Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1983, Side 39
DV. MIÐVIKUDAGUR14. DESEMBER1983.
39
Sandkorn
Sandkorn
Sandkorn
Voffinn getur stundum veriö
vandamál.
Jón og
séra Jón?
Nýlega var gefin út ný og
samræmd reglugerð
varðandi hundahald á Suður-
nesjum. Var í henni að finna
ýmis hert ákvæði. Áður en
reglugerðin sú arna öðlaðist
gildi var hún tekin fyrir í
öllum sveitarfélögum, þar á
meðal Höfnum. Þar var hún
samþykkt með meirihluta at-
kvæða.
En svo skeði slysið.
Samkvæmt Víkurfréttum bar
það við nýverið að hundur í
eigu oddvitans í Höfnum var
tekinn þar sem hann var í
spássértúr. Var það gert
samkvæmt ákvæðum nýju
reglugerðarinnar. Þá varð
uppi fótur og fit og var málið
tekið aftur upp í viðkomandi
bæjarstjórn. Var þá
samþykkt að bann um iausa
hunda skyldi framvegis ekki
gildaiHöfnum.
Þannig fór nú um sjóferð
þá.
Fjögurra ára
Nú eru liðin f jögur ár síðan
Mosfellspósturinn hóf göngu
sína. Það er í sjálfu sér ekki.
svo ýkjamerkilegt nema fyrir
þær sakir að liklega hefur
ekkert blað fengið eins mikl-
ar hrakspár í veganesti og
einmitt hann.
Það var nefnilega mál
Anna Bjamason ritstjóri.
manna, þegar Pósturinn hóf
göngu sina að ekkert þýddi að
gefa út blað svona rétt við
bæjardyr Reykjavíkur. Fólk-
ið í Mosfellssveltinni myndi
miklu frekar kaupa borgar-
blöðin heldur en eitthvert
staðarblað. En raunin hefur
heldur betur orðið önnur því
að Mosfellspósturinn hefur
staðið sig mcð prýði, undir
ritstjórn önnu Bjarnason. Og
þvi ber að sjálfsögðu að
fagna.
Aðdráttarafl
Sprellistúlkur þær sem
undanfarið hafa dansað fata-
litlar i Glæsibæ hafa vakið
mikla eftirtekt, ýmissa hluta
vegna. Þykir hreint með
ólikindum hversu mikið
aðdráttarafl þær hafa haft
enda vissulega um að ræða
nýmeti fyrir Iandann.
Herma sagnir að fólk,
einkum þó karlkyns, hafi
flykkst til að sjá þær og hlotið
nokkra sælu þar af. Sumir
munu þó betur hafa setið
heima því að enginn mun ó-
hultur fyrir fjárans Ijós-
myndavélinni. Þvi mun það
hafa hent, bæði hér sunnan-
lands svo og fyrir norðan, að
sómakærar eiginkonur
kenndu eiginmenn sina sem
áttu að vera að „vlnna eftir-
vinnu” á myndum frá um-
ræddum danssamkomum.
Hafa hinir sömu sjálfsagt
sætt refsingum fyrir tiltækið
þvi að lifið er stundum ekkert
annað en saltfiskur.
Einn fyrír
hestamenn
Jón i Garðsauka er þekktur
fyrir að vera fljótur til svars.
Segir sagan að hann hafi eitt
sinn farið i stóðréttir á fjar-
lægar slóðir. Þegar hann kom
heim var hann að því spurður
hvernig honum heföi litist á
hrossin. Hann svaraði að
bragði:
„Mér sýndist þeir nú
þannig ríðandi að þeir væru
best settir gangandi.”
Snúnar reglur
Forráðamenn sjónvarps
hafa mátt mæðast i mörgu ef
marka má þær ýmsu reglur
sem gilda innan þelrrar há-
eðlu stofnunar. Til að mynda
munu gilda ákveðnar reglur
um lestur inn á auglýsingar
og önnur þularstörf hjá sjón-
varpi. Vér fréttum sem dæmi
af manni einum sem mikið
hefur fengist viö að þýða og
þylja texta við fræðslu- og
dýramyndir ýmíss konar.
Svo varð honum það á nú ný-
lega að tala inn á augiýsingu
fyrir Nóa-Síríus. Skipti þá
engum togum að hann var
settur út af sakramentinu
við þularstörfin. Það mun
nefnilega vera bannað þeim
sem slík störf stunda að tala
inn á augiýsingar. Um fleiri
dæmi vitum vér í þessum efn-
um en hér vcrður látið staðar
numið.
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir.
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir
Kvikmyndir Kvikmyndir
Tónabíó—Octopussy
BOND SVÍKUR ENGAN
Hvenær skyldi James Bond koma
til Islands? Ef svo heldur fram sem
horfir verður þess ekki langt að bíöa.
