Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Page 21
21 íþróttir íþróttir íþróttir DV. MÁNUDAGUR12. ÁGUST1985. íþróttir íþróttir íþróttir Besti árangur íslensks sundmanns frá upphafi — Eðvarð Eðvarðsson komst í úrslit í 100 m baksundi, þríbættiíslandsmetið „Ég bjóst við aö setja tslandsmet en þaö kom mér á óvart hve mikið ég bætti metið. Ég er stóránægður með árangur minn á Evrópumeistaramót- inu,” sagði Eðvarð Eðvarðsson, Njarðvik, ettir að bann varð sjötti í úrslitum í 100 m baksundi á Evrópu- meistaramótinu í Sofia á laugardag. Synti á 57,92 sek. og var það í þriðja skipti sem hann bætti islandsmetiö á STAÐAN 1. DEILD vegalengdinni í Sotia. Eðvarð komst leikandi létt í úrslit sundsins og árangur hans er sá besti sem íslenskur sundmaður hefur náð. I riölakeppninni í 100 m baksundinu náði Eðvarð sjötta besta tímanum en átta bestu komust í úrslit. Hann synti )ar á 58,30 sek. t fyrsta sinn sem Eðvarð syndir vegalengdina á innan við einni mínútu. Fyrr á mótinu hafði hann sett met á vegalengdinni, 1:00,45 mín. Millitími í 200 m baksundi. Á Evrópumeistaramótinu voru sett 11 Islandsmet og setti Eðvarð sex þeirra. Á sunnudagsmorgun keppti Eðvarð í 200 m fjórsundi. Synti á 2:11,67 min. og bætti eldra met sitt um sjö sekúndur. Sovétmaðurinn Igor Polyanski var fyrstur í 200 m baksundinu. Setti Evrópumet, 55,24 sek. sem er aðeins frá heimsmetinu. Úrslit í sundinu urðu þessi. 1. Igor Polyanski, Sovét 55,24 2. Dirk Richter, A-Þýskalandi 56,02 3. Sergei Zaborotnov, Sovét 56,88 4. Frank Baltrusch, A-Þýskal. 57,09 5. Thomas Lebherz, V-Þýskal. 57,84 6. Eðvarð Eðvarðsson, Islandi 57,92 7. Hans Fredin, Svíþjóð 58,25 8. Ricardo Aldabe, Spáni 59,64 Árangur Eðvarös er sá besti á Norðurlöndum á vegalengdinni í ár og annar besti tími sundnianns í Vestur- Evrópu. -hsím. Crslltin í lelkjum 1. deildar yfir helgina Heimsmet í hástökki urðuþessi: FH — Þróttur 2-0 ÍA-KR 1-3 tBK — Víðir 4—0 Valur — Fram 0-0 Fram 12 8 2 2 26—17 26 KR 12 7 3 2 27—18 24 1A 12 7 2 3 27—13 23 Valur 12 6 4 2 17-9 22 ÍBK 12 6 1 5 20—14 19 Þér 11 6 1 4 18-15 19 FH 12 4 1 7 14—22 13 Þróttur 12 3 1 8 14—25 10 Viðir 12 2 3 7 12—28 9 Víkiugur 11 1 0 10 11—25 3 Víkingur og Þór leika i kvold kl. 7 á Laugar- Sovéski hástökkvarinn Rudolf Pov- arnistin setti í gær nýtt heimsmet í grein sinni á móti í Sovétríkjunum. Pov- arnistin fór yfir 2,40 m og bætti metið um einn sentímetra. Gamla metið átti Kinverjinn Zhu Jianhua. Povamistin stórbætti persónulegan árangur sinn en fyrir þetta mót, sem fór fram í Don- etsk, bafði hann aöeins stokkið 2,26. Bætti árangur sinn sem sagt um 14 cm. Met Jianhua stóö þvi aðeins i rúmt ár en það var sett i V-Þýskalandi í júni 1984. Povarnistin, sem er 23 ára, byrjaði ekki að æfa hástökk fyrr en hann varð 17 ára. Hann gafst hins vegar upp þeg- ar sýnt þótti að hann réð aldrei við hæðina 2,21 m. Þá fór hann að æfa körfubolta en fór svo aftur í hástökkið. dalsvelli. Tony Knapp. „Algjört samkomulag og allir eru ánægðir” — tvö 1. deildar 115 í Noregi hafa áhuga á Tony Knapp að sögn