Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 18
18 DV. MÁNUÐAGUR12. AGUST1985. Blönduvirkjun rís ~ í iðrum jarðar „Jæja, hvað viljið þið vita?” spurði Stefán Guðbergsson, verkefnisstjóri við Blöniiuvirkjun, blaðamenn DV þeg- ar þeir voru þar á ferð. Hugmyndin var að fræðast um þær framkvæmdir sem þarna eru í sumar, hvernig þær gengju, hverjir ynnu við virkjunina og hvernig virkjun þetta yrði. Gat Stefán leyst úr flestum þessum spumingum. Unnið á tveimur stöðum Sem stendur skiptast verkefnin við Blöndu i tvennt. Annars vegar er unniö að frainkvæmdum við rafstööina og hins vegar er veriö að útbúa botnrás við Blöndustíflu, 30 km sunnar. Aðalverktaki við neðanjarðarmann- virkin við virkjunina er fyrirtækið Kraftaverk sf. en að því standa norska fyrirtækið Jernbeton og Ellert Skúla- son hf. í Njarðvík. Á vegum Kraftverks starfa nú viö Blöndu milli 20 og 30 manns. Taldi Stefán Guöbergsson tvo þriðju hluta vinnuaflsins vera heima- menn, en afgangurinn er fólk sem áður hefur unnið viö virkjanir hér á landi. Auk þess starfa hjá Kraftverki 6 Norð- menn sem leiðbeina um jarögangagerð. Sprengjuhelt itöðvarhús Stöðvarhúsinu er fyrirhugaður stað- sem stöðvarhúsiö veröur, hluta þess og hjálpargöng frá aðkomugöngum. Þeg- ar blaðamenn DV bar að garði var ver- iö að steypa forskála fyrir framan að- komugöngin. Stefán skaut því inn í til gamans að stöðvarhúsiö ætti að geta talist gott skýli fyrir öllum loftárásum, djúpt í iðrum jarðar. Búkolluaðferðin notuð Samhliða lóðréttu fallrásinni niður í stöðvarhúsið veröa gerð önnur göng og á að leiöa rafmagn um þau frá virkjun- inni í spennistöð sem reist verður á heiöinni beint ofan við stöðvarhúsið. Þar verður líka komið fyrir lyftu og hringstiga sem líklega veröur sá lengsti sinnar tegundar á landinu; 1100 þrep. Viö gerð beggja þessara lóðréttu ganga á að nota nýstárlega aðferð sem ekki hefur veriö reynd áöur hér á landi. Líkti Stefán henni við aðferð tröllanna í þjóösögunni um Búkollu þegar þau reyndu að bora sig í gegnum fjallið sem enginn komst yfir nema fuglinn fljúgandi. Fyrst á að bora niður á viö með 25 sm sverum bor en setja síðan trjónu á stöng sem leidd veröur í gegnum gatið og bora með henni upp á við. efni, þrjá til fjóra metra í senn, og grjót hreinsaö úr göngunum milli sprenginga. Þá er þriggja til sjö sm þykku steypulagi sprautað á loft og veggi áður en næsta sprenging er undirbúin. Kvað Stefán þetta ekki hafa verið gert áður viðjarðgangagerð hér en það gæfi mjög góðan árangur. Framkvæmdir þarna hófust 1. sept- ember í fyrra og eru áætluð verklok að hausti 1989. Landsvirkjun hefur ekki ákveöiö ennþá hvort verklokum verði frestað. Undirbúningur fyrir Blöndustíflu 30 km fyrir ofan athafnasvæöi Kraft- verks vinna aðrir verktakar að gerð botnrásar og botnrásarstokks fyrir Blöndustíflu. Eru fyrirtækin Arnardal- ur og Oli Oskarsson aðalverktakar en Loftorka, Stígandi og Eik og Björn Sigurðsson undirverktakar. Botnrásinni þarna er ætlað að leiöa Blöndu framhjá upphaflegum farvegi sínum á meðan stíflan verður byggö. Seinna verður hægt að nota hana til að lækka í uppistööulóninu á heiöinni. Framkvæmdirnar hófust fyrir réttu ári en lágu niðri í vetur. Á staðnum vinna 