Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Side 20
r&1 'ivmzrMJ ,víO/.aTí3.S! w . -xi DV. MIÐVIKUDAGUR14. DESEMBER1983. 20 Sveinn Pétursson á skrifstofu sinni i Hamborg. DV-myndir Hans Sœtran. Sóð yfir skrifstofu Hafskips i Hamborg. Litið inn á skrifstofu Hafskips íHamborg: „VID ERUM OPIN í BÁBA ENDA” Skrifstofan var formlega opnuð 1. apríl 1983 og fyrsta skipiö, MS Rangá, afgreiddum við örfáum dög- um síðar, sagöi Sveinn Pétursson forstjóri Hafskips í Hamborg þegar DV var þar í heimsókn fyrir skömmu. Þá hafði undirbúningur staðiö i um 2 ár, fyrst unnu starfs- menn Hafskips á Islandi með erl. markaösráðgjöfum að gagnasöfnun og 1. október 1982 hóf markaösstjóri Hafskips í Evrópu, meö aðsetur hjá þáverandi umboösaðila fyrirtækisins í Hamborg, fullan undirbúning á staðnum þar til skrifstofan var svo opnuð. Þá var um leið bundinn endi á umboösþjónustu erlends aðila fyrir Hafskip í Hamborg sl. 25 ár, enda er það stefna fyrirtækisins aö fækka milliliöum eins og hægt er, og að Haf- skip sjái sjálft um málefni sín eftir megni, sjáifum sér og þjóöarhag til hagsbóta. Lægra verð Þegar hefur ýmislegt áunnist t.d. að lækka rekstrarkostnað, sem að sjálfsögöu hjálpar til við lækkun söluverðs innfluttrar vöru til Islands, og svo er það og hagstæðara að t.d. markaðsöflun og kynning sé unnin af landsmönnum sjálfum. Meðal nýjunga þjónustunnar í Hamborg má nefna aö nú annast Hafskip í Hamborg frágang pappíra, og aðstoð er veitt í markaðsleiðum; bæði eru innflytjendur aðstoðaöir við upplýsingaöflun markaðsmála og svo er leitað markaða fyrir út- flytjendur. „Við erum eiginlega opin í báða enda, inn- og úthverf í einu,” sagði Sveinn og hló viö. „Þá hefur Hafskip í Hamborg sýnt aðstoð við ungt fólk til aö afla sér þekkingar erlendis; sl. sumar vann ungur Islendingur á skrifstofunni í 3 mánuöi.” Ástæðuna sagði Sveinn: „Viö upplýsum og sýnum í verki þá skoðun okkar hversu mikils virði það er Islendingum aö þeir afli sér sem víðtækastrar þekkingar á eigin málefnum.” Skip Hafskips koma vikulega til Hamborgar og að jafnaði er losað og lestað um 700 tonnum af alls kyns vamingi. Aðallega er þaö kísilgúr sem kemur frá Islandi og síðan dreift áfram til Mið-Evrópu og svo ísaður ferskur fiskur í gámum, beint úr bátunum á Islandi á eri. neyslu- markaö. Til Islands er lestað alls konar neyslu- og munaðarvamingi frá öllum heimshornum, enda er Hamborg einhver þýðingarmesta höfnin í Evrópu, þó í haröri sam- keppni við Rotterdam en þar mun Hafskip einnig opna eigin skrifstofu innan tíðar. Hamborg, aðalhöfn Hafskips erlendis Hamborg er fýrsti viðkomustaður skipanna frá Islandi en um 80% flutningsins fer til Hamborgar, sem er langviðamesta höfn Hafskips erlendis. Losun og lestun tekur 1 dag og síðan halda skipin áfram til Rotterdam, Antwerpen og Ipswich áður en snúiö er heimleiðis aftur, en þangað er komið eftir 12 daga úthald. Sveinn hefur unnið hjá Hafskip í 14 ár, byrjaði sem háseti, varð svo loftskeytamaður (sá síðasti hjá Haf- skip) og eftir að hann fór í land 1973 hefur hann unnið í ýmsum