Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Side 22
22
DV. MIÐVIKUDAGUR14. DESEMBER1983.
Nýtt fasteignamat:
Hækkun einstakra eigna að jafnaði 53,5 af hundraði
Nýtt fasteignarnat tók gildi 1. desem-
ber. Samkvæmt nýrri fasteignaskrá
hækkar fasteignamat einstakra eigna
til jafnaöar um 53,5 af hundraöi.
A höfuöborgarsvæöinu hækkar fast-
eignamat einstakra eigna aö meöaltali
um 57 af hundraöi en í öörum lands-
hlutum hækkar matið um 47 af hundr-
aði. Þessar tölur gefa þó einungis til
kynna meöalhækkun.
Til samanburðar má nefna aö vísi-
tala byggingarkostnaöar hækkaöi um
66.3 af hundraði frá 1. október 1982 til
sama tíma í ár og lánskjaravísitala um
88.4 af hundraöi.
Samanlagt matsverö allra eigna í
landinu er 141 inilljaröur króna sem er
57,9 af hundraði hærra en í fyrra. Sam-
kvæmt því koma tæplega tvær og hálf
milljón króna í hlut hverrar fjögurra
manna fjölskyldu í landinu.
Þá má nefna aö samkvæmt fast-
eignaskrá nemur ræktaö land 128 þús-
undhekturum.
Heildarmat einstakra tegunda af
fasteignum er mjög breytilegt. Ibúö-
arhús í þéttbýli eru metin á rúmlega 88
milljaröa sem er rúmlega 62 af hundr-
aöi af heildarmati á landinu. Atvinnu-
húsnæöi og opinberar byggingar eru
rúmlega 44 milljarðar króna aö mati,
sem svarar til tæplega 32 af hundraöi
af heildarmati. Mannvirki, ræktun og
land, sem notaö er til landbúnaöar, svo
og íbúðarhús í sveitum, eru metin á 5,5
milljarða eöa einungis 3,9 af hundraöi
af heildarmati.
Verömæti eigna er mjög misskipt
eftir landshlutum. Á Suövesturlandi
eru til dæmis um 71 af hundraði af
heildarverði allra fasteigna og hefur
þetta hlutfall fariö hækkandi undan-
farin ár.
í landinu eru 81.700 íbúöir og bættust
1796 íbúöir viö fasteignamat á þessu
ári.
SþS.
/ versluninni fífu ad Klapparstíg 25-27 hefur verid opnaður leikfangamarkadur
fram aá jálum. Er þar boðió upp á mikið úrval af leikföngum fyrir böm á
aldrinum 0-6 ára. MS.
NES-SÓL—NÝ HEILSURÆKT
Heilsuræktin Nes-sól opnaöi
nýlega í nýju húsnæöi á Austurströnd
1, Seltjarnamesi. Þar veröur boöið
upp á leikfiini, þjálfunartæki, gufu-
böö, nudd og ljósabekki.
Heilsuraktin Nes-sól hefur opið á
eftirfarandi tímum: Á mánudögum
frá klukkan níu til 22, eingöngu fyrir
konur, á þriðjudögum frá klukkan
níu til 20, eingöngu fyrir konur,
miövikudögum frá klukkan níu til 16,
fyrir konur, og frá 16 til 20 fyrir
karla, á fimmtudögum frá níu til 22,
eingöngu fyrir konur, á föstudögum
frá klukkan tíu til 16 fyrir konur og
frá 16 til 20 fyrir karla og á laugar-
jr
ii\m\n
áöllum
blaðsölustöðum
á morgun
FNI M.A.:
**»***&££**■
■ga aöeinshorrnung ^ dLorenz.
fcSSSSS—1 •
sSsSS5—
\ txv ®W:"'
sssgss”*'"
ÁSKRIFTARSÍMINN ER 27022.
^ -fr
Heilsuræktin Nes-sól er ætluð fólki ó öllum aldri og eru sérstakir tímar ætlaðir
konum og körlum.
dögum frá klukkan níu til 14 fyrir Eigandi hinnar nýju heilsuræktar
karla. er Gréta Tómasdóttir.
TVÆR SÝNINGAR í
LISTMUNAHÚSINU
Á laugardag voru opnaðar tvær sýn-
ingar í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2.
Þar mun Haukur Dór leirlistamaöur
sýna leirlist, en hann sýnir verk sem
hann hefur unnið í Danmörku, þar
sem hann er nú búsettur. Þá sýnir
Hólmfríöur Árnadóttir pappírsverk á
Ioftinu, en Hólmfríður er myndlista-
kennari við Kennaraháskólann. Hún
hefur tekið þátt í mörgum samsýning-
um, síðast FlM sýningunni í haust þar
sem pappírsverk voru sýnd.
Hólmfriður Árnadóttir við eitt verka
sinna.
Lionsklúbburinn Múli á Egils-
stöðum afhenti nýlega sjúkrahúsi
staöarins sérstakan lyftibaðstól.
Stóll þessi kostar um eitt hundrað
þúsund krónur og hann er aðeins
eitt af mörgum tækjum sem Lions-
menn hafa gefið sjúkrahúsinu. Vlð
stólinn stendur Jónas Magnússon,
formaöur verkefnanefndar Múla.
DV-mynd Einar Rafn Haraldsson.
Nýlega var opnuð í Vestmaunaeyjum byggingavöruverslunin Carol. Að sögn eig-
andans, Ölafs Granz, verður bann með innréttingar fró Haga ó Akureyri, mikið
teppaúrvai og innréttaður hefur verið 250 fermetra salur ó efri hæð, þar sem upp-
settar innréttingar og ýmislegt til húsbygginga verður sýnt. Þá mun Ólafur einnig
verða ráðgefandi um val og uppsctningu á innréttingum.
FÖV/DV-mynd Guðmundur Sigfússon.