sögu þess í 4000 ár, notagildi þess en ekki síður listsköpun með gler. Þýðandi: Jón O. Edwald. 22.00 La Traviata. Hin sígilda ópera eftir Guiseppi Verdi, í flutningi Metropolitan-óperunnar í New York. Stjórnandi er James Levine. Meðhelstusðnghlutverk fara Iliena Cotrubas, Placido Domingo og Cornell McNeill. La Traviata er með vinsælustu óperum, sem fiutt- ar eru. Hún er byggð að nokkru leyti á Kamelíufrúnni eftir Alexander Dumas. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 00.10 Dagskrárlok. Laugardagur 2. janúar Umsjón: Bjarni 18.30 Riddarinn sjónumhryggi. Sjötti þáttur. Spænskur teiknimyndafiokkur fyrir börn um flökkuriddarann Don Quijote. Þýðandi: Sonja Diego. 18.55 Enska knattspyrnan. Umsjón: Bjarni Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Ættarsetrið. Fimmti þáttur. Breskur gamanmyndafiokkur. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 21.00 Tromp á héndi. (A Big Hand For the Little Lady). Bandarísk bíómynd frá 1966. Leikstjóri: Fiedler Cook. Aðalhlutverk: Henry Fonda. Joanne Woodward, Jason Robards og Paul Ford. Hjónin María og Meredith eru á leiðinni til Texas, þar sem þau ætla að festa sér jörð fyrir aleiguna. Á leiðinni koma þau við í bæ, þar sem stendur yfir æðisgengið fjár- hættuspil, og Meredith, ástríðufullur fjárhættuspilari, stenst ekki freistinguina. Þýðandi: Ragna Ragnars. 22.30 Tom Jones. Endursýning. Bresk bíómynd frá árinu 1963, byggð á sögu eftir Henry Fielding. Aðalhlutverk: Albert Finney, Suss- annah York, Hugh Griffith og Dame Edith Ewans. Sagan gerist í ensku sveitahéraði á átjándu öld. Tom Jones elst upp á virðulegu sveitasetri hjá fólki af góðum ætt- um. En um ætt hans sjálfs og upp- runa er margt á huldu. Hann verð- ur brátt hinn mesti myndarpiltur og gengur i augun á hinu fagra kyni. Hann unir þessu að vonum vel, en þar kemur þó, að hann eignast öfundarmenn, sem verða honum skeinuhættir. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. Myndin var fyrst sýnd í Sjónvarpinu 29. desem- ber1973. 00.05 Dagskrárlok. Sunnudagur 3. janúar 16.00 Sunnudagshugvekja. 16.10 Húsið á sléttunni. Tiundi þáttur. Bardagamaðurinn. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 17.00 Saga járnbrautalestanna. Þriðji þáttur. Þýðandi: Ingi Karl Jóhannesson. Þulur: Sigvaidi Júlíusson. 18.00 Stundin okkar. Umsjón: Bryndís Schram. Upptökustjórn: Elín Þóra Friðfinnsdóttir. 18.50 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Umsjón: Magnús Bjarnfreðsson. 20.50 Eldtrén i Þíka. Fimmti þáttur. Sannur veiðimaður. Breskur framhaldsmyndaflokkur um land- nema í Afríku. Þýðandi: Heba Júlíusdóttir. 21.40 Tónlistin. Fjórði þáttur. Tími tónskáldsins. Framhaldsmynda- flokkur um tónlistina og þýðingu hennar. Leiðsögumaður Yehudi Menuhin. Þýðandi og þulur: Jón Þórarinsson. 22.30 Dagskráriok. 