deildum fyrirtækisins þar til nann kom til Hamborgar. Aöspurður sagöi Sveinn að sér þætti mjög gott að vinna í Þýska- landi; engir tveir dagar væru eins og „maður er alltaf að Iæra eitthvað nýtt”. Það væri áhugavert aö komast aö því alltaf á ný hvernig mætti koma landinu sínu að sem bestu gagni. „Þjóðverjar komu manni hvorutveggja á óvart og ekki á óvart; t.d. hef ég sannreynt fyrri skoðun mína um hversu mikla virð- ingu Þjóðverjar bera fyrir fram- leiöslu- og útflutningsvörum sínum.” „Islenska kenningin um frekju og yfirgangssemi Þjóöverja á ekki viö rök að styðjast. Þeir eru ákveðnir í fasi og fara eins langt og þeim leyf- ist, en eru annars þægUegir í um- gengni. Almenn kurteisi og háttvísi kom líka þægUega á óvart, og svo eru þeir afskaplega löghlýðnir og umferðarmenningin er tU fyrir- myndar. Fimm á skrifstofunni Á skrifstofunni starfa samtals 5 manns, þar af er einn sem sér um undirbúning og afgreiðslu skipanna. Sveinn kvaðst ekki vera eini Islendingurinn þama á staönum; hinn íslenski starfsmaðurinn er SteUa G. Thomsen. ,,Hún er gott dæmi um Islending á erlendri grund sem vUl vinna í þágu og hag Islands. Upphaflega hóf hún störf í Hamborg hjá Loftleiðum, og sagði nú upp góðu starfi hjá erlendu fyrirtæki til að vinna að framgangi islenskra hagsmuna með Hafskipi. Hún hefur '■ reynst fyrirtækinu drjúg og er í raun- inni mín hægri hönd hérna,” sagði Sveinn. ,,Skrifstofuvinnan, burtséö frá af- greiðslu skipanna, er að mestu leyti unnin í tölvu, sem er með nýjum sér- hönnuðum útbúnaði fyrir skipa- félög, þ.e. farmskrá og bókhald. Tölvunýjungin sem verður og tekin í gagnið á öðrum erlendum skrifstof- um Hafskips hefur sparað ómælda; vinnu, en verkefnin eru mörg og því , nóg aö gera,” sagði Sveinn að lokum. -Hans Sætran. £g sé eitthvað „kómískt” við allt — stutt spjall við Jóhannes Sigurjónsson, ritstjóra Víkurblaðsins á Húsavík maður sem fyrir skömmu gerðist blaðamaður Víkurblaðsins í þriöjungi starfs. Jóhannes hefur hingað til annars skrifað blaöið að mestu sjálfur. Síðan er maöur í auglýsingum og dreifingu. — Hvernig skyldi ganga að ' láta enda ná saman? „Þetta hefur gengið þokkalega. „Við höfum sem reglu að borga allt fyrst og afgangurinn er síðan tekjumar. Styrk til útgáfunnar höfum við aldrei fengið og ekki heldur sóst eftir því.” — Þessi t léttleiki Víkurblaðsins verður líklega aö teljast nátengdur persónu þinni. Getur húmoristinn ekki setið á sér? „Eg get séð eitthvað kómískt við alla hluti og þarf að halda aftur af mér viö að skrifa ekki kómískt um allt. Sér- staklega lá viö að ég gerði það fyrst. Á síöari árum hef ég meira passað mig. Þeir sem þetta bitnaði á voru ekki ánægðir en hinir voru það náttúrlega.” — Þú færð líklega að heyra þaö stundum ef bæjarbúarnir eru ekki ánægðir meö það sem þú skrifar? ,,Já, það er hringt og maður hund- skammaður, slíkt gerist oft. Það er óskaplega erfitt að halda uppi gagn- rýni í svo litlu samfélagi. Hún er alltaf tekin sem persónuleg gagnrýni. Verst þykir manni aö ef menn eru óánægðir með eitthvað hringja þeir og skamma