Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 31
DV. MÁNUDAGUR12. ÁGUST1985. 31 Nýbókum Þingvelli Þingvellir og goðaveldið nefnist bók eftir Þorstein Guðjónsson sem nýlega kom út hjá Formprenti hf. Hefur hún ieinnig verið gefin út á ensku og heitir þá Thingvellir: the Parliament Plains of Iceland. I bókinni eru í fáum dráttum sögð deili á Þingvöllum, sögu þeirra og samband við þjóðlífið fyrr og síðar. Upphaf alþingishaldsins er rakiö til sameiginlegrar þingskipunar Norður- landabúa á víkingaöld og til enn eldri þróunar þinganna meðal Germana. Lýst er sérkennum og sérstæði hins forníslenska þjóðfélags sem þróaöist í tengslum við Þingvelli og rakin er síðari þróun og samhengið í sögu staöarins allt til þess að lýðveldis- stofnun var samþykkt þar árið 1944 og landnámshátíð haldin árið 1974. Enn- fremur eru gefnar upplýsingar um stöðu Þingvalla í samtímanum sem þjóögaröur og helgistaður. Bókin er prýdd ljósmyndum, upp- dráttum og skýringarmyndum. -EA „Fólkþeim mun Sífs- leiðara sem það hefur það betra” — segir Jón Jensá Munaðarnesi Frá fréttaritara DV, Gjögri, Regínu Thorarensen: Jón Jens Guðmundsson, Munaöar- nesi, er hættur búskap vegna aldurs. Þau hjón búa í hlýlegu húsi þar sem þau komu upp 8 fallegum og duglegum börnum. Jón segir að sér finnist aö eftir því sem fólkið hafi þaö betra þeim mun lífsleiðara verði þaö. Tveir synir þeirra hjóna búa nú á Munaöarnesi og vinna þeir girðingarstaura úr rekaviði. Lítil sala hefur verið á girðingar- staurum þar sem bændur eru hættir að kaupa þá. Nú er þaö einkum Vega- gerðin sem kaupir. Áö sögn Jóns hefur staurasalan farið minnkandi undanfarin ár og er það mikill tekjumissir fyrir bændur. Reka- viður var lítill í vetur en talsveröur í vor og það sem af er sumri. Á fyrra ári fengu bændur á Munaðarnesi 700 kg af grásleppu- hrognum en 5 tonn í vor. Þann 20. maí gerði ofsamikinn sjógarð og snjókomu og stóð yfir í hálfan mánuð. Eyði- lagðist mikið af netum grásleppusjó- manna. JKH í vörður til sölu Margar geröir sem kosta frá 396 krónum. Ódýrt en öruggt þjófavarnartœki, sem tryggir nætursvefninn — fivort sem þú ert heima eða að heiman. Ódýri næturvörðurinn — litla Interquartz þjófavarnartækið er hægt að festa innan á allar hurðir, án nokkurra tenginga, og um leið og óboðinn gestur gerir tilraun til að komast inn fer kerfið í gang. í einbýlishúsið, íbúðina, geymsluna, garðhúsið eða verkstæðið. Öruggur og einfaldur. _________áS &SAMBANDSINS ARMULA3 SIMI 681910 UTSALA A NOTUÐUM BÍLUM Teg. Árg. Km Verð Útb. Eftirst. til Mazda 929 coupé '77 90.000 115.000,- 30.000,- 10 mén. Ford Cortina XL '76 90.000 65.000,- 5.000,- 8 mén. Ford Cortina XL '74 100.000 30.000,- 5.000,- 6 món. Fiat 127 '79 85.000 65.000,- 5.000,- 8 món. Fiat 125 P '80 25.000 60.000,- 5.000,- 6 món. Austin Allegro '78 63.000 30.000,- 5.000,- 6 món. Lada 1500 '79 100.000 60.000,- 5.000,- 8 món. Simca Horizon '79 97.000 105.000,- 15.000,- 10 món. Plymouth Volaré '76 100.000 150.000,- 15.000,- 12 món. Trabant '79 62.000 20.000,- 2.000,- 4 món. upp í og semjum um milligjöfina jöfur hf. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 "1 I I 1 I I 1 1 1 I I I 1 I I I I I i I I I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.