Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ —VÍSIR
180. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - MÁNUDAGUR 12. ÁGUST 1985.
Birkir Baldvinsson undrandi á lekanum:
„TILBOD FLUGLEIÐA AF-
RITAF MÍHU TILBOÐI”
Birkir Baldvinsson kveöst
undrandi á því að upplýsingar um
efni tilboðs hans skyldu hafa lekið út.
Eins er hann undrandi á því að ekki
skyldi hafa verið haft samband viö
hann sjálfan þegar tilboð Flugleiða
hafði borist.
„Tilbóð Flugleiða varð eiginlega
afrit af mínu tilboði. Ef þeir hefðu
ekki vitað um að eftirstöðvarnar
voru til átta ára og ekki
verðtryggðar er ekki víst að þeir
hefðu boðið. Þeir hefðu hugsanlega
boðiö miklu hærra og ríkiskassinn
fengið enn meira. Ég vona að það
verði ekki farið svona að í fram-
tíðinni,” sagöi Birkir.
Hann var staddur í Skotlandi þeg-
ar fjármálaráðherra gerði út um
málin.
„Eg frétti það í gegnum Omar,
son minn. Þeir höfðu aldrei samband
við mig. Þeir höföu ekkert fyrir því
að hringja í mig. Eg var náttúrlega
búinn að segja syni mínum aö vera
ekki að ráðskast með tilboðið. Eg
ætlaöi að sjá um þetta sjálfur. Svo
frétti ég það í gegnum Omar að þeir
höfðu hringt i hann og spurt hann
hvort hann vildi hækka. Hann sagði
náttúrlega nei.
Það skipti svo sem engu máli því
ég heföi ekki hækkað tilboöið hvort
sem er.
Kjörorð mitt hefur alltaf verið að
þó að hurð lokist þá opnast gluggi.
Eg vil óska hluthöfum og starfs-
mönnum Flugleiða til hamingju með
að þeir skuli eignast meira í
félaginu. Eg vona að stjórn Flugleiða
taki þannig framtíðarákvarðanir að
Albert þurfi ekki að kaupa bréfin til
baka. Eg vona að þeir beri gæfu til að
gera þannig ráðstafanir vegna
komandi samkeppni að ríkið þurfi
ekki að pumpa enn meiri peningum í
félagið seinna meir,” sagði Birkir.
-KMU.
Vifl höfum þafl fyrir satt afl þessar kýr hafi keppt í hástökki á Evrópu-
meistaramótinu i frjálsum iþróttum sem fram fór á Laugardatsvelli fyrir
helgina. Eftir afl hafa sigrafl glæsiiega i sínum flokki skelltu þœr sár
yfir girðinguna og fengu sór gervigras, sjálfum sár og öflrum til mikillar
ánægju.
OV-mynd VHV.
Sjömenningar sitja
í gæsluvaröhaldi
RLR
upprætir
þjófaflokk:
Tveir karlmenn og ein kona hafa
verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 21.
ágúst, en þau liggja undir grun vegna
innbrotanna sem framin voru um
verslunarmannahelgina. Alls sitja nú
sjö manns í gæsluvarðhaldi vegna f jög-
urra innbrota sem framin voru um þá
helgi. Fólkið sem síðast var handtekið
er m.a. grunað um innbrot í starfs-
mannahús við Hrauneyjafossvirkjun.
Þaðan var m.a.' stolið sjónvarpstæki,
bókum og fleira verðmæti. Eins og
skýrt hefur verið frá þá var brotist inn
í tvær íbúðir í austurbænum og í Foss-
vogi og stolið miklum verðmætum,
m.a. frímerkjasafni og skartgripum.
Talið er að verðmæti þýfisins sé nokk-
ur hundruð þúsund krónur.
Að sögn Ragnars Vignis hjá RLR þá
þekkjast sjömenningarnir sem hand-
teknir hafa verið að meira eða minna
leyti. Sagði hann að ekki væri þó hægt
að tala um skipulagða starfsemi held-
urhefðunokkrir úr hópnum rottað sig
saman við innbrotin.
Yfirheyrslur standa nú yfir og bein-
ist athyglin nú einkum að fimmta inn-
brotinu sem ekki hefur verið skýrt frá
áður. Ragnar Vignir vildi ekki tjá sig
um það innbrot á þessu stigi. Hann
sagði að rannsóknarlögreglan hefði
haft afskipti af sjömenningunum áður.
Væru þeir á aldrinum frá tvítugu og
upp í rúmlega þrítugt.
-EH.
Greenpeace-menn
bjóda til fundar:
Kynna við-
horfsín
Um helgina hefur áhöfnin á Sírí-
'isi, skipi Greenpeace-samtakanna
sem kom til Reykjavíkur á föstu-
dag, hvíltsigeftirerfiðasjóferð.
„I kvöid ætlum við að halda fund
á Hótel Loftleiðum. Þar ætlum við
að f jalla almennt um störf samtak-
anna,” sagði Michael Nielsen, tals-
maður samtakanna. Fundurinn er
öllum opinn og þar verður m.a.
fjallað um viðhorfin til hvalveiði-
mála. Þá verða sýndar kvikmyndir
um fyrri aðgerðir Greenpeace-
manna. Fundurinn hefstkl. 20.30.
Fyrir 1. september geta stjórn-
völd sagt upp hvalveiðisamningn-
um sem þau hafa gert við Hval hf.
Friðunarsamtök, m.a. Greenpeace,
hafa krafist þess að þessum samn-
ingi verði sagt upp. Ef það gerist
ekki hvaö gerist þá?
„Þá verðum við til að byrja með
með þær aðgeröir sem þegar hefur
verið rætt um. Þar kemur tii greina
truflun á veiðum og aðgerðir til að
hindra söiu fiskafuröa Islendinga,”
segirMichaelNielsen. APH
Verkfall
Verkfal! hófst í Abuiðarverk-
smiðjunni á miðnætti aðfaranótt
laugardags. Það eru allir iönaðar-
menn sem starfa við verksmiðjuna
sem hafa lagt niður störf.
Þessir iðnaðarmenn sjá um við-
gerðir og viðhald.
„A meðan verksmiöjan gengur
heldur allt áfram með eðlilegum
hætti. Ef hins vegar verður alvar-
leg bilun stoppar allt hérna,” sagði
Olafur Jóhannsson, verkstjóri f
Áburðarverksmiðjunni. APH
Wartburg
íljósumlogum
Bensínslanga fór í sundur á
Wartburgbifreið í gærkvöldi með
þeim afleiðingum að kviknaði í
henni. Gerðist þetta á gatnamótum
Hringbrautar og Hofsvallagötu.
Þegar slökkviliöið kom á staðinn
var eigandinn búinn að fá aðstoð
við að slökkva eldinn með hand-
slökkvitæki. „EH.