Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 25
DV. MÁNUDAGUR12. ÁGUST1985. 25 iróttir iþróttir fþróttir fþrótti tallafl til Ómars Torfasonar sam Jt Ómars f 6r yflr. DV-mynd Brynjar. Markahátíð í Eyjum — þegar ÍBV vann stórsigur á Skallagrími, 8-1, í 2. deildinni Frá Friðbimi Valtýssyni, fréttaritara DV í Vestmannaeyjum: Það var sannkölluð markahátíð í Eyjum þegar heimamenn tóku á móti Skallagrími frá Borgarnesi í 2. deild knattspymunnar á laugardaginn. Alls níu mörk litu dagsins ljós, þar af átta frá heimaliðinu sem vann yfirburða- sigur. Munurinn á liðunum var kannski ekki ýkja mikill í fyrri hálfleik þrátt fyrir að ÍBV hefði allan tímann verið mun sterkari aðilinn en í þeim seinni var aðeins spuming um það hvort Eyjamenn næðu tugnum. Viðar Elísson opnaði leikinn strax á 2. mínútu fyrir Eyjamenn og þremur mínútum seinna skoraði Ömar Jó- hannsson annað mark heimamanna. Borgnesingar minnkuðu muninn með márki Gunnars Jónssonar og gestirnir náöu að komast nokkuð inn í leikinn. Undir lok hálfleiksins bættu þeir Tóm- as Pálsson og Omar Jóhannsson við hvor sínu markinu og staöan því 4—1 í hléi. Seinni hálfleikur var einstefna á mark Skallagríms. Omar fullkomnaði þrennu sína en auk hans bættu þeir Hlynur Stefánsson, Tómas Pálsson og Jóhann Georgsson við mörkum og stórsigur Eyjamanna því staðreynd. Omar Jóhannsson var besti maður vallarins, lék við hvern sinn fingur. Flestir leikmanna heimaliðsins áttu góðan dag þó að vörnin hafi verið frek- ar óörugg í fyrri hálfleik. Gunnar Jónsson var skástur af leik- mönnum Skallagríms sem án efa geta gert miklu betur. -fros Rangstöðumark á síðustu mínútu — tryggði KA sigur gegn Völsungi í2. deild Frá Magnúsi Þorvaldssyni, fréttarit- ara DV á Akureyri: Mark skorað á siöustu mínútu, aö því er virðist úr rangstööu, tryggði KA öll stigin í leik liðsins gegn Völsungi er lið- in mættust í 2. deild knattspyrnunnar á Akureyri á föstudagskvöld. Áður hafði slakur dómari sleppt, að flestra dómi, augljósri vítaspyrnu á KA og voru Hús- víkingar mjög óhressir að leikslokum. Möguleikar liðsins á 1. deildar sæti minnkuðu mjög við tapið en KA á nú mjög góða möguleika. KA var sterkari aðilinn í fyrri hálf- leik en tókst ekki að nýta sér færin. I þeim seinni komust Völsungar meira inn í myndina. Sérstaklega voru þeir Olgeirssynir, Kristján og Bjöm, skeinuhættur. Gestirnir vildu síðan fá víta- spyrnu er Helga Helgasyni var brugðið innan teigs en slakur dómari, Olafur Sveinsson, færði brotiö út fyrir teig. Á síðustu minútu leiksins skoraði KA síð- an sigurmarkið er Bjarni Jónsson fékk boltann augljóslega vel fyrir inn- an aftasta mann Völsungs en línuvörð- urinn flaggaöi ekki og eftirleikurinn var auðveldur hjá Bjarna. Njáll Eiösson og Érlingur Kristjáns- son voru sterkustu menn Akureyrar- liðsins. Bræðurnir Björn og Kristján báru af í Húsavíkurliðinu. -fros Björa Rafnsson. „KR-ingar börðust betur og uppskáru eftir þvf’ — sagði Hörður Helgason, þjátfari ÍA, eftir að lið hans hafði mátt þola tap fyrír KR, 1:3 Frá Sigþóri Eirikssyni, fréttaritara DV á Akranesi: „Það var erfitt að sýna góða knatt- spyrau í rokinu en KR-ingar börðust betur og uppskáru eftir því. Við eigum ennþá góða möguleika á titlinum og þó sérstaklega ef Valsmenn ná að sigra Fram á morgun (leikinn i gær). Annars tökum við aðeins einn leik fyrir í einu. Þróttarar eru næst á dagskránni og þeir munu verða erfiöir. Það voru skiptar skoðanir um fyrsta mark KR en dómarinn var i mjög góðri aðstöðu, sjálfur sá ég ekki hvort boltinn fór yfir linuna,” sagði Hörður Helgason, þjálf- ari ÍA, eftir að liðið hafði mátt þola tap gegn KR i 1. deild knattspyrnunnar á Akranesi, 1—3. Það voru