norsku blaðanna „Það hefur náðst algjört samkomu- lag í deilu minni við Vidar og allir em ánægðir. Ég hef verið leystur frá störf- um samkvæmt samkomulaginu, ekki rekinn,” sagði Tony Knapp landsliðs- þjálfari þegar DV ræddi við hann. Ekki vildi Tony nefna þá upphæð sem hann fær frá Vidar en hann átti tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við það. ,,Ég er þegar kominn í starf hjá tveimur félögum hér í Stafangri, starfa hjá þeim við þjálfun fimm daga í viku. Annað er í efsta sæti í 3. deild í sínum riöli og ég vona mér takist að „Þetta var rosalegt sjálfsmark. Eg átti i kapphlaupi vió Winklhofer, hann varð aðeins fyrri til, á undan í boltann, og ég dró löppina til baka. Það sklpti engum togum að boltinn sveif 25 metra vcgalengd yfir vamarmenn og markvörð Bayera og i netið,” sagði Láras Guðmundsson um slgurmark Uðs sins Bayer Uerdingen gegn Bayern Miinchen er liðin mættust í 1. umferð v-þýsku BuudesUgunnar um hetgina. Bayera tókst því ekki að hefna harma sinna frá þvi i bikarúrsUtalelknum í vor þegar sömu Uð mættust. Þá vann Uerdlngen 2—1 sigur og tryggði sér bikar- meistaratitUinn. Annars setti leiðindaveður nokkuð svip sinn á leikinn sem olU hinum 27.000 áhorfendum sem borguðu sig inn nokkrum vonbrigðum. Uerdingen var mun sterkara Uðið og átti megnið af þeim fáu færum er sköpuöust í leiknum. Lárus var tvisvar sinnum nálægt því að skora en belgíski landsUðsmarkvörðurinn Jean Marie Pfaff varöi vel í bæði skiptin. Segja má að sjálfsmarkið hafi verið það fall- egasta sem sást i leiknum en það kom á 32. mínútu. Er um það bU 20 mínútur voru til koma því í 2. deild,” sagði Tony. Hann er samningsbundinn við þessi félög fram í október. Norsku blööin hafa skýrt frá því að tvö félög í 1. deildinni norsku, Moss og Eik, hafi áhuga á að fá Tony til sín. Moss er í níunda sæti, Eik í neðsta en 121iðeruíl.deild. „Jú, ég hef séð þetta í norsku blöð- unum en forráðamenn félaganna hafa ekki haft samband við mig. Vita auð- vitað að ég er bundinn þetta leiktíma- bil. En það gæti verið gott að hafa leiksloka gerði Karl-Heinz Feldkamp eina skiptingu. Lárus fór út af en í stað hans kom AtU Eðvaldsson og lék hann sinn fyrsta deildarleik með Uerdingen. Stuttgart, liö Ásgeirs Sigurvinssonar, gerði jafntefli við Mönchengladbach í slökum leik. Werder Bremen byrjaði keppnistímabiUð vel, Uðið sigraði Schalke 1—0. Eina mark leiksins gerði landsUðsmaðurinn Rudi Völler. Klaus AUofs skoraöi mark Kölnar en Klaus Thiess jafnaði fyrir Emtracht Frankfurt er Uðin skildu jöfn, 1—1. Bæði mörkin voru skoruð úr vítaspyrnum. Annars urðu úrsUt þessi í v-þýsku BundesUgunni um helgina: Schalke—Werder Bremen 0—1 Fortuna Dússeldorf—Waldhof Mannheim 4—1 Numberg—Bochum 0—1 Köln—Eintracht—Frankfurt 1—1 Hamburger—Kaiserslautern 4—1 Saarbrucken—Borussia Dortmund 1—1 Hannover 96—Bayer Leverkusen 1—1 Stuttgart—Borussia Mönchengladbach 0—0 Bayer Uerdingen—Bayern Miinchen 1—0 -fros þetta í bakhöndinni,” sagði Tony Knapp. HM-leikur Islands við Spán verður í Sevilla 25. september og stjórnar