ritstjórann en skrifa ekki. Meira að segja hefur komið fyrir aö maður hefur skrifaö grein vísvitandi til að fá umræðu en það hefur ekki tekist. Sjálf- sagt tekur mörg ár að fá fólk til að nota blaðið á réttan hátt.” -JBH/Akureyri. Þessi svokölluöu landsmálablöðhafa á undanförnum árum stöðugt verið að sækja sig og stækka. Lengi vel voru flest þeirra litlir sneplar sem komu sjaldan út. Efnið var yfirleitt fagn- aðarerindi frá þingmanninum sem til- heyrði flokknum sem átti blaðið. Enn eru auðvitað slík fréttabréf stjórnmálaflokka gefin út en frjálsari blöðin eru þó smám saman að taka for- ystuna. Á Húsavík er eitt þessara frjálsu landsmálablaða gefið út, Víkurblaðið. Þrír menn hafa verið skráðir feður þess frá miðju ári 1979 þegar það kom fyrst út, Arnar Björnsson, Kári Kára- son og Jóhannes Sigurjónsson. Amar byrjaði sem ritstjóri en Jóhannes hefur setið í ritstjórastólnum lengst af síðan og er ábyrgðarmaður. Víkurbiaðið var í fyrstu hálfsmán- aðarblað en síðan í fyrra hefur það komið út reglulega sem vikublaö. Stærðin hefur verið 6 til 8 síöur. Blaðið er selt í áskrift og eru áskrifendur nú um 1000 talsins, um helmingur þeirra er utanbæjar. Áskriftin gefur nú um 70% af tekjun- um sem blaðiö fær en auglýsingar ráða hvort útgáfan gengur eða ekki, segir riTStJBTiim." * ----------—- Víkurblaðið flytur að sjálfeögðu einkum fréttir frá Húsavík og ná- grannabyggðum. Hvernig skyldi fólki þar hafa líkað að fá slíkan miöil? Jóhannes Sigurjónsson ritstjóri svar- aði þeirri spumingu og öðrum sem á eftir fylgdu úr ritstjórastól sinum: „Upphaflega voru menn geysilega ánægðir, það hafði ekki komiö blað út á Jóhannes Sigurjónsson er ritstjóri Víkurblaðsins og þau ár sem blaðlð hefur llfað hefur hann skrifað það að miklu ieyti! DV-mynd JBH. Húsavík síðan 1945. Menn voru þó eölilega misjafnlega ánægðir með blaðið en hins vegar held ég að allir gleðjist yfir að skuli vera gefið út blað hér.” — Er blaöið mikiö notað til skoöana- skipta meðal heimamanna? „Mér finnst að blaðið sé alltof lítill vettvangur skoðanaskipta í bænum. Þó það sé búið að koma út þessi ár, kunna menn ekki að nota sér þetta enn, finnst mér.” — Hvernig er að halda út hlutleysis- stefnu í blaöi á ekki stærri staö? „Það er ekkert á bak viö blaðið, f jár- hagslega eða af öðm tagi, og það er öllum opið til að skrifa í. Hins vegar hef ég fengið á mig alla pólitíska stimpla. Samkvæmt því er maður búinn aö styðja alla þessa pólitísku flokka.” — Engum sem les Víkurblaðiö dylst að reynt er að hafa það hressilegt og oft er vitnaö í blaðið í „sandkornum” dagblaöanna. Er léttleikinn stefna Víkurblaðsins, til dæmis í leiðurum? „Eg held að það sé ekki mótuð stefna hjá okkur aö vera léttir. En í sambandi viö leiðarana þá er maður búinn að hlusta árum saman á leiöara í útvarpi. Jú það er kannski stefna að hafa þetta ekki í þessum alvöru- þrungna stíl sem einkennir öll blöö.” — Vöxtur Víkurblaösins kemur fram í öðru en fleiri blaðsíöum og út- gáfudögum. Þorkell Bjömsson heitir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.