Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 40
40 DV. MÁNUDAGUR12. ÁGOST1985. Andlát Atli R. ölaísson lést 31. júli sl. Hann fæddist 4. mars 1913 íKaupmannahöfn. Foreldrar hans voru Olafur Friöriks- son og Anna Friöriksson. Atli stofnaöi Leöuriöjuna 1936 og rak hana alla tið síðan auk þess sem hann stundaði þýð- ingar. Fyrri kona hans var Marianne Stehn og eignuöust þau þrjú börn. Þau slitu samvistum. Seinni kona hans var Margrét Sigrún Bjarnadóttir og eign- uðust þau þrjár dætur. Þau skildu. Atli veröur jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju í dag, 12. ágúst, kl. 13.30. Margrét Hjörleifsdóttir, húsfreyja í Hrísdal, Miklaholtshreppi, andaöist á Dvalarheimih aldraöra í Borgarnesi föstudaginn 9. ágúst. Helga Gisladóttir, frá Siglufirði, Stóra- geröi 20 Reykjavík, lést í Landspítal- anum 2. ágúst sL Hún veröur jarðsung- in frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. ágústkl. 13.30. Jónína Þorbergsdóttir, Eiríksgötu 13, verður jarðsungin frá Bústaöakirkju, þriðjudaginn 13. ágúst kl. 13.30. Þórður Ágúst Þórðarson, Grenimel 44, verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 13. ágúst kl. 15. Þórður Eiríksson netageröarmeistari, Sæbraut 18 Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 12. ágúst, kl. 15. Kristín M. Karlsdóttir frá Draflastöð- um verður jarðsungin frá nýju kapell- unni í Fossvogi miðvikudaginn 14. ágústkl. 13.30. Guðmundur V. Lárusson lést 5. ágúst sl. Hann fæddist 12. júlí 1926, að Kross- nesi í Eyrarsveit, sonur hjónanna Sig- urlaugar Skarphéöinsdóttur og Lárus- ar Guðmundssonar. Kona hans var Rósa Guðjónsdóttir og eignuðust þau fimm börn. Útför hans var gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 10.30. Guðrún Gísladóttir lést 1. ágúst sl. Hún var fædd á Gufuskálum í Leiru á Suð- urnesjum 12. október 1888, dóttir hjón- anna Helgu Símonardóttur og Gísla Péturssonar. Guðrún giftist Asgeiri Jónassyni skipstjóra og eignuöust þau þrjár dætur. Útför Guðrúnar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 12. ágúst, kl. 13.30. TIL LEIGU verslunarhúsnæði í nágrenni Hlemms, 188 m2 húsnæði á tveimur hæðum. Mjög gott lagerpláss. Einnig mjög hentugt fyrir heildverslanir. Næg bílastæði. Upplýsingar í síma 26360 kl. 13—18 mánudaga-föstudaga. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 51., 55. og 57. tölublaði Lögbirtingablaösins 1984 á eigninni Hoitsgötu 3, Hafnarfirði, þingl. eign Kristfnar H. Kristinsdóttur, fer fram eftir kröfu Landsbanka Islands og Gjaldheimtunnar i Hafnar- firði á eigninni sjálfri fimmtudaginn 15. ágúst 1985 kl. 13.30. Bæjarfógetinn I Hafnarfiröi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 51., 55. og 57. tölublaði Lögbirtingablaösins 1984 á eignini Nönnustig 6, Hafnarfiröi, þingl. eign Grethe Sveinbjörnsson o. fl., fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 15. ágúst 1985 kl. 14.00. Bæjarfógetinn i Hafnarfiröi. Nauðungaruppboð annað og siöasta á húseign við Kaldárselsveg, Hafnarfirði, tal. eign Sverris Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 15. ágúsi 1985 kl. 17.00. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Tilkynningar Happdrætti Lögreglu- félags Reykjavíkur Dregið hefur verið í byggingahappdrætti Lögreglufélags Reykjavíkur og komu vinningará eftirtalin númer: 1. Sharp myndbandstæki á númer 9804. 2. Fimm daga ferð til Amsterdam fyrir tvo á númer 10545. 3. Fimm daga ferð til Amsterdam fyrir tvo á númer 10951. 4. Pioneerhljómflutningstækiánúmer5729. 5. Sharplitasjónvarpánúmerll42. 6. Sharp heimilistölva á númer 5139. 7. Sharp ferðatæki á númer 8044. 8. Sharpferðatækiánúmer 10017. 