Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1983, Qupperneq 6
6 DV. MÁNUDAGUR 9. MAl 1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Komið sem fyllti mælinn — offramleiösla á eggjum Frá fundi með talsmönnúm um eggjasölusamlag. Á myndinni eru Guömundur Stefánsson, Ingi Tryggvason, Jón Gislason, Guðbjörn Guðbjörasson og Jón Guömundsson. DV-mynd: GVA „Okkur hefur fundist margt í umræðummanna undanfarnar vikur byggjast á misskilningi og jafnvel vanþekkingu,” sagði Guðmundur Stefánsson, starfsmaöur Stéttar- sambands bænda, á blaðamanna- fundi sem boðað var til nýlega.” Og við álítum aö okkar sjónarmið hafi orðið útundan, viljum því ráða bót á því.” Boðað var til þessa fundar með formanni Stéttarsambandsins, starfsmönnum þess og þrem nefndarmönnum úr fimm manna nefnd á vegum Sambands eggja- framleiðenda. Umræöuefnið var meðal annars stofnun eggjasölusam- lags og dreifingarstöðvar. „Skoðanir hafa verið skiptar um hvort stigið sé framfaraspor með stofnun dreifingarstöðvar,” sagði Ingi Tryggvason, formaöur Stéttar- sambands bænda. ,,Ég get sagt það sem mína persónulegu skoðun og hún ætti ekki að koma á óvart, aö ég held að það sé eölilegt, bæði fyrir framleiðendur og neytendur, að það sé skipulag á framleiðslu og sölu þessara matvæla. Og ég tel að það eigi að gerast meö þeim hætti að framleiðendur geti rekiö bú sín og fengið eðlileg laun fyrir vinnu sína. Sömuleiðis að neytendur fái vöruna á sannviröi.” Komiö sem fyllti mælinn, sögðu menn, var offramleiðsla sem varð á eggjum sumarið 1982 og þau niöur- boö sem fylgdu í kjölfarið. Félagsfundur var haldinn í Sambandi eggjaframleiðenda þann 4. febrúar sl. og þar kosinn fimm manna nefnd til að fylgja eftir til- lögum sem samþykktar voru á fund- inum. 1 þeim tillögum segir meðal annars aö Samband eggjaframleiðenda óski eftir við Framleiðsluráð landbún- aðarins að það taki aö sér veröskrán- ingu á eggjum samkvæmt heimild í 45 gr. laga um Framleiösluráð og hafi um hana fullt samráð við Samband eggjaframleiöenda. Einnig aö komið skuli á stjómun á framleiðslu á eggjum, sem miðist við að fuUnægja eftirspurn þeirri sem fyrir hendi er í landinu og tryggð eðUleg afkoma vísitölubús. Eggja- framleiðsla verði bundin fram- leiösluleyfum. Og að S.E. komi á félagsbundinni sölu og dreifingu á eggjum og jafn- framtaðóskað verði eftir við Fram- leiðsluráð að það veiti f járframlag tU stofnunar dreifingarstöðvar, sam- kvæmt fyrri ákvörðun 1980. Síðan þessar tUlögur voru sam- þykktar á félagsfundi hefur verið rætt um og reyndar samþykkt að veita einum aðila heildsöluleyfi. Aðrir hafa ekki sótt um slíkt leyfi. Þeir sem mest tala um einokunar- sölu bera gjarnan fyrir sig 36. grein Framleiðsluráöslaganna. I henni kemur fram aö Framleiðsluráöi sé heimUt að viöurkenna Sölufélag garðyrkjumanna sem sölufélag ylræktarbænda og Samband eggja- framleiðenda sem sölufélag eggja- framleiðenda. Þegar þessi viðurkenning hafi orðið sé öörum óheimilt að selja þessar vörur í heUdsölu nema meö leyfi Framleiösluráðs. Viðstaddir forsvarsmenn á fund- inum töldu aö eggjaverö ætti að lækka með breyttri tUhögun, meðal annars vegna þess aö dreifingar- kostnaður ætti að geta orðið lægri. Einnig að öflugt gæðaeftirlit og heilbrigðisskoðun væri sjálfsögð krafa sem framleiöendur verða og vilja viðurkenna. Meö stofnun eggja- sölusamlags yröi stigiö stórt skref í rétta átt. I máli þremenninganna úr Samlagi eggjaframleiðenda, sem. fundinn sátu, kom fram aö skoöana- könnun muni fara fram meðal félagsmanna áður en málið verði fastsett. Þeir upplýstu að fjórir