Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1981, Blaðsíða 2
2
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981.
DV leitaði til nokkurra valinkunnra manna og lagði fyrir þá spuminguna:
Hvað er þér minnisstæðast
fráárinu 1981 — og hvað er
þér efst í huga á nýju ári?
Óli H. Þórflarson, framkvæmdastjóri
Umferöarráös.
Óli H. Þórðarson:
Skora á lands*
menn að nota
bílbeltin
„Það er að sjálfsögðu margs að
minnast og margra að minnast. En ef
ég takmarka svarið við starf mitt er mér
minnisstæðust sú þjóðargjöf sem al-
þingismenn færðu landsmönnum sl.
vor, en þar á ég við lög um skyldu-
notkun bílbelta.
Um áramótin er mér hins vegar efst í
huga hvað margir hafa ekki enn tekið
umbúðirnar utan af þessari gjöf og eru
þar af leiðandi ekki farnir að njóta
hennar. Um leið og ég skora á lands-
menn að strengja þess nú heit um ára-
mótin að byrja að nota bílbeltin, óska
ég fólki til sjávar og sveita betri um-
ferðar á komandi ári,” sagði Óli H.
Þórðarson, framkvæmdastjóri
Umferðarráðs.
-KMU.
Þórir Helgason:
Möguleiki á að
dragaúrtíðni
sykursýki
„Litið í fljótheitum í eigin barm eru
mér í fyrsta lagi minnisstæðar rann-
sóknir okkar Magnúsar Jónassonar á
insúlínháðri sykursýki, sem leitt hafa
til sterkrar tilgátu um orsakir sjúk-.
dómsins.
í öðru lagi vil ég nefna bjartsýni á
að dýratilraunir mínar í samvinnu við
skozka starfsbræður megi staðfesta til-
gátuna, en við það opnast m.a. mögu-
leiki á að draga úr tíðni þessa alvarlega
sjúkdóms.
Efst í huga mínum fyrir árið 1982 er
þó sú von að mönnunum auðnist að ná
skrefi framar í að lifa í sátt og sam-
lyndi,” sagði Þórir Helgason yfir-
Iæknir.
-KMU.
Þórir Helgason yfirlæknir.
Sigurður Helgason, forstjóri.
SigurðurHelgason:
Það tókst með
sameiginlegu
afli
,,Það sem mér er eftirminnilegast frá
árinu sem er að líða, er að ég tel að við
höfum náð því takmarki að rétta Flug-
leiðir við eftir þær ófarir sem félagið
varð fyrir á árunum 1979 og 1980.”
sagði Sigurður Helgason, forstjóri.
„Það tókst með sameiginlegu afli
starfsfólks og stjórnenda þrátt fyrir
utanaðkomandi efnahagsörðugleika,
sem við réðum ekki við.
Áframhaldandi efnahagsörðugleikar
í hinum vestræna heimi, gera útlitið
allt annað en bjart á nýja árinu en ég
ber þá von í brjósti að við komumst
samt áfram áleiðis að settu marki”.
-KLP-
Guðjón Petersen:
Ferðum
hálendið
„Úr einkalífinu verða mér minnis-
stæðastir þeir dagar, sem við hjónin
áttum í sumar á ferð okkar um hálendi
landsins. Á starfsvettvangi sú jákvæða
stefnubreyting, sem orðið hefur hjá Al-
þingi varðandi almannavarnir lands-
manna og enn er fylgt betur eftir á
næstaári.
Ósk mín til næsta árs er að þær
viðsjár sem nú eru uppi í heiminum
megi hjaðna að óskir friðarsinna megi
rætast um allan heim, hvaða þjóð-
félagsskipan sem þeir annars aðhyllast.
Og að lokum að íslendingum megi
auðnast að tryggja, svo sem kostur er,
öryggi sitt gegn þeim ógnum sem þeir
hafa ekki vald til að kveða niður,”
sagði Guðjón Petersen, framkvæmda-
stjóri Almannavarna ríkisins.
-KMU.
Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri
Almannavarna.
Sandkorn
Sandkorn
Sandkorn
Mmgnmo M&nhkmSóttk þykfr
tkrffa djarfar sögur.
ff
Vot" framtíð
ungu höfundanna
Mörgum bókaunnendum
finnst yrkisefni ungu rit-
höfundanna nú á dögum
heldur verið tekið að þynnast.
Eru það mest Iffsreynslusögur
af einu eða öðru tagi og mó
þvi til stuflnings nefna bækur
á borð við Söguna um Þráin
og Sæta stráka. Hefur verið
haft á orði að heldur séu
lýsingar af holdlegum sam-
skiptum djarfar nokkuð.
Þykir ennfremur sem framtfð
þessara höfunda sé hvorki
björt né svört. . . heldur vot
i meira lagi.
Alfir rððnir ó
stundinni
Heimildir herma nú að eftir
brunann sem varð hjá KEA
fyrr á árinu, séu allir þeir er
voga sér inn fyrir dyr
fyrirtækisins ráðnir á staðn-
um — án tiiits til hvort þeir
séu f atvinnuleit efla ekki. Er
það gert til þess að koma í veg
fyrir frekari bruna af völdum
fólks, sem synjað var um
vinnu.
