Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 9
9
DV. MÁNUDAGUR12. ÁGUST1985.
Útlönd Útlönd
DÖKKU KYNÞÆTT-
IRNIR BERJAST
INNBYRDIS í
SUÐUR-AFRÍKU
Hermaður var brenndur til bana í
óeirðum sem brutust út þegar
þúsundir söfnuðust saman til að fylgja
Victoriu Mxenge, lögfræðingi og mann-
réttindafrömuði til grafar. Tvær fylk-
ingar blökkumanna kenna hvor
annarri um manndrápin sem ekkert
lát virðist ætla að verða á.
Hermaðurinn, sem var blökku-
maður og þjónaði í sérstökum öryggis-
sveitum er gegna löggæslu meðal
Ciskeiættbálksins, var grýttur,
stunginn og síðan brenndur til bana
eftir að hann reyndi að aka í gegnum
þvögu syrgjenda í blökkumanna-
bænum Rayi.
65 hafa látið lifið síðustu vikuna í
róstum sem UDF-samtök
blökkumanna og samtök Indverja
kenna hvor öðrum um.
Fyrr í gær urðu róstur í Durban þeg-
ar fólk indverskra ætta safnaðist
saman til útifundar eftir að það hafði
flúið heimili sín eftir óeiröir. Zulu-
blökkumenn með skógarsveðjur á lofti
gerðu áhlaup á indverska varðliða því
að þeir grunuðu Indverjana um að ætla
að kveikja i húsum blökkufólks.
Mxenge hafði verið skotin til bana
við heimili sitt 1. ágúst. Hún annaðist
málsvöm fyrir nokkra blökkumenn úr
UDF-samtökunum sem ákærðir höfðu
verið fyrir föðurlandssvik. Hún var
lögð til hvildar við hliðina á eiginmanni
sínum, Griffith, sem einnig var lög-
fræðingur en var myrtur 1981. Lög-
reglan hefur aldrei upplýst það morð.
Lögreglan segir að annar blökku-
maður hafi verið drepinn og lík hans
brennt i blökkumannaútborginni
Mamelodi þar sem stöðug ólga hefur
verið að undanförnu.
Yfirvöld hafa lagt nær 50 milljónir
króna í viðlagasjóð til aðstoðar Ind-
verjum sem misstu heimili sín í
Inanda-hverfinu í Durban þegar hópar
blökkumanna fóru þar um með
gripdeildum og íkveikjum.
Bermuda- þríhyrm ngurinn
er /co/iR'tR á myndband . Byggt “ metsöluhókum Charles Berlttz
Hvad veldur því að kZtuö sklpa og flngveUr hverfa gersamlega a þo, illrœmda hafsvmði. sem nefnist Bermuda- þríhyrningurinn. Fljúgandi furðuhlutir, framandi mennmg eð eitthvað annað.
etttnvaö
£ . -
1 pantanir
ísíma 17620
Breskur knattspyrnuskrill drekkur bara meir.
Enn ólæti á knatt-
spyrnuvöllum
Nú er knattspymuvertíðin hafin á Englandi. Ef marka má hegðan knatt-
spymuaðdáenda eftir fyrstu knattspyrnuhelgina á Bretlandseyjum er ekki
við því að búast að áhorfendur komi til með að fara eftir nýsamþykktum
lögum ríkisstjómarinnar um algert áfengisbann innan vallargirðinga
breskra íþróttavalla. Eftir fyrsta leik vertíðarinnar á milli Manchester
United og Everton hafði lögreglan þurft að hafa afskipti af hundruðum áhorf-
enda auk þess að hafa handtekið á fjórða tug fyrir ólæti á áhorfendastæöum og
brennivínsþamb. Strangar aðgerðir breskra yfirvalda í kjölfar knattspymu-
ofbeldisins i Brussel í gær virðast ekki lofa góöu um komandi knattspymu-
vertíð.
Rumska af heróín-
dvalanum á Indlandi
Fyrir dyrum stendur á Indlandi að
herða mjög viðurlög við eiturlyfja-
smygli. Hafa ráðherrar boðað að í þvi
skyni veröi á þessu þingi lagt fram
stjómarfrumvarp en ósagt er látið
ennþá um einstök ákvæði þess.
Æ fleiri raddir hafa kveðið við að
undanfömu vegna ópíum- og heróín-
flóðs frá „Gullna hálfmánanum”
(Tyrkland, Pakistan, Afghanistan og
Iran) og er yfirvöldum á Indlandi legið
þungt á hálsi fyrir andvaraleysi. —
Lögreglan er jafnvel grunuð um að
setja kíkinn fyrir blinda augað, mútað
af heróínsölunum.
Amitabh Bacchan, fyrrum kvik-
myndaleikari en nú þingmaður, er
meðal þeirra sem leggja fast að stjóm-
inni í Nýju Delhí að taka hart á vanda-
málinu. Hann segir aö i Bombay sé
bömum boðið upp á rjómaís í frímínút-
um en á ísinn sé úðað heróíni. — „Sum
eru orðin forfallnir fíkniefnaneytendur
aðeins tíu ára gömul,” segir Bacchan.
Candy 1\irbomatic,
þvottavél með þurrkara
verð 29.900
„Eg þarf að fá mér
hvaða tegund
á ég að kaupa?
,,Farðu til þeirra í PFAFF. Þeir
eiga CANDY þvottavélar í öllum
gerðum og stœrðum. Sú nýjasta
heitir CANDY TURBOMATIC —
þvottavél með þurrkara og er
toppurinn í dag. Það er alltafgóð
og örugg þjónusta hjá þeim í PFAFF
Candy Aquamatic,
þar sem plássið er lítið,
verð 18.900
f t
Umboðsmenn um land allt.
Candy uppþvottavél,
verð 27.450
Verslunin
Borgartúni 20
Candy kæliskápar,
verð frá 15 til 29 þús.