eggja- bændur á landinu hefðu samtals um 108 þúsund hænsn, en tuttugu og þrír væru meö um 104 þúsund. Meðaltal hænsna í síðari hópnum er um f jögur þúsund á bú, sem er viðmiöun um vísitölubú. Um 58 þúsund varphænur eru síðan í búum 119 fiöurbænda. Meðaltal á þeim búum er um 500 hænsn. Sagði einn framleiðandinn að um 60 þúsund varphænum væri ofaukiö í landinu. Því má við þetta bæta að aörir framleiðendur eggja en þeir sem 'fylgjandi eru þessum hugmyndum nefndarinnar um heildsöludreifingu, hafa sótt um leyfi til slíkrar sjálfir, í samkeppni við aðra. -ÞG. KANNAST QNHVER VIÐÞETTA? Anna kom með þetta umslag til okkar. Hafði hún fundið það við tiitekt í skáp á dögunum. I því reynd- ist vera duft sem sagt var á umbúð- um aö ráðlegt væri að setja meö þvottaduftinu í þvottavélina. Þá yröi hvíti þvotturinn hvítari og sá misliti skærari á litinn. Anna ákvaðaðprófa hvort rétt væri. Og eftir tilraunina sagðist hún hafa verið ánægðari með þvottinn en nokkru sinni. Skærlitir bolir hefðu orðið eins og nýir og hvítarskyrtur glampandi hvítar. En gallinn var sá að hún mundi ekkert hvar hún hafði fengið þetta undraefni. Taldi þaö hugsanlega hafa verið í þvottaefnispakka sem hún keypti, jafnvel fyrir mörgum árum. En hún vildi endiiega komast yfir meira af þessu ef unnt væri og bað Neytendasíðuna að lýsa eftir þessu. Tösasues sammen med vaskepulver Þeir sem kannast viö efnið eru því hér meö beðnir að hafa samband. Eftir umbúðunum aö dæma'er þetta danskt. -DS. Ef veður hamlar fór — hvaða reglur gilda þá um launagreiðslur? Á liönum vetri hafa veður og sam- ýmsar skyldur verið lagðar á hvort þeir komast til vinnu eða ekki. gönguerfiðleikar oft hamlað því að starfsmenn kæmust til vinnu. Vinnu- veitendasambandinu hafa því borist óvenju margar fyrirspumir um Iaunagreiðslur í slíkum tilvikum. I nýútkomnum Tíðindum VSI er gerð grein fyrir þeim meginsjónar- miöum sem gilda. Þar segir meðal annars: Samband launþega og vinnuveitenda, líkt og mörg önnur samningssambönd, leggur gagn- kvæma skyldu á aðila. Launþeginn lofast til að láta vinnu- veitandanum vinnuframlag sitt í té og vinnuveitandinn undirgengst að greiða laun fyrir vinnuna. Launin eru þannig endurgjald fyrir vinnu og greiðast ekki nema vinnan sé látin í té. Samband launþega og vinnuveit- anda er því aö þessu leyti hiö sama og samband seljanda og kaupanda; kaupandi greiðir því aðeins kaup- i verð hlutar að seljandi afhendi. En samband launþega og atvinnurek- anda er flóknara en þetta því að með lögum og kjarasamningum hafa atvinnurekendur, sem meðal annars fela í sér frávik frá framangreindum sjónarmiðum um framlag og endur- gjald. Þannig eru ýmist í lögum eða kjarasamningum ákvæði, sem í afmörkuöum tilvikum skylda atvinnurekanda til að greiöa laun, án þess að vinnuframlag komi þar beinlínis á móti. Gleggstu dæmin af þessu tagi eru ákvæði laga og samn- inga um1 laun í orlofi og í forföllum vegna veikinda og slysa. — Engin ákvæði í lögum eða samningum Hvað sérstaklega varöar það tilvik aö starfsmenn komist ekki til vinnu vegna veöurs eöa ófæröar, þá eru engin ákvæði í lögum eöa samn- ingum sem mæla fyrir um launa- greiðslur þeim til handa í slíkum tilvikum. Einstakir starfsmenn bera því sjálfir áhættuna af því, hvort þeir geti staðið skil á vinnuframlagi sínu, Starfsmenn bera þannig ábyrgð á samningsefndum af sinni hálfu í þessu efni, með sama hætti og selj- andi vöru ábyrgist afhendingu hennar. Á öllum meginreglum eru til undantekningar og svo er einnig um þessa. Ef talið veröur aö vinnuveit- andi hafi tekið á sig áhættuna af ófærð