Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 13
DV MÁNUDAGUR12. ÁGUST1985. 13 ER ÞYRNIRÓS AÐ VAKNA? I Morgunblaöinu frá 3. júlí sl. má lesa svohljóðandi greinargerð frá Flugleiöum: „Einnar milljónar dollara tekju- tap í fyrra vegna vöntunar á vara- flugvelli.” Sú staðreynd að enginn varaflug- völlur er hér á landi fyrir mUlilanda- flug kostaði Flugleiðir u.þ.b. eina milljón dollara (42 millj. ísl. kr.) í fyrra, samkvæmt áætlun sem félagið hefur gert og kynnt samgöngumála- ráðherra.” I samtali við Leif Magnússon, framkvæmdastjóra flugrekstrar- sviðs Flugleiða, kom fram að þetta tekjutap stafar af því að DC-8 þotur félagsins verða alltaf að fljúga meö aukabirgðir af eldsneyti svo þær geti flogið í einum áfanga yfir Atlantshaf- iö ef Keflavíkurflugvöllur lokast því þær geta ekki lent á öðrum flug- völlum hérlendis. Þetta veldur því hins vegar aö ekki er hægt að fullhlaða vélarnar vörum og farþegum og af því leiðir aftur minni arðsemi. Leifur sagði að það væri ljóst að bygging varaflugvallar væri brýnt hagsmunamál fyrir félagið og einnig fyrir allt flug um Norður-Atlantshaf því hérna væri um mikilvægt öryggisatriði að ræða. Hann sagði aðspurður að tilkoma varaflugvallar myndi rýmka möguleika Flugleiða í sambandi við endurnýjun á flugvéla- kosti og nefndi í því sambandi tveggja hreyfla vélar sem tvö flugfélög eru nú þegar farin aö nota á Norður-Atlantshafsflugleiðinni. Leifur Magnússon sagði að lokum að hann vonaði að alþjóðlegt fjár- magn fengist svo unnt yrði að ráðast sem fyrst í gerö varaflugvallar á Sauðárkróki en lagði jafnframt á það áherslu að þessi framkvæmd yrði ekki gerð á kostnað annarrar uppbyggingar í flugmálum hér- lendis.” Ég skrifaöi grein í Morgunblaðið fyrir ca tíu árum og benti þar á hvaða f jármunum í milljörðum taliö Islendingar hefðu fleygt frá sér með því að notfæra sér ekki tilboð Varnarliðs Atlantshafsbandalagsins um framkvæmdir í mannvirkjagerð af ýmsu tagi svo sem aðrar þjóðir í bandalaginu hafa gert í stórum stíl. Neitun nr. 1 Eg vil þá fyrst nefna veginn sem Varnarliðið bað um að fá að byggja frá Keflavíkurflugvelli til olíu- stöðvarinnar í Hvalfirði. Því var neitaö af ísl. stjórnvöldum. Neitun nr. 2 var landshöfnin í Njarðvíkum. Um þá framkvæmd var búið að semja af dr. Kristni Guðmundssyni er var utanríkisráöherra í stjórn Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks 1956. Eg var staddur á þingpöllum Alþingis í febrúar 1956 þegar dr. Kristinn flutti þingheimi þann boðskap að hann væri nýkominn frá Washington þar sem hann hefði undirritað samning um byggingu hafnarinnar. „Fjárveiting samþykkt til verksins, teikningar allar full- gerðar og verkfræðingar á leið til landsins að hefja framkvæmdir,” sagöi dr. Kristinn. Neitun nr. 3 Varnarliðið baö um að mega byggja flugvöll á Norðurlandi (vara- flugvöll fyrir Keflavíkurflugvöll). Þetta vár einnig eyðilagt af ísl. stjórnvöldum. Það má telja nokkurn veginn víst að þegar vegur hefði verið kominn frá Keflavíkurflugvelli til olíu- stöðvar í Hvalfirði og varaflugvöllur á Norðurlandi hefðu þeir einnig tengt þann flugvöll varanlegum vegi, sem sagt hringvegurinn vel hálfnaður. Það hefur verið reiknað út af færustu mönnum aö aukaeldsneyti þaö sem Loftleiða- og síðar Flug- leiðamenn hafa flutt með DC-8 vélum sínum milli New York og Lúxemborgar, þau fimmtán ár sem þessar stóru vélar hafa verið í notkun, séu verðmæti fullkomins varaflugvallar með öllum tækjum. (42 milljónir á ári í fimmtán ár gera 630 milljónir og er þá engan veginn allt reiknað.) Það fer ekki framhjá neinum heil- brigt hugsandi manni hver lífs- afkoma þjóðarinnar væri í dag ef allar þessar milljaröatuga framkvæmdir hefðu komist í verk, Islendingum að kostnaðarlausu. Er ekki talað um það með miklum rembingi að samgöngur séu lifæð þjóðarinnar þegar tekist hefur að byggja nokkurra kílómetra vegar- spotta með varanlegu slitlagi. Það er hins vegar aldrei tíundað hverju hefur verið neitað í þeim efnum. Er landsmönnum