Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Qupperneq 27
DV. MIÐVIKUDAGUR14. DESEMBER1983.
27
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Fjórar bækur
um
Tomma og
Jenna
Myndabókaútgáfan hefur gefiö út
fjórar litlar bækur meö vinsælustu
persónunum í íslenska sjónvarpinu —
þeim Tomma og Jenna.
Þetta eru myndabækur sem Her-
steinn Pálsson þýddi, og bera þær
nöfnin Músamarkaðurinn, Tommi —
hetjan mikla, Afmælisgjöfin og
Tommi „músaskelfir”.
í
Sitji
guðs englar
saga eftir Guðrúnu Helga-
dóttur
Iöunn hefur gefið út nýja sögu eftir
Guörúnu Helgadóttur. Nefnist hún Sitji
guös englar. Myndir geröi Sigrún Eld-
járn. Saga þessi geröist á stríðsárun-
um, segir frá lítilli stúlku á stóru heim-
ili í kaupstaö. Heiöa er sjómannsdóttir
og systkini hennar mörg. Pabbi er
lengstum á sjónum, en heima hjá
mömmu og börnunum búa afi og
amma og setja sinn svip á heimilis-
braginn. Það gengur á mörgu á stóru
heimili, ýmis skemmtileg atvik gerast
en sorgin gleymir ekki fólkinu í
þessum kaupstaö enda umheimurinn
allt annaö en vinsamlegur á þeirri tíö.
Bækur Guörúnar Helgadóttur hafa
notiö óvenjulegra vinsælda bæði
og fulloröinna. Þar er aö telja þrjár
bækur um Jón Odd og Jón Bjarna, Pál
Vilhjálmsson, I afahúsi og leikritiö
Ovita. Þá hefur bók Guðrúnar meö
myndum Brians Pilkingtons, Ástar-
saga úr fjöllunum, farið víöa og komið
út á nokkrum erlendum málum.
Sitji guðs englar er 108 blaðsíður.
Oddi prentaöi.
Tyrkjaránið
eftir Jón Helgason
Iöunn hefur gefiö út Tyrkjaránið
eftir Jón Helgason í nýrri útgáfu, en
bókin kom fyrst út fyrir tuttugu árum
og hefur veriö ófáanleg um langt skeið.
Bókin fjallar um ein hrikalegustu
tíöindi sem oröiö hafa í sögu íslensku
þjóöarinnar. Þaö var sá atburður er
ræningjar frá Alsír stigu á land í
Grindavík, Vestmannaeyjum og víða á
Austfjörðum sumariö 1627, námu á
brott allt aö fjögur hundruö manna,
myrtu fjörutíu og rændu miklum fjár-
munum. Nokkrir hinna herteknu
komust aö vísu heim aftur en flestir
létu lífið í erlendri ánauö.
Jón Helgason ritstjóri varö þjóð-
kunnur rithöfundur er hann hóf aö gefa
út heimildaþætti sina úr íslensku
mannlifi fyrri tíöa. Liggja eftir hann
tvö stór söfn slíks efnis, auk einstakra
sagna. Þá samdi hann fjögur bindi
smásagna og tók saman nokkur bindi í
bókaflokknum „Aldirnar”. — Jón
Helgason lést áriö 1981.
Tyrkjaránið er stór bók, 235 blað-
síöur. Hún er prýdd teikningum eftir
Halldór Pétursson. Auglýsingastofa
Kristínar geröi kápu. Bókin er ljós-
prentuð í Odda.
Ellefu líff
Ohætt er aö fullyrða að fáar
íslenskar konur eiga eins stórbrotinn
og ævintýraríkan æviferil og Bryn-
hildur Georgía Bjömsson og er hún
þó enn á besta aldri. Steingrímur
Sigurðsson hefur skráö sögu
Brynhildar og ber hún heitið Ellefu lif
og er gefin út hjá Emi og örlygi.
Brynhildur varö fyrir þeirri
óhugnanlegu lifsreynslu að lifa og sjá
stríðiö eins og þaö var verst, en hún
átti þá heima í Þýskalandi. Hún liföi
af tvær hatrammar loftárásir sem
Bandamenn gerðu á borgir í Þýska-
landi. Terror - Angriff vora þessar
árásir kallaðar enda til þess geröar
að skapa ógn og lama siðferöisþrek.