Knapp íslenska landsliðinu þar. Hann kemur hingað til lands nokkru fyrir landsleikinn og fer siöan með lands- liðsmönnunum hér heima til Spánar. -hsím. Sigursöngur Norsku stelpurnar voru að vonum ánægðar með sigurinn 1 kvennaflokknum. Þegar ljóst varð að lið þeirra hefði unnið með einu stigi þá téku þær sig til, settust fyrir framan hljóð- nema norsku útvarpsmannanna og sungu sigursönginn. -fros. Þjálfarinn baðaður Það er ekki tekið út með sitjandi sældlnni að vera þjálfari frjálsíþróttaliðs. Að minnsta kosti ekki þegar vel gengur. Það fékk sænski landsUðsþjálfarinn að reyna eftlr að sænska karlalandsUðið hafði sigrað i landskeppninni og tryggt sér þar með sæU í B-grúppu. Sænsku keppendurnir bára hann á milU sin út að vatnsgryfju hindrunarhlaupsins og fleygðu honum ofan i. Ekki fer neinum sögum af þvi hvort þjáUaranum hafi orðið meint af volkinu. -fros. Kristján þjálfar Létti Kristján Rafnsson, sem lék með KR í úrvalsdeildinni í körfubolta á síðasta ári, hefur ákveöið að ganga til liðs við 2. deildarlið Léttis. Hann mun bæði þjálfa og leika með liðinu. -fros. „Þetta var rosa- legt sjálfsmark” — sagði Lárus Guðmundsson eftir að Uerdingen hafði sigrað Bayem Miinchen. Atli kom inn á í stað Lámsar Þrír Gróttu-strákar til V-Þýskalands át Á laugardag héldu þrír piltar úr Gróttu á Seltjarnarnesi til æfinga í handknattleik til Vestur-Þýskalands og verða þar í 10 daga. Þeir eru Árni Friöleifsson, Halldór Ingólfsson og Sig- tryggur Albertsson, allir 17 ára, og eru komnir í meistaraflokk Gróttu. Pilt- arnir fóru til Þýskalands á vegum Jóhanns Inga Gunnarssonar, þjálfara í Kiel, og Gauta Grétarssot-ar, þjálfara Gróttu. Sigtryggur verður I Kiel — Árni og Halldór í Diisseldotf. -hsím. I Fjarstæða að de Vries haf i verið rekinn | Frá Kristjáni Bernburg, fréttaritara IDV íBelgíu: Það er hin mesta f jarstæða að Lois Ide Vries hafi verið rekinn frá Antwerpen eins og Pétur Pétursson | hélt fram í viðtali við eitt dagblað- ■ anna um helgina. Samkvæmt upplýs- | ingum frá belgíska félaginu var de ^Vries framkvæmdastjóri Antwerpen sex ár. Fyrir sjö mánuðum bauðst | honum framkvæmdastjórastaða tón- ■ listarhallar í Antwerpen. Hann þáöi I þá stööu en hélt þó áfram að vera 1 starfsmaður hjá Antwerpen. Hann ■ starfar nú sem lausráðinn fram-1 kvæmdastjóri á fjármálasviöi og . tekur að sér ákveðin verkefni fyrir | knattspyrnufélagið. Þorsteinn ekki meira með Blikum — en Ólaf ur Björnsson er óðum að ná sér Nú er ijóst að miðjumaðurinn sterki hjá Breiðabliki, Þorsteinn Gelrsson, mun ekki leika meira með liði sinu i sumar. Þorsteinn meiddist í nára og var á batavegi er meiðsli hans tóku sig upp aftur. Biikarnir hafa leikið siðustu leiki sína án Þorsteins og Olafs Björns- sonar. Báðir áttu þeir við meiðsli i nára að striða en Ólafur er nú óðum aö ná sér og verður væntanlega kominn á fulla ferð á næstunni. Blikarnir standa nú i harðri baráttu um 1. deildar sæti og eru meiðsii Þor- steins óneitanlega þungt áfall fyrir liðið. -fros.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.