ekki ljóst að það er þjóðarrembingurinn, þjóðar- stoltið, sem hefur komið í veg fyrir þetta allt, auk ættjarðarlausu kommúnistaklíkunnar sem æpir sig hása í hvert sinn sem höfuðstöðv- arnar í austri klípa þá í skottið? Er landsmönnum ekki ljóst aö varnarliö verður á Islandi svo lengi sem nauðsyn ber til. Eru landsmenn máske hræddir um það aö Varnar- liöið rúlli upp vegunum og flug- Kjallarinn ÞÓRÐUR HALLDÓRSSON LÚXEMBORG vollunum og haldi á þeim undir hendinni þegar þeir fara? Varnarliöið veröur ekki degi lengur á Islandi en nauðsyn krefur. Svo hrifnir eru þeir ekki af vistinni. Er landsmönnum ekki Ijóst að vegna þjóöarreinbingsins er hlegið að þeim um allan hinn menntaða heim? Þrátt fyrir alla viðkvæmnina og þjóðarstoltið gera Islendingar sér gott af tekjum frá Keflavíkurflug- velli, sem slaga vel upp í tekjur allrar togaraútgerðarinnar, en um það má fyrir alla muni ekki hafa hátt. Svo mikill er þjóðarrembingurinn að ekki má taka við eyri úr hendi út- lendinga, svo sem til stóriðju, nema Islendingar eigi á pappírnum meirihluta og þá um leiö alla ábyrgð á rekstrinum. En hvað segir Leifur Magnússon í lokaorðum frásagnar sinnar hér að framan? — „að hann vonaði að alþjóðlegt fjármagn fengist, svo unnt yrði aö ráðast sem fyrst í gerð varaflugvallar á Sauðár- króki, en lagði jafnframt á það áherslu að þessi framkvæmd yröi ekki gerð á kostnað annarrar uppbyggingar í flugmálum hér- lendis.” Eg lít þannig á að hann meini það f jármagn í formi framlags en ekki láns. Enda segir hann, undir rós, að fáist ekki alþjóðlegt f jármagn verði enginn varavöllur byggður á Sauðárkróki. , Fengist slíkt fjármagn úr „austri” mundu kommar dansa stríösdans. Fengist fjármagnið úr „vestri” mundi stóri pabbi klípa þá i skottið og láta þá æpa. Svo langt hefur þjónkunm við kommalýðinn gengið að þegar hinn mæti maður, Aron Guðbrangsson, lagði til að boðum Varnarliðsins skyldi tekið var af öllum stjórnmála- flokkum reynt að útmála hann sem fífl sem kom best fram í því að hver sá sem var Aron sammála var talinn uppfullur af arousku. Það var eins og hellt væri olíu á eld þjóöarrembingsins þegar handritin voru flutt heim frá Kaupmannahöfn, sællar minningar. Þær skóbætur endast ekki lengi til stolts þegar a!lt er komið á hausinn. „Ja, miklir menn erum viö, Hrólfurminn." Þórður E. Halldórsson. „Þrátt fyrir viðkvœmnina og þjóðarstoltið gera íslendingar sór gott af tekjum frá Keflavikurflugvelli sem slaga vel upp i tekjur allra togaraút- gerðarinnar en um það má fyrir alla muni ekki hafa hátt." 0 „Það má telja nokkurn veginn víst að þegar vegur hefði verið kominn frá Keflavíkurflugvelli til olíustöðvar í Hvalfirði og varaflugvöllur á Norður- landi hefðu þeir einnig tengt þann flug- völl varanlegum vegi, sem sagt hring- vegurinn vel hálfnaður.” Vandi húsbyggjenda: HUGSANLEGAR LAUSNIR var þaö talin óliöandi eignaupptaka aö hækka skatta af 5 milljón kr. skuld- lausri eign um 3.750 kr. á ári. En þessum sömu mönnum fannst ekkert athugavert við það aö söluskattshækkunin 1. júlí sl. og bensínveröhækkunin á dögunum hækkaöi skuldir húsbyggjandans, með 2 milljón kr. skuldina sem getið var um í fyrri grein minni, um 20 þús. kr. Sennilega eiga báðir þessir menn sér þó málsbætur! Lausnir Margt hefur verið rætt og ritað um húsnæðismál að undanförnu og stjórnarandstaðan þóttist ætla að sitja þing þar til úr þeim hefði verið bætt. Allir þingflokkar voru önnum kafnir viö að japla á málinu eins og tannleysingjar. Niðurstaðan varð auðvitað eins og viö var að búast: Framlengingaról hent til þeirra sem hanga í gálga gabbrógreifanna og stjórnvalda og ekkert gert fyrir framtíðina. I landinu búa nú þrjár hús- næðiskynslóöir. Sú fyrsta og stærsta býr í skuldlausu húsnæöi, næsta hangir í gálga i mislöngu bandi, sumir í harðstrekktu bandinu, aðrir eygja von um að ná með tæmar niður einhvern tíma á næstu öld. Sú þriðja og ört stækkandi er sá hópur ungs fólks sem sér dæmið eins og það lítur út frá mínum bæjardyrum séö: það þýðir ekki að byrja því dæmiö gengur ekki upp. Það kaupir þess vegna farmiða með Norrænu aðra leiöina. Þar sem ég er á móti óþarfa af- skiptum ríkisins tel ég enga lausn að hið opinbera taki alfarið húsnæðis- byggingar í sínar hendur og leigi þær síðan þegnunum. Því hef ég talsvert hugleitt hvað hægt væri að gera til aö opna gabbrókistuna í Arnarhólnum og beita Mjallhvítaraöferðinni á sjálfs- eignarstefnuna sálugu. Margt hefur komið upp í hugann og enn fleira hefur mér ekki dottiö í hug. Eg ætla aö nefna þrjú atriði sem ég tel aö komiö gætu aö gagni. 