Trésmiðurinn
sem varð að
söngvara
Mönnum verður ýmislegt á í
skammdeginu. íþróttafrétta-
ritari Timans fór nokkuð flatt
á því fyrir jólin er hann
greindi frá þvi að Þorvaldur
Geirsson gæti ekki gefið kost
á sér i landsliðið f körfuknatt-
leik vegna anna f íslenzku ó-
perunni. Var Þorvaldur
sagður önnum kafinn vifl
söng. Hið rétta er að Þor-
valdur vann ötullega við að
breyta sviðinu i Gamla Biói i
starfi sinu sem trésmiður. En í
óperunni var þetta nú samt. Í
framhjáhlaupi má bæta því
við að kunnugir telja að Þor-
valdur sé ekki i hópi lagviss-
ustu manna hérlendis.
FramsðknaFráð-
herrarnir allir í
Höllina
Almenningur hefur tekið
eftir því afl ráðherrar
Framsóknarflokksins hafa
sótt alla þá leiki er þeir hafa
getað að undanförnu i Laug'-
ardalshöllinni. Gildir þá einu
hvort um landsleiki eða bara
venjulega 1. deildarleiki er að
ræða. Höllin er nefnilega eini
staðurinn i bænum, þar sem
þeir geta horft upp á niður-
talninguna (á veggklukkunni)
i raun.
Tvmthðnnm tfðtm&ruuJólasvmlnm. *mm
•nt í fnrt Yttr hátíómmnr.
Eins lykt og af
honum pabba
Fyrirtæki eitt hér í bæ
efndi fyrir jólin tii fagnaðar
fyrir börn starfsmannanna.
Varð það að ráði að starfs-
mennirnir sæju um hlutverk
jólasveinanna. Fyrir starfann
hlutu þeir afl launum flösku
af viskíi hver.
Eitthvað dróst það á
langinn að til þeirra þáttar
kæmi á skemmtuninni svo
þeir tóku til við að súpa
léttilega á drykknum. Var það
þó ekki svo mikið
að skaði yrfli af.
Hændust börnin mjög að
jólasveinunum, sem voru í
sinu allra bezta skapi. Það
vakti hins vegar feikilega
kátínu þegar ein litla stúlkan
hljóp, sem fætur toguðu til
mömmu sinnar eftir að hafa
setiö á armi jólasveinsins og
sagfli:
— Mamma, mamma. Þaö
var aiveg eins lykt af jóla-
sveininum og er stundum af
pabba.
Tafið fram undir
morgun
Viðskiptavinir Hagkaups
tóku rösklega tíl hendinni
fyrir jólin og var gifurieg ös í
verzluninni. Var peninga-
streymiö að sögn slíkt, að
starfsfólk vakti í einni strik-
lotu til klukkan sex á
aöfangadagsmorgun við
talningu. Er létt að gera sér i
hugarlund hvernig ástandið
hefði verið ef gamla myntin
hefðl enn veriö i umferfl. Er
hætt vlð að jólin hefðu orðið
i seinna lagi.
Siguröur Sverrisson.
Sr. Ólafur Skúlason dómprófastur.
Sr.ÓlafurSkúlason:
Tvö bama-
börn með 3ja
vikna millibili
„Mér finnst viðburðir ársins, sem er
að kveðja okkur, staðfesta það enn
frekar að þeir sem beita vopnum til að
ná fram vilja sínum, eru slegnir blindni
og taumlausum hroka. Virðist það eiga
jafnt við einstaklinga sem þjóðir.
Við sjáum þetta í árásunum á Banda-
ríkjaforseta og páfann, morðinu á
Sadat og frelsissviptingunni í Póllandi
og kúguninni sem þar ríkir.
Ef við lítum nær svolítið og það sem
snertir sjálfan mig sérstaklega, þá hygg
ég að það verði tvennt sem ævinlega
verði tengt árinu 1981 í huga mér.
Annars vegar allskyns furðufyrirbæri
eftir biskupskjörið í sumar og hins
vegar hin mikla gleði að eignast fyrstu
tvö barnabörnin með þriggja vikna
millibili,” sagði sr. Ólafur Skúlason
dómprófastur. -KMU.
Jón Skúlason póst- og símamálastjóri.
JénSkúlason:
Sjálfvirkur
sími ísveit-
ir landsins
„Ég vil nú bara svara þessu frá sjón-
armiði manns, sem vinnur hjá Pósti og
síma. Lögin um að koma sjálfvirkum
síma í allar sveitir landsins á næstu
fimm árum verða mér þá líklega minn-
isstæðust.
Á næsta ári fær póststofan mjög
endurbætt húsnæði. Það er mér ofar-
lega í huga því vinnuaðstaðan er langt
frá því að vera boðleg,” sagði Jón
Skúlason, póst- og símamálastjóri.
-KMU.