Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Qupperneq 9
DV. MIÐVIKUDAGUR14. DESEMBER1983.
9
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
WALESA STEFNT
TIL SAKSÓKNARA
Lech Walesa hefur veriö boöaður til
yfirheyrslu hjá ríkissaksóknara í
Gdansk í dag. Ekki var þess getiö í
stefnunni af hvaða ástæöum en stefnan
beiö þeirra hjóna Lech og Danutu
þegar þau komu heim til Gdansk í gær.
Umsjón:
Guðmundur
Pétursson
Herdís
Þorgeirsdóttir
Skriftafaöir Walesa, séra Henryk
Jankowski, sagöi blaðamönnum í gær
að þau hjón heföu verið tafin af
lögreglunni í tvær klukkustundir á
heimleiöinni. Bifreið þeirra var marg-
sinnis stöövuö viö vegatálma og allir í
bifreiðinni drifnir á lögreglustöð í einu
tilvikinu. Gaumgæfileg leit var gerö í
bifreiöinni aö segulbandsupptökum
þegar þau óku um bæinn Lodz.
Prestur einn í Varsjá, sem haldiö
hefur uppi opinskárri gagnrýni á
kommúnisma, var haföur í haldi í tvo
sólarhringa eftir húsleit heima hjá
honum. Honum var sleppt í gær. Sagt
var aö fundist heföu í íbúð hans skjöl og
fleira sem prestar heföu venjulegast
ekki undir höndum. Ekki var þaö
tilgreint nánar.
Prestur þessi er einn af nokkrum
klerkum sem sæta rannsókn vegna
stuönings við hina óháöu verkalýðs-
hreyfingu.
John Glenn getur ekki gert sér vonir
um mörg atkvæöi kynvilltra í Banda-
ríkjunum eftir að hafa sagt þá ekki
hæfa til margra starfa eins og kennslu.
Jólamarkadur
Kerti, sælgæti,
búsáhöld, leikföng
og gjafavörur
Vörumarkaðurinn hf.
EIÐISTORG111 ARMULA 1a
GLENN EKKI
UPP Á PALL-
BORÐIÐ HJÁ
KYNVILLTUM
Átta talsmenn fyrir réttindum
kynvilltra gengu snúöugt út af fundi
meö John Glenn, einu framboðsefna
demókrata, eftir aö hann í gær neitaði
aö veita stuöning tilraunum til aö
koma á nýjum Iögum um aukin rétt-
indi kynvilltra.
Þeir höfðu óskaö fundarins eftir aö
Glenn hafði á blaðamannafundi látiö
svo ummælt aö hann áliti kynvillta
ekki hæfa til að gegna sumum störfum.
Þar var tilgreind kennsla, herþjónusta
og njósnir.
Glenn er sá eini af framboðsefnun-
um sem ekki styöur viöleitni er hafin
er til þess aö breyta mannréttinda-
lögunum á þann veg aö þau banni mis-
rétti byggt á tilhneigingum fólks í kyn-
lífi.
FÁ AÐ FARA
FRÁ KUWAIT
Þaö er búist viö því að yfirvöld í
Kuwait aflétti ferðabanninu sem sett
var á ýmsa erlenda gesti frá Asíu og
Austurlöndum nær eftir hryðjuverkin
þarífyrradag.
Palestínuaröbum, Irökum, Irönum,
Jórdönum, Líbönum og Sýrlendingum
aöallega var meinað aö yfirgefa land
fyrst eftir sprengitilræöin í fyrradag
sem kostuöu 7 menn lífiö og skildu 62
eftirsæröa.
Yfirvöld eru litlu nær um hverjir
tilræöismennirnir hafi verið en fyrir
liggur yfirlýsing frá samtökum sem
kalla sig „Heilagt stríö” um aö tilræðið
hafi verið á þeirra vegum.
w^RFRÉTT
t3P^C\RRf//Z7Æ7
TÖLVA FYRIR HEIMILI OG FYRIRTÆKI
NÝJA EINKATÖLVAN SEM ÞÚ ÞRÓAST MEÐ ÁTÖLVUÖLD
SV 318 EINKATÖLVA, 32K ROM, 32K RAM, KR. 10.800,
3V 328 EINKATOLVA, 48K ROM, 80K RAM, KR. 16.800,-
ÖRTÖLVArZ80AÁ
3,6 MHZ.
LESMINNI:
32 K (ROM), / stækkanleg í 144K.
1. SUPER EXTENDEO MICROSOFT MSX/BASIC/
16,8 TÖLVUSTAFA NÁKVÆMNI.
VIÐBÓTARSKIPANIR, T.D. merge, width, tron, troff, beep,
sound, swap, wait, erase, def usr o.fl.
REIKNIAÐGERÐIR, T.D. mod, xor, or, eqv, imp, hex$ o.fl.
11 TÓNSKIPANIR (3 tónrásir 8 oct á rás).
14 GRAFÍSKAR SKIPANIR; t.d. draw, circle, o.fl.
16 LITIR (256 x 192punktar).
2. RITVINNSLUFORRIT.
3. SAMSKIPTAFORRIT við aðrar tölvur og tölvubanka.
4. CP/M STÝRIKERFIII! sem veitir aðgang að CPM forritum.
Miklir möguleikar, t.d. í viðskiptalífinu.
VINNSLUMINNI:
80K (64K RAM 16K VIDEO).
JADARTÆKI:
Diskettu-drif, kassettu-drif, prentari, skjáir, coleco-
vicion leiktengi.
TENGI:
Centronics, RS 323, leikstýringar, sími, RF, video,
grafik-bretti o.fl.
FORRIT:
Fyrir CP/M: Spectra spread sheeth TH, multiplan,
multitool og bókhaldsforrit, 17 spectravideo-leikir
og 13 heimilisforrit.
MSX:
Framtiðarstaðall fyrir Mikrotölvur samþykktur af
fjölda framleiðenda.
TÖLVAN SEM ÞÚ KEMST EKKI HJÁ AÐ SKOÐA;
LAUGAVEGI 89, SÍM113008.