eða öðrum líkum tálmunum, til dæmis með því að ábyrgjast flutn- ing á starfsmönnum. Slík tilvik verður að skoða hvert fyrir sig, segir í Tíðindum VFS. Og ennfremur er vakin athygli á því að forföll starfs- manns vegna veðurs eða ófærðar eða annarra sambærilegra tilvika, sem gera honum ókleift að koma til vinnu, sem eru svokölluð „lögmæt forföll”. I því felst að það er starfs- manni vítalaust að koma ekki til vinnu við slíkar aðstæður. Hins vegar felst engin viðurkenning á greiösluskyldu í hugtakinu „lögmæt forföll’. Um það gilda aðrar reglur, svo sem aö framan er rakið. Gagnrýni á auglýsingar DAS: VARA SELD Á FÖLSK- UM FORSENDUM? Hrafn Bachmann kaupmaður hringdi: Mig langar að fetta fingur út í auglýsingar happdrættis DAS að undanförnu. Mér finnst meö þeim sé verið að auglýsa vöru á fölskum for- sendum. Auglýst er að menn geti feng- iö einbýlishús að verðmæti 1,5 milljón krónur í vinning, íbúð að verðmæti 400 þúsund og bíla að verðmæti 75 þúsund. Þegar ljóst er að eftir ár, þegar „hús- ið” verður dregið út, verður í mesta lagi hægt að fá litla tveggja herbergja íbúð fyrir þessa peninga. Ekkert hús er einu sinni hægt að fá núna fyrir þetta fé. Ekki er heldur hægt að fá íbúö fyrir 400 þúsund eða bíl fyrir 75 þúsund. Það nægir svona rétt fyrir dekkjunum og þá er allt hitt eftir. Eg fékk hálfgert hótunarbréf þegar ég seldi egg og auglýst hafði verið aö gullhringur væri í einum eggjabakkanna. Mér var til- kynnt að ef ég hætti ekki að auglýsa á þennan hátt yrði ég kæröur til rann- sóknarlögreglunnar. En þessar auglýsingar happdrættisins, sem mér finnst vera mun meira villandi og til þess fallnar að slá ryki í augum fólks, fá að birtast hvað eftir annað án af- skipta. Þetta er ekki rétt. Eg tek það fram að mér finnst málstaðurinn góð- ur og kaupi ævinlega miða í happdrætt- inu. En þó að málstaður sé góður ætti mönnum ekki aö leyfast hváð sem er í auglýsingu. Kristjana Jónsdóttir varö fyrir svörum hjá happdrætti DAS. Henni fannst alls ekkert rangt við það að auglýsa á þann hátt sem gert hefur verið. Alltaf verið tekin fram upphæð vinnings þannig aö fólk sæi nákvæm- lega hvaö við væri átt. Veröbólgan á þessu landi væri líka þannig að það sem auglýst væri sem íbúöarvinningur í upphafi árs nægði engan veginn fyrir íbúð í árslok. Þegar henni var bent á það að ekki batnaði dæmið við það að vinningurinn nægðiekki einu sinni fyrii' Stnaxí fvrsta flokki Þann 4. maí verða dregn ir út vinningar að verð- mæti 2.921.000 krónur. % 50 husbunað«rvinningar á 7 500 kr hvw og 514 húsbunaðarvinmngar * \ 500 kr hvcr ÍBÚDA, VINNING^ftp*^^! FERDA VINNINQM Enfe -4. • æÍNAKA® MIDI ER MÖGULEIKI 1 Sala og endurnýjun /ðKl / N N stendur yfir V[S| V A v37 HAPPDRÆTTI 83-84 íbúð í ársbyrjun,viðurkenndi hún það, en benti jafnframt á að ætlast væri til þess að vinningurinn væri notaður upp í þá upphæð sem greiða þyrfti fyrir við- komandi hlut. Til dæmis væri hægt að nota peningaupphæð, sem ætluö væri til íbúðakaupa, til viðhalds á íbúð. I rauninni er þaö svo aö eyða má vinningsupphæðinni í hvað sem er. Að- eins verður að framvísa reikningum. Ég spuröi Kristjönu hví ekki væri þá auglýst einfaldlega: Vinningur að eig- in vali fyrir þessa og þessa upphæð. Hún sagði aö ástæöan væri sú að þá yrðu auglýsingamar svo leiöinlegar og allar eins. Þeir sem settu upp vinn- ingaskrána heföu því viljaö fara þessa leið. Reynt væri aö gera auglýsingarn- ar skemmtilegar með því að nefna dæmi þess hversu einn vinningur gæti breytt miklu fyrir þann sem hann fengi. -DS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.