Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Page 21
DV. MIÐVKUDAGUR14. DESEMBER1983. 21 Ólafur Ragnarsson, Vllh jálmur Hjálmarsson lita á nýju bókina. Eysteinn í eld- línu stjórnmálanna Eysteinn — 1 eldlínu stjórnmálanna heitir bók, sem bókaútgáfan VAKA hefur sent frá sér. Bókin fjallar um ævi og störf Eysteins Jónssonar, fyrrver- andi ráöherra og formanns Fram- sóknarflokksins. Það er annar fyrrum ráðherra sem skrifað hefur bókina, Vilhjálmur Hjálmarsson, en hann hefur síöustu ár- in helgað sig ritstörfum og meðal ann- ars gefið út minningar frá ráöherratíð sinni. Að ævisögu Eysteins hefur hann unnið undanfarin tvö ár. I forlagskynningu Vöku á bókarkápu segir meöal annars: Fjöldamargt nýtt kemur fram í þessari forvitnilegu bók Vilhjálms Hjálmarssonar um ævi og störf Eysteins Jónssonar, fyrrum ráð- herra og formanns Framsóknarflokks- ins. Hér er vitnað í ýmsar heimildir, sem ekki hafa verið gerðar opinberar fyrr, svo sem gerðabækur Fram- sóknarflokksins og minnisblöð Eysteins frá ýmsum tímum. Þá varpa svör Eysteins við spurningum Vilhjálms einnig ljósi á sitt af hverju sem gerðist í stjórnmálunum á árum áöur. Hálf öld er nú liðin frá því Eysteinn settist fyrst á þing og eru þingmennska hans og ráðherradómur viðamiklir kaflar í þessari bók. Hér er þó ekki síð- ur fjallað um aðra þætti svo sem uppvaxtarár Eysteins á Djúpavogi, skólavist í Samvinnuskólanum, störf í Stjórnarráðinu, áhugamál og minnis- stæða menn og atburði. Vilhjálmur Hjálmarsson hefur ein- stakt lag á að gera frásögnina lifandi og læsilega og kryddar hana gjarnan með góöum sögum og minninga- brotum, segir á bókarkápu. Eysteinn — I eldlínu stjórnmálanna, sem er fyrri hluti ævisögu Eysteins Jónssonar, er nærri fjögur hundruð blaðsíður að stærð og prýdd miklum fjölda mynda sem margar hverjar hafa aldrei birst áður. Bókin er sett, prentuð og bundin í prentsmiðjunni Oddahf. Óiafur Jóhannesson og Dóra Guðbjartsdóttir með Ólafsbók. OLAFSBOK I bókinni eru greinar eftir ýmsa samferöamenn Olafs, og fjalla sumar þeirra um Olaf sjálfan og störf hans, en aðrar um efni úr lögfræði og samtíðarsögu, sem tengist fræða- og stjórnmálastörfum hans. Eiríkur Páls- son frá ölduhrygg skrifar um meira en hálfrar aldar kynni sín af Olafi. Jóhann Þorvaldsson segir frá því, þegar kaupfélagsstjórnin á Siglufirði reyndi að halda völdum eftir að hafa lotiö i lægra haldi á aðalfundi og hlut Olafs i lögfræðilegri lausn málsins. Dr. Ármann Snævarr ritar um lögfræðirit prófessors Olafs. Þór Vilhjálmsson skrifar um rikisréttinn, kennslugrein prófessors Olafs. Dr. Páll Sigurðsson skrifar um kennarann Olaf Jóhannes- son. Ágúst Þorvaldsson skrifar um stjórnmálaferil Olafs. Grímur Gísla- son lýsir Olafi sem þingmanni Norður- lands vestra. Stefán Guðmundsson segir frá kosningaslag. Páll Pétursson skrifar um Olaf sem samþingsmann sinn úr Norðurlandskjördæmi vestra. Viðtal er við Guðmund Benediktsson í forsætisráðuneytinu. Magnús Torfi Olafsson segir frá þætti Samtaka