16.30 Iþróttir. Felixson. T0M J0NES—endursýnd kvikmynd kl. 22,30 á laugardagskvöld: Frábær mynd um fagran pilt á Englandi á 18. öld Endursýningar sjónvarpsins hafa tekizt ágætlega hingað til. Og ekki ber á öðru en svo haldi áfram. Tom Jones, sem sjónvarpið endursýnir laugardagskvöld, sópaði til sín verð- launum þegar hún kom fram árið 1963, hlaut m.a. óskar í Hollywood. Hún er gerð eftir skáldsögu eftir Henry Fielding, sem dó í Englandi árið 1754. Hann var hæðinn og hafði mikla frásagnargáfu. Myndin þykir mjög hress og fyndin, þarna er Eng- land 18. aldar séð án allrar væmni. Aðalsöguhetjan er Tom Jones, hríf- andi piltur sem fer úr svefnherbergi einnar hefðarmeyjar í annarrar. Hann er leikinn af Albert Finney, sem reyndar varð stórríkur af leik sínum í þessari mynd. Grónu kvik- myndafélögin þorðu ekki að leggja fé í hana, svo Finney gerðist hluthafi ásamt leikritaskáldinu John Osborne og kvikmyndastjóranum Tony Richardson. Annars er valinn leikari í hverju rúmi. Susannah York er mjög góð og ennfremur Edith Evans, leikkonan gamla sem maður hefur séð í ótal brezkum myndum. Sem sagt, gott. -ihh. Veðurspá dagsins Veðurspá dagsins: Gert er ráð fyrir norð-austanátt á landinu og hita við frostmark. Víða verður nokkuð hvasst í fyrstu en um hægist þegar líður á daginn. Á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi verður éljagangur. Sumstaðar nokkur skafrenningur. Bjart veður á Suðurlandi og víða smá él á Vesturlandi. í Reykjavík verður veður þurrt og léttskýjað. Yfir áramót er gert ráð fyrir litlum veðurbreytingum. Albert Finney.sem Tom Jones,hefur greinilega heillað Susönnuh York upp úr skónum. Veðrið hér ogþar Kl. 6 í morgun: Akureyri, snjókoma og hiti við frostmark. Helsinki, þokumóða — 7. Kaupmannahöfn, þokumóða 2. Osló, snjókoma —5. Reykjavik, léttskýjað 1. Stokkhólmur, þoku- móða hiti við frostmark. Þórshöfn 3. Kl. 18 í gær: Aþena, skýjað 14. Berlín, sand fok —1. Chicago, heiðskírt —8. Feneyjar, þoka 5. Frankfurt, þoku- móða 4. Nuuk, skýjað 1. London, þokumóða 5. Luxemborg, skúr á síðustu klst. Las Palmas, skýjað 21. Mallorka, léttskýjað 14. Montreal, skafrenningur —1. New York, létt- skýjað 8. París, léttskýjað 7. Róm, rigning 14. Malaga skýjað 16. Vín, rigning, 3. Winnipeg, skafrenn ingur —23. Gengið Gengisskráning nr. 249. 30. desember 1981 kl 09.15. i mar.na 8 Einingkl. 12.00 Kaup w)fljaWeyrir 1 Bandarlkjadollar 8,193 8,217 9,038 1 Steriingspund 15,579 15,625 17,187 1 Kanadadoilar 6,923 6,943 7,637 <1 Dönsk króna 1,1102 1,1134 1,2247 1 Norsk króna 1,4017 1,4058 1,5463 1 Sœnsk króna 1,4704 1,4747 1,6221 '1 Finnsktmark 1,8718 1,8773 2,0650 1 Franskur franki 1,4292 1,4334 1,5767 1 Beig. franki 0,2136 0,2142 0,2356 1 Svissn. franki 4,5416 4,5549 5,0103 1 Hollenzk florina 3,2861 3,2957 3,6252 1 V.*þýzkt mark 3,6140 3,6246 3,9870 1 Itötsk iita ! 0,00678 0,00680 0,00748 1 Austurr. Sch. 0,5158 0,5173 0,5690 1 Portug. Escudo 0,1248 0,1252 0,1377 1 Spánskurpesetí 0,0840 0,0842 0,09262 1 Japanskt yen 0,03727 0,03738 0,04111 1 irskt Dund 12,883 12,921 14,213 8DR (sérstök 9,5118 9,5396 dráttarréttíndi) 01/09 Simsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.