Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 11
DV. MÁNUDAGUR12. ÁGUST1985. Ökuleikni BFÖ —DV: Okukennar- inn sigraði Tuttugasta og níunda ökuleikni- keppni sumarsins var haldin á Bindindismótinu í Galtalæk um verslunarmannahelgina. Mikið fjöl- menni var þar í góövirðinu og fóru starfsmenn ökuleikninnar ekki var- hluta af því. Keppendur hópuðust að og ekki gátu allir komist að sem vildu. Keppendur voru alls 66 talsins sem er enn eitt fjöldametið sem slegið hefur verið í sumar. Keppendur í ökuleikninni voru 26 talsins en 40 í reiöhjólakeppninni. Það var einmitt í reiðhjólakeppninni sem vísa varð keppendum frá. Ástæður þess voru þær aö dagskrá mótsins var mjög stíf og ekki gáfust nema tveir tímar til keppninnar og urðu því 30—40 krakkar að láta sér nægja aö horfa á. Aö sjálfsögðu var enginn með reið- hjól með sér á mótinu og því lánaði Fálkinn hf. keppendum reiðhjól til að keppa á en Fálkinn hefur verið í samvinnu við Bindindisfélag öku- manna og DV um reiðhjólakeppnina. Danspallurinn á svæðinu var notaður undir keppnina enda eini staöurinn sem hægt var að nota fyrir reiðhjóla- keppni. Það var Jón G. Benedikts- son, 10 ára Garðsbúi, sem sigraði með yfirburðum í riðlinum 9—11 ára. Hann fékk 70 refsistig. Tekið skal fram að danspallurinn er úr timbri og er því mun erfiðara að hjóla á honum en á venjulegu malbiki. I eldri riðlinum var keppnin mun jafnari og meira spennandi. Þó var það einn kappinn sem stóð sig mun betur en aðrir. Þetta var Helgi Einar Guðmundsson úr Grindavík. Hann var jafnframt besti keppandinn í allri keppninni. Hann fékk aöeins 62 refsistig. Baráttan um 2.-3. sætiö var mun harðari og munaöi aöeins 2 sekúndum á þeim keppendum sem þar lentu. Oddgeir Sigurðsson frá Hvolsvelli bar siguroð af Friðriki Brynjarssyni úr Kópavogi og lenti Oddgeir því í öðru sæti meö 94 refsi- stig. Friðrik varö að láta sér nægja 3. sætið með 96 refsistig. Keppnin í ökuleikninni var ekki síður spennandi. Framkvæmd keppninnar var aðeins öðruvísi en venjulega vegna þess að ekki var neitt húsnæöi til staðar fyrir kepp- endur til að svara spurningum. Því voru þeir fyrst látnir aka í gegnum þrautaplaniö og síðan svara spurn- ingunum. Þetta skapaði meiri spennu hjá keppendum því oft voru það umferðarspurningarnar sem skáru úr um í hvaða sæti keppendur lentu. Það gerðist meöal annars hjá efstu keppendum. Keppandi númer 7, sem var ökukennari, náði 179 refsi- stigum úr brautinni og var að sjálf- sögðu með allar umferðarspurn- ingarnar réttar. Lokatala hans var því 179 refsistig. Að minnsta kosti þrír ökumenn voru með betri árang- Gylfi Sigurðsson, ökukennari úr Reykjavík, varð efstur og hafði allar spurningar réttar. ur úr brautinni en ökukennarinn og ef þeir hefðu svarað öllum spurn- ingunum rétt hefði einhver þeirra lent í fyrsta sæti. Þó fór svo að lokum að ökukennarinn var sá eini sem öllu svaraði rétt og hélt því fyrsta sætinu. Hann heitir Gylfi Kr. Sigurðsson úr Reykjavík. Hann ók Mazda 626 og er þaö sams konar bíll og Mazda um- boðið hefur í verðlaun handa þeim sem ekur villulaust í úrslitakeppn- inni þann 7. september nk. Sá sem veitti Gylfa hörðustu keppni var Sigurður Karlsson, einnig á Mazda 626: Hann fékk 188 refsistig. Hann hafði eina umferðarspumingu ranga sem kostaði hann 10 refsistig og þar með sigursætiö. Hann varð að láta sér nægja silfrið. Ferð hans var þó ekki alveg til einskis því hann kemst einnig í úrslit. Sömu sögu var að segja um Stefán Vagnsson. Hann ók Volvonum sínum vel í gegnum planið og fékk 170 refsi- stig þar. En umferðarspurningarnar gáfu honum 30 refsistig til viðbótar og varð hann að láta sér nægja 3 sæt- iö. Einnig hann kemst í úrslit vegna hins mikla fjölda keppenda. Þess má geta að keppnin var haldin á sand- eyrum viö Rangá og urðu keppendur því að aka mun hægar en ella, því má jafna árangri efstu keppenda við ár- angur 10 efstu keppenda ökuleikninn- ar en það mun vera innan við 150 refsistig sem þeir hafa. Keppendur í kvennariðli voru 4 talsins og sú er sigraði þar gerði það með miklum yfirburðum. Hún heitir Ragnheiður Guðjónsdóttir úr Grindavík. Hún fékk 274 refsistig fyrir mjög góöan akstur á Mercedes Benz. Ef tekið er tillit til aðstæðna fullyrða starfsmenn ökuleikninnar aö hennar árangur sé meðal 5 efstu keppenda í kvennariðli. önnur varð Björk Lind Oskarsdóttir á Toyota Cressida - með 509 refsistig og í þriðja sæti varð Hjördís Kristinsdótt- ir á Mazda 929. Einn keppenda í kvennariðli keppti sem gestur og var með 333 refsistig. Hún hafði keppt áöur í sumar og gat því ekki unnið til verðlauna. Þetta var Guðný Guömundsdóttir. Hún hafði keppt á Hellu og fengið þar 340 refsistig. Þetta er því mun betri ár- angur hjá henni en á Hellu þar sem keppt var á malbiki. Einnig mun hún hafa ekið þessum bíl fyrsta sinn dag- inn fyrir keppnina í Galtalæk. Reyndar kepptu fleiri gestir í Galta- læk og einn þeirra hefði verið í öðru sæti í karlariöli með 184 refsistig ef hann heföi verið fullgildur keppandi. Þetta var Guðbjörn Guðmundsson fráBúöardal. Nú er aðeins ein keppni eftir og hafa nú 486 keppendur verið með í sumar og ef til vill mun aukakeppnin í Reykjavík ná f jöldanum yfir 500. Gefandi verðlauna í Galtalæk var bindindismótiö sjálft. EG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.