frjálslyndra og vinstri manna í myndun og endalokum ríkisstjórnar Olafs Jóhannessonar 1971—1974. Bogi Sigurbjörnsson skrifar um byggða- stefnu ríkisstjórnar Olafs 1971—1974. Þórarinn Þórarinsson skrifar um land- helgismálið. Viðtal er við Baldur Möll- er í dómsmálaráðuneytinu. Dr. Guð- mundur Alfreðsson skrifar um land- helgisútfærsluna 1972 og Alþjóðadóm- stólinn í Haag. Viðtal er við Þórhall Ásgeirsson í viðskiptaráðuneytinu. Dr. Jóhannes Nordal skrifar um Olaf og Seðlabankann. Halldór E. Sigurðsson skrifar um samstarf við Olaf í tveimur ríkisstjórnum. Björn Bjarnason skrifar um störf sín í stjórnarráðinu með Olafi og síðan á Morgunblaðinu. Alfreð Þorsteinsson skrifar um Olaf sem þingmann Reykvíkinga og utan- ríkisráðherra. Viðtal er við Ingva S. Ingvarsson í utanríkisráðuneytinu. Guðmundur Eiríksson skrifar um Jan Mayen-málið. Eiríkur Tómasson skrifar um löggjafarstörf Olafs á ráð- herraárum hans. Leó E. Löve segir frá kynnum sínum af Olafi, fyrst sem föður Guðbjartar vinar síns, og síðan sem vini og samherja. Olafur segir sjálfur frá bernsku sinni og skólaárum í 50 blaösíöna viðtali við Gylfa Gröndal. Rúmlega 100 ljósmyndir prýða bók- ina, sem er 519 blaösiður að stærð og kostar á almennum markaöi kr. 898. Utgefandi er Isafoldarprentsmiöja hf. 12 BÍLAR 12 VIDEOTÆKI 12 STEREO- SAMSTÆÐUR • 330 AÐRIR GÓÐIR VINNINGAR Hver er þinn lukkudagur? VERÐ KR. 300 VERÐ KR.300 366 >> V VINNINGAR M Apríl 1984 HJÚKRUNARVÖRUR lIm og lImbönd SNYRTIVÖRUR SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 ia 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Hansaplasf strips J.S. HELGASON HF. OBAGHAISI 4 HÓTELIÐ f HJARTA HÖFUÐBORGARINNAR Morgunverður og rjúkandi kaffi frá kl. 8 á hverjum morgni. HÓTELBORG VINNINGSNLMI-RIN Askrif BIRTAST DAGL.EGA í vr 270 NHimatn st, siw »no VINNINGUR DAGLEGA ALLT ÁRIÐ 1984 366 VINIMIIMGAR HEILDARVERÐMÆTI VINNINGA ER 5,5 MILLJÓN KRÓNUR. TILSÖLU í BÓKABÚÐUM PENNANS, EYMUNDSSYNI OG ÍÞRÓTTAFÉLÖGUM UM LAND ALLT VINNINGSNÚMERIN BIRTAST DAGLEGA Á BAKSÍÐU DV UPPLÝSINGAR í SÍMUM 20068 OG 81325. Ein í Hafnarfirði og ein í Kópavogi. , Tvær góðar" sameinast um að eiga nytsamar og fallegar vörur á góðu verði! önnuraf„tveim góðum"ættuað vera íieiðinni? Svart og hvítt myndarammar myndir hvítt postulin Krukkur til ýmissa nota ■---------- ' Setjarahillur, minnistöflur vegglampar smákökukrukkur Nú, það er margt annað sem „Tvær Góðar" bjóða upp á. Frístund sér um föndrið, t.d. fiit, vattkúiur, fataliti, túpuliti, o.fi. Já, það er hreint ótrúiegt úrval af föndurvörum í Frístund. Nú, ef þú þarft að fá þér hjónarúm, matborð eða eitthvert annað húsgagn þá áttu leið íSetrið. Hefurþú séð allan reyrinn í Setr- inu? Létt húsgögn úr furu og reyr. Það er okkar takmark. Gerðu þitt eigið setur með húsgögnum frá Setrinu! HÚSGÖGN 0G GJAFAVÖRUR, • A HAMRAB0RG 12 3$>EIFUJ kópavogi, SÍMI46460 Sendum ípóstkröfu FRÍSTUND, e^5 Miðvangi 41, Hafnarfirði, s. 54277.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.