Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 20
20 DV. MÁNUDAGUR12. ÁGUST1985. Tilkynning til launaskatts- greiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjald- dagi launaskatts fyrir mánuðina júní og júlí er 15. ágúst nk. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanna ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og af- henda um leið iaunaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. KENNARAR Við grunnskólana á Höfn vantar kennara í eftirfarandi stöður: 1. Myndmennt 2. Stuðningskennslu 3. Almenna kennslu 4. Kennslu í 7.-9. bekk 5. íþróttakennslu Góð vinnuaðstaða, góðar íbúðir á lágu verði. Greiddur flutningsstyrkur. Kynntu þér staðinn. Upplýsingar gefa skólastjórar í sím- um 97-8321 og 97-8148. Skólastjórar. IAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum: • Starfsmenn í eldhús hjá Þjónustuíbúðum aldraðra, um er að ræða 75% stöður. Vinnutími frá 8.00—2.00 og aðra hvora helgi. • Starfsmaður, á vakt, hjá Þjónustuíbúðum aldraðra, um er að ræða 100% starf, aðstoð við íbúa. Unnið er á vöktum og aðra hvora helgi. Upplýsingar um stöður þessar fást í síma 685377 frá kl. 13.00—15.00 daglega. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum um- sóknareyðubiöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 19. ágúst nk. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Kennarastöður í raungreinum, kennslugreinum í stærðfræði og tölvufræði, sögu og viðskiptagreinum við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Kennarastöður í stærðfræði, eðlisfræði, tölvufræði, ensku, dönsku og hálf staða í íþróttum og skyndihjálp við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 15. ágúst. Menntamálaráðunaytið. Hvammstangi: „MYNDBANDSTÆKJAEIGN TÓK FJÖRKIPP EFTIR VERKFALUÐ í FYRRA” „Spennumyndir eru vinsælastar og stöku þættir,” sagöi Hermann Ivars- son, deildarstjóri í verslun Siguröar Pálmasonar á Hvammstanga, en í hans verkahring er umsjón meö mynd- bandaleigu sem verslunin rekur. Er hún önnur tveggja myndbandaleiga á staðnum. Að sögn Hermanns hefur töluverð gróska veriö i þessum viöskiptum. „Við höfum veriö að eignast spólur auk þess sem viö leigjum út myndsegul- bandstæki. Þaö er mikið spurt um þau. Annars er eign á svona tækjum mikið aö aukast hér. Hún tók fjörkipp eftir verkfallið í fyrrahaust.” I hillunum mátti sjá f jölbreytt úrval af titlum m.a. myndir með Clint East- wood og Bruce Lee, Airport, Woman in red og Hopla á rúmstokknum. Her- mann sagði að þeir hefðu haft einka- leyfi fyrir Dynastyog Dallas. Fyrr- nefndi þátturinn hefði ekki gengið nægilega vel út en sá síðarnefndi notið vinsælda. „Nú erum viö að byrja að leigja út til bátanna á djúprækjunni. Þetta er viku til 20 daga úthald hjá þeim og þeir hafa yfirleitt með sér eina spólu fyrir hvern dag. Helmingurinn af því efni er tekinn upp úr íslenska sjónvarpinu og sér útgerðin um það en við leigjum þeim hinn helminginn. ” jkh Hermann Ivarsson fyrir framan myndbandaúrvalið i verslun Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. DV-mynd PK. Afkoma fólks góð í Árneshreppi Frá fréttaritara DV, Gjögri; Regínu Thorarensen: Eg átti nýlega smáviðtal við Gurmstein Gíslason, kaupfélags- stjóra Kaupfélags Strandamanna á Norðurfirði, sem einnig er oddviti hér í Árneshreppi. Hann er allsráð- andi hér í hreppnum og ég held aö því sé best þannig fariö. Hann kann vel til sinna verka. Hann segir aö afkoma hjá þessu fámenna byggðar- lagi sé bara góð þrátt fyrir lítil bú, mjólkursala lítil sem engin nema bara rétt í barnaskólann, en stærstu fjárbú eru á þriðja hundrað rollur, sem gefa góðan arð. Þeim er ein- göngu gefið súrhey yfir vetrar- mánuðina en lítil sem engin fóður- blanda. Sumarhagar hér eru góöir, háf jallagrös og þykir mörgum kjötið hér bragðgott. Övenjulega mörg lömb fara í stjörnuflokk enda er ræktað fé hér á flestum bæjum og peningshús frábær. Að sögn Gunnsteins oddvita áttu 145 heima hér þann 1. 12. síðastlið- inn. Grásleppuvertíð var mun skárri hér nú en undanfarin ár og fiskirí hefur farið batnandi að staðaldri síöastliöin 5 ár. Ef það heldur áfram eykur það tekjur hjá fólki því að stutt er á miðin. Þess má geta að hér var alveg fisklaust í 15 til 20 ár og þurftu kaup- félögin að kaupa fisk frá Isafirði og Bolungarvík. Síðastliðin 5 ár hefur fiskurinn verið aö koma á grunn- miðin og hefur aukist með hverju ári sem líður og kemur fyrr á miðin. JKH NÝ LÍNA í KÆLI OG FRYSTISKÁPUM FRÁ VESTUR —ÞÝSKALANDI. Þessir vönduðu skápar og kistur eru leiðandi hvað varðar hagkvæmni og frágang. II! LAUSAR STÖÐUR HJÁ 'I' REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum: • Starfsmenn við áfangastað, Amtmannsstíg 5a, óskast í 2 50% stöður frá 1. október nk. Um er að ræða heimili fyrir konur sem hafa átt við ofnotkun vímuefna að stríða og því er sóst eftir starfsfólki er hefur menntun og starfsreynslu sem nýtist f því sam- bandi. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 26945 eða 37070frá kl. 9.00—12.00 alla virka daga vikunnar. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 19. ágúst 1985. Sérlega orkusparandi vegna sérstakrar einangrunar. Stillanlegar hillur og grindur til að nýta plássið sem best. Sjálfvirk afþýðing meðeimingu. Viðvörun fyrir hitastig og hurð. Super frost kerfi fyrir hraðfrystingu. Látlaus, falleg tæki — og alveg ein- staklega hljóðlát. Mjög sanngjarnt verð — góðir greiðslu- skilmálar. Atlas M Borgartúni 24 - Sími 26755 Pósthólf 493 - Revkjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.