1. Afnumdar verði reglur um frá- drátt veröbóta frá tekjuskattsstofni en þess í stað verði tekið upp nokkurs konar kvótakerfi á skattfríðindum húsnæðiskostnaðar. Yrði þessi kvóti miðaður við byggingarkostnað á staðalíbúð hverrar fjölskyldustærðar og væri fólki frjálst að ákveða hversu hratt það nýtti þennan kvóta. Aldrei yrði þó um endurgreiðslu á tekjuskatti (neikvæður skattur) að ræða og and- virði skuldlausra eigna dragist frá þessum kvóta. Meö þessu næðust eftirtalin markmiö: I fyrsta lagi hyrfi sá þrýstingur sem nú er fyrir hendi á að halda mikilli veröbólgu. 1 öðru lagi yrði þeim sem byggja „of stórt” gert að greiða skatta af þeim kostnaöi sem væri umfram þessa staðalstærð. I þriöja lagi væri mönnum frjálst að velja milli þess að dreifa húsnæðis- kostnaöi á allt að 30—40 ár eða leggja hart að sér í skemmri tíma og greiða hratt upp þau lán sem væru fengin í þessu skyni. Þeir tekjuhærri borguðu þá hraðar til baka sín lán sem gæfi möguleika á að hækka og lengja lán til þeirra tekjuminni í þjóöfélaginu. 1 fjórða lagi minnkaði ávinningur þess að hver húsbyggjandi væri að „gera allt sjálfur” því það er óeðlilegt að það skuli vera hagkvæmara fyrir veðurfræðing að stunda smíðar í eigin húsnæði en að fá trésmið til þess arna. 2. Vaxtatekjur verði skattlagðar eins og aðrar tekjur en vaxtagjöld frá- dráttarbær til skatts eins og nú er. Engin merki eru þess að vextir lækki á næstunni, hvorki hér né annars staöar, og er því líklegt að þarna verði um umtalsverða fjármuni aö ræða. Mér finnst það slæm hugmynd að niður- greiða vexti yfirleitt og til að ríkis- sjóður verði ekki af tekjum vegna vaxtagjalda tel ég eðlilegt aö skatt- leggja raunvaxtatekjur. Það er einnig í hæsta máta óeölilegt að skattleggja vinnutekjur en ekki þær tekjur sem fást fyrir það eitt að eiga peninga í banka. 3. Grunni lánskjaravísitölu verði gjörbreytt með það að markmiði að taka út úr hopum öll þau atriði sem stjórnvöld geta verið að hringla meö frá einum tíma til annars. Þar á ég við alla óbeina skatta, s.s. söluskatt, tolla og vörugjöld, ýmsa „stýriskatta”, s.s. fóðurgjald, niðurgreiðslur og síðast en ekki síst verðlagningu á opinberri þjónustu. Eða telur þú, lesandi minn, eðlilegt að það þýöi eignatilfærslur milli skuldara og lánsf járeigenda þeg- ar breyting úr beinum sköttum í ó- beina eða öfugt eða neyslustýring á- kveðinna vörutegunda er ákveðin? Þennan kaleik þarf að taka frá stjórnvöldum til að f.rirbyggja vísitölufeluleik í framtíöinni. Lokaorð Þessar greinar mínar eru nú orönar miklu lengri en til stóð í fyrstu og þó hef ég fátt eitt upp talið sem hugs- anlegt er að gera til aö koma einhverju lagi á húsnæðismál okkar. Auk þess hef ég ekkert minnst á það hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir aö nauðungaruppboð verði á næstunni jafntíð og stööumælasektir. Fram- koma þingmanna og stjórnar í vetur og vor benda ekki til þess að neitt verði gert. Persónulega hef ég afskrifað þann möguleika að ná nokkru af þýfinu sem hirt var af mér í skjóli vísitölu- fölsunarinnar, enda er það ekki nema svo sem 1 1/2 árs bílastyrkur banka- stjóra eöa góður laxveiðitúr þeirra sem hönnuðu óskapnaöinn á sínum tíma. Miklu meira máli skiptir, að í framtíöinni verði fólki gert mögulegt aö búa hér á hjara veraldar og að sinna þeirri frumþörf sinni að hafa þak yfir höfuöið. Magnús Jónsson. ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.