45 manns viö uppslátt og steypu- vinnu. Athafnasvæðið þar sem Blöndustífla rís. Svæðið hægra megin á myndinni mun fara undir vatn. Séð út um op aðkomuganga en þar er verið að reisa forskála. Þverskurðarteikning af stöðvarhúsinu sem er djúpt í bergi vestan við far- veg Blöndu. -fTTf-ÍTf I H ur djúpt í bjargi vestan viö núverandi farveg Blöndu. Verður vatn leitt nið- ur í gegnum 250 metra lóðrétt rör í hverfla virkjunarinnar og renna þaö- an um 1800 metra löng göng út í farveg Blöndu. Þegar er búið að sprengja 800 metra löng aðkomugöng að þeim stað Steypu sprautaö á veggi Eins og áður sagði er búið aö sprengja aökomugöng að stöðvar- húsinu og hluta úr þaki þess. Viö þess- ar sprengingar er borað fyrir sprengi- Að sögn Guðna Eiríkssonar staðar- stjóra eru flestir starfsmennirnir frá Blönduósi en 10 koma frá Reykjavík. „Þetta hefur gengið þokkalega,” sagði Guðni. „Það varð aö vísu seinkun á aö verkið hæfist en við höfum keyrt á vöktum í sumar til að flýta því. Nú er- um við nokkurn veginn á áætlun en við ætlum að vinna áfram á vöktum út ágústmánuö til að lenda ekki illa í vetrinum.” Guðni sagði aö markmiöið væri að ljúka verkinu í september. Enn er ekki fariö að bjóöa út hina eiginlegu stíflugerð þarna en alls munu rísa þrjár stíflur á Blöndusvæðinu. Stærst verður Blöndustífla en auk hennar verða reistar stíflur við Kolkuhól og Gilsá. -JKH Stöllurnar i eldhúsinu við Blönduvirkjun, Erla Bergþórsdóttir t.h. og Auður Sveinsdóttir t.v. Starísmenn ekki matvandir „Það er mjög gott að elda ofan í þessa menn, þeir eru í það minnsta ekki matvandir,” sagði Erla Bergþórs- dóttir um starfsmennina við Blöndu- virkjun, en hún var á vakt í eldhúsinu ásamt Auði Sveinsdóttur þegar blaöa- menn DV áttu leiö þar um. I mat- salnum sátu milli 20 og 30 starfsmenn og tóku hraustlega til matar síns. Á boðstólum var gúllas og meölæti. Erla sagði að venjulega ynnu tvær saman í senn viö matseldina. Alls starfa þrjár konur í eldhúsinu þannig að ein er alltaf í fríi, eina viku í senn. Báðar eru þær Erla og Auður bónda- konur með bú, önnur í Húnavatnssýsl- unni en hin í Skagaf irðinum. Eríiö vinna og rífandi kaup „Starfsandinn hér er einstakur, menn eru alltaf hressir þrátt fyrir að þeir rétt dragist í rúmið á kvöldin,” sagði Sigurbjörn Jóhann Garðarsson smiður sem starfar við byggingu á for- skála fyrir aðkomugöngin við Blöndu- virkjun. „Þetta er erfið vinna en rífandi kaup. Kaupið er líka fyrst og fremst fólgið í því hvað við vinnum mikiö, yfirleitt frá klukkan hálfátta á morgnana til tíu á kvöldin. Maður vinnur þannig ellefu daga í senn og á svo f jögurra daga frí.” Sigurbjörn er fyrrum bóndi en varö fyrir því að bústofninn var skorinn niður vegna riðuveiki. Hann sagöist venjulega vinna við húsasmíðar á sumrin en tekjurnar í faginu á veturna væru ekki hærri en svo að það borgaði sig fyrir hann að temja hesta. „Eg er með tamningastöö og þarf ekki nema þrjá hesta á mánuði til að ná smiðs- launum.” Sigurbjörn sagðist þó ætla að vinna við virkjunina eins lengi og vinnan entist. „Maöur gerir þetta af því að það er peningur í þessu. Maður lætur ekki svona tækifæri fram hjá sér fara. ” -JKH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.