KR-ingar sem voru öllu sprækari aðilinn framan af og eftir tíu mínútna leik munaði litlu að þeir næöu forystunni er Júlíus Þorfinnsson komst inn fyrir vörn Akraness en skot tians hafnaði beint i fangi Birkis Kristjánssonar markvarðar. Annars var fyrri hálfleikurinn slakur og lítið markvert geröist. Júlíus Ingólfsson átti ágætt tækifæri fyrir IA en var of seinn og KR náði að bægja hættunni frá. Besta færi hálfleiksins áttu KR-ingar er áttu sendingu á Björn Rafnsson sem stóð á markteig, Birni brást bogalistin, skaut framhjá úr opnu færi. Mínútu fyrir hlé skoruðu KR-ingar síðan vafasamt mark. Eftir homspyrnu skapaðist mikil þvaga inni í markteig heimamanna sem endaði með því að KR-ingurinn Börkur Ingvason náði skoti á lA-markið. Einn Skagamaðurinn reyndi að bjarga á línu en svo virðist sem boltinn hafi farið yfir línuna, Gisli Guðmundsson dómari var að minnsta kosti ekki í miklum vafa. 1—0. Skagamenn komu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og sóttu mun meira, við það vildi vöm þeirra þó oft opnast illa. Strax á 2. mínútu hálfleiksins munaði litlu að Ölafur Þórðarson næði að jafna metin fyrir Skag- ann er hann braust í gegnum vesturbæjar- vörnina með miklu harðfylgi en skot hans fór yfir markið. Björn Rafnsson átti færi hinum megin á vellinum tíu mínútum seinna eftir að hafa fengið boltann eftir góðan undirbúning Gunnars Gíslasonar en skot hans fór yfir. Skagamenn jöfnuðu á 73. mínútu. Hörður Jóhannesson komst þá inn í vítateig KR þar sem honum var hrint. Vítaspyrna og úr henni skoraði Júlíus Pétur Ingólfsson af miklu öryggi. En Adam var ekki lengi í Paradís. Þremur mínútum seinna átti Asbjörn Björns- son fyrirgjöf inn í vítateig KR þar sem Willum Þórsson var á auðum sjó og skoraði örugglega. Rothöggið kom síðan tíu mínútum fyrir lok og var eingöngu um einstaklings- framtak Björns Rafnssonar að ræða. Hann einlék frá vallarhelmingi KR alla leiðina inn í vítateig heimamanna og skoraði framhjá Birki markverði. Lokatölur því 3—1 fyrir þá svartröndóttu og heldur er að birta til í her- búðum þeirra eftir frekar slaka byrjun. Akra- nes missti af mikilvægum stigum en með sigri heföi liðið komist í efsta sæti deildarinnar. Björn Rafnsson átti mjög góðan leik fyrir KR og hefur tekið mjög miklum framförum frá síðasta keppnistímabili. Þá áttu Akur- eyringarnir í vesturbæjarliðinu, þeir Asbjörn Björnsson og Gunnar Gislason, góðan dag, en sá síðarnefndi þurfti reyndar að yfirgefa leik- völlinn vegna meiðsla. Olafur Þórðarson var langsamlega bestur Skagamanna sem aldrei náðu að sýna sitt rétta andlit. Gísli Guðmundsson hefði mátt nota dómaraflautu sína mun oftar. Leikmenn beggja liðanna komust oft upp með grófan leik. Aðeins eitt spjald sást á lofti og var það „Næmérfljótt” — segir Gunnar Gísla „Eg held ekki aö þetta sé alvarlegt og reikna jafnvel með því aö vera tilbúinn fyrir leikinn gegn Keflavíkurliðinu á fimmtudaginn,” sagöi Gunnar Gíslason, KR-ingur, í samtali við DV í gærkvöldi. Gunnar þurfti aö fara út af í leik IA og KR og talið var í fyrstu að um alvarleg meiðsli væri að ræða. Þetta reyndist hins vegar aöeins smávægileg tognun á læri. -SigA gult á litinn. Agúst Már Jónsson KR-ingur fékk að sjá það fyrir gróft brot. Lið IA: Birkir Kristjánsson, Guðjón Þórðarson, Ölafur Þórðarson, Sigurður Lárusson, Jón Áskelsson, Hörður Jóhannes- son, Lúðvik Bergvinsson (Aðalstcinu Víglundsson), Júlíus Ingólfsson, Karl Þórðar- son, Valgeir Barðason (Heimir Guðmunds- „Við eigum góða möguleika á 1. deildarsæti en baráttan kemur til með að standa á milli þriggja liða, okkar, KA og Vestmannaeyinga, og liklegt er að innbyrðis leikir liðanna ráði úrsUtum,” sagði Benedikt Guðmundsson, fyrirUði Breiðabliks, en Uð hans vann nauman sigur á Leiftri um helgina, 0—1. