Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Síða 17
DV.'KIIÐVIKUÐ'AGUR 34/D BSBMBER iM63n 17 Lesendur Lesendur Jólin eru hátíO bamanna, eyOilegg}um þau ekklmeO vimuefnum. VÍMUEFNA- LAUSJÓL Árni Helgason skrifar: Jólin eru í aðsigi. I svartasta skarnmdeginu#ru þau okkur sá sólar- geisli sem vert er aö hlúa að. Njóta hans sér og sínum til heilla. Jólin boða friðá jörðu. Allt þaö besta í mannlegu eöli kemur skýrast fram á jólunum. Við jólabirt- una hlýnar jafnvel harður hugur og jólaljósin veröa okkur aflvaki til betra hugarfars. Á jólunum reynir hver eftir sinni bestu getu að útiloka myrkrið og kuld- ann. öll óhreinindi eru f jarlægð. Birt- an er í öndvegi. En hvers vegna ekki áf ram eftir jólin? Á tímum jóla, yls og birtu, höfum við mennirnir ekkert við vímuefni að gera. Þurfum ekki aö skemma þá guðsi- mynd sem hann í öndverðu gaf mann- inum. Ég get ekki orða bundist þegar ég sé áfengi og önnur vímuefni leggjast á heimili á jólum með sínum þunga. Við kaupum jólagjafir til að gleðja og er allt gott um það að segja, þær setja sinn svip á. Qn svo kaupa margir áfengi og þá fer nú oftast vitiö út, og bragurinn sem þá kemur inn í jólagleð- ina er ófagur. Það er talað um skemmtun í sam- bandi viö áfengi. Hana sjá allsgáðir ekki. En ég hefi séö jólagleöi bæði bama og fullorðinna gjöreyöilagöa með vímuefnum. Ljót orð í stað sálma, grát í staö gleði. Þetta má ekki koma fyrir. Og hugsa sér að kaupa allan þennan dýra ófagnað aöeins sér og sínum til bölvunar. Þess ætlaðist Kristur þó sannarlega ekki til. Jólin eru í nánd. Besta kjarabótin nú og alla tima er að fjarlægja öll vimuefni og hreinsa heimilin af öllum saurugleik í hvaða mynd sem er. Heil- brigt h'f, heilbrigð sál í hraustum hkama á að vera aðall hvers Islend- ings. Höfnum á þessum jólum og alla tíma allri vímu. Verum eöhleg eins og guð hefir gert okkur. Verum sönn jólabörn. ÞAKKIR FYRIR EINSTÆÐAN TÓNUS1ARVIDBURD Ingibjörg Pálsdóttir, formaður Tónlistarskóla Vestur-Húnavatns- sýslu, skrlfar: Þann 8. október sl. var haldinn dans- leikur i Félagsheimilinu á Hvamms- tanga. Dansleikur þessi var einstæður atburður í tónhstarlífi hér um slóöir að því leyti að um tónhstina sáu lands- kunnir tónUstarmenn er aUir gáfu vmnusina. Þessir menn voru þeir Steinþór Steingrímsson píanóleikari (sem var upphafsmaður að þessari uppákomu), Grettir Björnsson harmóníkuleikari Rúnar Georgsson saxófónleikari, Gunnar Pálsson bassaleikari og Guöjón Pálsson píanóleikari sem er skólastjóri Tónlistarskóla Vestur- Húnavatnssýslu. Auk þeirra léku með í þessu bandi Axel Sigurgeirsson frá Bjargi á trommur og Marinó Björns- son á Laugabakka á bassa. Einnig þeir gáfu vinnusína. ÖUum þessum heiðursmönnum þakka ég af alhug þann höfðingsskap, sem þeir sýna skólanum með þessu framlagi sínu. Mér og fjölmörgum öðrum samkomugestum verður hin frábæra tónlist þessa kvölds lengi minnisstæð. Einnig þakka ég samkomugestum og starfsfólki þeirra þátt í samkomunni. í f löskustærðum 0,251. og 1 lítri Látið bragðið ráða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.