9. Sharpferðatækiánúmer746. Handhafar vinningsmiða eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til Jóns Amars Guðmunds- sonar, lögreglustöðinni, Hverfisgötu 113, eða í síma 10200. Vinninga skal vitjað einnan eins árs. Þökk fyrir stuðninginn. Brunborgar-styrkur Or Minningarsjóði Olavs Brunborg verður veittur styrkur að upphæð sjö þúsund norskar krónur á næsta ári. Tilgangur sjóðsins er að styrkja íslenska stúdenta og kandídata til háskólanáms í Nor- egi. (Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er styrkurinn aðeins veittur karlmönnum.) Umsóknir um styrkinn, ásamt námsvott- orðum og upplýsingum um nám umsækjenda, sendist skrifstofu Háskóla Islands fyrir 1. október1985. Fyrirlestur í Kennaraháskóla Íslands Thomas S. Popkewitz, prófessor við School of Education University of Wisconsin — Madis- on, heldur opinberan fyrirlestur í Kennara- háskóla Islands v/Stakkahlið, stofu 301, þriðjudaginn 13. ágúst nk. kl. 16: Thomas Popkewitz hefur tekið þátt í rann- sóknum á menntamálum og umfjöllun um þau víða um lönd. Hann hefur skrifað mikið um rannsóknir og breytingar í menntakerf- inu. Hann stjómar nú samanburðarrannsókn á skólakerfum í 5 löndum. Fyrirlesturinn í Kennaraháskóla Islands nefnist „Umbætur í menntamálum, siða- reglur, hugmyndafræði eða orðin tóm” (Educational Reform; Ideology, Ritual or Rhetoric?) Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum heimill aðgangur. Minningarkort Styrktarfélags vangefinna fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu félagsins, Háteigsvegi 6, sími 15941, Bókabúð Braga, Lækjargötu 2, sími 15597, Bókaverslun Snæbjamar, Hafnarstræti 4, simi 14281, Kirkjuhúsinu, Klapparstíg 27, simi 21090, Stefánsblómi, Njálsgötu 65, sími 10771, Bókabúð Olivers Steins, Strandg. 31 Hafnarf.,simi 50045. Vakin er athygli á þeirri þjónustu að tekið er á móti minningargjöfum í síma skrif- stofunnar, 15941, og minningarkortin síðan innheimt hjá sendanda með gíróseðli. Þá eru einnig til söiu á skrifstofu félagsins minningarkort Barnaheimilissjóðs Skála- túnsheimilisins og Minningarsjóðs Guðnýjar Ellu Sigurðardóttur. Tapað -fundið Brenda er týnd Brenda er mjög smágerð grábröndótt læða og hefur ekki sést siðan á fimmtudaginn 1. ágúst. Ef einhver hefur séð hana eða fundið þá á hún heima á Laugarásvegi 13, sími 39860. Vinnusími 84181. Taska týndist í Þjórsárdal Ljósblá og gul Technica skíðataska týndist í Þjórsárdal föstudaginn 2. ágúst. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 626345. QSj MNTAR IEFTIRTAUN Hvsm REYKJAVÍK: KÓPAVOGUR: GARÐABÆR: Gunnarsbraut Hófgeröi Blikanes Guðrúnargötu Kastalagerði Haukanes Kjartansgötu Birkigrund Kriunes. Ármúla Furugrund Siðumúla Grenigrund Suðurlandsbraut. HAHO SAM8AND VIÐ AFGBEIÐSLUNA 0G SKBiF» YKKUR A BIÐUSTA AFGREIÐSLA KÖFUNARNAMSKEIÐ Nú gefst einstakt tækifæri til að kynnast undraheimi undirdjúpanna og læra froskköfun. Námskeið verða haldin á Farfuglaheimilinu Reykjanesi. Þau eru í 8 daga hvert og standa öllum opin. Hverju námskeiði lýkur með prófi sem miðast við tveggja stjörnu alþjóðleg réttindi til sportköfunar. Næsta námskeið hefst 24. ágúst 1985. Allar nánari upplýsingar veittar hjá Bandalagi íslenskra farfugla, ^ sími (91) 10490. Afmæli Sextugur er í dag, 12. ágúst, Ingl Þor- steinsson frá Heyholti í Borgarhreppi í Borgarfjarðarsýslu, Réttarholtsvegi 49 í Reykjavík. Hann er starfsmaður hjá vegagerð ríkisins. Kona hans er Pálína Guðmundsdóttir frá Steinsmýri í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann verður að heiman í dag. Sjötug er í dag, 12. ágúst, Jóhanna Magnea Helgadóttir, fyrrum mat- ráðskona frá Vopnafirði, Hamraborg 18Kópavogi. Sextugur er i dag, Ásbjörn Guðmunds- son pípulagningameistari, Borgarvegi 40 í Njarðvík. Hann og kona hans, Guðrún Sigurðardóttir, taka á móti gestum í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík i kvöld kl. 20—23. Framúrakstur á vegum úti krefst kunnáttu og skynsemi. Sá sem ætlar framúr þarf að gefa ótvírætt merki um vilja sinn, og hinn sem á undan ekur þarf að hægja ferð. Stefnuljósin er sjálfsagt & ' ' nota. Minnumst þess að mikil inngjöf leiðir til þess að steinar takast á loft, og ef hratt er farið ökum við á þá í loftinu. UMFERÐAR Ð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.