En Brynhildur hefur frá fleira að
segja en ævintýralegu lífi og ógnum
sem yfir hana hafa duniö. Afi hennar
og amma voru forsetahjónin, Sveinn
og Georgía Björnsson, og kynntist
hún þeim vel og bjó hjá þeim á
Bessastöðum um tíma og segir frá
þeim og lífinu á forsetasetrinu í bók-
inni.
Bókin Ellefu lif er sett og prentuð í
Prentstofu G. Benediktssonar en
bundin hjá Arnarfelli. Sigurþór
Jakobsson hannaöi kápu.
u
Ræktun lýðs og
lands
VORKOMA
eftir Anitru
Ut er komin hjá Isafoldarprent-
smiöju hf. skáldsagan Vorkoma eftir
norsku skáldkonuna Anitru, en þetta
er fjórtánda bókin í Anitra bóka-
flokknum. Bókin er 198 bls. aö stærð
og er að öllu leyti unnin hjá Isafoldar-
prentsmiðju hf. Utsöluverö er kr.
494.
Bráóum koma
blessuó jólin
Bráðum koma
blessuð jólin
Ut er komin 4. útgáfa af „Bráðum
koma blessuð jólin”. 1 bókinni era 26
vinsæl jólalög og eru fyrstu lögin
sniöin fyrir byrjendurípíanóleik.
Jónína Gísladóttir hefur annast út-
gáfu bókarinnar og útsett flest lögin.
Einnig er hér lag Jórunnar Viöar
„Þaö á aö gefa börnum brauð” í
skemmtilegri útsetningu og hún hefur
einnig útsett hiö fallega jólalag „Með
gleöiraust og helgum hljóm”.
' 1 bókinni má finna „Gilsbakka-
þulu” eftir sr. Kolbein Þorsteinsson
óstytta, erindin eru 105.
Ríkharöur öm Pálsson hefur
annast nótnaskrift og einnig útsett
nokkur lög í bókinni. Erna Ragnars-
dóttir hefur hannað bókina og mynd-
skreytt.
Bókin fæst m.a. í Istóni, Freyjugötu
1.
Ungmennafélag íslands
sendir frá sér mikið ritverk
Sú bók sem trúlega á eftir aö selj-
ast nokkuö vel nú fyrir jólin, er bókin
„Ræktun lýös og lands” sem Ung-
mennafélag Islands var aö senda frá
sér. Er hún gefin út í tilefni 75 ára
afmælis UMFI sem var í fyrra.
Bókin, sem Gunnar Kristjánsson
kennari tók saman, fjallar um sögu
ungmennafélagshreyfingarinnar frá
upphafi. Henni er skipt í 12 kafla og
bókin er prýdd yfir 300 svart-hvitum
myndum og um 50 litmyndum.
Bókin veröur ekki til sölu í bókabúö-
um, en aftur á móti sjá ungmenna-
félögin og hérðassamböndin svo og
skrifstofa UMFI í Reykjavík um sölu
hennar. Margir hafa eflaust gaman af
aö eiga bókina, enda þar sagt frá
mörgum og myndir eru af fjölda
íþróttamanna og öörum víðsvegar af
landinu.
Panasonic
gœði
Varanleg gœði
bŒBM) LOFTHREINSITÆKI
Er þurrkur í hálsi og nefi?
Er rafmagn í teppum?
Er loftið þurrt og þungt?
BONECO rakatæki með rafmagnsblæstri, köldum
eða heitum, er lausnin.
Eigum einnig ódýra raka-bakka til að hengja á ofna.
BONECO RAKATÆKI
BONECO fæst
víða í verslunum.
Hljóðlaus.
Hreinsa loftið.
Einföld i notkun.
Henta bœði fyrir heimilið og
vinnustaðinn.
Fyrir allt að 100 fermetra.
H eild sölubir gðir.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suóurlandsbraut 16 Simi 91 35200
10%
af sláttur í heilum kössum
25%
verðlækkun
á gosdrykkjum
í lítraumbúðum
30%
verðlækkun
a
Sanitasgosdrykkjum
Gos
l DrykkirJ
ÁRMÚLMa EÐISTORG111