Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR12. ÁGÚST1985. 5 Áframlæknar Yfirvofandi verkfalli heilsu- gæslulækna hefur veriö afstýrt. Samningar tókust í kjaradeilu þeirra og ríkisvaldsins um helgina og verða þeir því áfram við störf. Að sögn samningsaðila voru samningarnir ákaflega flóknir og kjarabætur mismunandi miklar, bæði eftir einstökum læknurn og læknishéruðum. AUs munu 110 heilsugæslu- læknar vera starfandi í landinu, þar af áttu 70 hlut að máli í kjara- deilunni. _________________-EIR. Stolnumbfl ekiðábrúar- handrið — varðalelda ásvipstundu Upp úr klukkan 5 aðfaranótt sunnudags var lögreglunni á Sauðárkróki tilkynnt um umferðar- slys við brúna yfir Staðará, um 6 km sunnan við Sauðárkrók. Bíl hafði verið ekið þar á brúarhandrið og þegar lögreglan kom á staðinn var bifreiðin alelda. ökumaður, sem hafði verið einn í bílnum, komst út úr bifreiðinni, lítið brenndur og var hann fluttur á sjúkrahús. Á vettvangi var annar bill og kom í ljós að báðum bifreiðunum hafði verið stolið á Sauðárkróki. ökumenn þeirra voru ölvaðir. Þeir voru aðkomumenn sem höföu verið að skemmta sér á Sauðárkróki en ætluðu að aka til Reykjavíkur í ökutækjunum sem þeir tóku ófrjálsri hendi. Bifreiðin sem ekið var á brúar- handriöið gjöreyöilagðist í eldinum og var mildi að ekki fór verr. -JKH. ÓU dekkin sprungu eins og þetta: rlfa kom í slitflötinn miðjan, eins og stungið værí með hnifi DV-mynd VHV. Óheppinn bílstjóri: Sprakk þrisvará sama deginum Ríkharöur Ásgeirsson bílstjóri var heldur en ekki óheppinn á leið sinni um Borgarfjörð. Það sprakk þrisvar hjá honum og ástæðuna segir hann vera hárbeittan muln- ing sem Vegagerðin notar í ofaní- burð. Fyrst sprakk hjá Ríkharði er hann var aö aka út úr Borgarnesi. Er hann ók inn í bæinn aftur síöar sama dag sprungu tvö dekk en svo vel vildi tU aö Ríkharður var með tvö vetrardekk í bílnum hjá sér. Hann fór siðan tii viðgerðarmanns í Borgamesi með spnmgnu dekkin til viögerðar og sagði sá aö sér væri kunnugt um fleiri tUfelli af þessu tagi úr nágrenni Borgarness. Hjá Vegagerð ríkisins í Borgar- nesi fengust þær upplýsingar, að þessi ákveðni vegarkafli væri á undirbúningsstigi fyrir klæðningu. Ætlunin er að leggja bundið slitlag frá Borgarnesi upp að Gufuá. Vegurinn er í biðstöðu og er ekki um að ræða eiginlegan ofaníburð, heldur gróft undirlag. Slitlagið á fyrrgreindan vegarkafla verður lagt á næstunni. -pá Íslenskur50-kall: f GÓÐUM FÉLAGSSKAP Þessi athyglisverða auglýsing varð á vegi tíðindamanns DV1 Hollandi fyrir skemmstu. Hér auglýsir hollenskur banki, De Grenswisselkantoren, peningaskipti af ýmsu tagi og efst í bunkanum liggur íslenskur 50 króna seðill, í kompaníi með öðrum seðlum og verðmeiri. 1 skrá bankans yfir gjaldmiðla hinna ýmsu landa, sem bankinn skiptir, er Island hvergi nefnt á nafn og eins og flestum er kunnugt þýðir hvergi að reyna að skipta íslenskum peningum í bönkum erlendis. Þannig hefur það verið um langt skeið og varla von á að það breytist í bráð. Það er því erfitt að segja hvað veldur því að hollenski bankinn hefur smeygt íslenska 50-kall- inum þarna með, þeim hefur kannski bara þótt hann svona fallegur, ofan á lirunum, doUurunum og mörkunum.-pá. Laugavegi 51 - Simar 17440 - 29290

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.