Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 2
2 DV. MÁNUDAGUR12. ÁGUST1985. HRAFNINN FLYGUR TIL BANDARÍKJANNA Sænska kvikmyndastofnunin hefur selt almennan sýningarrétt á kvik- mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafn- inn flýgur, til Bandaríkjanna og fær fyrir þaö eina greiðslu, 1,6 milljónir króna. „Eg fæ helming af sölulaunum þegar allur dreifingarkostnaöur hefur veriö greiddur þannig aö ómögulegt er aö segja hvaö ég hef upp úr krafsinu ef þaö verður þá nokkuð,” sagöi Hrafn Gunnlaugsson í samtali viö DV. „Ann- ars skilst mér að Bandaríkjamennirnir ætli sér einnig að framleiða dúkkur og leikföng eftir persónum og vopnum myndarinnar þannig aö þeir viröast líta á þetta sem barnamynd. Skýtur þaö nokkuð skökku við þar sem mynd- in var og er bönnuö bömum hérlend- is.” Eftir aö hafa verið sýnd í minnst 16 þjóðlöndum er myndin Hrafninn flýgur -fyrirl, 6 milljónir króna enn ekki farin aö skila hagnaöi: „Þaö er sænska kvikmyndastofnun- in sem dreifir myndinni fyrir mig og samkvæmt reikningskúnstum hennar er dreifingarkostnaður alltaf meiri en sala. En þetta lagast ef til vill ef mynd- in gengur eitthvað í Bandaríkjunum. Þaö á víst aö auglýsa hana upp fyrir 4 milljónir króna,” sagði Hrafn Gunn- laugsson. -EXR. 60 þúsund manns á Atómstöðina, en...: „ Viö erum lamaóir" Sveinn M. Eiðsson í hlutverki vigamanns i Hrafninn flýgur. Nú verður bráðum hœgt að kaupa hann sem dúkku i Bandarikjunum. „Við höldum áfram aö reyna aö selja myndina. Það er ekki um annaö aö ræöa,” sagöi Þorsteinn Jónsson kvik- myndaleikstjóri, einn af aöstandend- um Atómstöðvarinnar. Þó 60 þúsund manns hafi þegar séö Stuðmenn, blámenn og ísfilm: ÚR ATLAVÍK í SJÓNVARPK) Atlavikurhátíöin um verslunar- mannahelgina verður endurtekin, aö hluta, á sjónvarpsskjám landsmanna. „Viö tókum upp mikiö efni á Atlavík- urhátíöinni og ætlum nú aö skoða þaö nánar ásamt Stuðmönnum,” sagði Hjörleifur Kvaran, framkvæmdastjóri Isfilm. „Viö stefnum í tvær 20 minútna myndir til sýninga í íslenska sjón- varpinu.” AMMA HVAR FÆRÐU SVONA FALLEGT RÚM? Vörumarkaðurinn hf ÍÁrmúlala, Sími 686112. myndina er enn langt í land aö endar nái saman. Tekjur innanlands eru 7 milljónir en alls kostaði myndin 17 milljónir og er þá allt taliö. „Þaö hefur komið okkur illa aö kvik- myndamarkaðurinn virðist hafa breyst. Áhugi á forvitnilegum mynd- um smáþjóða hefur minnkað og staöl- aöar, bandariskar kvikmyndir eru allsráðandi,” sagði Þorsteinn Jónsson. Atómstöðin er nú sýnd í kvikmynda- húsum í Kaupmannahöfn, í Finnlandi hefjast sýningar í haust, væntaniegt er myndband á Spáni og þá veröur mynd- in sýnd í júgóslavneska sjónvarpinu. Auk Þorsteins Jónssonar hafa þeir örnólfur Árnason, Þórhallur Sigurðs- son leikari og Jón Ragnarsson fram- kvæmdastjóri tekiö á sig miklar fjár- skuldbindingar vegna framleiðslu Atómstöðvarinnar. Aðspuröur hvað væri framundan sagöi Þorsteinn Jóns- son: „Viö erum alveg lamaöir þar til úr rætist meö sölu á myndinni. ” -EIR. Að sögn Hjörleifs Kvaran var aðal- áherslan lögö á að mynda Stuðmenn og blámenn en þaö eru bumbuslagarar frá Senegal sem feröast hafa um land- iömeöStuðmönnum. -EIR Tinna Gunnlaugsdóttir og Gunnar Eyjólfsson i Atómstöðinni: — IMú i Kaup- mannahöfn, bráðum i Finnlandi, á Spáni og i júgóslavneskt sjónvarp. Stöðumælar ólöglegir því engin erkvittunin? Eru stöðumæl- armr sjálfír kvittanir? „Eg kannast ekki við nein ákvæði í lögum sem kveöa á um aö stöðumæl- arnir gætu veriö ólöglegir, öðru get ég ekki svarað um þetta mál,” sagði Olafur Walter Stefánsson í dóms- málaráöuneytinu. Við bárum undir hann fuliyrðingu lesanda DV um aö stöðumælar væru ólöglegir á þeirri forsendu aö öll þjónustutæki verði að gefa frá sér kvittunviðnotkun. En hverju svaraði fulltrúi lög- reglustjórans í Reykjavík, William Möller? „Þessi fullyröing kemur mér á óvart, ég hef aldrei séð neitt ■þaö í lögum sem segir aö stöðumælar séu ólöglegir.” DV hafði næst samband viö þekkt- an lögfræðing hér í borg. Hann sagði: „Eg kannast ekki viö þau lög. Sjálfur dreg ég í efa aö þau geti verið fyrirhendi.” Og lögfræöingurinn bætti viö: „Kvittun er fyrst og fremst sönnun- argagn fyrir greiöslu. Eg tel reyndar að svo megi líta á aö stöðumælirinn sjálfur sé ígildi kvittunar, hann svari því hvort viðkomandi hafi greitt í hann eða ekki. Það breytir því samt ekki að allir eiga rétt á kvittunum í viöskiptum. Og það er eingöngu til þess aö viö- komandi geti sannað að hann hafi greitt fyrir viökomandi þjónustu. Sjálfur held ég að þaö sé erfitt að koma kvittunum viö í sjálfsölum þó eflaust sé það tæknilega ekki útilok- aö. En kvittunin er fyrst og fremst sönnunargagn en ekki fyrir bókhald- ið.” -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.