Kappinn heldur áfram aö endasend-
ast heimshorna á milli i viðureign
sinni viö hiö illa hér á jöröu. Þaö er
því ekki nema rökrétt aö álykta sem
svo aö einhvem tíma muni hann bera
hingaö þó ekki væri nema til þess aö
sýna íslenskum aðdáendum, sem eru
margir, örlítinn virðingarvott.
Áfangastaöir James Bond í þess-
ari mynd eru skrauthallir Indlands
annars vegar og grámygla Austur-
Evrópu hins vegar.
Upphafsatriði myndarinnar gerist
þó í ónefndu ríki Rómönsku
Ameríku, þar sem einhver Castro-
týpan ræöur ríkjum. Atburðir þar
syðra koma myndinni annars ekkert
viö og viröast hafa þann tilgang ein-
an að sýna áhorfendum að Bond er
ennþá í fínu formi.
Og þaö er kappinn svo sannar-
lega. Þrátt fyrir aö aldurinn færist
yfir hann eru þreytumerkin lítil sem
engin.
Það er margt gervið sem spæjarinn þarf að bregða sér í. Hér hefur Bond
dulbúist sem trúður og það hlutverk fór honum bara vel.
Efni myndarinnar eru í stystu
máli á þá leið að háttsettur sovéskur
hershöfðingi meö mikilmennsku-
brjálæöi á háu stigi hefur tekiö hönd-
um saman viö bófaflokk sem er sér-
hæföur í smygli á demöntum og öör-
um dýrgripum. Generállinn er þann-
ig á góöri leið meö aö tæma lista-
verkageymslur Kremlar af raun-
verulegum verðmætum en jafnframt
aö fylla þær af skrani. Þá á hers-
höfðinginn sér þá ósk æðsta aö
sprengja Vesturlönd í loft upp og
tekst það næstum því. Þaö er annars
athyglisvert aö aörir sovéskir
frammámenn viröast fremur vera
inni á því aö semja um kjarnavopnin.
Eltingaleikur í ýmsum myndum
hefur lengi verið aöall Bond-mynd-
anna og svo er einnig í þetta sinn. Og
það er furöulegt hvemig aöstandend-
um tekst alltaf að endumýja sig. Hér
notast menn m.a. við þríhjóla ind-
verska leigubíla og indverska fíla.
Húmorinn er eitt helsta einkenni
Bonds síöan Roger Moore tók við
hlutverkinu og hér hafa handritshöf-
undar verið í ágætu stuði viö samn-
inguna.
Ekki má gleyma Bond-stúlkunum.
Þær hafa oft veriö margar en ég man
ekki eftir þeim jafnmörgum og nú.
Og flestar em þær gullf allegar.
I stuttu máli er Octopussy hin
besta skemmtan. Leikstjórinn hefur
góö tök á efninu og honum tekst aö
halda uppi góðum hraöa myndina út
í gegn, dauðir punktar eru svo til
hvergi. önnur tæknivinna er í sam-
ræmi viö það, fyrsta flokks. Svo er
Roger Moore alltaf Roger Moore.
Mér finnst hann meö afbrigöum
skemmtilegur. Þess vegna er hik-
laust hægt aö mæla meö þessari
mynd. Allir svíkja Bond en Bond
svíkurengan.
Guölaugur Bergmundsson.
Heiti: Kolkrabbinn (Octopussy).
Bretland 1983.
Leikstjóri: John Glen.
Handrit: George MacDonald Fraser, Richard
Maibaum og Michael G. Wilson, eftir skáld-
sögu lan Fleming.
Kvikmyndataka: Alan Hume.
Tónlist: John Barry.
Framleiðandi: Albert R. Broccoli.
Aðalleikondur: Roger Moore, Maud Adams,
Louis Jordan, Kabir Bedi, Kristina Wayborn.
ÍTALSKT - ÍTALSKT
Stærðir: 36 — 40. Margirlitir. Verð kr: 2.290.
PÓSTSENDUM
Sími 29030
/M€€NS
ÞINGHOLTSSTRÆTI l
Æskunnar í ár eru:
• Kári litli og Lappi - Hin sígilda barnabók Stefáns Júlíussonar.
• Poppbókin — í fyrsta sæti - Fróðlega skemmtibókin með
umtöluðu viðtölunum við Bubba, Ragnhildi, Egil Ólafsson, o.fl.
skráð af Jens Kr. Guðmundssyni.
• Við klettótta strönd - Mannlífsþættir undan Jökli
- Stórbrotin viðtalsbók eftir Eðvarð Ingólfsson.
• Olympíuleikaraðfornuog nýju - eftir Dr.lngimar Jónsson.
• Sara - Falleg litmyndabók.
• Frú Pigalopp og jólapósturinn - Litskrúðug ævintýrabók.
• Margs konar dagar - Skopleg barna- og unglingabók.
• Við erum Samar - Skemmtileg litmyndabók um Sama.
• Til fundar við Jesú frá Nasaret- Fyrsta bókin í bókaflokki um
fólk sem haft hefur mikil áhrif á aðra.
• Lassi í baráttu - Hressileg unglingabók.
Æskan Laugavegi 56 Sími 17336