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en er líða tók á seinni hálf- leikinn náðu Leiftursmenn ágætum tökum á leiknum og voru nálægt þvi að skora, áttu 2 til 3 þokkaleg marktækifæri. Blikarnir sýndu síðan tennurnar og glopruöu einnig niöur ágætum færum. Fyrri hálfleikur var því markalaus en í seinni hálfleikn- um höfðu BUkarnir nokkra yfirburði og náðu að skora eina mark leiksins og var Jón Þór Jónsson þar að verki. Leiftursmenn reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna metin undir lokin en L________________________—. son), Arni Sveinsson. Lið KR: Stefán Jóhannsson. Börkur Ingva- son, Hálfdán örlygsson, Hannes Jóhannsson, WiIIum Þórsson, Gunnar Gíslason (Stefán Pétursson), Ágúst Már Jónsson, Ásbjörn Björnsson, Björn Rafnsson, Sæbjörn Guðmundsson, Júlíus Þorfinnsson. Maður leiksins: Björn Rafnsson, KR. -fros. án árangurs og Kópavogsliðið slapp með skrekkinn. ■fros. Jón Þór Jónsson. J ! Blikar sluppu ; fyrir horn — unnu Leiftur, 0:1, á laugardaginn íþróttir Charlton hættur - Channon til Portsmouth Jack Charlton, framkvæmdastjóri Newcastle, hefur sagt starfi sínu hjá félaginu lausu. Þetta gerðist eftir æfingaleik Newcastle við Sheffield Utd. Leikurinn endaði í jafntefli, 1—1, en áhangendur Newcastle voru ekki ánægðir og létu skoðun sina á Charlton sífellt í ljós með bauli. Charlton sagði upp eftir leikinn en undirrót óánægjunnar er sennilega sala Charlton á enska landsliðsmanninum Chris Waddle. Charlton hafði verið við stjórnvölinn hjá Newcastle í 14 mánuði. Mick Channon hefur gengið til liðs við Portsmouth í 2. deild. Channon fékk „free transfer” frá Norwich og á- kvað að ganga til liðs við gamlan fé- laga sinn hjá Southampton, Alan Ball, en hann stýrir Portsmouth. -SigA. Evrópumet íþrístökki Hinn snjalli Kristo Markov gerði sér lítið fyrir seint í gærdag og sétti nýtt Evrópumet í þrístökki með atrennu. Þetta gerði hann í B-keppni Evrópubikarsins, cn húu fór fram í Búdapest um helgina. Kristo stökk 17,77 metra í metstökkinu og tókst með því að bæta met Sovétmannsins Oleg Protsenko um heila 8 sentímetra, en Oleg stökk 17,69 m. -SigA Paris enn á sigurbraut Paris Saint Germain heldur enn forustu sinni í 1. deild frönsku knatt- spyrnunnar cr þeir sigruðu Marseilles 2—0. Luis Fernandez kom Parísar- liðinu yfir strax á fyrstu minútunum og Robert Jacques bætti öðru marki við um miðjan fyrri hálfleikinn. Paris Saint Germain er nú með tveggja stiga forustu á toppi deildarinnar. Félagið festi kaup á átta nýjum leikmönnum fyrir siðasta keppnistímabil og virðist til alls liklegt. Frakklandsmeistarar Bordeaux eiga nú í miklum erfiðleikum. Helmingur liðs þeirra er á sjúkralist- anum, þar á meðal Jean Tigana, Fernard Chalana og Bernard Lacombe. Eitt nýtt nafn frá félaginu bættist á listann eftir leik liðsins við Toulon á útivelli, miðvörðurinn Leonard Specht tognaði á vöðva. Victor Ramoz náði forystunni fyrir Toulon en Patrick Battiston jafnaði fyrir Bordeaux. Nantes, liðið sem kemur til með að mæta Val i Evrópukeppni félagsliða, vann Toulouse, 1—0. Það var marka- hæsti maður deildarinnar frá þvi á síðasta keppnistimabiU, Júgóslavinn Vahid HalUodzig sem skoraði eina mark leiksins. Annars urðu úrslitin þessi: Toulon-Bordeaux Straxbourg-Le Havre Monaco-Metz Brest-Nice Nancy-Auxerre Paris S.G.-MarseiUes Lens-Laval Rennes-LUle Nantes-Toulouse Sochaux-Bastia Staða efstu Uða er nú þessi: ParisS.G. 6 5 10 15—5 11 Lens 6 4 11 18—8 9 Nantes 6 3 3 0 6—2 9 Bordeaux 6 4 11 18—8 9 1—1 2—1 0-0 1—1 1—0 2—0 3—1 2—0 1-0 2—0 -fros.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.